Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 11
F Á L K 1 N N 11 « VMCSSVtf LCS&HbURHIR Læriö að hekla mEÖ íingrunum. Huer getur hjálpað drEngnum? A dögunum sýndi föðurbróðir Nonna, sem þú sjerð á myndinni honum allstóran pappasnepil, sem var í lögun eins og myndin sýnir. Hann lofaði að gefa Nonna stóran poka fullan af eplum, ef liann gæti klipt sundur snepelinn í vissan stykkjafjölda, sem aftur væri liægi að húa til úr sex litla ferhyrninga, og hver ferhyrningur átti að vera settur saman úr tveim pörtum. Hver getur hjálpað Nonna iii að greiða úr þessu vandamáli? Lausnin. Um írlending sem þótti gott í staupinu er sögð eftirfarandi saga: Flann var sætkendur einn daginn og liitti þá prestinn sinn og spurði: — Æruverði faðir, hvað er iskías? Presturinn hugsaði sjer að nota tækifærið til setja ofan í við mann- inn og svaraði: — Iskías er hræðilegur sjúkdóm- ur, sem menn fá af drykkjuskap og nætursvalli. — Getur þetta verið satt? sagði írlendingurinn. — Það stendur í blöðunum, að páfinn hafi iskias. Ekki hjelt jeg að hann* væri svona. Þeim, sem hafa gaman af handavinnu gefum við hjer góða leið heiningu í að hekla á dálítið óvana- Jegan hátt Þið þurfið ekki annað en ullargarn, þykt silki- eða perlu- garn og 10 fima fingur. En hvað er þá hægt að liekla á þennan hátt munuð þið sjálfsagt spyrja. Jú, eftir þessum ieiðarvísi getið þið fengið sívala mjög skraut- lega snúru, sem getur verið til margra hluta nytsamleg. Við byrjum á þvi að vinda upp fjóra hnykla af garninu, sem á að nota. Endarnir fjórir eru bundnir saman með hnút, sem endar í lykkju (mynd 1). Lykkjan (sjá örina) þarf ekki að' vera stærri en svo að sleiki- fingurinn komist vel í gegnum hana. Stingdu nú hægri handar sleikifingri inn í lykkjuna og skiftu þráðnum svo að tveir þræðir sjeu í hvorri hendi (mynd 2). Og nú byrjum við að heklal Og það gerist á þann liátt, að maður með hægri og vinstri sleiki- fingri til skiftis lætur þræðina í gegn um lykkjuna og myndar þannig nýja lykkju, sem næstu þræðir eigu að ganga i gegn um. Ef til dæmis Jykkjan er um liægri sleikifingur, er vinstri sleikifingri stungið í lykkj- una bak við fremsta þræði hennar og þaðan er honum stungið inn undir þræðina, sem eru strengdir með vinstri liendi og eru þeir a þenna liátt dregnir upp í gegn um lykkj- una. Mynd 3 sýnir stellingu fingr- anna og þráðanna i því augnahliki, sem þessi hreyfing fer fram. Nú er lykkjunni slept, sem var utan um liægri sleikifingur, og með hægri hendi eru þræðirnir, sem ganga gegn um þessa hendi, dregnir til. Við það myndast nýja lykkjan, í þetta skifti á vinstri sleikifingri (mynd 4). Nu er haldið áfram að lielda með þvi að fingurnir á hægri hendi gera ná- kvæmlega það sama sem fingurnir á vinstri hendi o. s. frv. Munið aðeins: Hægri handar fing- ur eiga altaf að grípá um þræðina, sem hægri liendi heldur um — og vinstri handar fingur um þræðina, sem vinstri hendi heldur um. — Hver lykkja er samsett af tveimur þráðum.. Dragið ekki garnið alt of fast til, en jafnt yfir alt, svo að snúran verði falleg og jöfn. Það má hekla snúr- una úr einlitu garni, en fallegri verður hún, ef tveir ólíkir litir eru liafðir. Það eiga þá aðeins að vera tveir lmyklar af hvorum lit, og þið getið sjálf ráðið hvort þið viljið láta liverja lykkju samanstanda af tveim- ur litum eins og mynd 5 sýnir, eða hvort þið viljið hnýta með tveimur þráðum af sama lit í livorri hendi. *f» Alli meö islenskum skrpum' «f> Með dálítilli æfingu getið þið Jiekl- að með fleiri en fjórum þráðum, ef þið aðeins gætið þess að hafa jafna tölu af þráðum, svo að liægt sje að skifta þeim jafnt niður á höndurnar. Það eru ekki aðeins mennirnir, sem verða sjóveikir heldur dýrin líka. Einkum verður þessa vart með liesta, sem fluttir eru sjóleiðis og hunda, sem fluttir eru með skipi cða þá á bíl. Sauðfje og svín eru einnig móttækileg fyrir sjóveiki. Múldýr eru hraustari. Og úlfaldar eru mjög sjóhraustir. t baráttn fyrir rjettlætinu. 10) Þegar Biair var kominn spotta- korn ó burtu sneri hann við og kall- aði til Bobby: „Bíddu bara rólegur, við erum ekki skildir að skiftum ennþá. Þó svo að jeg verði að kalla á alla lögregluþjóna i Kanada, skal jeg á endanum hafa upp á ykkur.“ Svo hurfu þeir úr augsýn og Bobby sneri sjer að vini sinum, sem hreint og beint nötraði af reiði yfir fram- komu Svarta Úlfs: „Nú er Jaglega komið fyrir okkur, Rauði Hjörtur, — jeg held fyrir mitt leyti, að það sje BJair sjálfur, sem hefir byrgl Svarta Úlf upp með whisky, og notar nú tækifærið til þess að skella skuld- inni á okkur. Við lendum áreiðanlega í mestu vandræðum út úr þessu.“ Rauði Hjörtur liristi höfuðið og sagði: „Það verður áreiðanlega ekki of gott fyrir Svarta Úlf og BÍair að koma í tjaldbúðirnar okkar ■eftir þetta — en livað sem fyrir kemur verðum við að standa saman þangað tii malið er útkljáð.“ 17) Þeir tókust þjett í hendur, og Bobby reið heim til búgarðs frænda síns. Þegar hann reið i lilaðið kom frændi hans fram í dyrnar: „Hvað hefir þú eiginlega gert, drengur?“ brópaði hann áður en Bobby var kominn úr hnakknum. Bobby sagði lionum í skyndi frá því sem gerst hafði og gamli maðurinn sagði: „Já, þegar svona nokkuð kemur fyrir er frjettin fljótari á Jeiðinni en nokkur hestur — jeg trúði því ekki sem sagt var um þig, — en nú verðurðu að fara' lijcðan um tima. Heiðarlegur smákaupmaður í dönskum bæ fann einu sinni í kass- anum hjá sjer krónu, sem honum virtist grunsamleg. Hann fór með hana á lögreglustöðina og liitti þar tvo lögregluþjóna, sem komu oft í búðina til hans og sem hann treysti vel. — Heyrðu, Jensen, sagði hann við annan þeirra, — þessi króna er víst fölsk. Lögregluþjónninn tók við krón- unni virti, hana fyrir sjer með spekingssvip og sagði alvarlegur: 18) Hjerna hefurðu peninga, svo að þú getir komist norður á bóginn, Farðu yfir landamærin til Alaska og dveldu þar þangað til alt er orðið aftur með kyrrum kjörum.“ Bobby rjetti úr sjer: „Þjer skjátl- ast frændi, — jeg verð að vera heima. Við Rauði Hjörtur verðum að ljósta upp um Blair og Indíánann, — jeg rið á brott en fel mig ein- liversstaðar í hjeraðinu." Frændi hans klappaði lirærður á öxlina á honum og óskaði honum til ham- ingju með áformið, og nokkrum augnablikum síðar þeysti Bobby aft- ur frá búgarðinum. Verður Bobby nú tekinn fast- ur af Kanadalögreglunni, sem Biair hefir sent til þess að leita að honum? Um það les- um við í næsta blaði. Pjetur frændi. Jeg skal rannsaka það undir eins. Og svo hvarf hann. Fimm mínút- um síðar kom hann inn með þrjá bjóra og fjekk kaupmanninum nokkra aura til baka og sagði: — Nei, krónan var góð og gild. Skál!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.