Fálkinn - 10.03.1939, Page 12
12
F Á L K I N N
WYNDHAM MARTYN: 33
Manndrápseyjan.
ur, og liann dró andann rykkjótt eins og
Jiann væri að renna niður bita, sem væri
of stór fyrir vælindað. Trent vonaði a'ð það
mundi sjóða upp lir og sannleikurinn koma
í Ijós. En það léið ekki á löngu þangað til
AJiiee liafði stilt sig aftur.
„Setjum nú svo, að jeg liefði skáldað upp
þennan Fratton lil þess að sjá mjer til
gamans, livernig álirif þessar sögur mínar
liefðu á fólkið Iivað þá? Ef það er glæp-
ur þá eru margir frægir menn glæpamenn.“
„Það er ekkert óheiðarlegt í því, jeg' er
sammála yður um það,“ sagði Trent. Hann
mintist upplogna „frændanum i Ástralíu,“
sem hann var vanur að nota til skýringar á
auðæfum sínum, í þann tíð sem hann liætti
að skrifa sögur og gerðist stórglæpamaður,
en þá iðju liafði hann lagt á hilluna árið
1917 er hann fór. í stríðið. „Sjerstaklega af
því, að þjer liafið gert þetta býsna vel. En
jeg geri ráð fyrir, að þjer sjeuð enn færari
morðingi en þjer eruð skáld.“
Mr. Ahtee geispaði aftur. „1 þesskonar
málnm er alt undir sönnunum komið,“
sagði hann.
„Víst er það. Þessvegna var það óhyggi-
legt af yður að skilja eftir inniskóna yðar
i nótt. Erissa kannaðist við hann í morgun.
deg hafði falið mig bak við hljóðfærið og
sá yður þegar þjer komuð ofan til að leita
að honum klukkan hálffjögur í morgun. Þá
voruð þjer grímulaus og voruð í öðrum
náttfrakka, og í tennisskóm, og þjer funduð
hvorki skóinn nje knattstöngina"
„Þjer hafið ekki nokkra sönnun gegn
mjer —■ þetta eru aðeins ímyndanir og
aðdróttanir.“
„Eruð þjer viss um það?“ Trent liorfði
brosandi á hann. „Hvað kom yður til að
drepa Eliot Jaster?“ spurði hann upp úr
þurru
Eina sekúndu leit svo út, sem Ahtee ætl-
aði að skifta skapi, en aðeins eina sekúndu.
Hann yfirbugaði með erfiðismunum ótt-
aún, sein hafði glampað í augunum á hon-
um og fór svo að skellihlæja.
i „Þjer eruð brjálaður,“ sagði hann með
liæðnishlátri.
„Það merkilega er,“ lijelt Trent áfram
rólegur og brosandi, „ að það er þessi sjó-
ræningi yðar, sem verður yður að falli.
Það var brjef frá frú Hvdon Cleeve lil eins
kunningja síns, sem olli því að við Maims
komum hingað. Hún sagðist vera í dauð-
ans angist og óskaði einskis frekar en að
komast hjeðán, frá Fratton og undan bölv-
un hans. Þetta varð til þess að jeg fór að
rannsaka, hvort þessi Fratton liefði nokk-
urntíma verið til, og komst að raun um,
að svo var ekki. Það var dálitið óþægilegt
fyrir yður, finst yður ekki?“
„Eruð jjjer sá listamaður sem þjer þyk-
ist vera?“
Án þess að gorta þá þykist jeg vera það,“
sagði Trent og hló, „en að vísu hefi jeg
ekki helgað mig málaralistinni, ef það er
það, sem þjer eigið við.“
„Þjer eruð ieyninjósnari ?“ spurði Ahtee.
„Ekki sem atvinnumaður. En jeg hefi
gaman af að róða gátur, sem aðrir liafa
gefisl upp við, eða í þessu tilfelli að snuðra
uppi nýjar gátur. Jeg sje/að þjer luigsið
yður að múta mjer, en það stoðar ekki,
þvi að jeg á eins mikið af peningum og
mig' langar að eiga. Það lá við að jeg væri
biiinn að lofa könunni minni að hætta þess-
ari uppáhaldsiðju minni, en jeg gat ekki
staðisl freistinguna þegar jeg' sá brjef frú
Cleeve til Curtis M’.eld. Jeg færði henni
peninga frá honum, sem hún borgaði spila-
skuldina sina með. Ef þjer atliugið þetta
nánar þá sjáið þjer, að við Maims erum
ekki iijerna fyrir blábera tilviljun.
Augnaráð Ahtees var ekki eins örugt og
það hafði verið áður. „Það hefir komið fyr-
ir áður, að íólki hefir skolað þarna upp ó
skerið,“ tautaði hann. „En það hefir aldrei
komið fyrir, að menn liáfi komist lifandi
hjeðan til meginlandsins á þessum tíma
árs. Eruð þjer það flón, að ætla að reyna
það?“
, Flón ei ekki rjetta orðið,“ tólv Trent
fram i. „Jeg liefi lofað konunni minni að
vera kominn til London á jólakvöld, og jeg
vil ekki láta hana verða fyrir vonbrigðum.“
„Það er ógerningur, segi jeg,“ öskraði
Ahtee ákafur. Aldrei á æfi sinni hafði hann
brunnið af hatri til nokkurs manns eins og
til þessa mr. Anthonv frá Boston.
„Þjer eigið við,“ sagði Trent, „að þjer
getið ekki komist til meginlandsins. Jeg er
sammála yður um það. En fólk segir um
mig, að jeg sje altaf heppinn. Það kemur
aðeins af því, að jeg geri mínar ráðstaf-
anir. Til dæmis þá gerði jeg ráðstafanir til
þess að komast lijeðan aftur þegar jeg
hefði lokið erindinu, áður en jeg fór liingað.
Nú hefi jeg lokið erindinu. Jeg álít að þjer
hafið drepið Jaster, jeg veit að þjer dráp-
uð Tilly Maims og jeg hefi sannað, að þjer
reynduð að drepa frú Hydon Cleeve og mig.
Jeg verð kominn til London fyrir jól.“
Trent stóð upp og tók snæri upp úr vasa
sínum. „Þetta er ein varúðarráðstöfunin.
Þjer .sjáið að jeg hefi með mjer spotta til
að binda yður. Ef þjer veitið viðnám þá
ber jeg yður í hausinn svo að þjer fallið i
rot. Standið upp!“
Um augnablik brunnu augLin sem störðu
á Trent af hatri og morðsýki. En aðeins
augnablik. Svo náði Ahtee stjórn á sjer aft-
ur og Ijet binda sig.
„Jeg hefi orðið æfingu í þessu,“ sagði
Trent meðan hann var að fjötra á honum
hendurnar. „Og jeg er meistari i að mýla
menn og setja á þá bitil. 1 fyrstu lá við að
jeg kæfði fangana mína, en nú geta þeir
andað en ekki hljóðað."
Tient setti Ahtee inn í klæðaskáp og
læsti honum síðan. Lvklinum stakk Jiann
i vasa sinn. Hann leit kringum sig í stof-
Linni; þar Jiafði verið sópað og rúmið var
uppbúið, svo að hann gerði ekki ráð fyrir
að vinnufólkið kæmi þarna fyrst um sinn.
Það var einnig ósennilegt, að Erissa kæmi.
Trent sá úl um gluggann í ganginum, að
hún var í golf með Cleeve. Veslings Erissa
nú fjell grunurinn lika á hana. Var hún
samsek föður sínum?
Trent hitti Phyllis ög langömmu henn-
ar í anddyrinu.
„Mr. Trent,“ sagði gamla konan. „Þjer
verðið að miskunna yður yfir Phyllis og
lofa henni að ganga út sjer til skemtunar
með Barton.“ Hún leit á hann. „Hversvegna
eruð þjer svona glaðklakkalegur á svipinn?“
„Það er rjettmætur sjálfsþótti," sagði
liann hlæjandi.
„Má jeg fara út núna?“ spurði Phyllis,
„jeg hefi verið góða barnið svo lengi.“
„Það er dálítið áríðandi, sem jeg þarf að
segja ykkur öllum,“ sagði Trent, „farið
þjer út á golfvöllinn og sækið Erissu og
bróður vðar. Vitið þjer hver Elmore er?“
Hann leit spvrjandi á Dayne.
„Jeg hefi ekki sjeð hann siðan við morg-
unverðinn.“ Það leyndi sjer ekki að sam-
komulagið milli lærisveins og kennara var
bágborið. „Jeg skal biðja Cleeve að finna
liann.“
Þegar þau voru farin vatt frú Cleeve
sjer að Trent. „Hvað er það sem þjer ætlið
að segja okkur?“
„Það er nú ekki eins mikið og jeg gjarn-
an vildi. En kanske. þykir yður frjett í því,
að húsbóndinn okkar er lokaður inni i
klæðaskáp, bundinn á liöndum og fótum
og með sokk í munninum."
„Mr. Ahtee?“ hrópaði hún. „()g Iivers-
vegna?“
„Vegna þess að liann hefir revnt að
drepa yður og mig og Iiefir drepið Tilly.
Jeg hefi sakað hann um morð Jasters líka,
en það er ekki sannað ennþá. En nú bíð
jeg þess með eftirvæntingu að sjá, livernig
Cleeve tekur þessu, með tilliti til Erissu,
jeg vona, að þjer hjálpið mjer til að fá
hann til að taka þessu stillilega og skyn-
samlega. Jeg neyðist til að spyrja hana
margra spurninga, sem hann mun reiðast.
Jeg vona að hún sje ekki samsek föður sín-
um, en það er ekki víst. Jeg sagði Ahtee,
að hún hefði kannast við skóinn hans, en
í rauninni roðnaði hún og leit á mig þess-
um merkilegu svörtu augum og sór og sárt
við lagði að hún hefði nokkurntíma sjeð
þennan inniskó. Jeg hjelt skónum og núna
þegar jeg læsti Ahtee inni í klæðaskápnum
þá sá jeg hinn skóinn þar. Hversvegna laug
Erissa ?“
„Hún er ekki glæpamaður,“ sagði gamla
konan, „það sjer maður í hverjum drætti
í andliti hennar. Það mundi riða Cleeve að
fullu ef hún væri það.“
„Kanske það (sje það sem hún vill ?“
„Hvernig þá?“
„Hafið þjer ekki tekið eftir því, að þeg-
ar undantekin er koma mín liingað, þá hef-
ir ekkert gerst hjer, sem ekki hefir verið
ráðið fyrirfram. Jaster og Barkett höfðu
verið svarnir óvinir árum saman, og voru
aldrei boðnir í samkvæmi saman, hjer hitt-
ast þeir og Jaster er drepinn. Allir sem
vissu Um þetta gamla hatur hjeldu að Bar-
kett væri morðinginn. Hefði hann verið
það mundi hann hafa sjeð sjer fyrir miklu
sterkari vörn, nú treysti liann á sannleik-
ann, en hann er kenjóttur og hefir komið
mörgum á gálgann."
„En þvi skyldi Alitee .... ?“ byrjaði hún.
„Bíðið augnablik,“ sagði hann. „Reynið
að hugsa yður einhvern mann, sem hefði
haft ástæðu til að reyna að hefna sín á
Jaster, Barkett, yður og fjölskyldu yðar. .Teg
veit ekkert um einkamál vðar. En það gerið
þjer. Hugsið yður vel um. og minnist svo
ekki einu orði á það sem jeg hefi sagt,
fyrst um sinn. Þarna koma hin.“