Fálkinn - 05.11.1938, Blaðsíða 4
4
F Á L K I K N
)EÚTSCH ES
KÖrt yfir lilut þann af Súdeta-hjeraðiinum, sem Þjóðverjar fengu á dögunum. Hertalmn fór fram i fjórum
köflum, sem eru sýndir á kortinu.
Fórn Tékkóslóvakíu.
JjESSA dagana lýkur þeini þætti
veraldarsögunnar, seni var kend-
ur við deiluna um Súdeta-hjeruðin,
hlut úr hinu tjekkóslóvakiska lýð-
veldi, sem haf'ði valdið svo mikilli
ófriðarhættu, að eyðileggjandi hild -
arleik var ekki afstýrt nema með
naumindum á allra síðustu stundu.
hykir því rjett að líta enn einu
sinni, áður en tjaldið fellur, á einn
liinn stærsta aðila þessa máls, ríki
það og þjóð þá, sem hefir orðið aó
fórna V* af landi sínu og íbúafjölda
sínum, til þess að friðurinn gæti
lialdist í álfunni: hið tjekkóslóvak-
iska lýðveldi.
Ríki þetta liggur, sem kunnugt
er, í Mið-Evrópu og er að flatar-
máli og íbúatölu meðalstórt á mæli-
kvarða Evrópuþjóða, en ríki þetta
er eitt af yngstu ríkjum álfunnar,
1>. e. sem sjálfstætt ríki. Það var
stofnað, að heimsstyrjöldinni lok-
inni, árið 1919, eða á þeim tíma,
]>egar flest ríki í Evrópu voru
skipulögð að nýju í samræmi við
þjóðerni ibúa sinna. Wilson Banda-
rikja-forseti var einn aðalstuðnings-
maður kröfunnar um þjóðernis-
skipulagið, sem var borin fram af
bandalagsþjóðunum, sem höfðu bar-
ist á móti Þjóðverjum og banda-
mönnum þeirra. Kröfunni um af-
mörkun Evrópuríkjanna eftir þjóð-
erni íbúanna var m. a. fylgt fram
vegna tilkalls þess, sem Frakkar
gerðu til Elsass-Lotbringen, Pólverj-
ar til Yestur-Prússlands o. s. frv.
Á friðarsamningsfundunum og
nefndarfundum þeim, sem ákváðu
framtíðarskipulag Evrópu, áttu
Tjekkóslóvakar mjög duglegan fulí-
trúa: dr. Benes, síðar forsætisráð-
herra lýðveldisins. Sjálfstætt, tjekkó-
slóvakiskt ríki hefði þá verið stofn-
að hvort eð var, vegna þess að liið
austurrísk-ungverska keisaraveldi
var leyst upp, en Benes fjekk því
framgengt að yfirráð Tjekkóslóvaka
náðu ekki einungis yfir land það,
sem þeir sjálfir bjuggu í með mikl-
um meiri hluta, heldur yfir stærra
svæði, þ. e. alveg að Sudetafjöll-
um og öðruin fjallgörðum, sem um-
lykja Tjekkóslóvakíu að norðan og
vestan. Þessi afmörkun landsins
hafði auðvitað mjög mikla hérnaðar-
lega þýðingu.
Allar þjóðir og flestir þjóðhöfð-
ingjar voru á þeim tíma svo gagn-
teknir af öllum þeim geðshræring-
um, sem heimsstyrjöldin hafði vald-
ið þeim, að þeir hugsuðu um fram-
tíð Evrópu eins og um áframhaldandi
ófrið með útkljáning deilumála með
vopnum væri að ræða: Tjekkóslóvak-
ar fengu landamæri sín eins og þau
voru hentugust með tilliti til næsta
ófriðar, og Frakkar, Litla Bandalag-
ið og (seinna) Rússar voru ekki
seinir á sjer að heita Tjekkósló-
vökum stuðningi, ef tii ófriðar
kæini.
Hjer skal því skotið inn að hug-
myndin um væntanlega næstu styrj-
öld hefir yfirleitt verið efst á baugi
i Evrópustjórnmálum síðustu 20 ár,
|)angað til að Neville Chamberlain.
forsætisráðherra Breta, með sínum
mikla, mjer liggur við að segja rót-
tæka friðarvilja, sýndi fram á aðrar
leiðir.
Hjá Jesandanum hlýtur að vakna
sú spurning: voru þá engir Tjekkó-
slóvakar til fyrir 1919 eða hvar
voru þeir þá? Þeir liöfðu altaf verið
til, og frá 5.—6. öld e. Kr. höfðu
þeir verið ibúar lands þess, sem
þeir enn búa í: Bæheims forna. Að
líkindum liafa þeir þó ekki yerið
frumbyggjendur þessa lands, heldur
komið þangað að austan, á þjóð-
flutningatímabilinu, i stöðugum bar-
dögum við germanska þjóðflokka,
sem áttu þar bólfestu um lengri eða
skemmri tíma. Að lokum urðu ger-
manskir hertogar frá stofni Bayara,
Markomanna og Langbarða hlut-
skarpari: Þeir stofnuðu þar her-
togadæmi, fluttu þangað menningu,
akuryrkju (plógur heitir enn þann
dag í dag á tjekknesku pluh) og
handiðnað,- Prag var um tíma aðset-
ur keisara hins forna þýska keisara-
rikis, fyrsti háskóli Þjóðverja var
stofnaður í þeirri borg 1348. Síðan
lutu íbúar Bæheims stjórn Habs-
borgarættarinnar, sem rjeð yfir hinu
austurrísk-ungverska keisaraveldi
fram að árinu 1918. Habsborgarættin
liefir aldrei fundið til öfgakendrar
þjóðernistilfinningar: hún ríkti jafnt
yfir Þjóðverjum, Slövum, ítölum,
Ungverjum og Tjekkum og liefir
ekki farið ver með þá en
aðra þegna, enda fengu Tjekkar að
halda máli sínu, fjelögum, þar á
meðal hinum fræga íþróttafjelags-
skap „Sokol“, skólum o. s. frv. En
liitt er að vísu lika satt, að Tjekko-
slóvakar hafa aidrei fengið að ríkja
í sínu landi, og mátti því ávalt bú-
ast við því, að þjóðerniskend Jieirra,
sem er mjög næm eins og hjá öðr-
um slavneskum þjóðum, brytist ein-
hverntíma til valda.
Þessari sjálfstæðislöngun Tjekkó-
slóvaka virtist |>vi fullnægt, þegar
þeim var fengin sjálfstjórn í hend-
ur með friðarsamningunum 1919,
auk landflæniis, sem var að stærð
einn fimti úr austurríska keisara-
veldinu. Að öllum likindum hefði
alt farið betur, hefðu þeir þá fengið
að búa að sínu og ráða sjálfum sjer.
En hjer var, eins og áður hefir
verið bent á, gengið einu skrefi of
Iangt: Tjekkóslóvakiska lýðveldið
fjekk yfir að ráða:
Milj. Ferkm.
7.4 , 499f Tjekka á 52.000 ■= 37%
2.2 = 16.% Slóvaka á 36.000 = 25%
3.5 = 23% Þjóðv. á 28.000 = 20%
1.5 9% Ungverja á 24.000 = 18%.
og tæpl. miljón Rúthena, Pólverja,
Rúmena og Gyðinga.
Ríki þeirra náði því einnig yfir
allstór landflæmi, sem hrot af
öðrum þjóðum bjuggu á, og voru
af þeirn Súdeta-Þjóðverjar þeir, sem
voru minst skyldir hinum þjóðun-
um, hvað snerti tungu, siði og þjóð-
erni.
í Tjekkóslóvakíu ríkti — og ríkir
enn — lýðveldisfyrirkomulag. íbúa-
landsins skiftust þvi ekki einungis
eftir þjóðerni, lieldur og eftir flokk-
um, sem dr. Benes he.fir ávait verið
Frá KOMU MUSSOLINI TIL MÍÍNCHEN.
l'rá v. Himmler, Göring, Ciano utanrikismálaráðherra ítala, Hitler, Mussolini.