Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 05.11.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N WYNDHAM MARTYN: 17 Manndrápseyjan. .,Um hvað deildu þau?“ spurði Trent, það var langt síðan hann liafði heyrt um nokkurn stað, sem lieillaði hann eins og ]iessi Manndrápsey. „Jeg gal aldrei komist að því,“ svaraði hinn. „Þau þögnuðu altaf þegar jeg koni inn, og jeg legg ekki í vana minn að standa á hleri. Jeg liefi unnið lijá fyrirfólki og ekki þurft að hlera.“ Trenl velti því fyrir sjer hvort það væri af þvi, að fyrirfólkið væri svo hávært, þeg- ar það talaði um einkamál sín, að ekki þyrfti að leggja hlustirnar við; en hann neitaði sjer um að spyrja um það og ljet sjer nægja að ýta ofurlitið undir manninn, svo að hann hjeldi áfram að rausa. „Ungfrú Ahtee var bálskotin í Cleeve Cannell," sagði hann, „en það var eitthvað dularfult við það. Einu sinni heyrði jeg að ungfrú Erissa sagði eilthvað við mr. Alitee og þá rann mjer kalt vatn milli skinns og hörunds. Það var alveg eins og hún væri að grátbæna hann. „Jeg geri það ekki“, sagði hún, „því að jeg elska Cleeve,“ sagði hún. Hvað átti það nú að merkja? Jeg gekk þarna um og ljel sem jeg tæki ekkert eftir þessu og skildi það ekki. Við miðdegisborð- ið voru allir blíðir og brosandi, en innbyrð- is bataði fólkið hvað annað. Og jeg held að þarna hat'i ekki verið nokkur maður, sem ekki sárkveið fyrir þegar fór að skyggja. Jeg hefi einu sinni áður unnið í húsi, þar sem draugagangur var, en það var fimm hundruð ára gamall hús, svo að það var ekki nema eðlilegt. En húsið á Manndráps- ev er ekki nema tæplega ársgamalt.“ „Þá er ósennilegt að það sje Fratton, sem gengur aftur þar,“ sagði Trent. „Þar skjátlast yður,“ sagði brytinn og hló. „Mr. Abtee reisti húsið á sama blettinum, sem Fratton dó á. Mjer fanst blóðið stirðna í æðum mjer, þegar hann var að segja frá Fratton. Hann hefir rólega rödd og greini- lega og svo talar hann hægt. Stundum hafði bann það til að benda á einhvern gestinn og segja: „Einmitt þar sem þjer sitjið núna, var það sem Embrow sneri bátsmanninn úr hálsliðnum af þvi að hann hraut. Það stendur í skýrslunni, að bátsmaðurinn, sem var karlmenni að burðum, hafi ált crfitt dauðastríð, fvrst varð hann rauðblár i framan og svo kolsvartur rjett áður en hann sálaðist. Frú Jaster ætlaði alveg að sleppa sjer. Mr. Ahtee bygði liúsið þarna eingöngu til þess að ná í draugana. Og þeir skiftu hundruðum. Enskir sjóræningj- ar, spánskir sjóræningjar, Frakkar og fang- ar. Þegar þeim leiddist öttu þeir saman mönnum, eða ljetu fangana draga hveru annan. Mjer fansl hárið rísa á höfðinu á mjer þegar hann var að segja frá þessu.“ „En liann sagði víst ekki yður þetta?“ „Nei, ekki mjer beinlínis. En jeg stóð í stiganum og hlustaði á |)að. Nú finst mjer þetta vera eins og ljótur draumur, og að hitt fólkið skuli geta haldisi við í þessu víti það er meira en jeg skil. En fólk gerir svo margl skrítið fyrir peninga. Frú Hvdon Cleeve elskar peninga, það niundi ekki vera hægt að aka henni úr sjálfu hel- víti, ef hún hjeldi að hún gæti útvegað Cleeve og Phvllis gott gjaforð þar. Ungi Dayne sá besti af öllu draslinu eftir minni meiningu — varð kvr, af þvi að gamli Elmore borgaði honum vel og vildi stía svni sinum frá drabbinu í New York.“ „Þektuð þjer mr. Ahtee i Englandi?“ spurði Trent. „Nei, liann var ekki í liópi hefðarfólks- ins þar, og heima er jeg vandur að mönn- um. Ekki svo að skilja, að jeg hafi neitt á móti honum. Mjer er nær að halda að hann sje útlendingur, en máske hefir hann fengið borgararjett. Hann talar alveg rjett, en afar hægt eins og hann hugsi á öðru máli en hann talar.“ „Þjer haldið þá að það sje ógjörningur að koma þessu brjefi til frú Cleeve?“ „Mr. Ahtee sagði, að það yrðu engar sam- göngur við land fyr en í vor, og nú eru nóvemberlok. Skip hafa farist þúsundum saman við eyjuna á umliðnum öldum. Og enginn sjómaður mundi þora að revna að komast þangað.“ Það var svo að sjá á brylanum, að hon- um findist að heimsóknin væri orðin nógu löng, því að liann stóð upp og geispaði. „Yður er best að snúa aftur til Boston," sagði hann. „Þjer getið ekki komist út í eyjuna fyr en i apríl. Og munið, að það sem jeg hefi sagt vður, fari ekki lengra.“ XIV. kapítuli. Trent ók liægt lil baka til Summer Har- bour. Leiðin lá lengst af meðfram sjónum. Hann þekti Maineströndina frá blautu barnsbeini, því að oftast bafði hann verið á býli Trents læknis í Casco Bay i sumar- leyfinu. Hann vissi að sjórinn var hættu- legur á þessum slóðum á vetrum, og si- feldir stormar. Þegar hann staðnæmdist þar sem hæst var og rendi augunum út á hafið, sá hann brimið alt i kringum Fratt- oney. Hann hugsaði til þessa fámenna hóps, sem dvaldi þar úti, útilokaður frá hæði lækni og presti. Það þurfti ekki að furða, að hin unga Bandaríkjakynslóð, sem altaf var að snúast að efnishyggjunni, þótt- ist geta án prestsins verið. En ef sjúkdóm bæri að liöndum hvað ætlaði það þá til bragðs að taka þetta fólk, sem skildi ef- laust ekki eins vel og liann, að heilsan er fyrst og fremst háð þvi, sem maðurinn jetur. Það var merkilegt hve heillaður hann hafði orðið aí' þessu æfintýri undir eins og hann hafði ferigið brjefið frá frú Cleeve. Meðan hann var blaðamaður heyrði hann hennar oft getið. Hún hafði verið fræg fvrir drembilæti sitt og hugrekki, en samt var hún orðin hálf vitlaus af hræðslu þarna í eyjunni eftir mánaðar tíma. Þegar Trent tók út þúsund dollara í smá- seðlum i bankanum sínum, fanst honum jietta lilið verð fyrir að fá tækifæri til að rannsaka sögu gömlu konunnar dálitið nánar. Milli linanna i brjefinu bafði hann lesið, að þarna væri eittbvað óvenjulegt um að ræða, og nú höfðu bæði Maims og brytinp staðfest það. Fyrst datt honum í hug að mr. Alitee mundi vera brjálaður. Þó Trent væri flestum öðrum trúaðri á dulræn fyrirbrigði var hori’úm eigi að síður Ijóst, að það eru ofl lundveilir menn, sem öðrum fremur dragast að þeim éfnum. Það voru einmitt öfgafullir og dómgreindarlitlir áhangendur, sem voru þess valdandi, að fólk ypti hæði- lega öxlum, að málefnum, sem nauðsyn ber til að rannsaka með greind og ná- kvæmni. Kanske heillaðisl Ahtee af hryll- ingunum hryllinganna vegna, og kendi sjúkr- ar ununar við að sjá aðra liræðast Hvers- vegna kom þeim ekki samari, honum og dóttur hans? Ilvaða kerlingabækur voru |)etta um trjen, sem tóku á sig manns- mynd á nóttunni? ()g hversvegna hafði brytinn, sem þó virtist vera opinskár, sagl svo íatt af þvi, sem hann i rauninni þóttist hafa grun um? Þegar Trent var kominn á sporið að nýju æfintýri, hjeldu honum engin bönd. Nú fór hann hiklaust inn i kaffistofu frú Maims og bað um kaffi og vöflur. Þar stóð Maims og nevtti mælsku sinnar lil að sannfæra konu sina um, að hann þyldi ekki erfiðis- vinnu vegna gigtarinnar. „Aldrei hefi jeg bragðað annað eins kaffi og vöflur,“ sagði Trent brosandi. „Það segja allir,“ svaraði Maims og von- aði að samtalið og hugur konunnar hans mundi komast á aðrar brautir. „En þetta veitingahús liggur ekki á rjett- um slað,“ hjelt Trent áfram. „Til þess að græða peninga verðið ])ið að hafa útsýni vfir sjóinn. Til hvers kemur fólkið innan úr landi? Til þess að sjá sjóinn. En hjer sjer maður ekkert. Núna meðan lítið er að gera, ættuð þjer að láta manninn yðar smíða stóran skála hjerna fvrir austan, sem gæti verið tilbúinn, þegar sumargestirnir koma.“ Maims varð langleitur þegar hann heyrði þetta. Hann stóð bak við konuna sína og gaf Trenl merki um, að liann skyldi ekki fara út i þá sálma, en Trent glápti á hann undrandi og spyrjandi, svo að frúin sneri sjer við til að líta á bónda sinn, sem þegar í stað reyndi að setja upp blíðubros. „Nei“, sagði Maims, „það kemur ekki til mála. Jeg vil ekki að konan mín verði önn- um kafnari en hún er. Hún hefir nóg ..ð hugsa.“ „En það hefir þú ekki,“ svaraði hún ön- ug. Það var mikið til i því sem gesturinn hefir sagl. Nóg var til af ódýru timbri og það væri mikil bót í að fá nýja stofu. Þá gæti hún líka farið að selja ísrjóma, en það hafði verið áhugamál hennar lengi. „Það er ágæt hugmynd,“ sagði hún eftir nokkra umhugsun. „Maðurinn minn er líka góður smiður, þó að hann sje reyndar seinn. Og hann hefir ekkert að gera allan vetur- inn nema að reykja og rabba.“ „Ilann er hraustlegur maður,“ saigði Trent. „Honum mundi eflaust þykja gaman að því. Jeg mundi selja upp stóra stofu, ef jeg væri i yðar sporum. Það mundi sómi að henni tilsýndar og svo nnmdi jeg mála hana með sterkum litum, það er svo mikið tíðkað núna. Og því ekki að selja nýja hellu á alt húsið? Þá yrði ])að alveg eins og nýtt!“ Maims rak upp óskiljandi hljóð og horfði i máttvana vonsku á Trent. Fyr- ir nokkurum árum hafði Trent verið með i ráðum um að byggja sæluhús og' gat því

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.