Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 05.11.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K 1 N N Vírdregin efni (Brocade) gylt og- silfrað, til samkvæmisnotkunar, bæði við kjól og- peysuföt. Biðjið vini yðar í Reykjavík að velja fyrir yður. Við sendum gegn póst- kröfu hvert á land sem er. CHIC Reykjauík — Bankastrœti 4 -------- GAMLA RÍÓ ------------- sýnir á næstunni „Gott land“. Heimsfræg Metro-Goldwyn-May- er-kvikmynd gerS eftir hinni alktinnu sögu PEARL S. BUCK. ASalhlutverkin, O-lan og Wang Lung leika: LOUISE RAINER og PAUL MUNI. Gamla Bíó sýnir nú uin þessar mundir kvikmynd, er marga mun langa til að sjá. Er myndin sam- nefnd liinni frægu bók Pearl S. Buck „Gott land“, er gefin var út á íslensku fyrir tveimur árum, í þýð- ingu þeirra nafna, Magnúsar Ás- geirssonar og Magnúsar Magnússon- ar, enda er kvikmynd sú er lijer um ræðir tekin eftir þeirri bók. Bókin hlaut hjer mjög miklar vin- sældir og ekki mu;nu vinsældir kvikmyndarinnar minni. Nafn kvikmyndafjelagsins er sá um kvikmyndunina á Gott land, er næg sönnun fyrir því, að ekkert hefir verið til sparað að gera hana sem best úr garði, en fjelagið var Metro Goldwyn. Höfitð hlutverkin, Wang-Lung og O-lan eru leikin af Paul Muni og Louise Rainer. Paul Muni hlaut heimsfrægð fyrir nokkru með leik sínum í Dreyfusmyndinni, þar sem hann ljek skáldið Emile Zola. Það er ef til vill óþarft að minna á nokkur atriði í efni myndarinnar, þar sem allur þorri kvikmyndahús- gestanna hefur lesið söguna, en þó vill biaðið gera það með örfáum orðum. Ung kínversk hjón lifa við mikla fátækt, eins og flest bændafólk í Kína hefur löngum gert. En fynr dugnað þeirra verða þau bjargálna fólk, og alt virðist benda til ])ess að þau geti haldið hungurvofunni frá dyrunum á komandi árum. En þá dynja ósköpin á. Ógurlegir þurkar ganga yfir landið svo að frjósöm jörð verður að berri og blásinni eyðimörk og í kjölfar þess kemur svo luingrið. Eftir hræðilegustu hungursneyð fara þau suður i land ásamt börnum sinum og setjast að í stórborg, þar sem O-lan og börnin betla, en Wang- Lung er kuli (burðarkarl). í borginni finnur O-lan verð- mikla dýrgripi, o,g fyrir þá kaupa þau góðan landskika. Vænkast hag- ur þeirra næstu árin, þvi að þá cr óslitið góðæri, og setja þau syni sína til menta. En nú hallar á ný undan fæti fyrir þeim, þvi að Wang-Lung verð- ur ástfanginn af dansmeynni Lotus, ótrúrri og rótlausri kvensnift. — En þrátt fyrir það er O-lan altaf sami góði lífsförunauturinn. Skin og skuggar skiftast á í þess- ari mynd. Hún talar til áhorfend- anna frá upphafi til enda á mjög áhrifaríkan hátt, og mun lengar geymast í minninu en flestar aðrar myndir er hjer hafa sjest. kristinn Guðlaugsson oddviti, Núpi, Dýrafirði, verður 70 ára 13. þ. m. Þann 't. júní s.l. átti kona hans, Rakel Sigurðardótt- ir, einnig 70 ára afmæli. Sigurður Guðbrandsson, Garð- húsum, Stokkseyri, varð 60 ára 25. f. m. Markús Sigurðsson, húsasmiður, Miðstr. 8, verður 60 ára h. þ. m. FLUGVJELAVERKSMIÐJA NUFFIELDS LÁVARÐAR. Nuffield lávarður er að byrja byggingu á risastórri flugvjelaverk- smiðju. Á myndinni sjest hann í samtali við enska flugmálaráðherr- ann Sir Kingsley Wood, þar sem ráðherrann er að taka fyrstu skóflu- stunguna að greftri verksmiðjunnar. EDDIE CANTOR heitir amerísk kvikmyndahetja. — Hann var nýlega á i'erð í London, og sýnir myndin hann mitt i hópi aðdáenda sinna. Hundur, sem var á sundi við strönd Ástralíu varð fyrir hákarli, sem rjeðist á hann. Hundurinn lagði til bardaga við ófreskjuna og rak hana ó flótta, en við það særðist hann svo mikið, að hann fjell dauð- ur niður, þegar hann náði landi. ------ NÝJA bíó. ----------- Siprvegarlim frá Hampton Roads. Sænsk stórmynd er sýnir þætti úr sögu sænska hugvitsmanns- ins heimfræga John Ericsson. .. Aðalhlutverkið John Ericsson leikur frægasti núlifandi leikari og leikstjóri Svía: VICTOR SJÖSTRÖM. Leikurinn fer að mestu leyti fram í Bandaríkjunum órin 1858 —(54. Á kvikmyndahúsunum í stórborg- um Norðurlanda gekk i fyrra vetnr sænsk kvikmynd, er lilaut hvar- vetna hina ágætustu dóma. Þessi mynd hjet Jvhn Ericsson og var um hinn lieimsfræga sænska vjel- fræðing og hugvitsmann með þessu nafni. Sá Victor Sjöström um upp- töku myndarinnar og Ijek aðalhlut- verkið, Ericsson sjálfan. Er Sjöström íslenskum kvikmyndavinum löngu lcunnur, m. a. af því að hann gerði myndina af Fjalla-Eyvindi og ljek hann. Kyikmyndin John Ericsson er nn hingað komin, og ætlar Nýja Bíó að byrja á að sýna hana einhvern næstu daga undir nafninu Sigurvegarinn frú Hampton fíoads. Hefði farið betur á því að nafn myndarinnar væri óbreytt, þó að litlu ináli skifti. John Ericsson var fæddur í Vermalandi árið 1803. Var faðir hans ríkur námueigandi. Strax í bernsku komu í ljós hjá drengnum undraverðir hæfileikar í öllu er viðkom vjelum og vjelaverkfræði. Innan við fermingu var hann við riðinn byggingu Gautaskurðarins með því ,að gera ýmsar jnerkilegar teikningar af þessari iniklu lífæð Svíþjóðar. Sem fulltíða maður gekk hann í herinn og varð þar liðsforingi, en 1826 fór hann til Englands og leit ekki ættjörð sína eftir það. í Eng- lnndi gerði hann ýmsar merkilegav uppgötvanir. 1829 tók hann þátt i samkepni um endurbætur'á eim- vrgninum, en varð að lúta í lægra haldi fyrir G. Stephenson. En þó þótti hugvitssemi Ericssons svo fró- bær að nafn hans var á allra vörum. Skömmu síðar gerði hann svo miki- ar endurbætur á skipsskrúfunni, að litlar breytingar hafa verið á henni gerðar siðan. En breytingum lians var illa tekið, svo að Ericsson liristi dustið af fótum sjer og fór til Am- eríku og dvaldi þar það sem eftir var æfinnar. Meðan hann ótti þar lieima skall borgarstyrjöldin i Banda- rikjunum á, Ericsson var ákveðinn Norðurríkjamaður og hinn liaið- snúnasti andstæðingur alls þræla- Iialds. Kom hugvit hans Norðurrikj- Framh. á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.