Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 vinir, sem höfðu þekt livort annan lífið alt. Þakka yður fyrir brjefið eða öllu heldur það sem var í stað- inn fyrir brjef, sagði hann. En þjer gleymduð að senda mjer utanáskriftina. Svo að jeg varð að snúa mjer til leikhússins til þess að finna yður. — Æ, sagði hún, og það brá fyrir forvitnisglampa í augun- um á lienni. — Jeg verð að hyrja á því að óska yður til hamingju með dugnaðinn. Hamingjan liefir verið yður hliðlioll. Hún kinkaði kolli. — Og eruð þjer nú ánægðar ir.eð árangurinn? — Það er i öllu falli betra en ganga illa. .Ekki satt? svaraði hún ofur hlátt áfram. Auðvitað er það, sagði hann. En jeg var forviða á sjálf- um mjer einn daginn með því að jeg óskaði, að þjer gerðuð eitthvert glapþaskot á leiksvið- inu. Og að þjer yrðuð neyddar til að hverfa aftur heim, og að vagninn bilaði rjett lijá heimili mínu, svo að þjer yrðuð neydd- ar til að lieimsækja mig. En þvi miður sje jeg, að alt gengur móti óskum mínum. Þessi leik- ur gengur sennilega allan vet- urinn. — Já, það lítur helst úl fyrir ]>að. Það er gamanleikur. Hún stóð upp og rjetti hon- um höndina. —- Nú verðið þjer að fara. Jeg þarf að hafa fata- skifti. — Má jeg koma aftur eftir annan þátt ? — Þvi miður, það er ekki hægt. Það *greip hann afhrýði og vonirnar sviku hann. — Hvenær fæ jeg að hitta yður aftur? — Yegna þess, hve góðir kunningjar við erum, þá getið þjer tekið mig með til kvöld- verðar eftir sýninguna. — Þakka yður fyrir. Jeg er mjög glaður yfir því. Parrish elskaði sveitina og kyrðina heima hjá sjer, jafnvel á veturna, en alt í einu var það crðið honum nauðsynlegt að dvelja nokkurn tíma i New York. Einri dag spurði hún hann hreinskilnislega að því livers- vegna liann dveldi í borginni, þar sem hann væri altaf að raupa af sveitinni. — Við slíkri spurningu gæti jeg svarað mörgu, sem ekki er satt, sagði hann, og horfði fast i augun á henni. En í stað þess ætla jeg nú að segja eins og er. Það er vegna yðar. Hún leil niður. — Og nú langar mig að vita hvað þjer ætlið að gera hegar misserið er úti, hætti hann við. — Jeg hef hugsað mjer að leigja lítinn skála niður við ströndina, og livíla mig til næsta misseris. — En jeg — hvað ætlið þjer að gera við mig? spurði hann. Hún brosti. — Jeg hafði hugs- að mjer, að þjer kæmuð aftur til New York á næsta misseri, og að við höfum það þá jafn skemtilegt og núna. — Jeg skil, sagði hann. IJöf- uðið á yður er fult af novellu- romantik, og þjer haldið að framgangur yðar við leikhúsið sje nógur til að gera yður ham- ingjusama. Og að ungur maður sje einkis virði. Þjer ætlið að fórna mjer fyrir leikhúsið. Þjer ætlið þó ekki að láta mig hætta. . . . Auðvitað. Hvaða ánægju liafið þjer af leikhúsinu? Hvað er það fyrir yður? — Hingað til — tvö hundruð dollarar á mánuði, svaraði hún. — Og svo fáið þjer ef til vill þúsund. Og svo? Farðinn eyði- leggur andlitið á yður. Þjer skiljið ef til vill við nokkra menn, sem vegna lifnaðar yðar geta ekki gert yður liamingju- sama. Og svo kemur að því að þjer saknið heimilis. Og loks endar með því að leikhússtjór- inn lætur yður hafa ljeleg hlrit- verk. Hún hló að ákafanum í hon- um. — — Jeg sje eftir að jeg var svo kurteis við yður, þegar þjer voruð heima lijá mjer. Jeg sje eftir að jeg tafði ekki för yðar. Að jeg hjelt yður ekki eftir í staðinn fyrir að bjóða yður vagn til stöðvarinnar. En bíðið þjer við. Hún hló gletnislega framan í hann — Það voru misserislok við leikhúsið og liann kom til þess að kveðja hana. Hjálpi mjer, liugsaði hún. Það er sami bílstjórinn og seinast. En hann er þó altaf ódrukkinn núna. Þegar vagninn var kominn hálfa leið til Five Pondes, stans aði hann alt í einu og kiptist til. Vagnstjórinn þaut út og at- hugaði mótorinn um stund, opn- aði síðan vagndyrnar um leið cg hann sagði: — Afsakið þjer imgfrú, en mótorinn er i ein- hverju ólagi. Við komumst ekki lengra. Ungfrú Strangways var eini farþeginn. Forviða rauk hún út úr bílnum, og liún varð þess vör að híllinn hafði bilað ná- kvæmlega á sama slaðnum og bíllinn forðum, þegar hún lenti Iijá Parrish. — Jeg held að engin önnur ráð sjeu fyrir yður en að fara til herra Parrish og fá lánaðan bilinn hans. Þjer gangið veginn beint áfram, farið inn á göt- una sem liggur gegn um skóg- inn við beygjuna, el' þjer gerið þelta þá verðið þjer ekki nema tiu mínútur. Jeg skal bera far- angurinn. Hún kinkaði kolli og leit undr andi í kringum sig. — Þenna veg, sagði Gorrich, um leið og hann kinkaði kolli. Ekki gat liún staðið þarna. Best var að fara strax af stað. Hún rataði vel. Þegar hún var að ljúka upp grindinni opnuð- ust dyrnar, og Parrish kom í ljós. Hann rjetti henni höndina brosandi og bauð hana vel- komna. Bak við hann sá hún gesti. Alt í einu hrópaði hun ofsakát: — Mammal Mamma — hjerna. Hvernig getur þetta verið? Hún leit á hana eftir- væntingarfull. — Sjáið þjer nú til, sagði hann, jeg hugsaði með mjer að cf bíllinn nú bilaði, þá væri skemtilegra að hafa hjer ein- hverja gesti. Jeg skrifaði móður yðar og bað hana um að koma. Og auk þess bauð jeg nokkrum virium eins og þjer sjáið. Svo að þjer gætuð gisl hjer án þess að mannorð yðar væri í hættu. Svo að þjer hafið þá látið bílinn.... Það er lagleg saga. Jeg liefi ástæðu til að verða reið. — Já, jeg get ekki neitað því. Hún brosti. Og nú vil jeg bjóða yður stöðu hjelt liann áfram, jeg vil bjóða yður hlutverk fyrir lífið. Hjerna hjá mjer. Vertu konan mín. Jeg fullvissa yður, að það er hlutverk sem er miklu skemtilegra en. .. . Hún lagði liöndina á munn- inn á honum, og hann kysti hana. Og hönd í hönd gengu þau inn til hinna og alt \ór eins og það átti að fara — um kvöld- ið var haldin trúlofunarveislan þeirra. Svíar verða allra manna elstir. Samkvæmt alþjóða hagskýrslum um verslun og viðskifti er Metro- politan- vátryggingarfjelagið í Amer- iku stærsta fyrirtækið í heiminum. Fjelag þetta hefir 40.000 manns i þjónustu sinni og 20 miljónir Banda- ríkjamanna eru líftryggðir í því. Fjelagið hefir aðalstöð sína í tveim- ur skýjakljúfum, sem standa livor andspænis öðrum og eru þrjátíu hæðir. Á öðrum skýjakljúfnum er turn, nákvæm eftirmynd af kampan- ílunni í Venezia. Eitt af því merkilegasta, sem þessi iiús hafa að geyma eru likindaút- reikningar þeir, sem fjelagið lætur gera og ákveður iðgjöldin eftir. harna er mannsæfin reiknuð út upp á dag, að kalla má. Reikningar þessir sýna, að konur verða að meðaltali fjórum árum eldri en karlar. Þeir sýna og, að Ný-Sjálend- ingar verða eldri en nokkur önnur þjóð í heimi. Karlmennirnir verða að meðaltali 64 ára en meðalæfi kvenna er 68 ár. Af Evrópuþjóðum eru það Svíar, sem komast lengst í áttina til Metúsalems. í Sviþjóð verða karlmennirnir að meðaltali 61 árs, en kvenfólkið 63% árs. Meðalæfi karla i Bandaríkjunum er 59 ár, en kvenna 61. — En svo vikið sje í öfuga átt þá sýna skýrslurnar, að hvergi er með- alæfin jafn stutl og hjá Hindúum, nefnilega aðeins 22 ár. Stafar það af hinum stórkostlega barnadauða í Indlandi, sem mest kemur af van- þekkingu þjóðarinnar og dæmalaus- um sóðaskap. En þó er þessi með- alæfi löng í samanburði við það, sem var hjer i Evrópu á Miðöldum. Þá var meðalæfin 6 ár, af sömu á- stæðum og í Indlandi nú. Þessar skýrslur sýna og áhrif starfsins á æfilengdina. Af öllum stjettum verða prestar ensku þjóð- kirkjunnar langlifastir. Það er mik- ill munur á iðgjaldinu fyrir anglik- anskan prest og fyrir knæpueiganda í Ohio, því að þeir eru mjög skamm- lifir, og muri ástæðan vera sú, að þeir fái sjer of oft í staupinu; með gestum sínum. Annars eru banka- stjórar, hændur og kennarar með allra langlifustu mönnum, en raf- magnsfræðingar, námuverkamenn og sjerstaklega kafarar verða skamm- lifir. 400 Stradivarins-fiðlur. Stradivarius-fiðlurnar gömlu taka enn fram öllum öðrum fiðlum sem gerðar hafa verið og þrátt fyrir alla tækni nútímans og sífeldar tilraunir, hefir ekki tekist að gera fiðlur, sem standa þeim jafnfætis, og eru þó liðin á þriðja hundrað ár síðan þær voru smíðaðar. Fiðlur þessar eru þó mjög misjafnar að gæðum og fer verðið eftir því. Dýrast hefir Stradivarius-fiðla verið seld á 200.- 000 mörk, en venjulegt verð á þeim er 20 til 40 þúsund krónur. Það er talið, að Stradivarius hafi smíðað nálægt 400 fiðlur, sem enn eru til, en margar eru vitanlega farnar forgörðuin. Þessi fiðlusmið- ur, Antonio Stradivari, var uppi 1644—1737 og er talið að hann hafi smíðað 1100 fiðlur. Synir hans tveir aðstoðuðu hann við smíðarnar og auk fiðlanna smíðuðu þeir ýms önnur strokuhljóðfæri, svo sem mandolín, gítara og cello. 37.400 krönur fyrir klukkutimann. Skemtiskipið „Reliance" frá Ham- hurg-Ameríku-linunni, sem kemur hingað á liverju sumri, var statt í skemtiferð í Trondhjem 19. júní síðastliðinn. Gerði ofsaveður meðan skipið lá þar, svo að önnur akkeris- festin bilaði. Óttaðist skipstjórinn að skipið mnndi reka á grunn og bað þessvegna annað skip, sem Iá skamt frá, um aðstoð. Skip þetta var „Prinsesse Ragnhild“ frá Nord- enfjeldske Dampskibsselskab. Brá „Prinsesse Ragnhild“ við skjótt og kom „Reliance“ í örugt lægi. Þetla gerðist á tæpum fimm klukku- tímum. Nú hafa samningar farið fram um björgunarlaunin milli eiganda og vátryggjenda „Reliance“ og Norden- fjeldske. Náðust samningar, án þess að leila þyrfti dómstólanna, um það, að Hamburg-Ameríka-línan greiddi Nordenfjeldske 187.000 krónur í björgunarlaun. Það verða um 37.- 400 krónur um tímann! Dómarinn: — Hve margt fólk er heima hjá yður? Ákærði: — Það er engin mann- eskja lieima — allir úti. — Jeg á við hve margir hafi sofið á heimili yðar í nótt. — Enginn, því að konan mín var með tannpínu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.