Fálkinn - 24.02.1939, Blaðsíða 15
FÁLKINN
15
SPEGILLINN
kom út í dag og er ekki
seldur á götunum,
en fæst í lausasölu í bóka-
verslunum og á eftirtöldum
stöðum:
Ásvalfagötu 19 (Versl. P Kr.)
Víðimel 35 (Versl. P. Iír.)
Bræðraborgarst. 29 (Brauðb.)
Vesturgötu 42 (Versl. Höfn)
Kolasundi (Sælgætisbúðin)
Miðstræti 12 (Mjólkurb.)
Bankastræti 6 (Bristol)
Laugaveg 63 (Bókabúðin)
Laugaveg 68 (Skóverkst.
Laugaveg 68 (Kaffihúsið)
Hringbraut 61 (Þorsteinsb.)
Athugið strax, hver ofan-
taldra útsölustaða, er
yðar staður.
Tekið á móti áskriftum í
SÍMA 2702.
Johan Peter Roch.
Brjóstmyml sú, sem hjer birtist
mynd af, var nýlega aflijúpuð í
Kaupmannahöfn og verður sett upp
i hinni nýju byggingu i kgl. land-
fræðisfjelagsins, er hún ver'ður full-
gerð. Er myndin af J. P. Koch
ofursta, sem eigi aðeins var mikils
metinn i ættlandi sinu heldur og
hjer á landi, vegna afskifta þeirra,
sem hann hafði af landmælingum
herforingjaráðsins danska eftir alda-
mótin.
Það var Koch sem gerði að miklu
leyti undirstöðuna undir mæling-
unum hjer, er hann á tveimur sumr-
um, 1903 og 1904 mældi þríhyrn-
ingagrind á stórum landsvæðum,
undir síðari sjermælingu. Hann var
þá á ljettasta skeiði, aðeins rúm-
lega þrítugur og liafði aldamótaárto
verið í leiðangri er kannaði austur-
strönd Grænlands. Það lenti á Koch
að ganga á Öræfajökul með mæl-
ingaverkfæri og róinuðu íslenskir
samfylgdarmenn hans þá dugnað
!
Hafið þjer sjeð ritið
■
i3
B
'u
/tiító ISLAND
sem gefið var út í tilefni af 20 ára sjálfstæðisafmæli íslands'
Ef ekki, þá sendið okkur línu, ásamt kr. 3.75 í póstávísun eða ónot-
uðum frímerkjum, og fáið þjer þá ritið burðargjaldsfrítt.
Nutidens Island hefir hlotið hina ágætustu dóma bæði í innlendum og
erlendum blöðum. Það er tvímælalaust besta gjöfin. sem þjer getið
sent vinum yðar erlendis.
AÐALÚTSALA:
VIKUBLAÐIÐ FÁLKINN
Bankastræti 3
Reykjavík.
lai
VERÐIÐ HVERGI LÆGRA.
FLJÓTUST AFGREIÐSLA.
KRAFTMEST KOL.
w
r
KOÍIÍALT
lians. En hann kyntist þá svo dugn-
aði íslensku hestanna, að er hann
fór að undirbúa ferð sína yfir þvert
Grænland nokkrum árum síðar,
norðar en nokkur maður hafði far-
ið yfir landið, ákvað hann að notu
íslenska hesta til ferðarinnar. —
Styrktist hann í þessum ásetningi
í ferðalagi, sem hann fór norður
með Grænlandsströnd norður a
83.30 breiddargráðu, árið 1907.
Förina yfir Grænland fór Koch
1912—13. Kom hann hingað til
lands sumarið 1912 og keypti hesta
til ferðarinnar og rjeð Vigfús Sig-
urðsson, siðar vitavörð, í ferðina
með sjer. Til þess að reyna hestana
fór hann með þá suður yfir Vatna-
jökul og til baka og er 'það fljó.tasta
ferð, sem enn hefir verið farin yfir
jökulinn. En af Grænlandsferðinni
er það að segja, að hún gekk að
óskum, en alla hestana urðu þeir
að drepa smátt og smátt á leiðinni.
Varð Koch heimsfrægur maður fyrir
þessa ferð, sem hann hefir lýst í
bókinni „Gennem den hvide Örken."
Árið 1917 tók lvoch að sjer yfir-
stjórn flugmála danska landhersins
og gegndi þvi starfi til dauðadags
eða í 11 ár. Var hann mjög vel
látinn al' undirmönnum sínum. H;er
á landi átti Koch ýmsa vini meðal
æðri sem lægri og fjell jafnan vel
á með honum og bændum í þeim
sveitum, sem hann fór um. Undruð-
ust þeir mjög kjark lians og dugnað
á ferðalögum.
Indíánahofðinginn Geronimo.
Nýlega er látinn vestur í Ameríku
bershöfðingi R. A. Brown. Eitt mesta
æfintýrið, sem hann kornst i á æfi
sinni var það, er hann var sendur
til þess að vinna á Geronimo höfð-
ingja apache-Indíána sem gert hafði
hvítum mönnum svo miklar búsifjar
að til vandræða horfði. Hið svo-
nefnda Geronimo-stríð stóð árin
1883—86.
llatur Geronimos til hvítra manna
stafaði af því, að herstjórn Sonora-
fylkisins í Mexico hafði ráðist á
Indíánasetur með her manns og
drepið konu Geronimos og þrjú
börn hans. Geronimo var þá að heim-
an i verslunarferð ásamt hermönn-
um sínum. Þegar hann kom lieim
aftur sá hann hermdarverkið og
liugði þegar á hefndir. Á árunum
1858—73 meðan hann átti lieima í
New Mexico fór hann fjölda árásar-
ferða til hvítra manna og drap,
randi og ruplaði. Árið 1876 var
hann tekinn fastur o.g settur í fang-
elsi i Arizona en látinn laus þaðan
nokkru síðar. Flýði hann þá aftur
til Mexico og drap lögregluþjón á
leiðinni. Þessa þurfti auðvitað að
hefna og árin 1883—86 var her
stjórnarinnar í sífellu að eltast við
hann en varð lítið agengt. Gekk á
sífeldum ránum og morðuin en altaf
komst Geronimo undan. Loks var
gerður út 5000 manna her og 500
indiánanjósnarar til þess að hand-
taka Geronimo. Hafðj hann þá ný-
lega farið ránsferð inn í Bandarikin
og drepið fjölda manns. Herinn sem
elti hann suður í Mexico var skip-
aður 1000 Bandarikjahermönnum,
100 Mexikanahermönnum, 500 Indí-
ánum og þúsund bændum. Um þetta
leyli hafði Geronimo aðeins átján
mönnum á að skipa. Indiánarnir
voru sifelt á eftir Geronimo og ljetu
hann aldrei í friði. En Geronimo
tókst jafnan að komast undan og
drap liann um 700 hvítra manna
m.eðan á þessum eltingarleik stóð.
Loks náðu hermennirnir herbúðum
lians og eyðilögðu fyrir honum öll
matvæli og tóku skotvopn hans og
hesta. En Geronimo gafst ekki upp
að heldur. Þrjá mánuði hjelt elting-
arleikurinn áfram en þá loks gafst
Geronimo upp með alla menn sína.
Voru þeir sendir í þriggja ára þrælk-
unarvinnu til Florida en fengu svo
frelsi. Fengu þeir þá land i Ala-
bama og síðan í Oklahoma en að
lokum voru þeir fluttir til New
Mcxico, og þar lifa afkonicnd’ir
þeirra nú.
Hafa þeir ekkert samneyti við
aðra Indiána en lifa alveg út af
fyrir sig. Norðmaðurinn Helge Ing-
stad, sem ferðast hefir um ýms fjar-
læg lönd og um eitt skeið var sýslu-
maður á Grænlandi og síðar á
Svalbarða er um þessar inundir í
ferðalagi um Mexico og ætlar að
(Veista að komast til ættingja Gero-
nimo i Siérra Madre. Þykir það á-
hættusöm ferð, þvi að þessir Indíán-
ar eru enn fjandsamlegir hvítum
mönnum og vilja fá að vera í friði
fyrir þeim.