Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 * m ar LEIKFJELAG REYKJAVÍKUR: I NAVIGI og sorg skiftast á í mannlífinu og gleði og sorg eiga að skiftast á á leiksviðinu. Hláturinn hressir og lengir lífið. Alvaran þroskar skap- gerðina og gerir okkur vitrari og d.iúpsærri. — Hjer birtast þrjár myndir úr leikn- um. Einar Halldórsson, hreppstjóri að Kárastöðum, verður 55 ára 18. þ. m. Frú Guðríður Guðmundsdóttir, ekkja sjera Ölafs Ólafssonar frí- kirkjuprests, verður 85 ára 21. þ. m. Kristinn Magnússon, kaupm., verður 65 ára 2k. þ. m. A búgarði einum i greifadæm- inu Fermangh í írlandi er til venju- leg önd, sem verpir kolsvörtum eggjum — svo að i raun og veru er hún dálítið óvenjuleg önd. Þó það virðist ósennilegt, þá nota 250 miljónir — 13% — af íbúum jí.rðarinnar stöðugt hið æfaforna tunglaldartímatal, en eftir þvi er árinu skift i 354 daga. Leikfjelag Reykjavikur hóf starf- semi sína á þessu hausti með því að sýna enska gamanleikinn: „Fínt fólk“. Hann fekk fremur kalda dóma í blöðunum enda gekk hann ekki lengi. Nú er leikfjelagið byrjað á nýjum leik, alvarlegs efnis, sem heitir í ná- vigi, eftir W. A. Somin, sem hjer er með öllu ókunnur höfundur. En tai- ið er að hann sje pólskur tíyðingur, sem búsettur er í Englandi. Leikurinn er í þrem þáttum, ail- löngum, og eru leikendur aðeins tveir, lijónin tíustav Bergmann og Liesa kona hans. Það segir sig því sjálft að mjög reynir á krafta þeirra er með hlutverk Bergmannshjónanna fara, þar sem leikurinn er óslitið drama frá fyrsta þætti og til leiks- loka, þar sem þau ráða sjer bana til þess að sleppa undan refsingu lag- anna fyrir morð, sem frú Liesa lief- ur framið á níðingi, sem er hátt sett- ur í þjóðfjelaginu. Gustav er leikinn af Indriða Waage, en Liesa af Soffíu Guðlaugs- dóttir. Leikur þeirra hefur þegar fengið góða dóma í öllum dagblöð- unum, og það er skoðun þess er grein þessa ritar að sjaldan hafi öllu betur verið farið með hlutverk á leiksviði hjer. Leikur beggja persón- anna er svo saiinfærandi, og var hann þó mjög erfiður, ekki sist hennar. En þau voru bæði hlutverkunum vaxin. Frú Soffía sýndi hjer sem oft fyr mikil tilþrif í leik sínum enda vita allir leikhúsgestir að hún á þau til í ríkum mæli. Og Indriði ljek betur en nokkru sinni áður. Oft hef- ir áhorfendunum fundist hann skorta þrótt í ýms hlutverk sem hann hefir haft, en í návígi er leikur hans kröft ugur og skilningur hans næmur fyr- ir smáatriðunum sem hinum stærri. Sigur lians í þessum ieik er ineiri en frú Söffíu. Gustav Bergmann er uppreisnar- maður. Hann er mikill í munni, en minni í dáðum. Hann lætur inikið yfir hugrekki sínu á sósíalistafund- unum, er hann segir konu sinni frá þeim, en i raun og veru er hann viljalaust rekald, maður landflótta og óreglu, ólíklegur til allra stór- ræða og vill engu mein gera. Það er óneitanlega meira i konu lians spunnið. Hún er mikil í ást sinni og hatri. Það er hún, sem myrðir Sandell, óþokkann, sem hef- ur tælt hana. Leikurinn er „spennandi" frá upp- hafi til enda. Áhorfandinn er á glóðum. Hinn jafni stígandi leiksins lieldur áhorfendunum föngnum tíl hins síðasta, er alt endar með ósköp- um sjálfsmorðanna. Það leyndi sjer ekki að leikhús- gestirnir dáðust að leiknum. Dauða- þögnin sem ríkti meðan hann stóð yfir var þess órækur vottur. Fyrir lesendur blaðsins, einkum þá er úti á landi búa og ekki hafa tækifæri að sjá hann, er vert að geta þess að í návígi var leikið í útvarpinu í fyrra undir sama nafni, af Indriða Waage og Öldu Möller. Leikfjelag Reykjavíkur hefur sóma af þessum leik. Vonandi nota bæjar- búar tækifærið til þess að sjá hann áður en það er of seint. Það er eng- in hrakspá þó að sagt sje að það sje óvissa um að það bjóði á næstunni upp á jafn góðan leik. Og enn eitt, góðir Reykvíkingar, það er vert að horfa á annað en gamanleiki. tíleði VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán„ kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. Voldugir menn hafa stundum of- metnast svo, að þeir hafa ráðist í að taka að sjer að breyta náttúrulög- málinu eða taka fram fyrir hendur þvi. En það hefir jafnan farið illa, því enginn maður hefir fæðst svo fullkominn, að hann hafi eigi sjálf- ur verið háður þessu lögmáli. tíamall herkonungur ljet berja sjó- ihn, alveg eins og þegar fólk hirtir óþægan krakka.. Og þráfaldlega reyna menn að láta eins og stað- reyndir sjeu ekki til. En það fer jafnan á sömu leið að lokum, eins og þegar húfræðingurinn ætlaði að láta vatnið renna upp á við. Bandaríkjamenn ofsóttu árum sam- an Svertingjana sem þeir höfðu þrælkað áður, og enn kemur það fyrir, að múgurinn tekur sjer refsi- vald yfir þeim. Það liefir vakið andstygð allra skynbærra manna. Um þessar inundir hefir eigi aðeins múgurinn heldur og ýmsir ráðandi menn í Þýskalandi tekið sjer refsi- vald yfir Gyðingum, brotið á þeim hús, Jimlest þá og hrakjð. Gyðing- um er þetta ekki ný bóla. Þeir hafa á öllum öldum sætl sömu kjörum, þegar hatrið hefir fengið að ráða. í Rússlandi voru þeir brytjaðir nið- ur á tímum keisaraveldisins. Síðar urðu þeir mestu álirifamenn í land- inu og komu fram byltingunni miklu. Meðfram þessvegna er nú reynt að útrýma þeim í Þýskalandi. Sagan um Gyðinginn gangandi er altaf að rætast. Hann samlagast ekki iiðrum þjóðum, hann fer sínar götur. Frægur Gyðingur, Georg Brandes, sagði um kynþátt sinn að hann væri „samfundsnedbrydende“ — spilli þjóðfjelagslegu skipulagi — og það hefir reynst satt. Hann 'hefir víðaO hvar verið einskonar minnihluti í þjóðfjelaginu, róið sínum árum og reynt að spilla, alveg eins og Súdetar i Tjekkóslóvakiu, nema þar sem hann hefir náð svo miklum völdum, að hann hefir verið tekinn sem jafn- ingi og lálinn óáreittur. Því að fjandskapur lians liefir stafað af þvi, að það hefir verið litið niður á hann. Það verður naumast um það deilt, að Gyðingurinn eigi alveg sama til- kall til jarðarinnar og aðrir menn. Hann hefir lagt sinn skerf til al- mennra framfara eins og aðrir, nema framar sje. En hann hefir verið smáður og fyrirlitinn og því skyldi enginn lá honum, þó að hatur vakn- aði á móti. Hitt væri brot á einu af iögmálum náttúrunnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.