Fálkinn - 10.03.1939, Page 13
FÁLKINN
13
Ee
e
Samtíningur.
Eftir ÓLAF FRIÐRIKSSON.
a
51
Pribilov-eyjar eru i Beringshafinu.
Pær eru nokkuð nær Alaska en
Kamtsjaka, og eiga Bandarikjamenn
þær, eins og Alaska. Loftslag er þar
ekki ósvipað og á íslandi, en bygð
er þar .engin. En þarna til eýjanna
kemur á hverju ári geysilegt stóð af
loðselum til þess að kæpa.
Loðselur eða sæbjörn er einkenni-
leg skepna. Hann er náskyldur sæ-
ljónunum, en er frábrugðin þeim
að því leyti, að á honum er feldur
með mjög smágerðum hárum, og e.r
það nijög verðmætt loðskinn, og
venjulega (en ranglega) nefnt sæ-
Ijónaskinn.
Loðselurinn hefur einkennilega
lifnaðarhætti. Níu rhánuði ársins er
hann úti i reginhafi, og fer eins
langt frá fæðingarstað sínum, eins og
frá íslandi til Afriku. En þrjá mán-
uði ársins er hann á Pribilov-eyjum.
Fara kvendýrin í sjó daglega til þess
að leita sjer fæðu, en karldýrin eru
aljan tímann á landi. Eru þau spik-
feit þegar þau koma á land, en eru
grindhoruð þegar þau l'ara í sjó aft-
ur. Þau lifa í fjölkvæni, og safnar
hvert karldýr 30—40 kvendýrum í
kring um sig, en yngri karldýrin.
sem ekki hafa við þeim eldri, halda
sig utan við aðal-loðselastóðið. Má
reka þau í hópum eins og fje, og er
notað sjer af því við veiðarnar. Eru
þessi ungu karldýr rekin þaðan, sem
sellátrin eru, þangað sem þægilegt
þykir að drepa þau, og flá af þeim
skinnin. Það er því eingöngu karl-
dýr, sem drepin eru, og getur stofn-
i.nn fjölgað jafnt fyrir þessa veiði.
Lengi sátu Bandaríkin ein að þess-
ari veiði, en þá var farið að gera út
skip til þess að drepa loðselsmæð-
urnar, er þær fóru í sjó til þess að
að afla sjer fæðu. Var legið á skip-
iinum utan við landhelgi, í nánd við
Pribilov-eyjar, og veiði stunduð af
bátum frá skipunuin. Bandaríkin
bönnuðu þegnum sinum að stunda
þessa veiði, en Japanar, Rússar og
Ka'nadamenn stunduðu hana þeim
mun ákafara. Hafði hún mjög skað-
leg áhrif á stofninn, því þegar mæð-
urnar voru'drepnar i sjónum, dráp-
ust ungar þeirra, og minkaði stofn-
inn svo mikið, að veiðarnar voru
jafnvel ekki farnar að hera sig eins
vel og áður fyrir þá, sem ráku Jiess-
ar ránveiðar, en þó var þetta auð-
vitað einkum tap fyrir eiganda eyj-
ánna — Bandaríkin.
Bandarikjastjórnin ljet telja sela-
stóðið á Pribilov-eyjum fyrir eitt-
hvað 15 árum og var það þá um V-i
miljón. Boðaði hún samningafund
við Japan, Rússland og Kanada og
varð það þar að samkomulagi, að
þessar þjóðir skyldu banna þegnum
sinum allar loðselsveiðar, en Banda-
rfkin ein stunda veiðar á eyjum sín-
um, en hinar þjóðirnar fá %o hluta
liver af ágóðanum. Fáum árum eftir
að samkomulag þetta náðist, mátti
sjá að stofninn hafði aukist. Hefur
hann nýlega verið talinn, og er nú
yfir tvær miljónir þ. e. hefur fjór-
til fimmfaldast við friðunina.
Enginn vafi er á þvi að loðselur
gæti þrifist hjer við land. Það mætti
flytja lítinn stofn af þeim frá Pribi-
lov-eyjum, og koma fyrir lijer, þar
sem ekkert tjón gæti orðið af þeim.
En það tæki töluverðan tíma að
koma lijer upp stórum stofni loðsela.
Panamaskurðurinn er tröppu-
skurður. En um miðja vegu milli
sjáv.ar að austan og vestan hefur
verið gerö up])istaða af vatni, til
þess að ekki þyrfti að grafa þar eins
djúpan skurð, og hefur þar myndasl
stórt en grunt stöðuvatn. Var í það
slept nokkrum vatnahestum ættuðum
frá Afríku, og var sagt að það ætti
að vera til þess að halda niðri vatna-
gróðri, er þarna myndaðist. En að-
allega munu vatnahestarnir hafa ver-
ið látnir þarna til gamans. Hafa
þeir þrifist ágætlega í þessu vatni,
sem tilbúið var af mannahöndum,
og fjölgað töluvert. Vatnahestar eru
þykkskinnungar og með stærstu
skepnum jarðar, þeirra er á landi
lifa. Þeir jeta eingöngu jurtafæðu,
aðallega vatriajurtir, en fara þó oft
á þurt land að nóttu til, til þess að
jeta ýmsar jurtir, sem þeim þykja
góðar, en vaxa á þurru, en mest
halda þeir sig i vatninu. Þeir eru
hitabeltisdýr.
Af fuglum þeim sem ræðarar nefn-
ast, (líka kallaðir mörgæsir), eru til
margar tegundir, og eru þær stærstu
svo stórar að þær ná fullorðnum
manni í mjöðm, er þær standa upp-
rjettar. Þær geta ekki flogið, þvi
þær hafa bægsli í stað vængja. En
þær synda með geysilegum hraða og
nota til þess bægslin. Margar tegund-
ir þeirra synda aldrei á yfirborði
sjávar, eins og sundfuglar gera
vanalega, heldur synda altaf i kafi,
en þeytast upp úr vatninu eins og
höfrungar, til þess að anda, og stinga
sjer þegar á kaf aftur.
Ræðarar eiga eingöngu heima á
suðurhveli jarðar og flestar tegundir
þeirra svo sunnarlega, að ekki er
heitara þar, en hjer á íslandi. Það
er þvi engin vafi á, að ýmsar þeirra
gætu lifað hjer við land. Væri gam-
an að fá nokkra fugla af stærstu teg-
undunum hingað, i stað geirfuglsins,
sem útrýmt var hjer.
Nokkrir ræðarar voru fiuttir lil
Noregs, og slept þar á tveimur stöð-
um. En þeir tvístruðust, og verptu
aldrei. Nú eru Norðmenn að gera
aðra tilraun til þess að gera ræðara
að innlendum fuglum.
Ræðararnir eru ekki skyldir geir-
fuglinum, þó þeir sjeu líkir honiim
útlits. Geirfuglinn var náskyldur
svartfuglinum, en var með syo litla
vængi að haiin gat ekki flogið, frek-
ar en ræðari. Hann átti heima i norð
anverðu Atlantsliafi, bæði að austan
og vestan. Síðasti geirfuglinn var
drepinn hjer við Reykjanes árið
1844.
Grænlenska rjúpan var flutt til
Færeyja á öldinni sem leið og er
slæðingur af rjúpum þar á fjöllunum
á nokkrum eyjum. Norski fjallahjer-
inn liefur líka verið fluttur til Fær-
eyja og þrifist þar vel. Mikið hefur
verið rætt um að flytja grænlenska
snæhjera hingað til lands, og er eng-
inn vafi á því, að þeir mundu þrífast
hjer vel.
Nýtt spendýr hefir óvænt hæst við
dýraríki íslands, en það er kanínan.
Dálitil kanínurækt er hjer og þar og
liefur lagst út á nokkrum stöðuiri
á landinu, og sumstaðar fjölgað
töluvert. Þær grafa sjer holur í jörð-
ina, og halda sig aðallega i þeim á
daginn, en leita sjer fæðu á nótlinni,
sem aðallega er gras. Einn af þess-
um stöðum, sem viltar kanínur eru
á, er i nánd við Reykjavik. Geta iná
að hjerarnir grafa sjer ekki holur.
Hver er maðurinn?
Gtvarpsstöðvar í Bandaríkjunum
hafa sumar til siðs, að láta ókunna
menn úr öllum stjettum tala nokkur
orð í útvarpið.
Einkennilegur maður var látinn
tala í útvarp þar um daginn. Út-
varpsþulurinn kynti hann útvarps-
áheyrendum með þessum orðum:
„Seinni hluta dags hinn 25. júní
1931 tók lögreglan í Jackson í Missi-
sippiríkinu vel búinn mann, er
hnigið hafði niður á gölunni þar, af
lumgri og máttleysi, og fór með hann
á spítala. Maður þessi hafði mist
minnið og vissi ekkert hvar hann
var, eða hvaðan hann kom. Þessi
ókunni maður, eða herra X eins og
sumir kalla hann, stendur nú hjerna
við liliðina á mjer“.
Síðan byrjaði ókunni maðurinn að
tala, og mjög hikandi í fyrstu.
„Jeg á heima núna á Missisippi-
sjúkrahúsinu í Jackson", sagði hann.
„Læknarnir segja að jeg muni vera
70 ára gamall. Jeg er sköllóttur og
þau höfuðhár mín, sem eftir eru
eru orðin hvít. Jeg er 5 fet og 7
þumlungar á hæð, og 130 pund á
þyngd. Læknirinn minn segir að ég
muni hafa verið vel mentaður mað-
ur, og jeg er viss um að jeg var
einu sinni vel að mjer í fjármálum.
Jeg þekki sjaldgæfar jurtir, og get
nefnt liin latnesku nöfn þeirra. Jeg
er líka vel að mjer í erfiðum spila-
reglum t. d. bridge.
Mjer hefur smátt og smátt tekist
að muna eftir ýmsum stöðum, sem
jeg hef komið á. Best man jeg eftir
Pensacola i Florida. Jeg man eftir
manni þar, sem fór með mjer i
Osceola-klúbbinn. Læknarnir hafa
komist að þeiri niðurstöðu, að það
muni vera um 30 ár síðan. Jeg man
vel eftir, að jeg sat einusinni og
spilaði við vini mína, lyfjafræðing
og konu hans“.
Þegar lijer var komið, koin kökk-
ur í hálsinn á manninum og lionum
lá við gráti. En svo hjelt hann áfram:
„Jeg er orðinn gamall maður nú.
Samt sem áður má jeg til að reyna
að komast að ])ví, hvort til er eitt-
hvert fólk mjer náið, hvort það er
á lífi einhver, sem mjer þykir vænt
um, einhverjir sem halda að jeg sje
dáinn. Jeg vil ekki deyja einn og
ókunnur“.
Herra X hefur í 8 ár starfað í
gróðrarhúsi spitalans. Ilann les mesl
ferðasögur og skáldsögur, sem gerð-
ar eru um sanna viðburði.
Eftir að hann talaði í útvarpið
fjekk útvarpsstjórnin yfir 100 brjef
frá mönnum, sem þóttust þekkjn
hann, en reynslan sýndi, að alt kom
fyrir ekki, og veit ennþá enginn
hver hann er.
Hreindýr er ekki upprunalega hjer
á landi, heldur voru þau flutt hing-
að seint á 18. öld frá Noregi. En þau
eru vilt í öllum nyrstu löndum norð-
urhvels.Fyrir nokkrum árum keyptu
Chilebúar nokkur hreindýr í Noregi
og fluttu til lands síns. En Chile er
eins og menn vita syðsta ríkið i
Suður-Ameríku, að vestanverðu, (og
þangað var Esja seld). Hreindýrun-
um átti að sleppa upp í Andesfjölliii.
Fyrir heimsstyrjöldina var nokkr-
um kengiirum slept í skóg einn >
Suður-Þýskalandi. Af því að all-
heitt er í Ástralíu þar sem þessi ein-
kennilegu dýr eiga heima, voru marg
ir, sem efuðust um að þær gætu lifað
i Þýskalandi. En svo fór þó að þær
þrifust þarna sæmilega og jókst
stofninn nokkuð, en síðar varð þó
að gefa þeim á vetrin, þegar snjór
huldi jörð, en snjólítið er þarna.
Ekki er kunnugt um hvort að stofn
þessi er lifandi enn, eða hvort hon-
um var iógað á stríðsárunum.
Rostungar voru hjer við land, þeg-
ar fornmenn komu hingað, en þeim
var fljótt útrýmt. Fæða þeirra er að
mestu leyti skeltegund, sem er hjer
á 10—100 stika dýpi, og heldur sig
þar sem leirbotn er. Hún er alveg
ofan í leirnum, og kemur ekki að
neinu haldi nú, er ekki fæða neins
nytjafisks. Ekki þarf að efa að rost-
ungar gætu lifað hjer góðu lifi, el'
þeir væru fluttir hingað. Það er
hægt að ná þeim á Austur-Grænlandi.
Fyrsta tilraun til að flytja inn
hjer sauðnaut mistókst svo sem
kunnugt er. Enginn vafi er ])ó á, að
sauðnaut geta lifað hjer. Norðmenn
fluttu dálítinn lióp af sauðnauta-
kálfum til Noregs, og sleptu þeim
upp í Dofrafjöll. Hefur þeim þar
fjölgað nokkuð, og er þar orðinn á-
litlegur hópur. Öðrum flokk af sauð-
nautakálfum hafa þeir slept á Sval-
barða, en sauðnaut voru ])ar ekki
fyrir frekar en í Noregi. Virðist sá
hópur einnig nokkuð fara fjölgandi.
ISMET INONU
eftirmaður Mustafa Kemals á veld-
isstóli Tyrkja sjest hjer á myndinni.
Hann var nánasti samverkamaður
Kemals um endurreisn Tyrkjaveldis.
Tveir karlar hittust á götunni
og fóru að tala saman. Annar spyr:
— Hvort varst það þú eða liann
bróðir þinn, sem dó í sumar?
Hinn svarar: — Það hlýtur ,ð
hafa verið jeg, þvi að hróðir minn
lifir. Jeg sá harin seinast í gær.