Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 05.11.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Vorið kemur miklu fyr í Alpa- fjöllunum en hjer, jafnvel hátt yfir sjávarmáli, og það er fljótara að gerbreyta náttúrunni. Umskiftin eru svo snögg — þau gerast alt í einu. Það var vetur í gær en sumar í dag, og eftir nokkra hlýjudaga er alt far- ið að gróa og grænka. Jörðin hefir legið undir snjó allan veturinn og hann hefir hlíft henni við kali. Myndin er frá Wierwaldstáttervatn- inu. Myndin hjer að neðan er tekin í sömu vikunni og sú efri. En hún er „frá annari breiddargráðu“ — ofan frá Riksgránsen í Svíþjóð. Þar geta menn iðkað vetraríþróttir að jafnaði fram í maí, en sólin er þá orðin svo heit, að það þarf enga karlmensku lil að vetta sjer í snjónum hálfnak- inn, eins og piltarnir á myndinni gera. Riksgránsen og Storlien eru fjölsó ttustu ve trars ke m tis taðir S vía og á ferðaf jelagið sænska stórt gisti- hús á báðnm stöðunum og græðir fje á þeim, þó að beini sje seldur þar ódýrar en á öðrum vetrargisti- húsum. Hið einkennilega afbrigði af hesti. sem zebra heitir og lifir vilt í ýms- um heitum löndum, hefir ekki erft gáfnafarið frá frændum sínum, þeim sem eru í mannanna þjón- ustu. Zebrainn er heimskt dýr' og ó- þægt og kenjótt, og „gerir bæði að bíta og slá“. Jafnvel zebradýr, sem lengi hafa verið i dýragörðum, kunna varla nema illa siði og er mikill vandi að umgangast þau. En engin regla er án undantekningar og zebradýrið á myndinni hjer að ofan er undantekning. Því eigand- anum hefir tekist að temja það eins og hvern annan hest. Það er eitt einkenni frumþjóðanna, að flestar hafa þær særingamenn og spámenn í miklum metum. Svo er um Eskimóa og svo er um villi- mennina i Afríku. Særingamaður- inn er jafnvel valdameiri en sjálfur höfðinginn; ef fólkið fer ekki að boði hans og banni á það á hættu að hann leiði bölvun yfir það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.