Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N 5 og þóttist í gegnum liana fá vissu fyrir því, að einhver ljós- hærður, glæsilegur maður mundi steypa sjer af stóli. Byrlaði hann sjer inn að það mundi vera Nils Slure eða þá Jóhann bróð- ir sinn. Stúrarnir voru geymdir á Up- salasloti og er þeir höfðu verið þar skamma liríð rjeðst kon- ungur inn til þeirra i fullkomnu brjálæði, drap Nils með eigin hendi og ljet síðan myrða föður iians og' hróðir. Þetta var árið 1567, sem Eiríkur kallar „ó- iieillaárið“ í dagbók sinni, er gevmst Iiefur. Telur liann að djöfullinn hafi fengið vald á sjer til þessara illverka og iðr- aðist hann fyrir þau síðar og leitaði sælta við Stureættina. Yar konungur mjög óttasleginn eflir þessa atburði og bað bisk- upa landsins að vernda landið frá reiði guðs með heitum bæn- um. Alt árið 1567 var konung- urinn geggjaður og gat ekki sint stjórnarstörfum, og fóru ráð- herrar hans með völd á meðan. Nú sá Jóhann konungsbróðir sjer leik á borði. Gekst hann fyri r uppreisn gegn konungi með aðsloð Karls lrertoga, yngsta bróðurins. Hepnaðist hún svo vel, að Eiríkur konuiig- ur var dæmdur frá ríki í jan- úartnánuði 1569. Tók Jóliann þá við konungdómi. Ljet hánn setja Eirík í fangelsi, fyrst í Ábo og siðar á Gripshólmi, og' lifði liann í fangelsi jiað sem eftir var æfinnar eða um átta ára skeið. Þegar skrifað er um Eirík kpnung XIV. verður ekki gengið fram hjá því að minnast á þá persónu, er hafði meiri þýðingu fyrir líf hans en nokkur önnur, þó að ekki megnaði hún að frelsa sál lians úr myrkri brjál- seminnar. En þessi persóna var Karin Mánsdóltir, og er ekki ofmikið mælt þó fullyrt sje að hún liafi verið þessum mikla ó- gæfumanni hinn eini ljósgeisli i mótlæti lians. Hefur Gústaf Fröding, frægasta ljóðskáld Svía reist jiessari ágætu konu óbrotgjarnan minnisvarða i kvæðaflokki þeim, er hann lief- ur ort um Eirík XIV. Karin Mánsdóttir var fædd 1550. Var faðir hennar korpór- all í hernum og siðar fanga- vörðúr. Þegar hún var lítt af harnsaldri varð hún herbergis- þerna hjá syslur konungs. Þar sá konungur hana fyrst og feldi óðara ást til liennar, þvi að hún var afburða falleg stúlka. 1565 gerir hann Karin að frillu sinni og ári síðar elur hún honum dóttir, og er hún þá aðeins 16 ára. Hjét sú dóttir Sigrid og giftist síðar finskum aðals- manni. Tveimur árum siðar ól hún honum son, er hlaut nafn- ið Gústaf. Önnur tvö börn, er hún Ó1 konungi dóu kornung. Uþphaflega var það ekki æthm Eiríks að gera Karin að drotn- ingu sinni, þvi hann var altaf á biðilsbuxunum. Rjeðist liann ekki á garðinn, þar sem hann var lægstur, því hann biðlaði til Elísabetar Englandsdrotningar og Mariu Stuart. En þegar hann hafði fengið hryggbrot hjá báð- um, gerir hann Karin að drotn- ingu sinni og lætur krýna liana 1568. En hvorugur bræðra kon- ungs voru þar viðstaddir og munu hafa verið mótfallnir þessari ákvörðun, enda gerðu þeir uppreisn gegn honum skömmu síðar. Sem dæmi um þá miklu fórn- arlund er Karin sýndi var það, að hún fvlgdi Eiríki til Ábo og stundaði hann þar í fangelsinu, sýndi hún honum meslu ástúð og dæmafáa trvgð. En þar kom að þeim var stíað í sundur. Og skömmu síðar var hún svift einkasyni sínum, Gúslaf. Hann fór siðar til Rússlands, gerðist þar æfintýramaður og dó í fá- tækl og volæði og auðnaðist móður hans aðeins einu sinni að sjá liann eftir að hann var frá henni tekinn. Eftir dauða Eiríks var brevtt allsæmilega við Karinu, fekk hún til umráða kommgsjörðina Liuksiala i Finnlaiuli, þar sem hún bjó til dauðadags 1612 og er hún grafin í hinum fræga helgidómi, dómkirkjunni í Ábo; kemur fjöldi ferðalanga að kistu liennar á hverju ári. í Karin fann Eiríkur „síðustu huggunina", eins og Fröding lætur liinn ógæfusama konung •egja. Hvort heldur hamingjan var honum meðlát eða mótdræg var hún góður engill hans, og mun hún hafa gert það sem i valdi hennar stóð til að draga úr grimd hans. Eiríkur XIV. var einkar vin- sæll af alþýðu manna og voru gerðar tilraunir til að ná hon- um úr íangelsi og gefa honum frelsi. Og þvi var það, að Jó- liann konungur þorði ekki að hafa hann lengi á sama stað, og var hann fluttur úr einu fang- elsinu í annað. Síðasti dvalar- staður hans var á Örbyhus sloti í Upplöndum og leikur sterkur grunur á um það að honum hafi verið byrlað inn eitri með vit- und Jóhanns konungs. Og full- víst er talið að fangaverðirnir hafi íengið skipun um það frá konungi, hvernig taka ætti Eirik af lifi, ef reynt yrði að ná hon- um burt úr fangelsinu. I hinni löngu, leiðu fangelsis- vist stytti Eiríkur sjer stundir með því að fást við rilstörf, en inegnið af þeim er nú glatað fyr- ir löngu. Þó hefur geymst ein hók eftir hann, þar sem hann ver gjörðir sínar og heldur sterklega fram rjetti sonar síns til ríkiserfða. I bók þessari gef- ur og allglögga innsýn i sál liöf- undarins, og levnir sjer ekki að liann er sálsjúkur maður á háu Vorregn og haustregn „Biðjið drottinn um regn. Hann veitir vorregn og liauslregn á rjettum tíma; helliskúrir og steypiregn gefur hann þeim, hverri jurt vallarins". — Sak. 10,1. Gróðrarskúrir falla ekki yfir jörðina, þegar kalt er i lofti. Vorregnið kemur fyrst þá, er blýna tekur.. Kuldanum fylgir: hagljel og hríðarbyljir, ís og gróðurleysi. Endurlífgandi andlegar vakningar fást ekki l eldur þar, sem kuldi lijartn- anna ríkir. Andlegt líf er þar jafn dautl og þróttlaust. Hinn fyrsti óður þess andlega vors, er gróðursetti Guðs kristni á jörðu, hófst með orðum Meist- arans: „Himnáriki er i nánd, takið sinnaskiftum.“ — Með Kristi var ríki kærleikans — guðsríkið -— komið í nánd við merinina. En guðsríkið er mönn- unum lokað meðan hjörlu þeirra eru lokuð hinum milda og lilýja anda kærleikans. Læri- sveinar Ivrists þráðu rikið, og þeir vildu fá guðsrikið, en þeir vildu lengi vel ekki fara Guðs veg inn í „ríkið.“ Þeir vildu fara sínar leiðir. Hjá þeim var flokka dráttur, engu síður en lijá oss. Ef til vill er erfitt að segja i livaða flokki Júdas hefir verið. Hann fór með pyngjuna og tal- aði djarflega um sparnað. En Pjetur var hreinræktaður bylt- ingamaður upphaflega. Hann ætlaði ekki að fara hina löngu leið þjónustu og fórnfýsi inn í guðsríkið, og þess vegna kall- aði hann Meistarann afsíðis, tal- aði um fyrir lionum og sagði: „Slíkt má alls ekki verða.“ Hann hafði líka sverðið á lofti, á sínum tíma og var reiðubúinn til að berjast. En allir þeirra vegir enduðu i vegleysu, og þá kusu þeir að fara veg Krists. Þeir sameinuðu sálir sínar og hjörlu og sam- stiltu sálir sinar hjarta Guðs. Þeir lifðu upp frá þessu lífi bæn arinnar í innilegu nánu samfje- lagi við Guð kraftarins og kær- leikans. Nú var breyting orðin á. Nú voru hjörtu þeirra orðin hlý. Þeir höfðu tekið „sinna- skiftum," — breytt til um liug- arfar, og nú kom „vorregn“ kristnirinar andi Guðs yfir alt líf þeirra og samfjelag. Nú var guðsríkið ekki lengur að- stigi, og þjáist mjög af ofsókn- arbrjálæði. Líf Eiríks XIV. og Iíarinar Mánsdóttur hefur orðið mörg- um sænskum skáldum og lista- mönnum yrkisefni. Hann er að vísu stórgallaður maður, en hefur þó yfir sjer vissan ljóma. Og Karin Mánsdóttir er ein af þessum góðhjörtuðu og glæsi- legu konum sögunnar, sem hlýt- ui hylli allra alda. kristninnar. eins í nánd við þá. Nú höfðu þeir gengið inn í guðsríkið, og þannig var guðsríkið komið lil þeirra, því guðsríkið er „hið innra“ i manninum, þegar hið innra mannsins er komið í sam- ræmi við hið góða og guðlega orðið liæfur hústaður Guðs. „Marmarans Iiöll er sem moldarlirúga, musteri Guðs eru hjörtun, sem trúa“, hefir skáld- ið E. B. svo fallega sagt. Dásamleg þróun: Hjörtun verða hlý og hljúg, bænin ber vott um hungiir sálarinnar eftir Guði, og þá kemur liinn guð- legi kraftur eins og dögg af himni yfir hin meðtækilegu hjörtu. Það er „vorregnið,“ og þar með hefsl sönn blómaöld guðs kristni á jörðu gullöld guðsbarna. Hetjur hennar voru guðsmenn, sigursælir og ósigr- andi. „Haustregnið.“ „Biðjið drottin uin regn,“ segir spámaðurinn. Ilvers vegna slíka bæn? Þarf að minna drott- inn á? Nei. En bænin er jáyrði sálarinnar — opnun hjartans. Hinir fyrstu lærisveinar Krists opnuðu sálir sinar fyrir inn- streymi kraftarins, og fengu „endurlífgunartíma frá Guði.“ Er ekki þörf fvrir slíka endur- lifgunartíma nú? Eigum vjer ekki að biðja um „haustregnið “ Enn er himnaríki í nánd, enn þurfa menn að taka sinna- skiftum, enn þrá menn guðs- ríkið, þrá hetri tíma, og eru jafnvel reiðubúnir til að berjast íil þess að fá betri tíma. En þeir fara skakkar leiðir. Samt munu þeir fara allar hugsanlegar leiðir áður en þeir fara Guðs vegi. En allar þeirra leiðir munu enda í vegleysu. Þótt menn umturni öllu, bylti hlutunum við og skipuleggi alt á ný, fá þeir samt aldrei það sem þeir jirá góða tima og bræðralag á jörðu, fyr en þeir stíga jjetta stóra spor, sem skil- ur þá frá guðsríki fyr en þeir taka „sinnaskiftum“. breyta til um liugarfar. Aldrei verður lil manna farsælt fyr en allur fjöldinn breytir til frá þeim hugsunarhætti, sem nú ríkir al- ment i viðskiftum, fjelagslifi, stjórnmálum og öllu athafnalífi manna. Vjer þurfum að fá and- lega byltingu „haustregn“ yfir Guðs kristni á jörðu. Kær- leiki Guðs verður að sigra kulda hjartnanna og vekja þar fals- lausan mannkærleika, hugar- farið að mýkjast, samlífið við Guð að eflast, bænalífið að verða hróp sálarinriar eftir Guði, eins og gratur ungbarns- ins lýsir þrá eftir svölun við móðurbrjóstið. Menn kvarta vfir köldu, daufu og dauðu fjelagslífi, en biðja Framh. á l>ls, 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.