Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.02.1939, Blaðsíða 2
F Á L K I N N GAMLA BÍÖ. Gamla Bíó sýnir mjög bráð- lega Paramount kvilcmyndina Saklausa skrifstofustúlkan. Er myndin gerð eftir handriti Vera Caspary, undir stjórn Mitchell Leisen, en aðalhlut- verkin eru leikin af Jean Arthur, Edward Arnolds og Ray Milland. Saklausa skrifstofustúlkan er bráðfjörug mynd frá upp- hafi til enda og leikur Jean Arthur hinn prýðilegasti. Hinn voldugi bankastjóri, J. B. Ball, sem gengur undir nafninu „Nautið frá Broad Street“, er að klæða sig að morgni dags. Skapið er nú svona og svona. Og ekki batnar það við það að hann misstigur sig og veltur niður stiga. En raunir dagsins eru ekki búnar með þessu því að nú lendir hann í svæsn- ustu rimmu við son sinn, sem er ó- vanur því að standa uppi í hárinu á lionum. En sonurinn er orðinn 25 ára, svo að það er ekki að undra þó hann þykist upp úr því vaxinn að vera „drengurinn hans pabba“. John, en svo heitir sonur banka- stjórans, afsegir að hlíta honum i einu nje neinu hjer eftir. Og þá er það þriðja atvikið, sem ætlar alveg að gera út af við banka- stjórann. En það liggur í því, að konan hans hefir fengið sjer nýjan pels. Hún hafði líka helst þörf fyr- ir það, þar sem hún á þá í tugatali! Karneval. Hvað er Karneval? Orðið er kom- ið af ítalska orðinu carnevale, sem eiginlega þýðir kjötkveðja. Karne- val eru hátíðahöld, er fram fara í rómversk kaþólskum löndum í byrj- un hvers föstutíma og hefur verið kölluð á íslenzku kjötkveðjuhátið. En eins og vitað er fær fólk eklti að neyta kjöts á timabilinu frá ösku- degi og til páska í þeim íöndum. Aður en fplkið gengur inn til hins stranga föstutíma finst því ástæða til að gera sjer glaða daga og af þessu er svo karneval sprottin. Fyr á öldum stóðu hátíðahöld þessi miklu lengur en nú gerist, frá þrettánda til öskudags. Nú hefur karneval tíminn verið styttur svo að hann nær aðeins yfir 3—8 næstu dagana á undan kjötbannstímanum. Kjötkveðjuhátiðirnar hafa yfir sjer nokkuð viltan svip, og háfa þær fengið ýmislegt að erfðum frá heiðn- um venjum jafnvel frá Bakkusarhá- tiðunum svonefndu. Mest kveður að þessum hátíðum sunnan Alpanna, á Ítalíu og í Suður- Frakklandi. Þar er ekki til svo aum- ur bær, að hann hafi ekki karnevai, en eins og segir sig sjálft, þá er meiri svipur yfir honum i stórbæj- unum. Einn alira frægasti karnevals- bær er Nissa i Suður-Frakklandi. Þar er karneval haldinn með fádæma íburði og skrauti, svo að Norður- landabúum, er þar hafa verið stadd- ir við slik tækifæri miklast það mjög. Öll borgin iðar af lífi. Það er engu líkara en íbúarnir hafi siept sjer — og slept hafa þeir sjer vissu- lega. — Þeir gefa gleðinni lausun tauminn. Hinn strangi og voldugi embættismaður leikur sjer með fólk- inu, því að í karneval eru allir jafn- ir — og nú er erfitt að greina hver maðurinn er, þar sem allir hafa grímur. Stórfenglegar skrúðgöngur fara uin götur borgarinnar. Og í broddi fyik- ingar fara hin og önnur kynjadýr af gífurlegri stærð, alveg eins og Og nýi pelsinn kostaði aðeins 50 þúsund dollara! Bankastjórinn slepp- ir sjer alveg af reiði. Hann þeylir pelsinum niður frá loftsvölum húss- ins — og eftir langa ferð í loftinu Jendir dýri pelsinn á bakinu á ungri skrifstofustúlku, Mary Smith, sem er á leið framhjá. — Þetta eru upphafsdrættirnir í þessari sprenghlægiiegu mynd. Eftir dómum Kaupmannahafnar- blaðanna, en í Höfn hefur myndin verið sýnd, er hjer um verulega hressandi mynd að ræða. við værum stígin niður í djúp löngu liðinna alda. Karnevalsprins og -prinsessa aka i skrautiegum vagni, sem eitthvert ógurlega stórt dýr dregur. Það get- ur verið í líki hana eða einhvers annars dýrs. Það er búið til af manna höndum, eins og allar þessar forynjur, en í búki þess kunna að leynast menn, er stjórna hreyfingum þess svo eðlilega sem dýrið væri lifandi. Ógurlegir risar reika um göturnar gægjast inn um glugga borgaranna. Þeir eru miklu stærri en Golíat — já, Golíat var eins og dvergur hjá jieim. Þeir geta rekið nefið inn um glugga á þriðju hæð þó að þeir standi fótunum niðri á götunni. Og fólkið lætur sjer ekki bregða. Slík Iieimsókn er eðlileg, þegar karneval stendur yfir. — Allar þessar kjötkveðjuhátiðir fara fram undir berum himni við glymj- andi hljóðfæraslátt og algleymis- fögnuð. Það hvílir yfir þeim miklu meira líf og almennari stemning heldur en átt getur sjer stað um nokkra hátíð hjer í norðlægum lönd- um. — Víða i Suður-Þýskalandi og þó einkum í Rínardalnum er karnevai haldinn þó ekki hafi hann yfir sjer jafnmikið lif og sunnan Alpanna, og um útiathafnir er ekki mikið að tala, en grímudansleikir eru haldnir fleiri eða færri á hverju kvöidi i hverjum bæ í byrjun föstutimans og er þá næsta algengt að sjá grímu- klætt fólk á götum úti. — Til okkar hjer á Norðurlöndum hefur karneval ekki náð nema í grímudansleikjunum. Hjerna í Reykjavík eru þeir nú að hefjast. — Við Reykvíkingar höldum okkar karneval að vísu i smáum stil, þó að við troðum okkur út með kjöti föstutímann sem aðra tíma ársins. Eiríkur gamli, 86 ára, er að saga greni i eldinn og dóttir hans, 62 ára, fer að saga á móti honum. Eftir dálitla stund segir Eiríkur: — Vertu ekki að toga á móti mjer, stelpa. Þetta er nógu seigt samt. H. E. Schmidt, bankafulltrúi i Útvegsbankánum, verður 60 ára 1. mars. Jólagetraun 193S. Lesendur „Fálkans“ munu alment minnast myndagetraunarinnar, sem efnt var til í jólablaðinu. Blaðinu hafa borist fjölda-mörg svör við getrauninni, víðsvegar af iandinu. Og eins og ætla má var út- koman nokkuð misjöfn. — Enginn sendandi hafði öll —28 — svörin rjetl. En lengst komust Guðmundur Guðmundsson Grjótagötu 14 B Rvík, og Sigríður Guðmundsdóttir, Vestur- götu 39, Reykjavík. Höfðu þau 27 svör rjett, hvort um sig. Varpað var hlutkesti um hvort skyldi fá 1. verð- laun, og kom upp hlutur Guðmund- ar. Þriðju verðiaun hlaut Friðrik Sigurbjörnsson, Fjölnisveg 2, Rvík. Hafði liann 24 svör rjett. Listi ineð: yfir rjett svör fyigi Nr. 1. Stauning. — 2. P. Munch. — 3. Albin Hansson. — 4. Koht. — 5. P. E. Svinhufvud. — 6. Spaak. — 7. Frank. — 8. v. Brauchitsch. — 9. Seyss Inquart. — 10. Konrad Henlein. — 11. Hore Belisha. — 12. Lord Nuffield. — 13. Vansittart. — 14. Winston Churchill. — 15. Nevile Henderson. — 16. Eden. — 17. G. R. Attlee. — 18. Leon Blum. — 19. Georges Bonnet. — 20. Gamelin. — 21. Prieto. — 22. De Llano. — 23. Juan Negrin. — 24. Franco. — 25. Smigly Rydz. — 26. Dr. Salazar. — 27. Carol. — 28. Weelington Koo. Þeir, sem verðlaunin hlutu eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Fálkans, Bankastræti 3. Stærsta peningaupphæð, sem hægl er að vinna í happdrætti er að sögn í spanska ríkishappdrættinu. Sá setn hefur hepnina með sjer vinnur 9 miijónir króna. — Þegar ljósið logar ekki á reið- hjólinu verðið þjer að stíga af þvi og ganga með hjólinu. — Já, jeg hefi reynt það, en lukt- in vill ekki loga samt. YIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavílt. Sími 2210 öpin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: A n t o n Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern iaugard. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Anglýsingaverð: 20 aura millim. Erlendis 24 kr. HERBERTSprent. Skraððaraþankar. Leiklistin hefir átt við örðug kjör að búa i mörg undanfarin ár al- staðar á Norðurlöndum og enda við- ast um heim. Og allstaðar þykjast menn vita um ástæðuna: Það er kvikmyndin, sem hefir drepið leik- húsin. Sagan er sú sama þarna eins og annarsstaðar: Vjelamenningin gegn lífmenningunni. En það er reynt, að vjeiamenningin getur aldrei drep- ið lífmenninguna, vjeltæknin ekki cirepið listina. Málararnir urðu ekki óþarfir eftir að ljósmyndatæknin full- komnaðist, hesturinn varð ekki ó- þarfur þegar bíllinn uppgötvaðisl, kikhúsið ekki óþarft þó kvikmynd- in færi að tala. Og aldrei verða rafmagnsljósin svo l'ullkomin, að uienn geti án sólarinnar verið, þó að ýmsum finnist „það ánalegt, svo asnalegt og svo kjánalegt“ að „vilja lampa siður en sól“, eins og Einar Hjörleifsson kvað. Það er og verður ávalt svo, að hið vjelræna getur ekki orðið ann- að en „surrogat" hins eina og sanna, hins lífræna. Það má dáðst að fallegri ljósmynd og jafnvel kalla hana listaverk, en hún verður aldrei niálaralist fyrir því. Og það er gam- an að lilusta á fallegan söng eða hljóðfæraslátt af grammófónplötu, en aldrei svo gaman, að ekki sje meira gaman að hlusta á söngvar- ann sjálfan eða hljómsveitina. Og Jjó er enn meira djúp milli kvik- myndarinnar' og leikliússins. Kvik- myndin getur að visu talist lista- verk, en sú list er anars eðlis en iist leiksviðsins. Aðferðin önnur og tæknin önnur. Leikstjóri í kvik- mynd getur verið listamaður en hann ræður ef til viil ekkert við, að stjórna leiksýningu á leiksviði svo vel fari. Þarna er um tvens- konar list að ræða, þó skyld sje. Þessvegna drepur kvikmyndin aldrei leiklnisið. Hún keppir við það og afleiðing þeirrar samkepni verður sú, að leikhúsin verða að breyta um tilhögun. — Áhorfenda- plássin eiga að verða stærri, svo að hægt sje að selja aðganginn ódýrar. Því að leiklistin á jafnt erindi til fólks, hvort það er ríkt eða fátækt og til þess að keppa við kvikmynd- ina má leikhúsið ekki vera dýr- seidara en hún — þó aðstöðumunur sje mikill. Leikhúsin kvarta undan því, að fólk vilji ekki horfa á góð leikrit. Alda tímans ræður þessu. Nútíminn heimtar jazz en fussar við klassisk- um tónsmíðum. En sú alda líður hjá, eins og liver önnur tíska.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.