Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.02.1939, Blaðsíða 5
;F A íL K i N N Í) Skák nr. 48. innar og lmgsa til ættingjanna, sem liún var orðin fráskila við. Hún liafði ávalt lifað innilegu samlífi við fjölskvldu sína, jafn- vel meðan hún var á hefðartindi tignar sinnar. ' í stofu rjett hjá situr Hermína prinsessa, siðari kona keisarans og veitir te. Tedrykkja síðdegis er fastur siður á lieimilinu, þó enskur sje. Hermína prinsessa er siðasti afkomandi einnar helstu og elstu furstaættarinnar i Þýska landi, eldri ættbogans af Reuss. Fyrri maður hennar, furstinn af Schonaicli-Carolath, var rithöf- undur góður, hámentaður maður og frjálslyndur. Hermína prins- essa er fjölgáfuð kona og víð- lesin. Ræðir hún um bókmentir af miklu fjöri og skilningi. Hún hugsar og hagar sjer al- veg eins og kona tuttugustu ald- arinnar. Síðastliðið ár leyfði hún dóttur sinni að giftast manni af alþýðustjett. Margt er það i hinu nýja þjóðlífi Þýskalands sem hún fellir sig vel við, og Hitler þekk- ir Imn persónulega. Hinn opinheri titill hennar er „konungleg prússnesk tign“, liinn gamli Hohenzollerntitill, sein einu sinni var veittur síðari konu Friðriks Vilhjálms III. En Vilhjálmur hefir lag á, að sýna gestunum hvernig hailn vilji láta titla hana þegar hann er við- staddur. Eins og af tilviljun gef- ur hann stundum orð í belg og segir þá til dæmis: „Hennar Há- tign er mjer öldungis sammála." Margt er skrafað. Keisarinn er kominn i le- drykkjuna, eins og hann er van- ur. Hann kemur inn í dyngju konu sinnar ljeltari í spori en maður skyldi halda um áttræðan mann. Hann er i ljómandi falleg- um svörtum fötum og hvítu vesti. Nú orðið ber hann aðeins fáa hringi, en stóra nælan er enn i hálshnýtinu hans og í hnappa- gátinu lítil eftirmynd af stör- krossi Pour la merite-orðunnar. Eigi er völ á meiri „grand seigneur" en lionum, með snjó- hvítt liárið og vendilega greitt skeggið. Hreyfingar hans eru ó- þvingaðar og aðlaðandi; gáfuleg augun geisla enn af fjöri og þokka. Þó það kunni að þykja öfugmæli líkist hann núna mjög elsta syni sínum, krónprinsinum l’yrverandi. Það sem gestinum verður hug- stæðast er hve keisarinn er fjör- legur og blómlegur útlits. Maður töfrast af andlitinu á honuin. Það leikur um það hæðnisglott jiegar liann ætlar að fara að henda gaman að einhverju, til dæmis því, hvílíkur kynstur af hókum liafi verið skrifuð um sjálfan hann og ríkisstjórn hans, án þess að höfundarnir liafi gert tilraun til að reyna að skilja manninn, sem þeir voru að skrifa um. Hann talar með krafti og veð- ur elginn; það er erfitt að taka fram i fyrir honum. Jeg gerði einu sinni tilraun til að snúa umræðunum að öðru málefni — notaði tækifærið meðan keisar- inn var að smyrja ávaxtasultu ofan á hrauðsneiðina sína — en liann deplaði kankvíslega fram- an i mig augunum og hjelt á- lTam að tala. Það kemur varla fyrir að hann misminni nafn eða ártal. Rersögli hans er ekki minni en hún var í gamla daga og enn hefir hann gaman af að krydda ræðu sina skrílmáli. En jafrian talar hann um „sína tima“ hann minnist aldrei á neitt, sem komið hefir fvrir hann siðan i nóvember 1918. Þá var starfi hans lokið í heiminum og hann hefir lært að sætta sig við það, en forðast eins og heitan eldinn að ná aftur upp- reisn sinna fyrri valda. Það sem nú einkennir manninn er mildi elliáranna. Viðtalið frá 1908. Meðal hinna mörgu erlendu hlaða, sem keisarinn les, er „The Daily Telegraph & Morningpost“ og jeg minnist hiris fræga við- tals við keisarann, sem kom úl í „Daily Telegraph" 28. okt. 1908. (Þjóðverjar urðu gramir keisar- anum fýrir hersöglina í þessu viðtali og kanslarinn varð að lofa þinginu, að slíkt skyldi ekki koma fvrir aftur). Jeg minnist á frænda minn, von Búlow fursta. sem var kanslari þá, og var svo harðorður um keisar- ann í endurminningum sínum. Keisarinn bandar út hendinni . . . .„Látum hann sofa“. En i slaðinn fer hann að tala með mikilli tilfinningu um þá, sem reyndust honum trvggir í út- legðinni og um aðra vini sina. En í umtalinu um England fer hann eins og köttur kringum heitan graut. Keisarinn telur sig Englending í aðra röndina. Hann dáir líf enska stórbóndans og hefir tekið sjer það til fvrirmynd ar í útlegðinni. Hann fer á fætur kl. 8-—9 á morgnana og er hann hefir etið árbít gengur hann góða stund i garðinum. Þegar hann genguf út i hæinn lætur hann jafnan lögregluna vita af því og húú hefir gát á ferðum lians. Annars þarf hann engrar verndar við, því að liann er vel látinn af bæj- arbúum. Vísindamaðurinn. Hann er löngu liættur að liöggva og saga i eldinn. Hins- vegar hefir hann gaman af að dútla við garðvrkju. Oft fer hann langar ferðir í hifreið, stundum jafnvel norður að Norðursjó, og litur þá inn til kunningja og drekkur te. Hann fær ósköpin öll af brjefum. Eftir kvöldverð fer hann beina leið inn í vinnustofu sína til þess að ljúka við dagsverkið. En oft liefir hann gesti hjá sjer á kvöld- in: ýmsa fornfræðinga úr ná- grenninu. Síðan hann keypti Ivorfu, árið 1903, liefir hann stundað fornfræði i tómstundun- um. Og núna eftir tuttugu óra útlegðina hefir hann lokið við .,Endurminningarnar“. sínar og helgar sig nú allan fornfræðinni. Honum þykir mest gaman að tala við vísindamenn, og slíkum mönnum býður hann oflast heim. Þetta er það, sem maður helst man úr heimsókn hjá keis- aranum í útlegðinni: aldursróin sem komin er vfir liann, ákafi hans þegar hann talar um forn- þjóðamenningu og hlómahafið í stofunum. Reykjavík 30. janúar. Franski leikurinn. Hvítt: Ásniundur Ásgeirsson. Svart: Sturla Pjetursson. 1. e2—e4, e7—eö; 2. d2—d4, d7 —d5; 3. Rbl—c3, Rg8—fö; 4. Bcl g5, Bf8—e7; 5.Bg5xfö, Be7xfö; ö. Rgl—f3 (e4---e5 var líka góður leik- ur), Ö...... g7—gö; (Veikir peða- stöðuna kongsmegin. Betra var c7—■ c5 og síðan Rb8—cö); 7. Bfl—43, 0—0; 8. e4—e5, Bfö—g7; 9. Rc3—e2, (Sjötti leikur svarts gefur hvitu tími til að gera þennan Ieik og styrkja peðastöðuna á miðborðinu), 9....... c7—c5; 10. c2—c3, Rb8—-cö; 11. 0—0, Dd8—bö; 12. Ddl— d2, Bc8— d7; 13. h2—h4, (Til þess að hindra leikinn f7—fö, eða f7—f5, Hal—cl var þó mjög aðkallandi leikur); 13. .... c5xd4; 14. c3xd4, Rcö—b4; (Svart sjer undir eins veiluna í stöðu hvíts, vegna hróksins á al); 15. Bd3—bl, Bd7—b5; lö. Hfl—el, Dbö—aö; (Með tilliti til þess, að svart á peðin sín á hvítum reitum. var betra að leika Bb5xe2. Hvítt not- ar vitanlega tækifærið til þess að forða riddaranum); 17. Re2—g3, Rb4—cö; 18. h4—h5, Daö—a5; 19. Dd2— dl, (Betra var Dd2—e3), 19. .... Rcö—e7; 20. a2—a3, Ha8—c8; 21.h5xgö, f7xgö; (Svart brýtur þarna að vísu grundvallarreglu, að drepa altaf inn á borðið, en fær hins vegar opna hrókslínu); 22. Rf3—g5, Bb5 —a4; 23. Ddl—e2, Ba4—b5; 24. De2 —e3, Bg7—hö; (Svart notar sjer, eft- ir mætti, að hrókurinn er lokaður inni á al);25. f2—f4!, Bhöxg5; Rangt væri 25........ Hf8xf4; vegna 2ö. b2—b4); 28. f4xg5, Da5—c7: (Betra var Da5—bö); 27. Rg3—hl!!, (Eina leiðin til að koma riddaran- um til fö); 27....... Hf8—f7; 28. Rhl—f2, Hc8—f8; 29. Rf2—g4, Hf7 —flf; 30. Kgl—h2, (Best) Hflxel; 31. De3xel, Kg8—g7; (Til þess að geta leikið riddaranum til g8, Hf8- fl kom mjög álita. T. d. 31........ Hf8—fl; 32. Del—h4, Re7—f5; 33. Rg4—föf, Kg8—h8; 34. Bblxt'5, og svart á erfiða völ);32. Del—h4, Re7 —g8; 33. Rg4—-fö, Rg8xfö; 34. g5x föt, Kg7—g8; 35. Bbl—a2, (Loksins losnar hrókurinn á al, en þá er líka slcamt að bíða úrslitanna); 35..... Hf8—17; 3ö. Dh4—f4!, Dc7—d8; 37. Hal—cl, Hf7—c7; (Það virðist ekki skifta miklu máli livert svart leikur. Hvítt ógnaði Hcl—c3, Hh3 og Bbl með hótuninni Bblxgö) 38. Ba2xd5!!, (Þegar Ásmundur gerði þennan leik hlýtur hann að hafa sjeð að hann varð einnig að gefa hrókinn) 38....... eöxd5; 39. eö—e5, Hc7xcl; - 40. fö—f7t, Kg8 g7; 41. Df4—e5t, Dd8—fö; (Ef Kg7 —liö þá 42. eö—e7.); 42. f7—f8D+, gefið Hann (heldur fyrir augun á henni): Gettu þrisvar sinnum liver jeg er. Og ef þú getur ekki rjett þá kyssi jeg þig. Hún: Hitler, Gary Cooper, Bjarni Björnsson?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.