Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.03.1939, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 Hiurra^krakkíl Nýjar bækur. iini samgöngur á Islandi (Transpori in lceland), hvorttveggja ágætir bæklingar, en ]ió einkuin hinn síö- ari, sem saminn er með aðstoð ým- issa hinna færustu manna hjer og dregur saman á einn stað mikið efni, seni annars er ekki að finna nema á tvístringi. Er þetta þannig hin gagnlegasta handbók einnig fyr- ir íslendinga. Þessi siðari útgáfa af „Arfleifð íslands“ er allmjög aukin frá fyrri útgáfunni og sömuleiðis eru upþ- drættir nú bæði fleiri og betri. Eins og öllum er kunnugt, heldur höfundurinn fram þeirri kenningu, að íslenska þjóðin sje til þess kjör- in af guðlegri forsjón að inna af hendi mikilsvert hlutverk í þágu mannkynsins, en því aðeins geti þetta guðdóniiega áform fullkomn- ast, að þjóðin læri að þekkja sinn vitjunartíma, láti það ekki nægja, að játa Jesúm Krist með vörunum, heldur lifi lífi sinu eftir þeirri fyr- irmynd, sem hann var sjálfur. Eins og hver maður getur sjeð, er þetta i rauninni alveg sama kenningin og dr. Helgi Pjeturss liefir flutt um langt skeið, en það l'yrsta sem Rut- herford vissi um dr. Helga var það, að dr. Helgi liafði ritað um bók hans hjer úti á íslandi, eftir að dr. Jón biskup Helgason hafði gefið honum eintak af lienni. Hjer er þvi hvorugur annars lærisveinn. Bók þessi er nú alveg nýlega kom- in út í prýðilegri íslenskri þýðingu, sem er alveg samhljóða nýju útgáf- unni ensku. En samt er líklegt, að ýmsir vilji lesa hana á frummálinu. Hvað sem líður kenningu Rut- herfords, þá er það tvent hafið yfir allan efa, að hann er maður stór- Iærður og hámentaður, og að hann liefir tekið merkilegu ástfóstri við Island. Ef trúa má frásögnum hinna merkustu íslendinga, sem kynst hafa starfi lians í okkar þágu á Englandi, þá verður aðeins eitt orð með rjettu um það haft: að það sje dæmalausl. Hann er nú að sögn væntanlegur hingað til lands í vor, og þá liefir íslensk gestrisni verið oflofuð, ef ekki gerir þá hver íslendingur liað, sem honuni er unt til þess, að heimsóknin megi verða Rutherford til ánægju. (Sjá augl. bls. 1(5). Eftir að stórveldin hafa viðurkent stjórn Franco á Spáni er hann orö- inn æðsti maður landsins. Myndin hjer að ofaii er af konu hans, frú Garmen Franco. 40 klukkustundir fyrir einn leik. Áður en farið var að nota klukku við skákkepni, mátti hver taflmað- ur vera eins lengi að leika og hon- um sýndist. Við alþjóðakepni 1857 er sagt að einn keppenda hafi þurll 40 tíma til að leika einn leik. Leikfjelag REykjauíkur: Fyrir þá sem ókunnugir eru leikn- um er vert að minnast á efni lians í örfáum dráttum. Það er ekki svo ýkjamikið. Styrkur leikritsins ligg- ur ekki í efni þess heldur í hinu, hve meistaralega er með það farið af höfundanna hálfu, og i höndum góðs leikstjóra og leikara verður ótrúlega mikið úr því. Aðalpersóna leiksins er ungur prófessor, sem verður fyrir því happi eða óhappi að eignast erf- ingja — en það vill nú svo kynlega til að erfinginn reynist að vera á aldur við prófessorinn. Lausnin á þessari ráðgátu er fyrst gefin í lok leiksins. Auk prófessorsins og erfingjans konia fr'am í leiknum kona pró- fessorsins og tengdaforeldrar, og vildarvinur hans, málafærslumaður, sem bjargar honum út úr þeim ó- göngum, sem samfara eru barns- faðerninu. Indriði Waage hefir haft stjórn leiksins á liendi og leikur prófessor- inn. Har. Á. Sigurðsson leikur erf- ingjann. Kona prófessorsins er leik- in af Regínu Þórðardóttur, en tengdaforeldrar af Friðfinni Guð- jónssyni og Mörtu Indriðadóttur, en vininn leikur Brynjólfur Jó- hannesson. Sigrún Magnúsdóttir leik tir kvenrithöfund og tvö minni hlut- verk Hanna Friðfinnsdóttir og Jón Aðils. — í „Húrra krakki“ er góður leikari í hverju hlutverki, enda gerir leikurínn mikla „lukku.“ Trúðurinn gleypti rakvjelarblöð. Þektur danskur trúður, sem heitir Louis Brinkford og kunnur er fyrir að svelgja í sig rakblöð, varð fyrir óhappi um daginn. Hann særðist á jiví að gleypa eitt af blöðunum á einni sýningunni. Og það gekk ekki vel. Því að það hafði ekki verið meining lians að gleypa blaðið. Það var beitt eins og rakhnífur. Nokkrar sekúndur stóð hann hreyf ingarlaus í fullkpminni óvissu um livort hann hefði gleypt blaðið eða ekki. Þá stóð liann á höfði, og með mestii harmkvælum náði hann blað- inti. En ráðið til þess var fólgið í því að gleypa röð af rakvjeiablöðum, er bundin voru saman og draga síðan all uþp úr sjer. En á eftir varð að leggja hann inn ásjúkraliús. Bækur Rutherfords um ísland. Fyrir tveim árum, þegar út kom bók Adams Rutherfords lceland’s Great Inheritance, var hennar getið að nokkru hjer í blaðinu. Síðan hefir bókin verið seld hjer allmikið, en þó án efa miklti nieira erlendis, bæði á frunnnálinu (ensku), en líka einnig í þýðingum. Það er því efa- lausl mál, að hún er búin að bera nafn íslands viða út um heiminn. Einnig hafa komið út eftir þenna sama ágæta mann tvö önnur rit á ensku um ísland: ágrip af sögu þjóðarinnar (Origin and Develop- inent of ihe Icelandic Nation), og Það var liarla glatt á hjalla í Iðnó á sunnudagskvöldið, þegar Leikfje- lag Reykjavíkur sýndi í fyrsta skift- ið á þessum vetri hinn fræga gam- anleik „Húrra krakki“. Húsið, sem var fult, ómaði af hlátri allan líiii- ann, sem sýningin stóð yl'ir, og mun óhætt að fullyrða að sjaldan hafi Ieikhúsgestir haft skemtilegra kvöld í Iðnó en þá. „Húrra krakki“ var leikið hjer fyrir átta árum við gífurlega að- sókn og mikla hrifningu. í þvi leik- riti kom það fyrst verulega i ljós hvílíkur afburða gamanleikari Har- aldur Á. Sigurðsson er. Haiin ljek þá sem nú eitt aðalhlutverkið, sem mun vera ógleymanlegt öllum er sáu þáð. Leikurinn er eftir Þjóð- Brynjólfur Jóhannesson og Sigrún Magnúsdóttir. verjana Arnold og Bach, er samið hafa marga ágæta gamanleiki, er farið hafa sigurför víða um heim. Hafa sumir þeirra aðrir en „Húrra krakki“ verið leiknir lijer á landi, þar á meðal hinn vinsæli leikur „Spanskflugan.“ Emil Thoroddsen hefir þýll leik- inn og heimfært hann undir ís- lenska staðhætti, og gerl hann með því móti miklu aðgengilegri fyrir leikhúsgestina lijer. Allar persónur leiksins liafa íslensk nöfn. Sömu- leiðis eru staðanöfnin íslensk. Upp á síðkastið hefir mikið verið skrifað i blöðin, bæði „Fálkann“ og önnur um páfakjörið, sem er iýaf- staðið. Á efri myndinni sjes ofninn frægi í sixtínsku kapellunni, sem gefur heiminum fyrstu vitneskju um páfakjörið. Kardínálarnir brenna at- kvæðaseðlunum að lokinni hverri atkvæðagreiðslu og þegar nýr páfi hefir verið löglega kosinn er votu;r hálmui- setur saman við seðlana og verður reykurinn sem upp stigur hvítleitur. Sjc reykurinn aftur á móti dökkur þýðir það, að enginn hefir fengið löglega kosningu. Á neðri myndinni sjest hópur ítalskra bændadætra fyrir framan vatikanið, sem komið hafa lil Róm í tilefni af páfakjörinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.