Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1939, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.02.1939, Blaðsíða 9
Keldur á Rangárvöllum annað; við skulum kveða um ástina, um gleðina og hina ei- lífu Venus. Allir tóku undir þetla, nema gamla skáklið, sem mótmælti og var gramur. Hann sagði að mótstöðumaður sinn svaraði sjer ekki, af því að hann gæti ekki kveðið um svona háfleygt efni. Að svo mællu fór Predu að l<veða og' ávalt með sardínskum hragarhætti: Af jiví að [)jer krefjist þess, svara jeg vður, efnið fellur mjer ekki í geð, af því það er svo dapurlegt; jeg vil ekki lmgsa um dauðann á jæssari nóttu, nóttu lífs og gleði, og mig skiftir j)að engu máli, hvort likami minn rotnar eða lielst óskadd- aður. Hvað verðum við eftir dauðann? Ekkert. Það eilt að líkaminn megi vera heilbrigður og sterkur, meðan við lifum, svo að við getum unnið og not- ið, eiriskis annars óska jeg mjer. Bóndinn svaraði. Predu sló altaf á strengi gleði og nautnar í vísum sínum. Báðir gömlu bræðurnir og hlindinginn tóku undir með honum; hóndinn var að vísu reiður, en i raun og veru var hann mjög ánægður yfir þyi að tengdasönur hans skyldi vera svona gott skáld; hann mundi áreiðanlega ekki spilla hinni arfgengu frægð ættarinnar. Meðan kveðskaparkepnin stóð yfir hafði verið drukkið allfast og þegar klukkan var þrjú um uóttina voru allir orðnir ölvaðir, aðeins hlindinginn, sem var ván- ur drykkjumaður og Predu, sem hafði drukkið í hófi, höfðu ó- brjálaða skvnsemi. ()g þó var Predu lika ölvaður á sinn hátt. María Franziska hafði gefið lionum loforð, sem hafði fylt hann mesta fögnuði. Smám samari leið kveðskapur- inn undir lok og einn á fætur öðrum sofnaði. Úti í garðinum galaði haninn. Þá stóð Predu hljóðlega upp og gekk út. María Franzíska læddist niður tröp])iirnar og fleygði sjer í fangið á honum. Blindingirin hafði tekið eftir ])ví, að einhver gekk út og liugs- aði strax með sjer, að jietta væri Predu, en hann skifti sjer ekk- ert af því og muldraði í harm sinn: Dýrð sje guði i upphæðihn og friður á jörðu með þeim n?önnum, sem hann hefir vel- j)óknun á. Máninn var hulinn mjúkum smáskýjum og gegn ilm silfur- hjarta nóttina kom þeyvindur með þægilega sjávarlykt og mollulegan andvara frá fjarlægu eyðimörkinni. Jeg skal segja yður frú, að jeg vildi helst leigja skákmanni þetta herbergi, sem jeg hefi aflögu. Hversýegna einmitt skákmanni? Vegna þess að þeir flytja svo sjaldan og lmgsa sig altaf vel um það áður. Höfðingjar og bændur. Keldur eru á miðjum Rangárvöll- um austarlega, milli Eystri-Rangár og Stokkalækjar nálægt 2(i km. s. v. frá Heklu, og (i km. n. v. frá Þríhyrningi. Eigi eru Keldur (K.) taldar með landnámsjörðum, en hafa þó bygst fljótt (eftir 900?) úr land- námi Kols i Sandgili. Nærtækari skógar lil eldiviðar og betri lil kolabrenslu, hafa sennilega laðiið Kol til að byggja svo ofarlega, 4—5 km. n. a. frá K. Sonur Kols var Egill i Sandgili, sem með mörgiim öðrum sal fyrir og barðist við Gunnar á Hliðarenda. \ dögum Egils, eftir miðja 10. öld er búið að byggja jörðiha K., en eng- inn ábúandi þekkist þar á undan Ingjaliii Höskuldssyni. Þeir sem hafa lesið Njálu, kannast við atburðina, er þessi orð eiga við: „Allir komu óvinir Njáls, nema Ingjaldur á Keld- um“. Kannasl við bað, að Hróðný systir Ingjalds (Móðir Höskuklar Njálssonar, fekk liann til að skerast úr liði brennu-Flosa, þar sem hann með liði sínu brendi inni Njál og syni hans á Bergþórshvoli. Vegna lengda við Flosa hafði Ingjaldur unnið honum trúnaðareið til herfar- ar að Njáli. Eið þann rauf Ingjaldur nú að hálfu leyti með því að koma ekki, en þegja ])ó. ()g með því stofnaði hann vitanlega í hættu lifi sinu. Sýndi hann með þessu tals- verða ófyrirleitni, en þó jafnframt drenglyndi, hugrekki og sáttfýsi. Keldur hafa verið mikil jörð og góð, sjerstakiega til beitar, all fram á vora daga. Búsæld hefir löngum fylgt jörðinni, og þar hafa búið margir ágætir höfðingjar og gildir bændur. Flestir þeirra í sjálfsábúð, því „bændaeign" hafa K. altaf ver- ið. Ingjaldur hefir orðið fyrirmynd allra þektustu bændanna þar, með þrennu móti: 1. Haft stórbú og fjölmenni, þar sem liann hafði á að skipa 15 karl- mönnum . vígfærum. 2. Verið friðsamur, leitt hjá sjer mannvíg að mestu leyti og hluttöku í bardögum. Vafalaust fyrirlitið innibrennu aðfarirnar, og ekki vak- ið ofrið að fyrra bragði. 3. Sýnt andstæðingum drenglynui, en ekki látið hlut sinn að óreyndu ef á liann var léitað, við hvern sem í hlut átti. Allir þessir góðu kostir og margir fleiri, komu að vonuin ríkulegast fram hjá stærsta Keldnabóndanum og mesta bændahöfðingja íslands fyr og síðan: Jóni Loftssyni frá Odda. Hann var (f. 1124, d. 1197) sonar- sonur Sæmundar fróða og dóttur- sonur Magnúsar berfætta, kon. (1093 —1103 í Noregi. Jón var þvi að jöfnu vaxinn upp úr konungablóði um marga ættliði, og hinna ágætustu klerka um 3 ættliði. Konungablóðið varð þó ríkara í æðum hans og skap lyndi, alt til æviloka. Og réttilega hefir liann verið nefndur „Ókrýndi konungur íslands“. Hann einn sætti þau mál og ákvarðaði þá úrskurði, sem tylftir lögrjettumanna og dóm- ara gátu ekki, eða treystu sjer ekki til að ráða við. Og hann var hemill, sem stöðvaði „Staðamálin" langl fram yfir sina daga. Framar öllum öðrum íslendingum orkaði hann, að standa gegn ásælnis ofurvaldi bisk- upa katólsku kirkjunnar*). Þegar .1. L. var kominn á sjötugs aldur, ljet liann af hendi höfuðból sitl og ættaróðal Oddastað, við Sæ- mund son sinn. En flutti sjálfur að Keldum, á eitt af mörgum höfuðbýl- um sínum, litlu eftir 1190. Þá er larið að örvast prestablóðið i æðum Jóns, og klausturhugur. Bærinn á K. stóð þá fyrir sunnan lækinn á slétt- unni, en .1. L. ljet byggja kirkju og klausturhiys mikiff (skála) „fyrir norðan lækinn“, uppi í brekkubrún- inni. Og á þeini stað hefir nú bæði lcirkja og skáli staðið hátt upp i hálft 8. liundrað ár‘). Er það eini skálinn sem nú er til á íslandi. Einu sýnileffu leifarnar af skálabyggingar- lagi og uppgerð feðra vorra frá fyrri öldum. En þó vitanlegá aðeins svip ur hjá sjón, þar sem um aldaraðirn- ar mun vera búið að minka skálann, bæði á vídd og hæð, fella úr þiljur og rúmstæði, og bæta í viðum ljós- um fyrir rauða, fegurri og þolnari. Enn er þó eftir talsvert af rauðavið, með hefluðum fríhendis strykum. Tel jeg eigi ólíklegt, að þar sjáist enn ,.handaverk“ Jóns Loftssönar. Ef svo væri, eru slíkir viðir helgidóm- ur, sem bæði væri synd og skömm að færa úr stað, því með góðri um- hirðu geta þeir ennþá enst um marg- ar aldaraðir. Skálinn er nú með lágu ioftrisi, tvíarmaður með bæjardyr- um (3,4x2,3 m.) fram af miðju, alls um 13 m. á lengd og 3,5 á vídd. En talið víst að hann hafi verið helm- *j Um afrek .1. L. má lesa víða í Sturl., svo og i yngri sögu Þorláks bisk. helga (Bisk. s. I„ 282—4, 289 —93) og ýmsum fl. stöðum. Einnig samandregið vlirlit i Sögu Oddast., hls. 11—21. *) Um klaustrið á K„ sjá Árbók Fornl.fjel. 1909, bls. 32. ingi lengri að upphafi. (Nánar i S. Odda, bls. 19). Jón Loftsson átti með konu sinni (Halldóru Skeggbrandsd.) son og dóttur, Sæmund í Odda og Solveigu, konu Guðmundar gríss á Þingvölí- um, sem margir geta nú rakið tii ættir sínar. Utan við hjónabandið átti Jón líka tvo ágæta syni, Orm á Breiðabólstað og Pál biskup (1195- 1211) i Skálholti. Móðir þeirra var Ragnlieiður, systir Þorláks biskups helga. Fæðing þessara ágætismann . orsakaði mikln umvöndun Þ. bisk. og ósamlyndi milli hans og .1. L. Hann átti líka börn með fleiri kon- um. Sæmundur Jónsson í Odda var mikill höfðingi, en frekur til fjár, ósæmilega við norska kaupmenn. Kost átti hann á gjaforði jarlsdóttur í Orkneyjum, en vildi ekki vinna það til þess, að sækja og sitja brúð- kaup sitt út i Orkneyjum. Giftist hann aldrei, en átti þó með 4 kon- um 10 börn, sem urðu göfug og öll voru „fríð og vel ment“. Sæmundur tók við Keldnabúinu eftir föður sinn, og setti fyrir það eina hjákonu sína, Keldna-Valgerði. Þau voru þremenningar að frænd- semi, frá Sæm. fróða. Dóttir þeirra var Solveig, er Sturla Sighvatsson á Sauðafelli átti. Hann fjell ásamt föð- ur sínum í Örlygstaðabardaga 1238, þar sem Gissur, síðar jarl, nídd- ist á honum helsærðum og önduðum. Hálfdán Sæmundsson (og „rang- æskrar konu“) frá Odda, tók við búi eftir Valgerði, og bjó á K. hátt á 4. tug ára (d. 1265). Hann var mesti spektar og friðsemdarmaður. í Sturl- ungu (11. 80. kap.) er honum lýsl þannig: „Vildu allir Áverjar hann helst til höfðingja, en Hálfdán var óhlutdeilinn ok hélt sér lítt fram um flesta hluti“. Kona hans var Steihvör Sighvatsdóttir Sturlusonar (bróður Snorra og systir fyrnefnds Sturla). Hún var kvenskörungur svo mikill og atkvæðarík, að eftir langt þref og ósamlyndi milli bróður hennar, Þórðar kakala og aðila í morði Snorra Sturlusonar m. fl. var hún ein — með samþykki margra bænda- höfðingja tekin i gerðardóm með Sigvarði biskupi. „En þat er þau yrði eigi ásátl, þat skyldi gera Stein- vör ein“. Sturl. III. 171. kap. Þetta eina dæmi um gerðárdóm eða sáttaúrskurð konu hjer á landi. fór vel úr hendi, og var stofnað eft- ir kröfu Þ. kakala. Vildi hann í tyrstu hafa Hálfdán líka með konu sinni, en eigi er hans getið við gerð- ina. Þö litið bæri þarna á Hálfdáni og hann hverfi í skugga konu sinnar, má enginn ætla, að liann hafi verið smámenni éða svo sem í pilsvösum hennar. Hitt er sönnu nær, að hann hafi þá og oftar verið ráðgjafi lienn- ar. Steinvör var stórlynd, ör og orð- hvöss, en „drengur góður" — eins og Bergþóra. En Hálfdán hæglátur, orðfár og vitur eins og Njáll. Sjest þetta m. a. af því, að litlu áður i sömu ferð, vildi Þórður kakali fá liðstyrk hjá þeim hjónum á K„ og fara svo með litið lið (rúm tvö hundr.) gegn ofurefli liðs, (nær sex hundr.), vel vígbúnu heima í Skál- holti. Þegar Þ. kakali kom þá að K. „var Hálfdán riðinn ofan i Odda, en Steinvör var heima“. Hún stefndi þegar „sáman bóndum öllum á einn stað, bað þá búna vera að ríða þann veg sem þeir Þórður og Hálfdan". En Hálfdán kvað jjetta óráð, vildi sætt;i flokkana, Þórði til sóma, fór ekki sjálfur og sendi „bóndum“ orð: „ok bað þá fara lieim". Og sá úr- skurður gilti,, þó Þórði og Steinvöru ljelli stórum illa. Enda fór svo að sættirnar tókust. Framhald. Allt með Islenskum skrpom1 *fi Keldur á Rangóirvöilum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.