Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1938, Side 2

Fálkinn - 10.12.1938, Side 2
2 F Á L K I N N -------- GAMLA BÍÓ -------------- Tveir njósnarar. Hrífandi og afar spennan^i njósnarasaga frá stríðsárununi. Myndin er tekin af Paramount og aðalhlutverkin ieika: HÉRBERT MARSHALL 'GERTRUDE MICHAEL LIONEL ATWILL. Myndin sýnd brá'ðlega. Myndin hefst í London i ágúst 1914, þegar heimsstyrjöldin er að skella á. Ástfangið fólk og nýtrúlof- að fær helst ekki gert sjer grein fyrir þeim ósköpum, sem á eru að dynja, þar á meðal eru enski leik- arinn Alan Barclay og starfssystir hans, Vínarmærin Elsa Duranyi. Þau eru brennandi af ást hvort til ana- ars •— en kvöldið áður en þau ætla að gifta sig segir England Miðveld- unum strið á hendur. Alan segir að ekkert geti skilið þau, og ekki lield- ur það þó að ættlönd þeirra eigi 1 ófriði, en hann grunar ekki alla erfiðleikana, þar sem Elsa er með- timur í þýskri njósnarasveit i Lon- don undir forystu Wilhelm Ludwig. Og sama kvöldið og hernaðaryfir- lýsing Englendinga er gefin út fær hún skipun frá Ludwig um að fara til Frakklands. Og hjer duga engin mótmæli eða undanfærslur. Og morguninn eftir þegar Alan kemur að heimsækja hana er hún öll á bak ög burt. Hann er í öngum sínum af þessu og gerist brátt sjálfboðaliði. Sakir l>ess hve góður leikari hann er og þýskumaður er hann ráðinn sem njósnari og gengur i njósnaraskóla til þess að þúa sig undir starfið. Þar sem liann er mjög frægur maður er nafn hans tekið upp á lista hinna föilnu til að villa óvin- ina. Og skömmu síðar tekst að „smygia“ honum til Þýskalands und- ir nafninu Hans Feiler úr þriðju saxnesku fótgönguliðsveitinni — og tekst Alan ágætlega í þessu hlut- verki. Elsa hefir ekki verið aðgerðar- laus meðan Jjessu fór fram. Hún hefir verið landi sinu fullkomlega trú, og verið afburðanjósnari ekki sist fyrir fe.gurð sína og gáfur. En þegar hún frjettir um fall Alan verður lífið henni einkis virði. Þó bugast hún ekki, heldur fleygir sjer i fang hættunnar ákveðnar en nokkru sinni áður. — Myndin snýst frá upphafi til enda um njósnir og um baráttuna milli þjóðhollustu og ástar, liar sem báðum er gerð góð skil. Gíslína Vigfúsdóttir, Austurg. 26 Hafnarfirði, verður 75 ára 10. þessa mánaðar. Nú fara að verða síðustu forvöð að sendu blómakveðjur til vina og kunningja í öðr- um löndum um jólin. Sem meðlimur í heimssambandi blóma- verslana getum vjer sent blómakveðjur yðar hvert sem ,er. Sendið pantanir yðar sem fyrst. 0 o-itl & (■Æae.æfxi< Hafnarstrœti 5. Simi 2717. Wý bók! LÆKNIRINN Eftir Victor Heiser. Freysteinn Gunnarsson þýddi. Þessi bók hefir vakið alheims athygli. Höf- undur hennar hefir starfað með ótal þjóðum og kynst mönnum af öllum stjettum og stig- um, ,og segir í bókinni frá því sem fyrir augu hans og eyru bar. Aldrei hefir bók hlotið betri dóma og það að verðleikum. Fæst í bókaverslunum heft og innbundin. Bókaverslun isafoldarprentsmiðju. Bjarni Björnsson gamanleikari. 25 ára leikafmæli. Síðastliðinn sunnudag átti Bjarni Björnsson 25 ára leikafmæli, sem hann hjelt hátíðlegt í Gamla Bíó með |)ví að syngja gamlar, vinsælar vís- ur og stæla þektar persónur bæjar- ins. Voru margir bæjarbúar mættir á samkomunni, bæði til þess að skemta sjer og þakka Bjarna 25 ára starf. Bjarni Björnsson á miklar liakkir skildar fyrir gamanleika- starf sitt, þvi að enginn einn mað- ur hefir vakið meiri hlátur meðal íslendinga en liann. Og hverjir skyldu hafa meiri þörf fyrir hress- andi hlátur en einmitt þeir? Aðsóknin að samkomum Bjarna er órækur vottur um hvað hann er skemtilegur á sviði og hve mikillu vinsælda hann nýtur. Það er spurn- ing hvort nokkurt nafn hjer í bæ „trekkir“ meira en hans. Næstkomandi sunnudag endurtekur Bjarni samkomuna, svo að enn gefst tækifæri til að fá sjer hressandi hlátur fyrir þá, sem fóru á mis við hann á sunnudaginn var vegna þrengsla i Gamla Bíó. -------- NÝJA BÍÓ. -------------- Kvennalæknlrinn. hrífandi fögur og skemtileg amerísk kvikmynd frá Fox. Aðalhlutverkin leika: WARNER BAXTER LORETTA YOUNG VIRGINIA BRUCE. Nýja Bíó Sýnir innan skamms myndina Kvennalæknirinn, er tekin er af Fox-kvikmyndafjelaginu, und- ir stjórn Walter Lang. — Dr. Judd Lewis er mjög önu- un kafinn. Hann er læknir i miklum metum, afar duglegur og gæddur mikilli sálfræði,gáfu. í sínum miklu önnum nýtur hann hjálpar hjúkrunarkonu einnar, ung- frú Stevens — kölluð „Steve“. Það má segja að hún sje hans hægri hönd, ekki aðeins hvað sjúklingana snertir heldur og hvað hann snertir persónulega. Hún verður jafnvel að sjá uni ný föt handa honum, því að annars gengi hann altaf i göml- um fötum. Einn dag er sjúklingur, ung stúlka, sem hefir dottið af baki og me.tt sig flutt til spítalans, þar sem lækn- irinn vinnur. Þessi stúlka, sem heitir Ina, og læknirinn dragast hvort að öðru, og endar ineð því að þau ganga í lijónaband. Takast með þeim góðar ástir. Þeim skugga bregður þó á hjóna- bandið að læknirinn er aldrei heima og er ekki laust við að Inu finnist nóg til um hið mikla sam- starf milli inanns síns og Steve. — Hún býður Steve heim og málið berst á góma. Gefur Steve þá skýr- ingu að hún og læknirinn sjeu að- eins tengd bönduni starfsins, en engum öðrum. En eftir þetta heimboð verður Steve þess vís að hún elskar lækn- irinn og eftir að hún eitt kvöldið hefir læðst að honum og' kysl hann sofandi, ákveður hún að segjn upp stöðu sinni sem hjúkrunarkona við spítalann. Læknirinn gerir sem hann getur að snúa henni aftur með þetta áform, en án árangurs. Þegar hún er farin verður hann ekki riiönn um sinnandi, svo að konan hans fer til Steve og biður hana að koma aftur. En þegar Steve segir Inú að hún elski læknirinn, þá gerir hún ekki frekari tilraunir til að fá hana heim. Við erum aðeins i miðri mynd. Hvað kemur næst? Kvennalœknirinn er skemtileg og vel leikin mynd, slungin áhrifarikum þáttum úr mannlegu sálarlifi. Stefán Guðlaugsson Gerði, Vest- mannaeyjum, varð 50 ára 6. þessa mánaðar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.