Fálkinn - 24.03.1939, Qupperneq 2
2
F Á L K I N N
P ' " " ' .. ■■ ^
Ljósmyndastofa
Vigfúsar Sigurgeirssonar
Bankastræti 10. Sími 2216.
Vinsælustu myndirnar eru nú teknar á
ljósmyndastofu vorri.
Fullkomin áhöld og fagleg þekking.
Nýtísku Ijósaútbúnaður.
Reynið sjálf, með því að láta mynda yður
hjá okkur.
Vigfús Sigurgeirsson
ljósmyndari.
i i i i ...
GAMLA BlÓ.
Ný kvikmynd frá Gloria fjelaginu
verður bráðurn sýnd i Gamla Bíó.
Heitir hún: Sjómaður í lunclgöngu-
legfi, og er hún eins og nafnið gef-
ur bendingu um gamanmynd. Höfuð-
hlutverkið, Axel Nord fyrsti stýri-
inaður, er leikið af þýska gaman-
leikaranum Adolf Jahr, sem notið
hefur hvarvetna mikillar hylli á
„hvíta ljereftinu“ á síðari árum.
— Skipafjelagið „Transocean“
missir viðskiftavini sína einn af öðr-
um eftir að „Fragt-forbundet“ hef-
ur verið stofnað og það leikur meira
að segja grunur á að hið síðar-
nefnda fjelag hafi mútað sumum
ráðamönnum Transocean til að
koma þvi á knje.
Forstjóri Transocean grunar að
það sje Bergmann skipamiðlari, sem
öðrum fremur eigi sökina á þessu,
en hann hefur verið rekinn frá
störfum af honum vegna óreiðu.
Bergmann er að öðru leyti ógeðs-
legur náungi og skrifstofustúlkurn-
ar liafa engan frið fyrir honum.
Þar á meðal Ingrid Bille, systur-
dóttir Rundliolms skipstjóra á Trans-
ocean skipinu „Colombo“. En
Rundholm hefur sannanir fyrir því
að verið sje að grafa undan fjelag-
inu.
„Colombo" kemur í höfn, en
skipstjórinn getur ekki farið í land
vegna gigtar. Skipstjórinn er hrædd-
ur um að Holmen 2. stýrimaður
standi í sambandi við bófann Berg-
man í því að grafa undan Trans-
ocean.
Upplýsingarnar sendir skipstjór-
inn í innsigluðu brjefi með 1.
stýrimanni Nord til skrifstofu Trans-
ocean, en til þess að Holmén gruni
síður að hann hafi hann grunaðan
biður skipstjórinn Holmén að hafa
gát á Nord, sem hann treysti ekki
allskostar.
— — Og nú fylgjum við- sjómann-
inum í landgönguleyfi hans. Margt
mótdrægt fær Nord að reyna, þeg-
ar hann kernur í land.
Elskan hans, hún Greta, hefur
gifst öðrum meðan hann var á sjón-
um — en þá er Áróra ef Greta
bregst. Hann er nærgöngull við
Ingrid Bille, sem hann veit ekki að
er systurdóttir skipstjorans — og
Bergman skipamiðlara slær hann
niður, þegar honum finst hann vera
dónalegur við Ingrid.
Bergmann kærir þenna glaða,
syngjandi sjómann fyrir lögreglunni
og hún grípur liann einmitt á þeirri
slundinni, sem hann er að ákveða
slefnumót með Ingrid á „Voninni“
þá um kvöldið.
Nord er slept út eftir fáa klukku-
tíma og um kvöldið finnast þau
Ingrid á kaffiliúsinu. — Holmén,
sem altaf er á hælunum á honum
kemur þangað með nokkra slags-
málamenn með sjer. Gera þeir aðsúg
að Nord. Eh liann tekur mannlega
á móti og slær þá alla niður.
En í sama bili og slagnum er lok-
ið kemur stúlka inn á „Vonina“,
sem kallar hann elsku vininn sinn,
en það hefur þær afleiðingar að
Ingrid rýkur á dyr.
Landgönguleyfinu er lokið að
þessu sinni og Nord fer um borð.
Og nú er eftir að vita hvernig fer
með þau Nord og Ingrid.
Lok myndarinnar svarar því.
Myndin er ljett og fjörug og kem-
ur áhorfendunum áreiðanlega i gott
skap.
Hans (2 ára): — Pabbi, úrið sein
hann Villi gaf mjer á jólunum, vill
ekki ganga.
Pabbi: — Það var merkilegt, að
það skuli ekki endast lengur. Það
kostaði sand af peningum.
Hans: — Já, og þó setti jeg hvert
einasta hjól á sama stað og áður.
Nýjar bækur.
Fálkanum hafa borist nýlega tveir
merkilegir bæklingar. Annar er eftir
Árna G. Eylands: Um aukna karl-
öflurækt en hinn er eftir Ólaf Jóns-
son: lielgjurtir. Báðir eru þeir Ey-
lands og Ólafur löngu þjóðkunnir
menn fyrir áhuga sinn og dugnað
á sviði ræktunarmálanna, og allir
þeir, sem áhuga hafa fyrir þeim
málum eiga að lesa bæklinga þeirra.
í þeim eru margar merkilegar leið-
beiningar i garð- og jarðrækt, sem
koma í góðar þarfir áður en vor-
yrkjurnar byrja.
Trúin á islenska mold þarf að
aukast, og þjóðin verður aldrei um
of hvött til þess að sýna henni rækt.
Þeir Eylands og Ólafur hafa nú um
margra ára skeið verið forystumenn
í því að efla þessa trú meðal lands-
ins barna, bæði í ræðu og riti, og
hafa þeir hlotið verðskuldaðar þakk-
ir fyrir, sem vaxið hafa frá ári til
árs. Blaðið vill brýna fyrir sem
flestum að lesa þessa bæklinga, og
öllum sem við ræktun fást eru þeir
nauðsynlegir.
PÁSKARÆÐA.
Eftir Pál Sigurðsson.
Snæbjörn Jónsson bóksali liefir
fyrir skömmu gefið út hina frægu
páskaræðu síra Páls Sigurðssonar,
síðast prests að Gaulverjabæ. Þessi
ræða olli miklum deilum á sínum
tíma, þar sem hún þótti brjóta all-
mikið í bág við ráðandi kirkju-
kenningar. Þó að liðnir sjeu margir
áratugir siðan hún var flutt og
margt hafi breyst, þá talar hún enn
til lesandans. Sannleiksást prjedik-
arans, karlmannlegur þróttur og frá-
bær mælska einkenna hana.
Svo áhrifarík varð ræðan að af
mörgum liefir hún verið talin valda
straumhvörfum í íslenskri guðfræði.
Það var þarft verk að gefa þessa
frægu prjedikun út, þegar litið er til
þess að áður liefir hún ekki verið
í höndum nema þeirra sárfáu, sem
eiga prjedikanasafn síra Páls.
Framan við ræðuna er forspjall
um síra Pál eftir útgefandann, gef-
ur það góðar og glöggar upplýsingar
um hinn mæta mann, er kallaður
var hjeðan um hádegi æfi sinnar.
Snæbjörn Jónsson á mestu þakkir
skildar fyrir útgáfu ræðunnar. Hann
hefir sýnt það nú sem fyr, að hann
gefur það eitt út, sem er svo ágætt,
að það á skilið að lifa lengi og ná
til sem flestra. Fáir bókavinir hjer í
bæ munu lialda svo páskana að þeir
eignist ekki ræðuna og lesi sjer til
uppbyggingar, ánægju og sálubóta.
Skiðakvikmyndir.
Skíðadeild í. R. hefir fengið hing-
að sænskar skiðakenslufilmur, sem
verða sýndar í Nýja Bíó 27. og 28.
mars kl. 7 e. h.
Myndirnar eru þrjár:
I. „Den moderne skidskolan“.
Lautnant Siggi Bergmann sýnir
þar það nýjasta í skíðaleikni, en
hann er talinn einn af þeim sem
náð hefir mestri fullkomnun á þvi
sviði á Norðurlöndum. Myndin er
tekin við „Skidframjandets“ skíða-
skóla i Storlien og Riksgransen.
II. „Rationell skidtriining“.
Kapteinn Olle Bimfoi’s sýnir hjer
ýmsar þjálfunaræfingar fyrir skíða-
göngu, er þar margt að læra fyrir
skíðafólk.
III. „Hur man bygger en snöbivack“
(Igloo).
Mjög skemtileg og fræðandi mynd.
Hr. Georg Tuvfeson skiðakenn-
ari flytur stutt, fræðandi erindi fyr-
ir sýningarnar og útskýrir mynd-
irnar um leið og þær eru sýndar.
Myndirnar verða sendar út þ.
30. þ. m. og er því þetta eina tæki-
færið til að sjá þær.
Það má búast við fjölmenni á
þessar sýningar í. R.
Skírteini fyrir báðar sýningarnar
kosta kr. 3.00 og fást í Stálhúsgögn,
Laugaveg 11 og hjá Árna B. Björns-
syni, Lækjargötu 2.
— Er læknirinn, sem þú ætlar að
giftast ríkur?
— Auðvitað. Heldurðu að jeg sje
að gifta mig vegna heilsunnar?
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Bitstjórar:
Skúli Skúlason.
Sigurjón Guðjónsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltestcd
A ð alskrifs tofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán.,
kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millim.
Erlendis 24 kr.
HERBERTSprcn/.
Skraððaraþankar.
íslendingar eru farnir að tala um
bætiefni og þessháttar og læknarnir
telja þjóðina í hættu stadda, ef hún
fái ekki appelsínur og útlent græn-
meti að jeta. Aumingja forfeðurnir,
sem urðu að fara á mis við þetta
.góðgæti og fengu ekki einu sinni
rúgmjel nema af skornum skamti!
Ileilsufræðingarnir liafa komist
að þeirri niðurstöðu, að hverri þjóð
sje hollast að leggja það sjer til
munns, sem vaxið er upp úr mold
hennar sjálfrar. Þeir telja meira að
segja, að manninum sje hollast að
klæðast þeim efnum, sem unnin eru
í landinu sjálfu. En þar fyrir er
eigi sagt, að hægt sje að fá ýms
nytsöm og jafnvel ómissandi efni
úr útlendri fæðu.
En áður en krafist er útlendra
matvæla verður annað að liafa verið
framkvæmt. Sem sje rannsókn á þvi,
hvaða efni eru í íslensku fæðunni
og hvaða efni má fá úr henni, með
því að nota hana skynsamlegar en
gert er nú. Og svo innlend fram-
leiðsla aukin af þeim heilsusamlegu
fæðutegundum, sein við höfum of
lítið af, en læknarnir telja ómiss-
andi. Slik rannsókn þarf að fram-
kvæmast fyrst og fremst.
íslenskar húsmæður liafa yfirleitl
ekki fræðilegri mentun i matreiðslu
fyrir að fara. Ilúsmóðurstarfið er
orðið eitt af þeim fáu störfum í
þjóðfjélaginu, sem menn geta vaðið
inn í „með skítuga skóna“ — án
þess að kunna nokkuð til þess. Menn
verða að fara á námskeið til þess að
fá að hirða um vjel i mótorbát, en
maður þarf ekkert námskeið til þess
að laka að sjer að fæða heimilið
og ala upp börnin. Og þó er það
húsmóðirin sem gegnir vandasamasta
starfinu í mannfjelaginu.
Danir hafa nýlega veitt stórfje ti!
þess að rannsaka mataræði fólks í
sveitum og kaupstöðum i Danmörku,
og það vill svo einkennilega til, að
það er íslendingur, sem hefir verið
settur yfir þessar rannsóknir. Þetta
gæti orðið okkur áminning um, að
það sje máske ekki allskostar rjett,
að lúra ennþá á eyrað og láta alt
dankast eins og það hefir gert i
þúsund ár. Og af því að nú eru
krepputímar þá má njinna á, að
þetta er í hæsta máta fjárhagslegt
atriði. Það veit enginn hve mikið
fje fer forgörðum fyrir óviturlega
notkun þeirra matvæla, sem fólk
hefir yfir að ráða, og það veit eng-
inn hve mikið líftjón og heilsutjón
þjóðin bakar sjer með óviturlegu
matarhæfi.