Fálkinn


Fálkinn - 17.03.1939, Page 12

Fálkinn - 17.03.1939, Page 12
12 F Á L K I N N WYNDHAM MARTYN: 34 Manndrápseyjan. XXII. kapítuli. Frú Hydon Cleeve gekk inn í billiardsal- inn og bað hina að koma með sjer. Anthony Trent, sem kom síðastnr, læsti hurðinni á eftir sjer og sneri sjer að fólkinu. Elmore liafði lielsl ekki viljað koma inn og leit ó- lundarlega kringum sig. . „Hvaða rjett hafið þjer til að loka mig inni?“ hrópaði hann. Trenl leit kuldalega til hans. „Rjett liins sterkari.“ Erissa stóð upp. Hún var föl. „Gerið svo vel að hleypa mjer út,“ sagði hún. Hún sneri sjer að Cleeve. „Jeg verð að tala við þig undir fjögur augu.“ Cleeve leit forviða á þau á víxl. Hann liafði blint traust á Anthony Trent, en ef i harðbakka slæi milli Trents og Erissu, tæki hann svari bennar, og yrði á móti honum. „Jeg gel því miður ekki leyft yður að fara, ungfrú Athee,“ sagði Trent alvarlega. ,.Jeg hefi margt við yður að tala.“ „En hún þarf að tala við mig i einrúmi,“ tók Cleeve fram í. „Þetta er ósvífið gerræði,“ öskraði El- more, „eruð jijer sá hundur að leyfa yður Jjetta?" „Þegi þjer!“ sagði Trent hvast, „og setj- ist þjer!“ Elmore settis tautandi og Trent sneri sjer aftur að Erissu. „Það sem jeg þarf að segja yður er nauðsynlegt. Það er eitthvað dularfult hjer í húsinu, sem varð- ar okkur öll, og sum okkar hafa verið í lífshættu. Við verðum að gera það sem við getum til þess að fá ráðningu á því.“ „Hvar er mr. Ahtee?“ spurði Elmore. „Já, lwar er faðir minn?“ Erissa varð liræddari og hræddari. „Mr. Ahtee er forfallaður og getur ekki verið viðstaddur um sinn,“ sagði Trent. „Þið vilið öll að Tilly Maims var drepin af því að morðinginn viltist á henni og frú Cleeve. Frú Cleeve mun segja yður, að fyr- ir nokkrum vikum var henni sýnt bana- tilræði." Hann leit til gömlu konunnar. „Viljið j)jer gera svo vel og segja okkur, með hvaða atburðum það varð.“ Þegar frú Hydon Cleeve hafði lokið máli sínu hjelt Trent áfram. „Þegar jeg liafði gengið úr skugga um, að setið var um líí frú Cleeve, gerði jeg það sem jeg gal til að verja hana, og samt var það hending ein, að hún var ekki drepin i herbergi sínu í fyrrinótt. t nótt fór jeg í föt af henni og fór ofan í garðinn og |)ar rjeðst á mig grímuklæddur maður og jeg slapp undan með naumindum. Hann misti skó og nú hefi jeg fundið samstæðuna að j>eim skó. Ungfrú Ahtee, hversvegna sögðuð J>jer ósatt um skóinn? Þjer vissuð vel að faðir yðar átti hann.“ „Jeg veit ekki hvað Jyjer eigið við,“ sagði unga stúlkan. Cleeve horfði á þau á víxl. „Hversvegna skyldi Erissa hafa logið?“ spurði hann. „Hefði hún sagt satt, hefði það sannað, að faðir hennar var morðingi.“ „Lofið mr. Ahtee að verja sig,“ hróp- aði Elmore. „Þjer voruð svo hávær um rjettlæti, Jjegar Maims átti í lilut.“ „Maims var saklaus og skaðlaus. En Ahtee er sekur og auk þess kænn og afar bættulegur maður. Af einhverri ástæðu hef- ir liann talið ykkur öllum trú um, að Jaf- fry Fratton hafi einu sinni átt heima hjer í eyjunni. En þessi Fratton hefir aldrei ver- ið til. Jeg hefi orð merkustu fræðimanna fyrir þvi. Það er ómögulegt að andar sjó- ræningja sjeu á sveimi hjer, því að sjóræn- ingjar hafa aldrei verið bjer. Hann laug þessu öllu til J>ess að gera ykkur veikluð og hrædd, og til J>ess að skýra morðin, sem hann hafði áformað." Það var skelfing i augum Cleeve J>egar bann leit til Erissu. „Segðu honum að J>etta geti ekki verið satt,“ sagði hann biðj- andi. Hún gróf andlitið i höndum sjer. „Jeg veit ekkert,“ brópaði hún. „Jeg er hrædd við liann.“ „En J>að var skórinn hans, var ekki svo? spurði Trent. „Jú.“ „Þjer vitið vísl að hann drap Jaster?“. . „Nei, nei,“ hrópaði liún, „jeg veit ekkert. Jeg hlusta ekki á liann Jægar hann talar. Jeg er bara brædd við bann og hótanir hans..“ „Veslingurinn,“ sagði Cleeve, „en hvers- vegna erlu hrædd?“ „Jeg get ekki sagt J>að,“ kjökraði bún. „Vissuð þjer að Jeffry Fratton var upp- login persóna?“ spurði Trent. „Nei, jeg hefi altaf trúað þessari hræði- legu sögu. Jeg hefi oft ekki getað sofið bara út af henni.“ „Vitið þjer hversvegna liann hatar frú Cleeve ?“ „Nei,“ svaraði hún. „En J>jer vitið að liann hatar hana?“ Hún kinkaði kolli. „En hversvegna, barnið mitt?“ tók frú Cleeve fram í. „Jeg hefi aldrei sjeð hann fyr en í sumar. Er hann brjálaður?“ „Mamma sagði það altaf. Þessvegna slrauk hún og tók mig með sjer. Við fluttum í sífellu úr einum stað í annan. Við vorum í Belgíu og Italíu J>angað til hún dó. Við hittum hann einn dag í Sorrent, og J>á tók hún víst eitur. ,Nú er það úti,‘ sagði hún við mig, ,nú flý jeg liann ekki oftar. ,Svo fórum við heim í litlu matsöluna sem við dvöldum í og J>egar hann kom J>angað var hún dáin. Jeg var bara lólf ára J>á og hann sendi mig til Lausanne." „Hversvegna hafði hann yður með sjer hingað?“ spurði Trent. „Það segi jeg ekki,“ hrópaði hún æst. „Spyrj’ð mig ekki. Er J>að ekki nóg að lifi mínu skuli hafa verið gerspilt?“ Hún kipti að sjer hendinni, sem Cleeve hafði haldið i. „Þú getur ekki skilið,“ rödd- in var æst og orðin voru með greinilegum útlenskublæ í framburði. „Það er úti,“ eins og móðir mín sagði. Jeg fæ aldrei að sjá þið framar. Jeg verð send í fangelsi með honum.“ „Kæra, ungfrú,“ sagði Trent, „það er einmitt það, sem við viljum afstýra. Ef þjer viljið aðeins lijálpa okkur, þá verður yður ekkert mein gert.“ „Ef jeg bara þyrði það,“ svaraði hún og leit kringum sig, eins og hún byggist við að Ahtee kæmi inn. „Hann er hundinn og keflaður uppi í klæðaskápnum sínum,“ sagði Trent. „Það er jeg sem segi fyrir verkum lijer nú.“ „Með hvaða rjetti ?“ spurði Elmore. „Jeg hefi J>egar svarað þeirri spurningu.“ „Haltu þjer saman, Hugh.“ Cleeve leit gramur lil kunningja síns. „En livað viljið J>jer að Erissa geri?“ spurði hann Trent. „Varast að liafa nokkurt samband við Ahtee. Hann er i hættulegu skapi núna. En jeg sting upp á, að við hin yfirheyrum liann og læsum liann svo inni aftur.“ „Og hver á að gæta lians í allan vetur?1 spurði Elmore.. „Jeg er ekki kominn hingað til J>ess að vera fangavörður.“ „Þjer voruð fúsari til þeirrar iðju þegar um garminn hann Maims var að ræða. Annárs verðum við ekki hjerna í allan vet- ur. Þið hjelduð að það væri ógerningur fyrir mig að komast í land hjerna, og nú haldið þið ómögulegt að komast i burt hjeðan. Jeg lilakka til að sýna ykkur, að ykkur skjátlast í annað sinn. En nú langar mig til að fá að tala einn við Erissu í nokkr- ar mínútur." Þegar hann var orðinn einn með stúlk- unni spurði hann: „Vitið þjer livað hann faðir yðar lieitir rjettu nafni?“ „Hann hefir svo mörg nöfn. í hverju landi sem við komum í tekur hann upp nýtt nafn og nýjar lygar.“ „Hefir hann önnur vopn en þetta hjer í húsinu?“ Hann tók upp skammbyssuna. „Nei. Hvernig náðuð þjer í hana?“ Hún varð forviða. ,,Jeg beilli brögðum. Er faðir yðar Eng- lendingui'?“ „Nei, liann er Ameríkumaður. En hatar þjóð sína af því að hann var leikinn liarl í æsku. í Smyrna var hann talinn fransk- ur, því að hann talar málið eins og inn- fæddur maður.“ Augu hennar leiftruðu. „En það er eilt sem hann ekki veit.“ „Hvað er það?“ „Leyndarmál, sem móðir mín trúði mjer fyrir. En látið hann ekki fá að vita, að jeg hafi talað um hann. Sú grimd er ekki til, sem liann væri ekki reiðubúinn að sýna.“ „Er það þessvegna sem hann hefir skip- að yður að dufla við Cleeve J>angað til liann væri orðinn logandi af ást til yðar, og snúa svo við honum bakinu?“ „Hvernig vitið J>jer J>að?“ „Þjer megið ekki gleyma að það var jeg, sem sameinaði ykkur aftur. Varð liann reiður þegar þjer sættust við Cleeve á ný?“ „Hann veit ekkert um það. Hann mundi aldrei fyrirgefa það. Ef J>jer hafið í raun og veru bundið bann, þá kvelur hann yður til bana í liefndarskyni.“ „Það hafa ýmsir reynl áður. En segið þjer mjer: Hvaðan úr Bandaríkjunum er hann?“ „Hjeðan. Hann þekli þessa eyju þegar hann var strjikur og sigldi oft hjerna i kring.“ „Hvernig hefir hann eignast peningana sína?“ „Sumt hefir hann grætt í spilum. Og í Englandi kvæntist liann gamalli stórauð- ugri konu, sem dó og ljet honum eftir alt sem hún átti.“

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.