Fálkinn - 24.02.1939, Blaðsíða 4
i
F Á L K 1 N N
ÚTLÆGI KEISARINN í DOORN
A FTURELDING hinn 10. nóv.
1918. . . . Brautarlest, sem
livergi sást getiS á nokkurri á-
ætlun, rennur inn á stöðina í
smábænum Eysden, syðst í Hol-
landi. Hinir fáu farþegaklefar í
lestinni flytja keisarann, sem fyr-
i- örstuttu hefir sagt af sjer, frá
aSalstöðvum þýska hersins í Spa
í þeim hluta Belgiu, sem Þjóð-
verjar höfðu á sínu valdi, í ör-
vggi Hollands hins hlutlausa.
Þessi uppgjöf keisarans er
lyrsta áþreifanlega sönnunin fyr-
ir því, að lok styrjaldarinnar
sjeu að nálgast.
Stöðvarstjórinn símar til Haag
og þar hlustar utanríkisráðherr-
ann forviða á frjettirnar ótrú-
legu. Úr rúminu sínu liringir
ráðherrann til ýmsra hollenskra
aðalsmanna og útvegar keisaran-
um þak vfir höfuðið til bráða-
hírgða í Amerongen-höll, sem
liollensk-ensk-þýski greifinn Ben
tinck hefir hoðið fram.
A ömurlegu hrautarstöðinni
við landamærin gusar vetrar-
vindurinn krapahryðjum yfir
stjettina. Vilhjálmur II. þramm-
ar fram og aftur um stjettina,
hægt og lmgsandi, með hendurn-
ar á kafi i vösunum á gráa yfir-
frakkanum sínum, og bíður eftir
leyfi hollensku stjórnarinnar til
þess að fá að fara ferða sinna
frjáls og óhindraður.
Gestabókin.
Tuttugu ár eru liðin síðan;
maðurinn sem kom til Hollands
þá, sigraður og mæddur, hefir
lifað í kyrþey síðan þetta gerð-
ist. Hann er nú kominn fast að
áttræðu, og livað sem því líður
að hann hafi verið gallagripur
sem stjórnandi, þá er hitt víst,
að í útlegðinni hefir hann lifað
fyrirmyndarlifi, sem hlýtur að
liafa áunnið honum samúð
margra er áður voru honum frá-
hverfir. Árið 1920 sá liann hlut-
skifti sitt fyrir og keypti húsið
í Doorn og settist þar að.
Enginn sem kemur til Doorn
sem er smábær með um 7000
íbúum í miðju Hollandi
mundi láta sjer til hugar koma
að þetta hús væri bústaður jafn
frægs útlaga. Hvert barnið í
Doom þekkir „Húsið“, sem er
minna en svo, jafnvel á hollensk-
an mælikvarða, að hægt sje að
kalla það höll. Af aðalgötunni
sjer maður varðhúsin við hliðið,
og eru þau bygð í hálfhring. Ein-
stæðingslegur lögreglumaður,
sem ekki er einkennisbúinn,
rannsakar gestina og yfirhevrir
þá, en vopnaður lögreglumaður
er á vakki í fjarlægð.
Óboðna gestinum er vísað til
stofu, þar sem tvær bækur,
bundnar í rautt alskinn, liggja
á orðinu, annað með ágyltum
stafnum H en hitt með W og eru
kórónur yfir báðum nöfnunum.
Þar geta gestir ritað nöfn sín.
Margir hafa skrifað hlýjar ósk-
ir, lofsyrði og ritningarstaði úr
Biblíunni ásamt nafni sínu. —
Gestabókin er horin inn til keis-
arans á hverju kvöldi og honum
láist aldrei að lesa vandlega það,
sem skrifað hefir verið í hana
um daginn.
Herkortin Rannsökuð.
Breiður vegur liggur um
skemtigarðinn upp að húsi keis-
arans fyrverandi, en sljettir gras-
teigar meðfram og röð af göml-
um trjá'm. Húsið, sem bygt er
i gömlum hollenskum höfðingja-
stíl, er aðeins tvær hæðir; það
er úr rauðum tígulsteini og hul-
ið vafningsviði, sem hvítar syll-
urnar undir gluggunum skína
gegn um. 1 sama bili sem gestur-
inn fer yfir vígisgröfina opnast
breiðu glerlmrðirnar og tveir
svartklæddir þjónar hneigja sig
og bjóða gestinum inn.
Hið fyrsta sem gesturinn rek-
ur augun í í anddyrinu eru mynd
ir af hollenska drotningarmann-
inum og konu hans. Þær eru hið
ytra tákn þeirrar hollustu, sem
Vilhjálmur II. ber til hollensku
konungsættarinnar frá Oranje-
Nassau, en þeirri ætt er hann
skyldur að langfeðgatali. Hann
hefir ávalt viðurkent þann skyld-
leika, eins og hann m. a. gerði
með þvi að gefa fyrir mörgum
áruin standmynd þá af Vilhjálmi
III. sem nú stendur fyrir framan
Kensingtonhöllina í London.
Á borðinu i anddyrinu liggur
útflett herforingjaráðskort. Áð-
ur var það uppdráttur af Abess-
iníu, sem lá á borðinu; nú er
Kína konrið í staðinn og víg-
stöðvarnar á Spáni athugar Vil-
hjálmur með mestu gaumgæfni.
Hann merkir aðstöðu herjanna
með smáflöggum og flytur þau
með kostgæfni þegar breyting
verður á herstöðunni. Þetta er
hið eina, sem minnir á hinn fyr-
verandi hæstráðanda hers; það
sem gestinn furðar meira er að
sjá þau kynstur af blómum, sem
alstaðar verða fvrir, hvar sem
litið er.
Úr borðstofunni er fagurt út-
sýni yfir garðinn bak við húsið.
Og á kvöldin er stórfenglegl og
skemtilegt að líta yfir mathorðið,
því að þá er postulínshorðhún-
aður úr Neues Palais í Potsdam
notaður. En þeim skjátlast, sem
halda að keisarinn hafi gaman
af íburði; þvert á móti — alt er
sjerlega óbrotið. Mataræðið er
líklega einfaldara í Doorn en á
flestum herrasetrum.
Hermína prinsessa.
Vegna gjaldeyrishamlanna í
Þýskalandi er hins ítrasta sparn-
aðar gætt hvað heimilisþarfirnar
snertir. Eitt kvöldið tók keisari
eitt barnið í húsinu á lmje sjer
og spurði: „Segðu mjer hvað við
eiguin að fá að borða í kvöld!“
Og krakkinn svaraði: Anda-
steik! —
„Hvað segirðu? Eigum við að
fá andasteik aftur. Við höfum
fengið liana áður i þessari viku.“
:— -— Afar mjór stigi er
upp á efra loftið. Þegar þangað
kemur er géstinum fenginn lítill
blómvöndur og hann beðinn um
að koma inn í hálfdimt herbergi.
Það er herbergið, sem Augusta
Victoria, fyrri kona keisarans
andaðist i. — Gesturinn leggur
blómin á hvíta ábreiðuna yfir
trjerúminu i stofunni rúminu,
sem drotningin dó í.
Yfir rúminu hangir mynd af
Gastello við Rapallo endur-
minning um sólbjarta daga. Á
skrifborði hennar, nálægt glugg-
anum, eru yfir 50 myndir af
börnum hennar og barnabörn-
um, hver mynd í sínum ramma.
Þarna var bún vön að sitja eftir
að hún kom í einveru útlegðar-
Er hann gleymdur maðurinn, sem einu sinni var mest
talað um af öllum jarðarbúum? — I tuttugu ár hefir
hann lifað sem útlagi í Hollandi og sjer væntanlega aldrei
framar ættjörðina og þjóðina, sem tignaði hann eins og
goð. Hvað hefst hann að í útlegðinni? — í greininni, sem
hjer fer á eftir, segir nokkuð frá því. Hún er skrifuð ai'
Joachim von Kurenberg, systursyni von Biiiows fursta,
sem var einn af síðustu könslurum Þýskalands undir
keisarastjórninni. —
Höllin i Doorn, þur sem keisarinn bijr. Til vinstri: Keisarinn og Hermína í garðinum við höllina.