Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VETRARKJÓLLINN í TVO VETUR. Ef þjer eruð svo hamingjusamar að klæða hvítt um hálsinn, þá er hrein- asti leikur fyrir yður að dubba upp á vetrarkjólinn frá í fyrra. Hjerna sjá ið þjer t. d. mjög snoturt organdi- vesti þjett sett pípustrimluxn og með klæðilegri lítilli slaufu í hálsinn. TAPT, TYLL OG PAILLETTER. Hvort sem maður er með eða móti kvöldhattinum verðum við þó að við- urkenna, að hjer hefir tekist að búa til höfuðfat, sem hæði er hátíðlegt og skrautlegt. Kollurinn, sem er þjett saumaður paillettum fellur alveg að höfðinu, en barðið hefur flutt sig og kemur nú frá hnakkanum og lítur út eins og heljarmikill spánskur kamb- ur. FALLEGUR KVÖLDKJÓLL. Þessi verulega fallegi kvöldkjóll úr skínandi silkisatin er mjög sjerkenni- Jegur fyrir þessa svörtu borða og breiða belli. Pilsið er Jjósblátt, Ijós- rautt og svart og er mjög vítt að neðan. SNOTUR HAUSTDIÍAGT úr svörtu mjúku ullarefni. Jakkinn sem er mjög nærskorinn er að of- anverðu með ferköntuðu innsettu stykki úr svörtu silkisatin og háls- málið endar í slaufu, Til tilbreyting- ar er hafður skinnkantur neðan a jakkanum af svörtum ref, en aðeir.s þær sem eru mjög grannar klæðir það. NÝR MODELHATTUR FRÁ ERIK. Hinn þekti danski modelteiknari Erik, sýnir hjer einn af sínum nýj- ustu modellum úr dökkbrúnu filti skreyttu með skemtilegum „appli- kativum" af marglitum chenilleborð- um. LJÓSBLÁ PRJÓNUÐ BARNAFÖT. Hentug barnaföt sem er hreinasti lcikur að prjóna, en munið að prjóna aukabuxur, því eins og þið vitið verða þær fyrir meira áfalli en blús- an. VILHELMINA DROTNING. í sumar voru liðin fjörutíu ár frá því Vilhelmína Hollandsdrotning kom til ríkis. t tilefni af þvi voru mikil hátíðahöld um jjvert og endi- langt Holland. Myndin sem hjer fylgir er tekin af Vilhelminu þegar hún tók við ríkjum, en þá var hún aðeins 18 ára gömul. Tryggur fjelagi. Hundur einn, í Grenoble, var ný- lega sæmdur heiðursmerki fyrir fá- dæma trygð og fórnfýsi er liann hafði sýnt. „Dony“, en svo heitir hundurinn, var tryggur förunautur 99. fótgöngudeildar franska hersins, og hafði hundurinn oft gert henni mikið gagn. En mesta afrek sitt vann „Dony“ í mars í fyrra. Einu sinni þegar verið var að heræfingum upp í fjöllunum, skall snögglega á ógur- legt hriðarveður, og nú lá mikið á að komast til bygða sem allra fyrst. Einn hermaðurinn hrasaði og fót- brotnaði á hægri fæti. Tveir fjelagar hans, sem fundu hann höfðu til allr- ar óhamingju tapað af hinum her- mönnunum. Og j>að var enginn möguleiki fyrir j>á að koma hon- til bygða að svo stöddu. Myrkrið var skollið á og hver hafði nóg með sig, ef hann vildi bjarga lifi og limum. Fielagarnir fundu dálítið afdrep og lögðu ljar særðan vin sinn. Þvj næst skipuðu þeir „Dony“ að halda vörð um liann, og fóru! síðan í burtu í ljungum hug, jiví að þeir voru mjög hræddir um að maðurinn mundi ekki lifa af nóttina. Strax um morguninn, komu jjeir aftur til baka og sagði maðurinn jjeim jjá, að hundurinn hefði bjarg- að lífi hans. ,,Dony“ hafði verið umhyggjusamari en nokkur maður hefði getað verið. Fyrir jjessa dáð fjekk hundurinn svo heiðursmcrkið. Umferðarlögreglan í Englandi hef- ir reynt nýja aðferð við ökunið- inga. í staðinn fyrir að skrifa upp nöfn þeirra og leiða þá fyrir dóm- stólana, skírskotar lögregluþjónninn til sómatilfinningar sökudólganna, og sýnir þeim skrá úm þá óham- ingju og sorg, sem bílakstur eins og jæirra hafi leitt yfir fólk, og biður þá um að hjálpa umferðar- lögreglunni. — Þessi aðferð kvað hafa gefist ótrúlega vel. — KARNEVALDROTNING í Englandi hefir verið tekið upp á því að halda karneval (kjötkveðju- hátið) að sumarlagi. Myndin sýnir stúlkuna, sem var valin til þess að vera karnevalsdrotning.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.