Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1939, Qupperneq 5

Fálkinn - 24.03.1939, Qupperneq 5
F ALK.I N N o Klanda saman í þessu i'relsisslríði sínu, en svo var ekki. Og sárt þótti honum að berjast gegn sinni eigin þjóð. iiauði fáninn var dreginn up]5 gegn hvítbláum fána Finnlands. Það var dálitlum vanda bundiö fyrir Mannerheim að koma á aga hjá sínum eigin mönnum til að oýrja með, og við einn hátt settan mann sagði hann þessi minnisstæðu orð i byrjun stríðsins: — „Við ættum að skilja það báðir sem gamlir hermenn, að i stríði geta komið fyrir skipanir, sem er erfitt fyrir fjöldann að sætta sig við, en nauðsyn er þó að hlýða“. Fyrsta takmark Mannerheims efl- ir að styrjöldin var skollin á, var að hrekja óvinina úr Austurbotnum til þess að hafa samband við Svíþjóð. Og þessu fyrsta takmarki náði hann á fáum dögum. Fjell talsvert af vopnum i hendur hans, sem kom i góðar þarfir. Þegar Mannerheim hafði tekið Austurbotna flýði finska stjórnin til Vasa frá Helsingfors, sem rauði her- inn hafði á valdi sínu, eins og alla stórbæi iandsins, og var Vasa síðan aðseturstaður stjórnarinnar þangað lil stríðinu var lokið. Mikill styrkur var Mannerheim að því, að allstór flokkur sænskra offis- era og óbreyttra liðsmanna komu sem sjálfboðaliðar yfir um til Finn- lands. Á striðsárunum, einkuni árin 1915 og 1910 höfðu allmargir Finnar farið til Þýskalands að tæra þar hermensku og börðust þeir með Þjóðverjum gegn Rússum á austur- vígstöðvunum. Þessir menn (jagai- bataljohen) kom heim nokkru eftir að stríðið var skollið á. Þessi flokk- ur var Mannerheim ómetaniegur styrkur i frelsisbaráttunni. Það voru Mannerheim megn von- brigði þegar allmikill hluti þjóðar- innar snerist til fylgis við rússnesku byltinguna. Fyrir honum var stríðið þjóðernislegt frelsisstríð. Þegar jágarbataljonen, sem áður er um getið, kom til Vasa um miðj- an febrúarmánuð fagnaði Manner- lieim löndum sínum með stuttri, snjallri ræðu: „Jeg býð yður velkomna heim til ættjarðarinnar. Þegar örlög föður- landsins virtust myrkust, trúðuð þið, ungu menn, á framtíð þess. Þið fórnuðuð heimili, hamingju, öllu, til þess að tryggja hinu óhamingju- sama landi voru betri framtið. Og leiðarstjarna yðar hefir ekki leitt yður á villigötur. Föðurlandið heils- at’, þar sem þjer eruð, sínum bestu sonum. Hinn ungi, uppvaxandi her Finnlands sjer í yður kennara og foringja. Nú bíður yðar mikið og virðulegt verkefni, að skapa uin endilangt Finnland, lier, sem getur frelsað Finnland, og gert það að stóru og voldugu riki.“ Mannerheim sendi siðan þessa menn víðsvegar út um Finnland tit að æfa og skipuleggja nýjar her- sveitir, því að ófriðurinn hafði, er hjer var komið, breiðst út um gjör- valt landið. Það átti svo að heita, að rússnesku setuliðssveitirnar hefðu verið kait- að’ar heim, en fjöldi Rússa varð þó eftir í landinu, og foringjarnir voru rússneskir, og einn þeirra, Svetjnikov ofursti, er varði Tammer- fors, var mjög snjall herforingi. Strax frá byrjun stríðsins mátti segja að Mannerheim veitti betur. Hann sendi herdeild (á ís) til Á- lands, sem sigraði rússnesku setu- liðssveitina, er þar var. Það hafði altaf verið markmið Mannerheims að vinna stríðið án erlendrar ílilutunar. En ibúarnir í suðvestur Finnlandi, sem urðu fyr- ir þungum búsifjum af hálfu bylt- ingarmanna, munu ekki hafa treyst á nálægan sigur Mannerheims, og sneru sjer þvi lil stjórnarinnar í Vasa, er siðan bað Þjóðverja um lijólp. Þýska stjórnin varð við hjálparbeiðninni og kom þýsk her- deild til Álands 3. mars og lenti hún nokkrum dögum seinna i Hangö, sem er bær á suðurströndinni milii Helsingfors og Ábo. — Tók sú hersveit síðan stöðvar byltingarhersins i Suður-Finnlandi eina af annari, á skömmum timu. Þar á meðal Helsingfors 14. apríl. En áður en hún tók bæinn hafði þýsk herflotadeild stökt rússneskum flota burt af höfninni, er legið hafði þar um skeið. Herdeildin tók Hetsingfors með mjög litlu blóðbaði. —í Hörðust urðu átökin i ötlu stríðinu fyrri part marsmánaðar i Mið-Finnlandi, og mátti þá ekki á milli sjá. Um miðjan mars settist Mannerheim um Tammerfors og urðu þar liinir grimmustu bardagar. Talið er, að orustan um Tammer- fors, er stóð óslitið i 23 daga, hafi verið hin blóðugasla í allri sögu Norðurlanda. Það var ekki fyr en 0. apríl að Mannerheim hjelt inn- reið sína i borgina. Við það tækifæri hjelt Manner- heim brennandi hvatningarræðu yf- ir hersveitum sínum, þar sem hann sagði m. a.: „Hungraðir og píndir bræður og systur í Suður-Finnlandi tengja allar sínar vonir við yður. En nokkru seinna tóku þýsku hersveitirnar það ómak af Manner- heim og her hans, að berjast i Suður-Finnlandi. Sjálfsagt hefði Mannerheim unn- ið alt landið án íhlutunar þeirra. en það hefði áreiðanlega sókst seint og haft slæmar afleiðingar fyrir þjóðina, ef striðsúrslitin hefðu dreg- ist verulega á langinn. Þegar Tammerfors var fallin var Viborg næsta mark Mannerheims, en hún var sterkasta vígi byltingar- hersins og ramlega víggirt af Rúss- um. Fjelli Viborg var striðið unnið, því að með falli hennar var aðal- samgönguæðin við Rússland skorín i sundur, en eftir þeirri æð voru fluttar í sífellu miklar birgðir vopna og vista ásamt fjölda hermanna. í umhverfi borgarinnar höfðu lengi staðið liarðir bardagar. Þar hafði finski herforinginn Aarne Sihvo áll mjög erfiða aðstöðu og átt við ofur- efli að etja fró byrjun striðsins. Mannerheim settist um Viborg 24. aprit, og þrem dögum siðar voru úrslitin auðsæ. Foringjarnir er stjórn uðu vörn borgarinnar Svetjnikov (sem varði Tammerfors) og Kulervo Manner, einræðisherra borgarinnar. flýðu til Pjetursborgar og þar með var Viborg raunverulega fallin. Mannerheim tók borgina með á- hlaupi 29. apríl. Fjellu þar G hundr- uð nianns, en 6 þúsund voru teknir til fanga. 1. maí ávarpaði Mannerheim her- sveitirnar á austurvígstöðvunum á stadion (leikvanginum) í Viborg með þessum orðum: — — — „aftur er Viborg orðin varnargarður vor mót austri, en ekki eins og áður í hluta af öðru ríki heldur í stóru, frjálsu, sjálf- stæðu Finnlandi. Með blóði þinu, hrausti her, liefir nú Finnland feng- ið rjettindi til jafns við aðrar þjóð- ir Evrópu. Djarfur á svip getur Finninn nú verið húsbóndi í sínu eigin ríki.“ Með töku Vibórgar var orustun- um lokið. Og nokkrum dögum seinna kom þingið saman í Helsingfors eftir að stjórnin var komin þangað frá Vasa. 10. maí hjelt Mannerheim inn- reið sína í borgina. Honum var fagn- að sem frelsishetju. En herinn sem hann fór fyrir var lier í löt.’um. Hann líktist miklu fremur sigruð- um en sigrandi her. •— Þarna gengu öldungar og unglingar hlið við lilið. Búningarnir voru rifnir og sundur- leitir og göngutakturinn bar ekki vott iim að hjer væru langþjálfaðir hermenn á ferðinni eins og ekki heldur var* 1. Þann 18. maí var Svinhufvud gerður að æðsta ráðsmanni ríkisins eftir bendingu Mannerheim. En stjórn var mynduð undir forsæti Paasikivi. Það kom brátt til ágreinings miIJi hennar og Mannerheim. Vildi Mann- erheim að þýsku hersveitirnar hjeldu úr landi sem fyrst, en stjórninni þótti tryggara að þær yrðu kyrrar i landinu, þar sem svo skamt var frá stríðslokum, og rjeð vilji stjórn- arinnar á þessu efni. Fyrir bragðið sagði Mannerheim af sjer embætti sem yfirmaður hersins, og hjelt hann af landi burt og settist að í Svíþjóð til að byrja með, þar sem honum var fagnað ineð mestu virktum. Mannerheim hafði þó ekki yfir- gefið föðurland sitt að fullu. Af mik- illi eftirvæntingu fylgdist hann með rás viðburðanna í Finnlandi, og vakti hún ugg í brjósti hans með köflum. Eitt af þeim spursmálum er snerti hann mjög var fangaspursmálið. Stjórnin hafði á valdi sínu eftir stríðið 90 þúsund fanga. Það var ætlun Mannerheims að þeir yrðu látnir lausir að fráteknum nokkr- um forsprökkum, sem auðvitað yrðu að dæmast eftir landslögum. En í staðinn fyrir það var þeim öllum haldið i fangelsum, þar sem þeir dóu hópum saman úr sóttum, liung- ursneyð og af annari illri líðan, auk þess sem ávalt voru feldir nýir dauðadómar. Alt þetta varð til þess að ýfa upp sár þeirra sem undir höfðu orðið. Annað var það er heima gerðist, sem var Mannerheim mikið áhyggju- efni, og það var að þingið valdi þýskan prins, Friedrich Ivarl af Ilessen, mág Vilhjálms keisara, til konungstignar í Finnlandi. Mannerheim vissi vel fram, og sá fyrir úrslit heimsstriðsins á undan öðrum og þar með hve bágar afleið- ingar það kynni að hafa fyrir fram- tíð Finnlands, ef þýskur prins settist á hinn finska konungsstól. •— Það gat jafnvel orðið til þess að England og Frakkland treguðust við að við- urkenna sjálfstæði Finnlands. En hitt undraði Mannerheim ekki þó að finska þjóðin væri þýsksinnuð um þessar mundir fyrir þá miklu og drengilegu hjálp sem Þjóðverjar höfðu veitt henni í frelsisbaráttu hennar. Það var Finnlandi til láns, þar eð lirslit striðsins urðu þau að Þjóð- verjar töpuðu, að Mannerheim var ekkert riðinn við konungsvalið. Eftir stríðslokin var Mannerheim kallað- ur heim, ekki sem herforingi heldur sem sjórnmálamaður. Þýsksinnaða stjórnin víkur fyrir annari nýrri undir forystu Mannerheim. Nú tókst Mannerlieim á hendur hina vandasömu ferð um áramótin 1918 -1919 að tala máli þjóðar sinnar við stórveldin, England og Frakk- land. Finnland var i sárum. Þjóðin leið hungur eftir innanlandsstyrj- öldina og atvinnuvegirnir voru í kaldakoli. Nýtt ríki var í fæðingu. Hið fyrsta sem Mannerheim gerði var að útvega kornbyrgðir, en tit þess að fá þær þurfti lán. Lánbeiðn- um hans i London og París var kuldalega lekið í fyrstu, en þó hepn- aðist Mannerheim þessi ferð, sem allar aðrar, — eins og lífsferðin sjálf. — Bæði England og Frakk- laiul viðurkendu sjálfstæði Finn- lands, en neituðu að samþykkja konungdóm hins þýska prins. Þegar Mannerheim kom heim úr liessari för var hann hyltur inni- lega af þjóðinni. Hann sendi nú út plagg mikið sem ríkisstjóri og bað þjóðina að sameinast um bráða endurreisn finska ríkisins. í marsmánuði 1919 fóru fyrstu rík- isdagskosningarnar fram. Af 200 þingsætum fengu sósíalistar 80. Borgaraflokkar ríkisdagsins skift- ust í konungssinna og lýðveldis- sinna. Með fylgi sósialistanna urðu lýðveldissinnar ofan á og Finnland varð lýðveldi eins og það er enn i dag. Við forsetakosninguna 25. júlí, þar sem þeir Mannerheim og Stáhlberg keptu skeði það undarlega að Mann- erheim fjell. Vakti það mikla gremju víðsvegar um Finnland, og þótti sumum sem Mannerheim hefði átt að vera sjálfkjörinn forseti. Mun Mann- erheim hafa orðið úrslit kosningar- innar megn vonbrigði. En hjer fór sem oflar, að heimsins laun eru van- þakklæti. Að aflokinni forsetakosningunni hjelt Mannerheim til útlanda. Hafði hann þá á tímabili mikinn hug á að Finnar gripu inn í stríðið við bol- shevikka og kæmu finskum inger- mannlendingum til hjálpar. Skrif- aði hann stjórninni um þetta, en hún sinti því ekki, sem sennilega var hið eina hyggilega. IV. Síðustu árin hefir Manner- heim dvalið heima í Finnlandi og gefið sig mikið að mannúðarmálum. Hann gekst fyrir stofnun barnavernd arsambands Finnlands og gaf til þess stórfje. Hefir hann verið for- maður þess árum saman. Árið 1921 varð hann formaður finska Rauða krossins og er hann það enn í dag. Mannerheim hefir hlotið marga heiðurstitla og nafnbætur um dag- ana. En virðulegastur þeirra allra er sá, þegar Svinhufvud forseti hinn gamli samverkamaður hans í frelsis- baráttu Finnlands, gerði hann að marskálki árið 1933.. Það er vegs- auki, sem enginn Finnlendingur hef- ir hlotið nema hann. Seinustu árin hefir Mannerheiin látið einskis færis ófrestað að hvetja þjóðina til samheldni, eins og best kom fram í ræðu þeirri, er hann hjelt á Stórtorginu í Helsing- fors' 16. mai 1933, á 15 ára afmæli innreiðar hans i borgina: „Styrkur lítillar þjóðar liggur i samliéldninni. — Vjer skulum þvi gleyma sundrung og tortryggni og eyða ekki framar orku þjóðarinnar i aukaatriðin. Vjer þurfum á hjálp hvers annars að halda. Guð gefi að við börn Finnlands sjeum nógu styrk til að hjálpa hvert öðru.“ Ekki er því að leyna að sjálfsagt eru þeir allmargir meðal finsku þjóðarinnar, sem bera beiskju í hug til Mannerheims frá dögum styrj- aldarinnar. En enginn hefir orðið ti1 að efast um það að í öllu sínu starfi, í friði og ófriði, hafi hann fyrst og fremst haft hag ættjarðarinnar fyrir augum. Og í augum alls þorra Finna er hann þjóðhetja Finnlands, er þjóðin litur upp til og dáir og þakkar frelsi sitt. Tom Mix. Tom Mix, kvikmyndaleikarinn frægi, er að verða sextugur, en samt er liann enn einn af tekju- hæstu leikurunum. Árið sem leið er sagt að hann hafi grætt upp undir liálfa miljón dollara. Náttúrufræðingur einn settist nið- ur og fór að reikna út hve margar mismunandi dýrategundir væru til i lieiminúm. Og hann komst að þeirri niðurstöðu að þau væru 365 þúsundir: 200 spendýr, 12,500 fugla- tegundir, 4400 skriðdýr og froskar, 12,000 fiskátegundir, 50,000 lindýr, 20,000 skeldýr, 100,000 köngulóar- tegundir, 230,000 skordýr, 6000 orm- ar og 20,000 óæðri dýr.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.