Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.11.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Eiríkur XIV. og Karin Mánsdóttir Á Eiríki konungi XIV. sannast hið forn- kveðna: „Sitthvað er gæfa eða gjörvuleiki“. Eiríkur fjórtándi var fædd- ur árið 1533 og dáinn 1577, en konungur Svía var hann á ár- unum 1560—1568. Hann var sonur hins stórbrotna höfðingja Gústafs Vasa, sem er eitt mesta mikilmennið í sögu Svía frá eletu tíð, og leysti þjóð sína undan ánauðaroki Dana eftir blóðbaðið mikla i Stokkhólmi. Gústaf Vasa var konungur und- ir nafninu Gústaf I og ríkli hann vel og lengi i Svíþjóð (1523—1560) og var frá honum komin mikil og merk ætt, Vasa- ættin. — Gústaf Vasa var þrí- giftur og var Eirikur af fyrsta hjónabandi hans. Móðir Eiríks var Katarina af Sachsen Lacu- enburg. Strax í bernsku bar á ó- venju góðum hæfileikum hjá Eiríki, eins og öðrum systkin- um lians. Og faðir hans Ijet sjer mjög ant um uppejdi barn- anna og taldi enga fórn of mikla í þvi efni. Fekk hann þeim hina ágætustu kenn- ara sem völ var á og gerði vel við þá. Að ytra útliti var Eiríkur allra manna fríðastur og best bygður. Og samfara þessu lík- amsatgerfi var andlegt atgerfi hans á mjög háu stigi. Hann var góður lærdómsmaður á mál, einkum latínu. Skarpur í sagnfræði og stærðfræði. Hann hafði ágæta hljómlistarhæfi- leika og spilaði manna best á lút. Listasmekkur hans var mjög næmur, teiknari var hann góður og hafði ágæta rithönd. í stjörnuspáfræði (astdologi), sem var heil vísindagrein á þeim tímum, sem hann lifði, sökti liann sjer niður, og leiddi það hann síðar út í öfgar og allskonar fásinnu. Eiríkur hafði eins og sjá má af því, sem að framan er sagt hinar miklu guðsgjafir andlegs og líkamlegs atgerfis. Og benti það til þess að hann yrði hinn mikilhæfasti maður, ef honum entist líf. En — engum gefa guðirnir alt. Og skapgerð hins unga manns var full af þverbrestum, er komu snemma í Ijós og munu föður hans, Gústaf Vasa, ekki hafa dulist þeir og rent grun í að illa mundi fara fyrir þessum syni sínum. En engu að síður voru margir gallarnir í fari Eiríks frá föðurnum runnar. Eiríkur var strax sem ung- lingur metorðagjarn fram úr hófi, grimmur í lund og vellyst- ugur mjög, og ákaflega tor- trygginn. Og sum þessi skap- gerðareinkenni voru rík i Gúst- af Vasa. Af móður sinni hafði Eiríkur hinsvegar erft þung- lyndi í ríkum mæli. Glöggum athuganda gat því ekki dulist það, að ýmsar stoðir fjellu und- ir það að brjálsemi mundi fyr eða síðar hertaka hug Eiriks, og einkum þó er stjórnarstörf og annað veraldarvafstur fæi i að þreyta hann, enda fór svo. Það er talið að þeim feðgun- um, Gústaf konungi og Eiríki, hafi samið illa og hafði konung- ur litil tök á syni sínum. Og þegar Eiríkur var nokkuð vax- inn fór á þvi að hera að þeir njósnuðu mjög um hvors ann- ars háttu. Það var ó'ián fyrir Eirik, að móðir hans dó, þegar hann var lítill drengur, fór hann því mjög varhluta af móðurástinni, sem liefði þó verið líklegusl lil að milda skap hans og slá á ofsa hans. Skömmu eftir að móðir hans dó, giftist faðir hans ungri kona af aðalsættum, Margareta Lejonhufvud að nafni. Var son- ur þeirra Jóliann, er Svíakon- ungur varð næstur á eftir Eiríki, og Ivarl hertogi. -— Stjúpa Ei- ríks var honum mjög erfið. Var það hvorttveggja að hann mun hafa verið henni óþjáll, en meira hitt, að henni fanst hann þrándur í götu fyrir Jó- lianni syni sínum, svo að lion- um yrði varnað konungsdóms. Þegar Eiríkur er 24 ára gam- all fær hann Kalmar að ljeni hjá föður sínum. Bjó hann á Kalmar sloti, sem enn stendur og liafði þar um sig heila hirð. Hann ljet skreyta slotið og rjeði einn þar um, því að hann hafði mjög næman listasmekk. Og her sú skreyting Eiríki gott vitni i þessu efni. í Kalmar komst hann undir áhrif háll setls manns, er Jöran hjet Persson, og átti sá maður, er lengi var ráðgjafi hans, sinn slóra þátt í mörgu af því versta, er Eiríkur síðar gerði, er hann var orðinn konungur, því Jöran þessi var maður illur og óhlut- vandur. Gústaf Vasa deyr 1560, og er þá Eiríluir sjálfkjörinn, sem elsti sonur hans, til konungs- dóms. Konungsdæmið var ungt, þar sem Gústaf hafði komið þvi á fót og því alt ann- að en sterkt, þó að alt gengi vel meðan Gúslafs naut við, með hans fráhæru stjórnarhæfileik- um og járnsterka vilja. Tvenns- konar hætta steðjaði að hinum unga konungi, annarsvegar hætt an innan að, frá háaðlinum, sem var altaf Gústaf Vasa stór- gramur vegna þeirra rjettinda er hann hafði svift hann, og hinsvegar hættan utan að, frá Danmörku, sem vildi sæta lagi að rjetta aftur við hlut sinn fyrir Svium. Fyrstu ríkisstjórnarár Eiriks sýiía það glögt, að liann hafði stjórnmálamannshæfileika í góðu lagi. Hann gerir sjer all far um að efla einingu ríkisins. Hann dregur úr valdi ljensherr- anna með aðstoð ríkisdagsins í Arboga, en það vald gat orðið rikinu harla hættulegt. Og hann kappkostaði að vinna hylli bændanna og tókst það vel. í utanríkispólitik sinni var Eiríkur konungur heppinn. Hann lagði Estland undir Sví- þjóð' 1561 og er Svíþjóð með því orðin sterkasta riki við Eystrasalt, svo að i raun og veru á Eiríkur sinn þátt í því að gera Svíþjóð að stórveldi. Þó að Eiríkur konungur hefði stjórnmálavit í góðu lagi, þá skorti hann hernaðarlegt vit. Hershöfðingi var hann enginn. í stríði var hann allra manna grimmastur, svo að stappaði nærri brjálæði. Lagði hann ríkl á við hershöfðingja sína að hlíf- ast ekki við að drepa og ræna, brenna og bræla. — Það var altaf grunt á þvi góða milli bræðranna, Eiríks og Jóhanns. Jóhann hafði feng- ið Finnland að ljeni og sal i Ábo og bjó þar í hinu fornfræga sloti, er stendur enn. Hafði hann haft hug á að vinna Est- land, en bróðir hans orðið fyrri til. Þegar svo var komið leitaði Jóhann s(yrks hjá Pólverjum með þvi að kvænast Katharinu Jagellonicu, systur Póllands- konungs. Eirík hafði lengi grunað bróður sinn um drottin- svik, og tengdir Jóhanns við pólsku konungsf jölskylduna gera hann enn órólegri. Hann lætur þingið i Arhoga dæma Jóhann til dauða og sendir að því húnu lier til Finnlands til að handtaka hann. Dauðadómn- um lætur Eiríkur ekki full- nægja, þar sem bróðir hans á í hlut heldur er Jóhann settur i fangelsi á Gripshólmi. Upp frá þessu er konungur haldinn af taumlausu ofsóknar- brjálæði. Ýmsir háttsettir em- bættismenn hans eru verkfæri til að koma hefndum frani við þá, sem konungur grunar um græsku. Voru þó sumir þeirra, sem teknir voru fastir hinir konung- hollustu. Meðal þeirra má nefna Stúrana, Svanle Sture og svni hans tvo. Eiríkur konungur hafði um þessar mundir söld sjer mjög ofan í stjörnuspáfræði Té . » Dómkirkjan i Abu, ein glæsi- legasta kirkja Finnlands, margra alda gömul. í kirkjn }>essari er Kar- in Mánsdóttir grafin. Skamt frá kirkjunni er höll Jóhanns jjriðja, er stend ur enn og er þar nú þjóð- menjasafn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.