Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1939, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.02.1939, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 VNCWW LErtNMMtMlft JÁTVARÐUR PRINS OG ALEXANDRA PRINSESSA. Á myndinni gefur að lita börn hertogahjónanna af Kent. Þau eru nú koiuin til Ástralíu ásaint foreldr- um sinum, en faðir þeirra er orð- inn þar landstjóri, svo sem alkunn- ugt er. MIÐFRAMHEJI ENGLENDINGA. Knattspyrnuhetjan Tom Lawton frá Evertonfjelaginu, einu fremsta fótboltafjelagi Englands, er aðeins 19 ára .að aldri. Hann var miS- framherji í knattspyrnuliði Eng- lendinga í haust, þegar þeir keptu við úrvaislið meginlandsins. HUNDARNIR SKULU LIKA VARÐIR FYRIR GASHÆTTUNNI. í Englandi eru nú búnar til gas- grímur fyrir liunda. Á myndinni er verið að máta grimuna á rakkann. LiEiksýning. Leikbrúða búin fil úr hálmi. Brúðan er búin til úr flösku- hulstri úr hálmi (mynd 1), sem hert er nokkuð sanfan meS seglgarni, sjá mynd 2; krossmerktu staSirnir eru seglgarnsbindingarnar. TakiS eftir að handleggirnir eru hertir saman, hvor um sig og festir við binding- una um axJirnar með lítilli segl- garnslykkju, svo að þeir hanga lausir á seglgarnslykkjunni. Nú er brúðan færð í föt og þið getiS aflaS ykkur efnis í flíkur hennar með því að hirða ýmsa tauafganga, sem fleygt er. Andlit brúðunnar er búið til úr taui, og á það er teiknað augu og nef o. s. frv. Hárið er mynd- að úr hálmstráendunum og sverl með bleki eða teiknibleki, — sjá mynd 3. Efst á höfðinu á hálmbrúð- unni er svo lítil lykkja, þar sem festa má við þráð. Mynd 4 sýnir ein- faida aðferð til þess að sníða bún- ing brúðunnar. — Það má hafa fatið hvort heldur vill sítt eða stutt, eftir því hvort það á heldur að vera blússá eða síður kjóll. Höfði brúð- unnar er smeygt gegn um opið á miðjunni, stykkin tvö eru brotin saman eftir punktalínunni og er fatið síðan bundið fast um mittið á brúðunni með einhverju bandi. En það eru ekki aðeins brúður, sem hægt er að búa til úr liálmi. Mynd 5 sýnir, hvernig hægt er að búa til gæðing úr flöskuhulstri og nokkrum lausum stráum. Úr ein- stökum stráum eru búin til höfuð, eyru og háls, sem kemur út i eitt, og svo fætur og tagl. FlöskuhulstriS, sem myndar skrokkinn, er troðið út með blaðpappír. Bindið höfuð og tagl vel fast, en fæturna ekki fastar en svo að þeir geti lireýfst. Hesturinn er teymdur á þræði sem festur er við tvær krossmerktu lykkj urnar á hryggnum, og sjeu fæturnir nægilega lausir, getur skepnan tekiS margar skringilegar stellingar. Mynd 1 sýnir, hvernig búið er til handfang úr tveim spýtum, það- an sem hinum upphengdu brúðum er stjórnað meðan sýningin fer fram — hver brúða verður að hafa sitt sjerstaka „handfang“. Spýtunum er haldið saman með venjulegri papp- írsklemmu, svo að liægt sje að snúa þverspýtunni, þetta gerir hreyfing- una auðveldari. Við handfangið eru festir þrír þræðir, eins og sjá má af mynd 1. Þráður A er tengdur við lykkjuna á höfði brúðunnar, svo að brúðan getur staðið upprjett. Þráð- ur B og C eru festir við sitt bvorn handlegg, er hreyfst fær livor út af fyrir sig, Jiegar tekið er í þræðinfa. „Leikhúsið" sjálft er ofur auðvelt að búa til, sjá aðeins mynd 2. Brúðunum er komið fyrir fyrir framan skerm, en „leikhússtjórinn" kemur sjer fyrir á bekk bak við skerminn. Búið til dyr á skerminn, svo að brúðurnar geti hreyft sig og farið út af sviðinu til hægri cg vinstri, — og hengið upp teppi, svo að efsti partur hurðarinnar, og „leik- hússtjórinn“, sem, stjórnar þráðum brúðanna, sjáist ekki. Finnið nú upp einhver skemtileg „leikrit“, og byrj- ið svo sem fyrst á „sýnirigunum“. —• Slagæðin í yður slær mjög óreglulega. Drekkið þjer áfengi? — Já, hjartans þakkir, læknir góður. í fjölleikahúsinu. 7) Það fór hrollur um áhorfend- urna, þegar mótorhjólið misti festu á hinum hála, lóðrjetta vegg, en Jerry hafði verið hættan ljós á und- an öllum öðrum. Þegar mótorhjólið byrjaði að renna, hentist hann af því i kröftugu stökki og reyndi að ná handfestu í grindverkinu, sem var á börmum tunnunnar. 8) Simson liafði staðið meðal á- horfendanna í mikilli éftirvænt- ingu og beðið eftir slysinu, sem hlaut að vera óhjákvæmilegt. Og svo mikið vissi hann af reynslu, að ef hin fífldjarfa mótorhjólsferð Jerrys mishepnaðist í þetta skiftið, mundi fjölleikahúsið missa hylli sína og að- dráttarafl í bænum. Þegar niótor- hjó'iið fór að renna niður, rak hann upp mjög eðlilegt óttaóp; hann rudd- ist í burt í skyndi án þess að þora að vera nærstaddur, þegar Jerry ljeti líf sitt. 9) En Jerry hepnaðist stökkið, og náði i grindverkið, en mótorhjólið lirapaði niður á tunnubotninn. Um augnablik hjekk Jerry á höndunum og áttaði sig —- því næst sveiflaöi hann sjer yfir riðið og upp á meðal áhorfendanna — sefn klöppuðu lion- um lof í lófa af mikilli hrifningu; þeir hjeldú að stökkið lieyrði sýn- ingaratriðinu til. Gefur nú Simson upp áform sitt, eða finnur hann upp nýtt klækjabragð?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.