Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 05.11.1938, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. A ðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. Barlómur og gorgeir eru andstæð- ur, og má varla á milli sjá hvor lakari er. Því að livorttveggja er hræsni, og miðar önnur tegundin að því, að vekja á sjer vorkunnsemi annara, en tilgangur hinnar er sá, að hefja sig í annara augum. AS gera sig aumari en maður er eða meiri en maður er, m. ö. o. eitthvað annað en maður er. Það er eftirtektarvert, að maður- inn sem raunverulega er auinur, Smist vegna sjúkdóms, andstreymis eðá fátæktar og umkomuleysis, ber afarsjaldán lóminn. Hann er þolin- móður við forlögin eða hefir sætt sig við þau, og hann fjargviðrasi ekki um sinn hag heldur segir hverja sögu eins og hún gengur og gerir hana hvorki betri nje verri, ef hann á annað borð segir hana. Hann gengur aldrei „út á gatnamót og grætur framan í l>'ðinn“. Hann her sína þjáning, en lýgur aldrei á forsjónina, þó hún hafi haft hann að olnbogabarni. En barlómsmaðurinn lýgur á for- sjónina. Og tilgangur hans með þessu liraklega athæfi er sá, að reyna að láta einstaka menn eða fjelög verða sjer að forsjón, og bæta upp það. sem hann á að gera hvort það er vit- andi vits eða af ókunnugleika. Hann er eins og maðurinn, scm lil að afla sjer fjár í uppvextinum batt upp á sjer fótinn, með líkum hætli og fje var fótbundið forðum, og keypli sjer hækju og sagðist vera örkuml- aður. En jiegar hann hafði fengið stofnfje til stórlyrirtækis í ölmusu- gjöfum, fór hann í annað land og varð miljónamæringur — á vöxtum öjmúsugjafanna. Svona aðferð er kölluð betl. En það er barlómur, þó að almennasta þýðingin á barlómi, sje nokkuð önn- ur, sem sje sú, að maður, sem einsk- is þarfnast af annara fje, reynir við hvert tækifæri ao telja öðrum trú um, hve illa horfi fyrir sjer og hvað hann eigi bágt. „Altaf skyldi búniað- ur berja sjer“, segir máltækið — eitt af ljótustu máltækjum sem ís- lensk tunga á. Því að jiað prjedikar lygina. Það er í ætt við tíundarsvik- in og önnur álög, sem hvíll hafa á þjóðinni síðan hún var kúguð og þóttist niega til með að ljúga, til jiess að lifa. Þessvegna er það, sem búmenn- irnir þykjast engir búmenn, nema þeir kunni að berja sjer. En þeir vinna sjálfum sjer tjón. Því að svo geta menn logið oft, að jieir fari að trúa sinni eigin tífslygi sjálfir. íslendingar. Eftir Ólaf Friðriksson. EYJÓLFUR KÁRSSON. Við Grímsey er sker eða flúð, rjett hjá landi, sem er merkilegt fyrir það, að þar dró einn Is- lendingur síðustu andartökin, eftir að liafa sýnt af sjer fá- dæma drengskap og lcjark. — Þessi maður var Eyjólfur Kárs- son er uppi var fyrir 7 öldum. Ekki er mikið vitað um Eyj- ólf. Faðir hans var Kár munk- ur, en móðir hans Arnleif dótt- ir Jóns Húnröðarsonar, og átti heima á Breiðabólsstað í Vatns- dal þegar hans er fyrst getið. En sá bær er skamt sunnan við Vatnsdalshóla og ekki langt frá veginum, sem bifreiðarnar renna um nú á aðalleiðinni norður. Varð Eyjólfur óvart til þess að koma af stað miklum ljandskap milli tveggja sveita, þ. e. Víðidals og Miðfjarðar. Var fjandskapurinn orðinn svo mikill að Snorri Sturluson kom norður til að sætta. Komu báðir aðilar fjölmennir, en æsingin var svo mikil að Snorri rjeði ekki við neitt og hörðust þeir þarna. Seinna tókst Snorra þó að sætta þá. Eyjólfur flutti eftir þetla vestur á fjörðu og giftist þar Herdísi Hrafnsdóttur Svein- bjarnarsonar frá Eyri. Hann selti bú á Stökkum á Rauða- sandi, en þá jörð fjekk liann með konunni. Átti hann þar i liöggi við bóndann í Saurbæ i sörnu sveit, en siðar keypti hann Flatey á Breiðafirði og fluttist þangað. Kemur Eyjólfur næst við sögu er hann bjargaði Guðmundi biskupi góða úr haldi hjá Arn- óri Tumasyni við H-vítárósa í Borgarfirði, en Arnór ætlaði með hann nauðugan til Noregs. Sendi Eyjólfur einn af heima- mönnum sínum til þess að njósna um varðhald biskups, og lijet sá Skúma hinh litli. Eyjólfur kom í krapahríð, og sótti Guðmund biskup og náði honum undan tjaldskörinni, þó sex varðmenn væru til að gæta hans. Bar liann síðan biskup á brott til sinna ínanna, en Skúma hinn Jitli lagðist í húðfat (svefn- poka) biskups. Tóku varðmenn- irnir ekki eftir að biskup væri farinn fyr en seint næsla morg- un, er þeir undruðust að hann skyldi ekki risa upp til hæna- lialds eins og liann var vanur, og fóru að gá að hverju sætti. Skúma lá í liúðfatinu en biskup var á brott. Varð Kolbeinn af þessu æfur, og liætti við utan- förina, en ekki er þess getið að Skúma væri gert neitt mein. Seinna var Eyjólfur með hiskupi í Þingeyjarsýslu, en höfðingjar söfnuðu liði og rjeð- ust að þeim. Vörðust biskups- menn rösklega en þoldu ekki umsátur og urðu að gefast upp. Atti Kolbeinn þá vald á lífi Eyj- ólfs, en gaf honum grið, en tveir menn voru drepnir þarna. Biskup fór suður á land, en komst síðar að Hólum. Brátt höfðu höfðingjar aftur uppi láðagerðir um að reka liann af staðnum og gerði hann þá orð vinum sínum að finna sig, með- al annars Eyjólfi Kárssyni vest- ur í Flatey. Brá Eyjólfur slcjótt við og hjeilt á biskupsfund og með honum Aron Hjörleifsson, er ætíð mun verða talinn meðal mes.tu kjarkmanna íslendinga. Hafði Eyjólfur boðið Aroni til sin 15 vetra gömlum. Þegar biskupsmenn höfðu tekið sam- an ráð sín var farið út í Málm- ey á Skagafirði, því ekki þótti ráðlegt að halda staðnum á Hólum fyrir Sturlungum. En ilt var til aðdráttar í Málmey, því óvinirnir sátu fyi'ir þeim er þeir komu á land. Var þá tekið það ráð að fara heim að Hólum og taka vistir þar, sem biskupsmenn þóttust bafa mest- an rjett til þeirra. Voru þeir Eyjólfur og Aron aðalnxennirn- ir í för þessari, ásaxxit Einari skemming. Þeir liöfðu góðar njósnir af Hólum og vissu að foringi óvinanna, Tumi Sig- hvatsson svaf þar i skála. Komu þeir Aron þar ölluxxx að óvörum og varð þar snarpur bardagi er þeir brutu upp liurðir. Hörf- uðu biskupsmenn út aftur en lögðxx eld í skálann, og urðu þeir Tumi að ganga út vopn- lausir, áix þess griðunx væri lieitið. Var þar farið illa með Tuixia, en lianix skalf mjög því hann var lítt klæddur, en þetta var vetrarnótt, og sagði hann að sjer þætti verst ef haldið væi'i, að hann skylfi af liræðslu. Einar skennningur vóg hann og likaði biskupi það illa, er hann frjetti. Eftir þetta þótti biskupsmönn um tryggara að flytjá til Grinxs- eyjar og tókst sú sigling sænxi- lega. En um sumarið sóttu Sturlungar að þeinx á 25 skip- uxn og voru með yfir 300 manns. Stjórnuðu þeir feðgar ferðinni, Sighvatur Sturluson og Sturla son hans, exx Sighvat- ur var faðir Tmxxa. Voru hisk- upsmenn alls 100, en vigra manna var ekki nenxa 70. Voru helstir þeirra Eyjólfur og Ai'on, þvi Einar skemmingur liafði látist af blóðnösunx. Aron fjell óvigur í bardagan- um, en er flótti brast í lið biskupsnxanna, og er þeir leit- uðu til kirkju, þustu komu- menn á eftir þeim, en Eyjólf- ur varð eftir í fjörunni án þess því væri veilt eftirtekt. Fór liaiin þá að leita Arons og fann hann sitjandi í valkestinum. Hafði hann lilotið þrjú sár og eitt eftir spjótlag gegnum kinn cg upp í góm. Spurði Eyjólfur liann að hvort hann væri lif- andi, en Aron svaraði, að hann lífði, en ljeki ekki. Reisti Eyjólf- ur hann upp og kom honum i vog einn, þar sem hann hafði leynt báti nxeð mönnum. Hefir Eyjólfur sennilega ætlað að koma Guðmundi biskupi undan á bátnunx ef þess yrði kostur. Sjálfur vildi Eyjólfur ekki yfir- gefa Guðmund, en hoixum liefir vafalaust fundist sjer hera slcylda til að konxa Aroni und- an, ef þes væri kostur, þar eð hann liafði komið honum i flokk íxxeð Guðmundi. Vildi Ai'- on ekki fara í bátimx, nenxa Eyjólfur kænxi líka, en hamx sagðist þui'fa að ýta bátnunx út. Hratt hann þá bátxxum frá, og bað þá vel að lifa, og ekki lenda austar en á Tjörnesi. Eix Aroix var svo máttfarinn að liaixn varð að sitja þar, sem liann var konxinn, og konxst haixn og bátsverjar til lands. En Eyjólfur hörfaði imx í naust eitt, er haixix sá flokk með níu eða tíu af mönnum Sturlunga, er voi-u að leita að biskupsmönnum. — Spúi'ðu þeir hanix hver þar væi’i í naustinu, en haixn sagði þar vera Eyjólf Kársson. Sögðu þeir að hann skyldi konxa á fnnd Sturlu, en hann spurði hvort griðunx væri lieitið. En þeir neituðu því, og bað liamx þá, að þeir kæmu og sæktu sig. Hófst þá liiix grimmilegasta sókn. Eyjólfur var í brynju og liafði öxi eina mikla að vopixi, og hann hjó af sjer spjótslögin, exx brátl konx að því, að axar- skaftið bilaði, og greip hann þá ár og varðist með, og síðan aði’a, er liin brotnaði. En þar sem margir sækja að einunx þarf ótt og títt að liöggva, til þess að berja af sjer lögin, en árar liafa aldrei þótt sjei'lega góð vopn. Það konx því þar að að lokum, að liann fjekk spjóts- lag undir haixdlegginn, þar senx brynjan hlífði ekki og gekk það á lxol. En það senx næst skeði kom óvinum hans á óvart, því lxaixn fór úr vörn yfir í sókn. Ruddist hann gegnum óvina- lxópinn og bai'ði svo ákaft með ái'inni, að þeir hrökluðust frá, og komst haxin á sjávai'hakk- ann, senx var i'jett hjá, en liá- flóð var og steyþti hann sjer í sjóinn. En unx leið og hann steypti sjer franx af, kom einn af mönnum Sturlunga liöggi á lót lians, og það svo, að liann fór hjer um bil af. Sýnti Eyj- ólfur i sker er var 12 faðnxa fró landi. Sáu þeir liaixxx skríða upp á skerið og siðan staðnæm- ast þar á hixjáixum, senx í bæn, en siðan falla áfranx á grúfu nxeð liendur frá sjer útbreidd- ar í ki'oss. Og þannig lá hann þegar þeir komu róandi út i skerið, Framh. á bls. Vt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.