Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 29.10.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N -------- GAMLA RlÓ -------------- Sendiboði forsetans. Ahrifamikil og spennandi amer- isk stórmynd, tekin af Para- mount undir stjórn Frank Lloyds þess sama sem stjórn- aði myndatöku „Cavalcades,“ sem fjölda margir muna eftii enn þann dag í dag. Aðalhlutverkin leika: J,OEL MC CREA, FRANCES DEL, BOR BURNS. Myndin verður sýnd um helgina. Gamla Bíó sýnir um helgina Par- mount myndina SendiboÖi forsetctns. og er hún tekin eftir skáldsögu Stuart N. Lake, undir stjórn hins fræga kvikmyndastjóra, Frank Lloyds. Efni myndarinnar gerist í Banda- ríkjunum fyrir miðja 19. öld, þeg- ar ])au voru vart annað en austur- ríkin, því að samgöngur inn í land- ið voru að heita mátti engar. Og meðan samgöngur allar voru í ó- lagi sköpuðust ekki skilyrði fyrir neinn framgang á hinu efnahags- lega sviði. Marga dugmikla Ameríkumenn drcymir landnám í hinu „vilta vestri“. Og tveir þeirra Wells og Fargo láta verða úr því, og ráða marga menn i þjónustu sína. Einn þeirra, Ramsay MacKay kemur mest við þessa mynd, og er sannkölluð söguhetja. Hann vinnur mörg dáða verk vestur á preríunni. Þar takast ástir með honum og ungfrú Justinc Pryor. Hún er dóttir loðfeldakaup- manns, sem Ramsay hefir bjargað frá dauða. Ástir Ramsay og Justine eru ekki opinberar vegna föður hennar, sem liefir hugað dóttur sinni annan ráðahag. Hún á að giftast Talbot Carter, ungum liðsforingja úr Suð- urrikjunum, sem er æskuvinur henn- ar. Meðan Ramsay var á skrifstofu firmans Wells og Fargo i St.-Louis fekk hann mörg tækifæri til að hitta Justine. En það verður ekki lengí, því við gullfund mikinn í Kaliforniu er Ramsay sendur þangað af firm- anu. Þegar nú dregst afturkoma hans, fer Justine þangað og gifta þau sig siðan i San-Francisco, sem þá er að byrja að vaxa. Aðeins hátft ár fá þau að njóta þar hjúskaparsælunnar, því að nú er Ramsay „færður til“. Enn er myndin rik af merkisatburðum. Þvi að nú brýst borgarastyrjöldin úi, milli Nprðurríkjanna og Suðurríkj- anna, á forsetaérum Abraliams Lin- coln. Myndin Sendiboöi forsetans er sem heild stórslegin og áhrifarík, enda standa að henni ágætir kraftar. Kettir fóstra yrðlinga. Á silfurrefabúi skamt frá Holbæk kom fyrir dálitið óhapp fyrir skömmu. Á búinu voru GO nýfæddir yrðlingar, en nú vildu sumar læð- urnar eta ungana og þvi var úti um þá, ef ekki var hægt að útvega eftir köttum í nágrenninu, sem þeim fóstur. Það var farið að leita höfðu nýlega gotið, til að fóstra yrðlingana, en þá var ekki að fá. Refaeigandinn fann því upp á því að auglýsa í útvarpinu og skoraði á kaltaeigendur að leigja búinu ketti i þessu skyni. Þetta hreif. Sama kvöldið komu hundrað tilboð úr ýmsúm áttum, sum atla leið frá Norður-Jótlandi, og svo ók bíll um þvert og endilangt Holbæk amt til að safna saman köttum, er vera skyldu fóstrur hinna bágstöddu yrð- linga. Hjónin Sigríður Magnúsdáttir og Magnús Þorsteinsson, járn- smiður, frá Kotsholtshelli í Flóa, nú til heimilis Bergþárugötu 10, Reykjavík, eiga gullbrúðkaup 2. nóvember næstkomandi. Gultbrúðkaup áttu 26 þ. m. Snæbjörn Jakobsson og Málfríður Bjarnadóttir, Norðurbraut 27 B, Hafnarfirði. Lárensína Lárusdóttir, Njáls- götu 32 B., verður 65 ára 1. nóv. Jóhannes Guðjónsson, Nýlendu götu 22, verður HO ára 30. okt Frú Sigriður Jónsdóttir frá Ey- vindarmúla í Fljótshlíð, varð 75 ára 27. þ. m. Ingibjörg Oddsdóttir, Skóla- vörðustíg 22. C., varð 70 ára 27. þ. m. „Manhattan Cocktail", sem Nýja Bíó sýnir næstu daga er ein af þess- um stórkostlegu, íburðarmiklu kvik- myndum, sem Ameríkukvikmyndafje- lögin ein geta skapað. Myndin gerist í heimsborginni New York, í geysistóru magasíni, þar sem glæsilegar tískusýningar eru haldnar og töfrandi fegurðargyðj- ur sýna sig. Samfara þessum sýr,- ingum er hið ótrúlegasta skart og skraut er varla á sinn líka. „Manhatlan Cocktail“ hefur hlotið óskift lof flestra stórblaða heims og farið sigurför frá einni heimsborg- inni til annarar. Efni myndarinnar var að nokkru leyti rakið i síðasta tölublaði „Fálk- ans“. Páfinn sagði nei. l-ranska skopblaðið „Marianne' birtir eftirfarandi smásögu, sem Parísarbúar henda gaman að. Páfinn kom gangandi gegn um Vatikangarðinn, og var Ameríku- maður í för með honum. Kardínáli nokkur gekk framhjá þeim og heyrði þessa samræðu: Ameríkumaðurinn: 100,000 doll- ara! Páfinn: Nei! Ameríkumaðurinn: Miljón dollara! Páfinn: Nei! Ameríkumaðurinn: Tíu miljou dollara! Páfinn: Nei! Ameríkumaðurinn kvaddi og fór. Jafnskjótt og hann var farinn gekk kardinálinn til páfans og sagði við hann: — Heilagi faðir! Hversvegna voruð þjer svona mótfallinn tilboði hans? Hugsið þjer yður bara livað við hefðum getað gert fyrir tíu mil- jón dollara! Bygt nýja skóla, ný klaustur, ný sjúkrahús! Já, sagði páfinn og kinkaði kolli. En það var ómögulegt. Hann vildi fá mig til að sleppa orðinu Amen úr prjedikunum mínum og setja í staðinn: Shell-Bensin er best! Allt með Islenskum skrpum1 *f«|

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.