Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1939, Qupperneq 7

Fálkinn - 10.03.1939, Qupperneq 7
F A L K 1 N N 7 sm HÖFUÐBORG SÚDETHJERAÐANNA. Myndin er af ráðhúsinu í Reich- enberg, en sá bær á nú að veríSa höfuðstaður Súdetenhjeraðanna, sem foringi Súdeta Konrad Henlein hefir nú verið settur yfir. Stjórnarhermaður á Spáni á verði á Ebrovígstöðvunum, þar sem uml- anfarið hafa geisað harðir bardagar. Það er áreiðanlegt að það flæðir ekki undir hann. HORTY HJÁ KLÁRUNUM SÍNUM. Ríkisstjóri Ungverja, Horthy ad- miráll, er mikill hestavinur og á stórt hestabú í Kenderes. — Sögur hafa borist út um það, að hann ætli bráðum að láta krýna sig til konungs. GRACE MOORE. Hin fræga ameríska söngkona, Grace Moore, var nýlega á ferðinni í London, þar sem hún söng til á- góða fyrir Queen Mary sjúkrahúsið í East End. Á myndinni er hún með tvo minstu sjúklingana i fanginu. EFLADROTNINGIN. Árið sem leið kusu Búlgarar marg- ar landbúnaðardrotningar að amer- ískum hætti. Myndin sýnir epla- drotninguna í þjóðbúningi. HEIMILI WINDSORHJONANNA. Hertoginn af Windsor og kona hans hafa keypt þetta luis, sem er í París og ætla þau að setjast þar að fyrst um sinn. GEISHADANS. Allstór flokkúr japanskra dans- meyja var nýlega á ferð í Þýzka- landi og hafði þar danssýningar viðsvegar. Einna mesta athygli vakti svokallaður geishadans, sem tvær meyjarnar eru að sýna hjer á íiiynd- inni. FORD OG NYJASTA „MODEL“ HANS Henry gamli Ford bifreiðakonung- ur og Edsel sonur hans sjást hjer vera að líta á bifreið af allra nýj- ustu tegund. ENGLAND—ÁSTRALÍA Á TVEIM DÆGRUM. Myndin er tekin á Gravsend flug- vellinum og er af enska flugkappan- um C. W. A. Scott. Hann hefir flog- ið 4 sinnúm milli Englands og Astr- alíu, og nú ætlar hann að fljúga vegalengdina á tveim dægrum, þvi mikill vill altaf meira. Nýlega var vígður í bænum Bolis í Frakklandi afarmikill klukkuturn. Eru i honum 48 klukkur, i 100 metra hæð frá jörðu. Er talið að samhljómur þeirra sje með afbrigð- um fagur. MUNDELEIN KARDÍNÁLI HJÁ PÁFA. Hinn kunni kardináli Mundelein, erkibiskup í Chicago, gengur fram hjá heiðursverði fasista við dvöl sina í Ítalíu, þegar hann að sjálf- sögðu heimsótti liinn heilaga föður. NY KVIKMYNDASTJARNA. Altaf koma nýjar „stjörnur" á markaðinn í kvikmyndaheiminum. Ein sú yngsta er Patricia Farr, ér sjest hjer á myndinni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.