Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1939, Qupperneq 3

Fálkinn - 10.03.1939, Qupperneq 3
F Á L K I N N 3 ISLENDINGAR OG HEIMSSYNINGIN. Nú fer óöum að styttast þangað til heimssýningin mikla í New York verður opnuð. Þjóðirnar keppast um það eftir föngum að fegra og prýða sýningarsvæði sín til þess að sómi þeirra geti orðið sem mestur af sýningunni og þær uppskorið aukið álit fyrir, sem hefur aftur ýmiskon- ar hagnað í för með sjer. kemur til með að hafa stórkostlega þýðingu fyrir okkur í framtíðinni. Þetta hefir lslensku sýningarnefnd- inni lika verið ljóst og hefur hún lagt á sig mikið erfiði til að gera hana sem hest úr garði. Hefur hún við það starf notið hinnar mestu vel- vildar Bandarikjastjórnar, sem ís- lenska þjóðin fær seinl fuilþakkað. Við íslendingar erum sennilega fámennasta og fátækasta þjóðin er tekur þátt í þessari miklu sýningu og hvernig íslenska deildin litur út Markmið þátttöku Islendinga á þessari sýningu er fyrst og fremst það, að þjóðinni megi vera að þvi styrkur að kynna framleiðslu sína Friðrik rikiserfingi fertugur. Sænski skiðakennarfnn Geora Tufvesson. á svo heppilegum vettvangi sem heimssýningin er, enda fæst á ís- tensku deildinni gott yfirlit um aðal- atvinnuvegi vora: landbúnað, sjávar- útveg, iðnað o. s. frv. ístenska sýningardeildin hefui gert sjer mikið far um að prýða sýningarsvæði sitt listaverkum, eink- um höggmyndum. Fyrir því hefur hún snúið sjer til þjóðkunnra lista- manna á þessu sviði og ýmist fengið hjá þeim eldri verk þeirra til sýn- ingar eða þá fengið þá til að gera ný verk handa sýningunni. Af lista- verkum Einars Jónssonar frá Galta- felli hafa verið send vestur: „Móðir jörð“ og „Glíman", en það eru verk sem allir þeir, er í Hnitbjörg hafa komið, muna. Af verkum Ásmundar Sveinssonar: „Sœniiindur á selnum“ og „Víkingurinn“ og ennfremur „Fyrsta hvita móðirin i Ameríku", sem Ásmundur gerði eftir beiðni sýningarnefndar. Mynd af því lista- verki Ásmundar birti „Fálkinn“ fyr- ir skömmu eða um sömu mundir og listaverkið var sent hjeðan vestur. Þá hefur Guðmundur Einarsson gert tvær myndir fyrir nefndina. Heitir annað „Vatnsberinn", höggið í bas- alt og er það þegar komið til New York. Hin myndin, sem listamaður- inn kallar „Tvær liafmeyjar", er steypt í gips og er alveg nýlega full- gerð. Á sú mynd að vera við inn- ganginn á sjávarútvegsdeildinni á íslenska sýningarsvæðinu. Myndin er táknræn. Stór hafmey heldur á hörpudiski i hendinni og önn ur lítil hafmey er að búa sig til að bergja af þeirri heilsulind, sem liörpudiskurinn hefur inni að halda. Listaverkinu er ætlað að vekja at- hygli útlendinga á hinni ágætu fram- iFriðrik ríkiserfingi verður fert- ugur á morgun. Hann er íslend- ingum að góðu kunnur fyrir ferð ir sínar hjer á landi, þar sem hann hefur hvarvetna komið fram sem hið mesta Ijúfmenni. Fyrst kom hann hingað til lands 1921, í för með foreldrum sínum, konungslijónunum. Næst kom hann hingað sumarið 193ð, og loks á síðastliðnu sumri ásamt konu sinni, lngrid krónprins- essu, sem er dóttir Gustaf Ad- olfs krónprins Svía. Stjórn skíðadeildar íþróttafjelags Reykjavikur hefir fengið hingað til lands, einn af þektustu skíðakennur- um Svía, Georg Tufvesson, dvelur hann nú á vegum fjelagsins að Kol- viðarhóli við skíðakenslu. Tufvesson notar hina þektu Aerl- bergskóla kensluaðferð, og róma all- ir, sem þegar hafa notið kenslu hans hjer, kunnáttu hans og kennarahæfi- ieika. Þriðja námskeið fjelagsins er nú á enda, en það næsta byrjar á mánu- daginn kemur. Öll námskeiðin eru fullskipuð og komust færri að en vildu. Margir era á biðlista. Fjelagið hefir verið hepp- ið með val á kennara og er það mikilsvert að rjettur grundvöllur sje lagður að skíðakunnáttu fólks strax i byrjun. leiðslu vorri, þorskalýsinu. Þegar listaverkið er komið á sinn stað á sýningarsvæðinu verður >skálin fylt úrvals lýsi og upplýst með rafmagni, en á ramma þeim er settur verður um listaverkið verður þessi setning skráð: The Mother of Seas sends ait American Children her blessing through Icelandic Codliveroil. (Móð- ir hafsins sendir öllum börnum Am- eríku blessun sína i islensku þorska- lýsi.). „Fálkinn" birtir hjer mynd af þessu verki Guðmundar ásamt mynd af framhlið íslensku sýningarhallar- innar með hinni frægu Leifsstyttu. „MARS HRAÐLEST1N“ hefir þessi ameríski bill verið kall- aður, sem knúin er áfram bæði mótor- og rakettukrafti. Hann er í straumlínustíl og minnir nokkuð á vængjalausa flugvjel. Bíllinn fer með 125 km. liraða á kiukkustund.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.