Fálkinn - 05.11.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N
9
villu, þar sem þú ert að ryðja ann-
an veg?
— Alveg rjett, jeg er brjálaður,
svaraSi Pavel.
En hann leit ekki í augun á bróS-
iu' sínum.
— Já, hann er að byggja sjer
villu og nýjan veg, brjálaSur er hann
og ungur, hver botnar í honum,
svaraSi Jelina og kysti burt tor-
tryggnina af manni sinum.
Vegamennirnir brutust áfram,
sveittir og syngjandi. Trje fjellu,
steinar ultu út í lyngiS, mölin úr
skurSinum myndaði dökkar rákir
meðfram vegarbrúnununi og trjáræt-
urnar þrjóskuðust gegn öxunum
meS tágum sínum. Allan timann
eggjaði Pavel menn sína:
— Þegar sumarið er úti er verk-
inu lokið!
En svo ók Jelina einu sinni eftir
veginum stöðvaði liest sinn rjett hjá
verkamönnunum og kallaði hlæjandi
til Pavels:
— Pavel, þú átt að koma ein-
samall. —
Og Pavel sendi verkamennina
burtu, hjelt eflir öxi og skóflu, járn-
karli og haka og byrjaði svo ein-
samall að ryðja veginn.
Jelina stóð oft á tröppum villunn-
ar og horfði hlæjandi út í sjóndeild-
arhringinn. Ennþá sást ekki neinn
koma. Pavel var langt í burtu.
Sjerðu livað jeg er lagleg, sagði
Jelina einu sinni við mann sinn.
Þá kom í ljós í skóginum ný dökk
rák, rjett lijá gamla veginum. Þar
var Pavel að verki.... ruddi veginn
af kappi. Hann bað um lengri daga,
bað um að sumarið yrði sem lengst.
Jeg sje, svaraði maðurinn, án þess
þó að sjá nokkuð.
Jelina rak upp skellihlátur og nas-
vængir hennar titruðu.
Á hverjum morgni kom Jelina út
á tröppurnar og horfði hlæjandi út
að sjóndeildarhringnum. Hún vagg-
aði likamanum í sólskininu.
Hægt, og næstum án þess að eftir
yrði tekið, nálgaðist dökka rákin í
grænum skóginum, þegar Pavel,
ungur, ákafur, ástfanginn og ósveigj-
anlegur ruddi sjer braut í áttina til
Jelinu. Hann trúSi á lifið og veginn
sinn og nafnið á veginum var kær-
leikur.
Altaf þegar sólin kom upp á
morgnana, var Pavel byrjaður á
vinnu sinni. Oft klifraði hann upp
í trjátopp, til aS sjá hversu nálægur
hann nú væri Jelinu.
Fjarri, fjarri.
Villan var eins og lítill snjóblett-
ur efst á hæðinni. Stundum tendr-
aði kvöldsólin bjarta neista á glugga-
rúðum villunnar og þá veifaði Pavel
hendinni.
Jeg kem, jeg kem!
Bróðir Pavels ók framhjá við og
við, 'en Pavel lygndi aftur augunum
og svaraði altaf á sama hátt, þegar
bróSir hans ávarpaði hann:
Alveg rjett, brjálaður er jeg!
Vinnan fór illa með hendurnar
á Pavel; það komu ör á þær og þær
urðu æ ljótari. Skegg hans óx og
föt hans urðu að tötrum, en ýmist
hlæjandi eða grátandi braust hann
áfram gegnum skóginn.... ruddi
kærleiksveginn sinn í áttina til Jel-
inu, til þessa seiðkvendis.
í hjarta hans bjó dýrleg dirfska:
Hvert trje, sem fjell færði hann nær!
Sjerhver dagur, sem rann upp kom
með þessi boð: Nú hefir þú komist
lengra en í gær! Og milli trjátopp-
anna niðuðu eggjunarorð vindsins:
Til hafsins, til hafsins, yfir hafið!
Trjen i'jellu, steinarnir ultu út í
lyngið og mölin og leirinn úr skurð-
inum hrúgaðist upp meðfram vegin-
um.
Jelina var nú næstum allan dag-
inn úti á tröppunum, og á rauðum
vörum hennar hafði brosið stirðnað.
Hún var þreytt á speglinum, tjörn-
HJÁ PÝRAMIDUNUM.
Rjett utan við hina frægu pýra-
mída í Egiptalandi eru smá bænda-
ínhi og tilbreytingarleysinu í aug-
tim manns síns. Hún leit fegurð
sína í öðru ljósi en fyr. . . . virtist
hún enn meira sannfærandi en
nokkru sinni áður.
Jelina vissi, að sumarið var rjett
á enda.
Pavel var ennþá langl í burtu, en
liann braust áfram sem óður i átt-
ina til Jelinu, til lífsins.
Úr fjarlægum fylgsnum skógarins
komu nú kvöldin æ fyr og dimmari
að tjaldi Pavels, og hann varð að
bíða lengur og lengur eftir morgnin-
um. En hann færðist lika æ nær
villunni. Nú sást hún úr trjátoppun-
um svo greinilega. . . . villan, með
tröppurnar sem vissu út að hafinu.
Pavel gekk seint, hann átti i
höggi við trje, rætur og steina, en
áfram braust hann eins og sigur-
vegari. Hann átti ungt og sterkt
hjarta. Hann vissi, að einu sinni
ælti hann að leiða Jelinu út að haf-
inu, meira að segja yfir hafið, og
nálægð þess dags jók honum kraft.
Birta sólarinnar dró úr þreytu hans,
verkaði eins og örfandi blíðuatlot,
og Pavel fann, að ekkert gat hindrað
hann, því að hjarta hans var ungt.
— Alveg rjett, jeg er brjálaður!
hrópaði Pavel altaf til bróður síns.
Og svo kom haustið.
Á heiðbjörtum morgni sá Pavel
Jclinu aka burt frá vilhinni. Hann
hljóp lengi samhliða vagninum, eftir
sínum eigin vegi, og hrópaöi:
Þú kemur hingað aftur, þú
kemur. . . . næsta sumar. ... Jelina!
Þú bíður enn eftir mjer? Sjáðu hvað
vegurinn er kominn langt, hann
byrjar við hafið, vegurinn okkar,
sem liggur út í heiminn!
Og Pavel hljóp samhliða vagnin-
um alt til götunnar, er lá til bæjar-
ins, þreyttur og móður og hafði
hnept vinnuskyrtunni frá sjer, glað-
ur og hamingjusamur:
— Jelina, sjáðu bara, livað jeg er
kominn langt!
Svo skriðu skýin eins og risa-
skjáldbökur yfir himininn. Það
rigndi stöðugt. Pavel fór til borgar
Jelinu.
Og áður en nýtt sumar var runnið
upp með nýjum gróðri, áður en vor-
ið hafði eytt fönnunum af h’æðun-
um, var Pavel byrjaður á verkinu
býli. Á myndinni sjást brunnar, þar
sem vatn er tekið til að vökva með
á ný .... hraustur, ungur, örugg-
ur og óbilandi.
Aftur fjellu geislar sólarinnar við
fætur Pavels, og nú voru þeir eins
og glóandi jarðæðar, sem höfðu graf-
ið sig gegn um mosadyngjurnar.
Þegar Jelina ók siðan til villu
sinnar á hinu nýja sumri, var Pavel
kominn langt upp í heiðarnar. Enn
hljóp hann meðfram vagninum eftir
sínum eigin vegi og hrópaði til Jel-
inu:
— Jeg kem! Þú bíður? Jeg kem,
jeg kem! Bak við hafið bíður okk-
ar nýr heimur og nýtt líf!
Jelina hló framan i hann og veif-
aði mjallhvítri hendinni.
Svo varð Pavel þess vís dag nokk-
urn, er hann klifraði upp í trjá-
topp, að einn af veggjum villunn-
ar liafði verið málaður rauður,’ eins
og kvöldroðinn hefði lagt sig fram
um að fela hvítleik villunnar.
Pavel veifaði hendinni og hróp-
aði: Hjeðan af verður hún altaf
rauð!
Ekkert stóðst fyrir Pavel. Væri
trje í vegi fyrir honum, feldi hann
það með öxinni, og skóflan gróf
upp djúpar rætur þess. Væri steinn
fyrir, velti járnkarlinn honum út
í Jyngið eða Jiá skóflan gróf hann
djúpt niður, því að járnkarl, öxi og
skófla ljeku jafnt í höndum Pavels.
Jelina sá að dökka rákin nálgaðist
í skógarjaðrinum. Og liún liló. Öll
villan hafði fengið hárauðan lit og
augu Pavels sáu nú greinilega kon-
una, sem stóð á tröppum hennar.
Alt í einu datt Pavel í liug, hvers-
vegna Jelina hefði látið rauðmála
villuna sína: Það var til þess að
ljómi hennar fengi ennþá betur
notið sin upp við vegginn, þegar
hún stóð á tröppunum og vaggaði
líkama sínum.
Oft kom þreytan Pavel að óvörum,
en unga hjartað hans þreyttist ekki.
Það megnaði altaf að örfa hann upp,
þegar hendurnar titruðu af þreytu
og ])egar kujen bognuðu við þyngstu
áreynsluna, eða þegar bakið átti
erfitt með að rjetta úr sjer eftir
skurðgröftinn.
Og svo var það einn morguninn,
þegar sólin var enn rauðari en
húsið á hæðinni, eftir að hafa losað
jörðina ef þnrkar ganga. En þeir eru
oft hreinasta plága á þessum slóðum.
sig úr greipum fjarliggjandi trjá-
toppa, einn morgun, þegar hjarta
Pavels gaf honum síðustu hvatning-
arorðin, og þegar skóflan fjell af
sjálfu sjer úr liendi hans, þá var
veginum lokið.
Jelina kom út á tröppurnar, vagg-
andi hvítum líkama sínum, nakin,
þyrst í sól. Hún hló, en hláturinn
dvínaði fljótt.
Pavel settist neðan við hæðina,
og bak við hann lá vegurinn til
hafsins. Hann lá eins og dökk rák
gegn um skóginn.
Pavel hló. Hendur hans voru blóð-
ugar, slceggið úfið, föt hans tötrar,
en í augunum leiflraði gleði sigur-
vegarans. Hann hló og horfði djarf-
lega á Jelinu, en Jelina hló ekki og
huldi ekki nekt sina, því að hún
trúði ekki sínum eigin augum.
Pavel stóð á fætur og byrjaði að
ganga upp brekkuna með útbreidd-
um örmum, hlæjandi.... með Jelinu
fyrir augunum, og það var bjánalegt
ungæði og brennandi þrá i augna-
ráðinu.
Jelina sá hann koma. En þegar
hún sá ljótar, sprungnar og nagl-
rifnar hendurnar, blóðhlaupin aug-
iin, hrukkótt andlitið, skítuga fæt-
urna, tötrana og dökkbrent brjóstið,
flýði hún æpandi upp tröppurnar
og augnaráð hennar lýsti þeim til-
finningum, er henni bjuggu i brjósti.
Og Pavel skildi alt. Hann gekk
hægt upp tröppurnar, horfði út á
fjarlægt hafið, sem lá svo fjarri, að
liilling þess gat alveg eins stafað
frá bláleitum skýjunum og eftir
dökku vegrákinni frá hæðinni til
hafsins. Hún var löng .... löng, og
er hann horfði á hana þaðan, kom
hún honum ókunnuglega fyrir
sjónir.
Pavel gelck niður brekkuna og
byrjaði á verkinu á ný. En nú lagði
hann ekki veginn að villunni, held-
ur að dimmu skógartjörninni, sem
nú hafði hætt að dreyma endur-
speglun livítu villunnar.
Og ilmrík linean lagði undir sig
þögulan veginn.