Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N WYNDHAM MARTYN: 19 Manndrápseyjan. þig a5 verða kennarafrú, barnið gotl. Þú spillir allri lians framtíð.“ „Hvernig þá?“ spurði Phyllis. „Það vantar rólegt broddborgarablóð i þig. Þjer hentar ekki að eiga heima i heima- vistarskóla, umgangast aðra kennara og slá yfirboðurunum gullhamra. Þú ert of óstýri- lát og kát til þess. Það væri tilraun, sem jeg hefði igaman af að sjá úrslitin á. Jeg mundi verða að safna kröftum til þess að undirbúa ráðahag nr. tvö fvrir j)ig undir eins.“ „Fólk segir að æskan hafi enga hugsjón nú á tímum, en mjer finst það vera j)ið, kaldlynda gamla fólkið, sem ekki hefir neinar hugsjónir. Þú ert orðin svo gömul, langamma, svo „Jeg ætla mjer að lifa lengi ennþá, barn.“ „Mr. Ahtee segir að það sje altaf fyrir síngirni, sem fólk reynir að stia þéim sem uniíást, í sundur,“ sagði Phyllis. „Lang- amma, neyddir þú móður mína til þess að hryggbrjóta Russel Periton? Jeg veit að benni ])ótti vænt um hann.“ „Jæja, svo j)að er þá svo komið, að jeg á að fara að standa j)jer reikningsskap af gjörðum mínum. Gott og vel, móðir þín elskaði hann — það var vist um ])að. En ástæðan til að jeg fjekk hana til að giftast Dick Cannell, var ekki sú, að hann væri ríkari. Rjetta ástæðan var sú, að þetta Peri- tonsfólk var svoddan fantar. Russel var rekinn úr skóla af þvi að hann misþyrmdi drengjum. sem voru enn minni en hann. Vinnumaður einn sagði mjer, að einu sinni hefði Russel orðið svo reiður, er hann tap- aði veðmáli á hesti, að hann barði hestinn þangað til hann drapst.“ Augu kerlingar- innar skulu neistum. „Móðir hans bað mig um að segja ekki neinum þetta, og af því að liún var hálfvitlaus trúarvingla, veik og komin að dauða þá lofaði jeg henni því. En jeg hafði gát á honum. Þesskonar grimd er náskvld brjálæðinu og jeg einsetti mjer, að móðir þín skyldi ekki líða kvalir undan því. Þig grunar ekki, þrátt fyrir alla upp- lýsingu, livað kona getur kvalist í sambúð við slíka menn. Þeir eru kallaðir „sadisl- ar“, eins og þú kanske hefir heyrt. Jeg er engin fyrirmynd, en jeg hefi aldrei níðst á mállausum skepnum- Jeg fór til húslækn- is Perilons og neyddi hann til að segja mjer sannleikann, og, hann sagði að Russel væri ekki alveg með öllum mjalla, en hann væri svo snúinn, að það væri ómögulegt að láta setja hann í gæslu. Hann mundi verða grimmur og hefnigjarn alla sína æfi, jafn- vel þó hann gæti verið skemtinn i lali og aðlaðandi og greindarlegur. Læknirinn sagði að það væru margir slikir menn i veröldinni. Það kemur fyrir að þeir verða hamslausir af reiði og drepa þá, sem þeir reiðast við. Það var þessi maður, sem mjer var halhnælt fyrir að jeg hefði stíað frá móður þinni. Mjer datt vitanlega ekki í lnig að segja frá ástæðunni, þvi að jeg hafði lofað að þegja. En jeg heyrði svo margt annað, sem jeg notaði sem ástæðu. Það dugði ekkert að segja móður þinni sann- leikann livað þá öðrum. Hún hefði ekki trúað mjer. Hún liefði þá máske aðvarað hann og hann var svo lævís, að liann hefði þá leynt skaplesti sínum ennþá hetur. Þeg- ar hann loksins komst að því að það var jeg sem spilti fyrir honum, sagði hann hvernig hann ætlaði að hefna sín ef hann fengi tækifæri til þess. Jeg mundi hafa haldið, að hrjálaður maður eins og hann hefði umhverfst al' vonsku og ausið yíir mig skömmum. En hann var nógu sjeður tii ])ess að leyna vonskunni og talaði ró- lega. Hann sagðist ætla að nola það sem eftir væri æfinnar til þess að koma fram liefndum við mig. Jeg fer ekki oft i kirkju, en jeg mundi fara þangað með frómu og þakklátu hjarta ef jeg heyrði látið hans.“ Hafi frú Cleeve búist við þakklæti ])á hefir hún orðið fvrir vonbrigðum. „Þú hlýtur ])á að vera því mótfallin að jeg giftist Tlugh Elmore,“ svaraði Phyllis. „Allir segja að liann hafi drabhað meira en nokkur annar, og jeg hefi aldrei heyrt nokk urn mann segja vinsamlegt orð um föður hans. Mr. Ahtee segir, að hvert hneykslið hafi rekið annað hjá honum áður en hann giftist. Það er sagt að ljómandi falleg skautamær frá ,Palace de Glace4 í Berlín, hafi drepið sig útaf honum.“ „Jeg skil ekki hvernig Ahtee getur vitað það, en annars er það satt. Mr. Elmore var karl í krapinu, óstýrilátur svaði, en alveg heill á sönsunum. Það er munur á honum og brjáluðum mönnum eins og Russel Peri- ton. Jeg get haft i fullu trje við hvern ó- brjálaðan mann, en þegar brjálæði skín út úr augunum og nær valdi á manninum þá verð jeg hrædd við hann og því er mjer engin launung á. Hugh er óbrjálaður en hefir verið skemdur með eftirlæti. Væri jeg i þínum sporum mundi jeg sjá til að hann hjeldi áfram með polo og tennis eftir að hann giftist,“ frú Hydon Cleeve brosti, „eða er þjer enn alvara að þrengja þjer inn á mann, sem sýnir svo greinilega, að hann vill hvorki heyra þig eða sjá? Kæra barn, ])ú ert ung ennþá!“ „Jeg er ógæfusöm,“ leiðrjetti stúlkan liana. Hún gekk austur á eyjarbrún en þar er altaf gola. Langt i fjarska sigldu skip hjá. Henni höfðu altaf fundist skipin vera eins og fangelsi, en í dag fanst henni lífið um borð hlyti að vera frjálslegt, ljett og kátt, í samanburði við líf hennar á Manndráps- ey. I þessum dapurlegu hugleiðingum kom hún að bugðu á veginum og kom alt í einu auga á Barton Dayne, sem sal á stórum steini og starði út á sjóinn. Hann hrökk við er hann kom auga á hana og stakk vasabók á sig. Hún var í þröngum bláum prjónabol og stuttu pilsi. Honum fanst hún fríkka með hverjum degi. Upp á síðkastið höfðu þau jafnan talað um alt nema það sem þeim bjó í brjósti, en í dag sagði Phyl- lis all i einu. „Hversvegna ætlið þjer að taka doktors- próf?“ „Jeg verð að sjá mjer fyrir lífsstarfi og nú hefi jeg lnigsað mjer að verða kennari.“ „Þjer sögðuð mjer einu sinni, að þjer byggjust við, að mr. Elmore mundi fá vður i fjelag við sig.“ „Hann sagði það. En jeg hefi engan skrif- legan samning. Jeg hef g'otl kaup og hann skuldar mjer ekki neitt.“ „Þjer vissuð þá, að það mundi verða vð- ur dýrt spaug þegar þjer lúskruðuð Hugli litla. Hversvegna urðuð ])jer svona reiður?“ „Hann reyndi að kyssa yður.“ „Hann kysti mig, eigið þjer við.“ Dayne varð ergilegur. „Hversvegna segið þjer það ?“ „Doktor i heimspeki verður að kunna stjórn á ska])i sinu.“ „Svei allri heimspeki,“ sagði hann reið- ur. „Þjer vitið vel hversvegna jeg tók í Iurginn á Hugh. Jeg aðvaraði hann.“ „Ekki höfðuð þjer neinn rjetl til að að- vara hann.“ „Phyllis,“ sagði hann biðjandi. „Þjer ger- ið mjer svo erfitt fvrir.“ „Það gleður mig. Aðrir gera mjer líka erfitt fyrir.“ „Jeg verð víst aumi kennarinn," sagði hann, „úr þvi að jeg er svona hráður. Jeg hefði ekki átt að leggja hendur á Ilugh, en jeg afbar ekki að horfa á, að liann ætlaði kí „IJvað gat það gert yður til? Haldið þjer kanske að við ætlum að giftast?" „Já, jeg geri ráð fvrir þyí,“ sagði hann þreytulega. „Það eru ekki allir, sem geta hafnað veraldlegum gæðum í þessum heimi. Sennilega trúa ekki einu sinni skáld- in á óstina, þó þau yrki um hana.“ Phyllis seltist á stein og kveikti sjer í sigarettu. Innri rödd hvislaði að henni að ef liún vildi bjarga lífsgæfu sinni þá yrði hún að gera eitthvað til þess sjálf. Fullyrð- ing frú Cleeve við Dayrie, að hann bakaði Phyllis raunir með því að giftast henni, liafði haft djúp áhrif á manninn. Hann hafði æst sig upp i að kveljast hennar vegna. Frú Cleeve hafði talað svo skyn- samlega hún hafði verið alveg laus við drambið og yfirlætið,þegar hún sór og sárl við lagði, að sjer gengi aðeins til að gera það sem Phyllis væri fvrir hestu, og eins þegar hún spurði hann ofur rólega um hvorl hann vissi hvað það kostaði, hitt og þetta smávegis, sem Phyllis gæti ekki án verið. Hann vai'ð að játa að liann hafði ekki hugmvnd um það. Faðir hans var fá- tækur prestur, sem liafði gefið fátækum það sem liann gat án verið, og gleymt börn- um sínum. Nú var hann gamall og las- burða. Móðir hans hafði aldrei talið þörf á neinu óhófi. Afleiðingin af samtalinu við frú Cleeve liafði orðið sú að hann, sem frá því á skólaárunum liafði verið vanur að lelja sig sjálfsagðan leiðtoga í sínum hóp, fann sig nú vera fátækan vesaling, sem hefði gerst svo djarfur að líta á stúlku, sem var hátl yfir hann liafin. Og nú sat hún þarna, bláklæddur freist- arinn, og honum fanst alt hringsnúast fvr- ir sjer. „Þjer liafið forðast mig upp á siðkastið,“ sagði hún. „Hversvegna ?“ „Hvernig spvrjið þjer? Þjer hafið aldrei spurt mig hvaða efni jeg hefi valið mjer í doktorsritgerðina mina. Jeg skrifa um lífið i sjónum. Hafið þjer aldrei liugsað út í það, að það er ýmislegt merkilegt við dýralifið í sjónum, sem ekki er nein hliðstæða til á þurru landi eða í loftinu?“ Phyllis leil forviða á hann. Hvað áttu svona svör að þýða hjá honum, sem fyrir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.