Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1939, Síða 13

Fálkinn - 24.03.1939, Síða 13
F Á L K I N N 13 Samtíningur. Eftir ÚLAF FRIÐRIKSSON a Búskapur og daglegt líf íslendinga í Grænlandi hefur aÖ mörgu leyli verið eins og tíðkaðist hjá íslend- ingum hjer á landi um sama leyti. Um stærð búanna í Grænlandi vita inenn af fjósrústum, er enn standa þar. Hafa básarnir verið af sömu slærð og hjer tíðkaðist. Víða hefur milligerðin milli þeirra verið stórar hellur, og standa þessar hellur sum- staðar enn í dag, eins og uppruna- lega var frá þeim gengið. Um mörg þessara fjósa má segja að lítið vanti á að þau sjeu nothæf, annað en efsta steinlagið og þakið. A stærstu bæjunum i Eystribygð hafa verið tíu til tuttugu nautgripir, en í Vestribygð hafa búin yfirieitl verið minni. Á biskupssetrinu Görð- um, er tóft af tveimur fjósum og hefur þar verið rúm fyrir um hundr- að nautgripi. Við stærra fjósið var sambygð lilaða, og er þetta lengsta húsið sem menn vita um í Græn- landi. Hefur það verið sextiu og fjórar stikur á lengd. Einkennilegt er að fjósrústir eru miklu greinilegri í Græniandi, en rústir íbúðarhúsa, sem flest eru ekki annað en ógreinilegir liaugar. Mun jietta stafa að þvi, að ineira hefur verið notað af timbri í íbúðarhúsin, en meir aftur af grjóti í úthýsi, en skipulag íbúðarhúsa hefur komið mjög greinilega i ljós þegar grafið hefur verið í þessa hauga. Danski fræðimaðurinn Daniel Brun hefur sýnt fram á, að byggingarlag hef- ur fylgst mjög að á íslandi og Grænlandi, þannig að landnemar á Grænlandi hafi i fyrstu fylgt ná- kvæmlega byggingarhætti, eins og hann tíðkaðist á íslandi. En á sama tíma og byggingarlag fer að breyt- ast lijer, frá því að vera skálabygg- ing, í áttina til bæjarhúsa, eins og hafa tíðkast frain á vora daga, fara hyggingar í Grænlandi að breytast í sömu átt. En þetta skeður aðallega á tólftu öldinni, og virðist benda á mjög náið samband milli íslend- inga hjer og í Grænlandi, því livor tveggju jiessara byggingaraðferðir eru sjerkennilegar fyrir ísland, og þekkjast ekki nema í þessum tveim löndum. Elsta hús, sem rannsakað hefur verið í Grænlandi, er álitið vera skálinn í Brattalilíð, sem menn ætla að sje frá dögum Eiríks rauða. Hann er sextán stikur á lengd og firnrn á breidd með þykkum grjót- og torf- veggjum. Hlóðir hafa verið á tveim lil þrem stöðum á gólfinu. Vatns- leiðsla hefur verið í skálanum. En lílil lind, sem kemur upp undir öðrum hliðarveggnum hefur verið leidd eftir heilulagðri iokaðri rennu, ' steinsetta þró á miðju gólfi, og síð an aftur í lokaðri rennu út í vegg nndspænis, og niður í jörðina. Hef- ur verið svo vel frá þessu gengið að vatnið rennur þarna enn í dag, þó hellurnar sjeu farnar ofan af. Af rústum í Islendingabygð er einna greinilegust tvíiyft skemma úr grjóti, sem er við smáfjörð einn, sem gengur norður úr Rangafirði í Vestri hygð, og nú er nefndur Ujaragsuit. Nokkuð er þó hrunið af efri hæð hússins. Önnur bygging, sem stendur vel er Hvalseyjarfjarðarkirkja sem minst hefur verið á. Er hún múruð úr kalki, sem hrent hefur verið úr skeljasandi og hefur verið búið tii þar á staðnum. Geta niá að græn- Iensku steinhúsin hafa fæst verið kölkuð. I>að er .enginn efi á því, að þorsk- urinn er lang merkilegasta skepnan, sem við íslendingar fáumst við, bæði á sjó og landi. Þrátt fyrir aflaleysið i fyrra, nam útfluttur þorskur og þorskafurðir 23 til 24 milj. króna, en alls fluttum við út fyrir tæpar 58 milj. kr. Fyrir liverjar tíu krón- ur, sem landið fjekk af erlendum gjaldeyri, fengum við því fjórar krónur fyrir þorsk. En rjett er að geta að það sem við höfum fengið fyrir útflutta síld, er farið að nálg- ast mjög það sem við liöfum fengið fyrir þorskinn. Fyrir nokkrum árum var sýnd kvikmynd lijer í Reykjavík er gerð- ist austur í Bagdad. Sást þar maður rogast með heljarmikinn þorsk, og og stóð það atriði leiksins svo lengi, að auðvelt var að sjá hvaða fisk- tegund það var. Heyrði jeg þá mann sem jeg þekti, sem sat fyrir aftan mig, segja við sessunaut sinn, að þetta þætti sjer langmerkilegast, að það skyldi vera þorskur þarna suð- ur í Bagdad. En ]>arna var skekkja í myndinni; hún hafði verið leikin í Englandi, og notaður sá fiskur, sem auðveldast var að ná í þar. Heimkynni þorsksins er norðan- vert Atlanlshaf, bæði að austan og vestan. Hjerna megin þess, er hann frá Svalbarða suður undir Spán, en að vestan er hann frá Grænlandi, suður fyrir Boston. Aðalheimkynni lians má segja að sjeu þar, sem eru aðal-gotstöðvar hans, en það er við Lófót í Noregi, við suður- og suð- vesturströnd Skotlands, og vestan hafs við suðausturströnd Nýfundnalands. Þorskur er lika í Kyrrahafi norðan- verðu, og er annarsvegar suður und- ir Japan, en hinsvegar nokkuð suð- ur á strönd Bandaríkjanna vestan- verðra. Þorskur er ekki í miðjarðar- hafi, og hvergi á suðurliveli jarðar. Stærsti þorskur, sem mældur hef- ur verið var um 2 stikur á lengd og vóg 75 kg., hann veiddist við Nýfundiialand. Ekki er kunnugt um að hjer við land hafi verið mældir þorskar, er voru lengri en 1 Mi stika. Þorskur sem fjekst vestur á fjörðum var aðeins 4 kg. ljettari en þessi Ný- fundnalands-fiskur, en hann var al- drei mældur. Þorskurinn er átta ár að verða kynþroska. Yngsti vertíðarfiskurinn hjer sunnanlands er því í ár fæddur 1931, og hefur komið i ljós, að af fiski þeim sem veiðst hefur lijer nú á vertíðinni, er um fjórði hluti 8 ára, og annar fjórði hluti níu ára. Það er því um helmingur af þeim þorski er veiðist nú fæddur árin 1930 og 1931. Ekki er vitað fyrir víst livað ís- Iendingar veiða marga þorska á ári, en það eru að minsta kosti 35 milj. En alls mun veiðast hjer við land af íslendingum og útlendingum ekki minna en 05 milj. þorska, en sumir áætla þetta 70—80 miljónir, en all- ur þorskafli lieimsins er talinn af sömu mönnum 300—400 milj.þorska. Sagt er að í Noregi hafi fram und- i>' 120 þús. karlmenn atvinnu við fiskveiðar, en 03 þús. hafi þær að aðalatvinnu. Mikill iiluti þessara manna stunda þó jafnframt einhvern húnað, en 35 þús. hafa fiskiveiðar einar að atvinnu. í Noregi hafa verið miklar um- ræður um það livort taka skuli upp botnvörpuveiðar þar i landi, og hef- ur opinber nefnd liaft málið til meðferðar. Aðaltillögur nefndarinn- ar eru þær, að leyft verði að hæta þremur togurum við þá átta, sem fyrir eru, þannig að ails verði 11 togarar í landinu. Togarar þessir eiga þó auðvitað ekki að fá leyfi til þess að veiða í landhelgi, heldur eiga þeir að veiða utan við hana, eins og útlendu togararnir, en það er talið að 2—3 þús. útlendra tog- ara stundi veiðar við Noreg. í Norður-Noregi eru nú um 50 þús. fiskimenn, en tekjur þeirra injög lágar. Lófót fiskimennirnir hafa að meðaltali ekki nema 200 kr. fyrir allan sjósóknartímann. En meðaltal fyrir allan Noreg er 750 kr. og er þetta svo lítið að næstum er ótrúlegt. Þeir sem vilja togara- veiðar benda á livað lítið sjómenn bera úr býtum, með þessum gamal- dags veiðiaðferðum. En þeir, sem eru á móti togaraveiðum segja iiins- vegar, að veiðin á livern mann á togara nemi 30 þús. kg. á ári ]i. e. 1 V> milj. smálesta á þessi 50 þús. menn. En allur afli þeirra er nú 100 —200 þús. smálestir. Spyrja þeir hvað eigi að gera við allan þennan afla. Hinir halda aftur á móti fram að það sje nú ekki strax búið að konni togurum undir þessa 50 þús. sjómenn, og að þeir eigi að fá al- vinnu við að gera aflann verðmætari en hann er gerður nú. í sambandi við þetta togaramál Norðmanna, hei'ir þingnefndin, sem með það fór iátið athuga hvar þorsk- stóðið í sjónum, væri svo mikið að það þyldi togaraveiðarnar. Hefur fiskifræðingurinn Gunnar Rollefsen liaft þá rannsókn til meðferðar. Hef- ur hann meðal annars stuðst við hvað mikið hafi fiskast af þorsk sem merktur hefir verið. Iiefur hann komist að þeiri niðurstöðu að þorsk- ur sá, sem komi á hverjum vetri á Lófót og Vesturál -— en þar eru helstu fiskmið Norðmanna nemi al- drei minna en 200 miljónum fiska, en sje þegar mest er 700 miljónir. Otbreiðið Fálkann! „Hvað hefir orðið af Ahtee?“ spurði Cleeve. „Hann hefir farist. Og Maims líka, er jeg hræddur um. Eldurinn hefir víst komið upp í þeirri álmunni. Verst að jeg skyldi ekki taka með mjer ullarbrekán. Komið þjer, Barton, við verðtun að flýta okkur. Náið í allar niðursuðudósir sem þjer sjáið.“ , Það er merkilegt að garðyrkjumaður- inn og rafmagnsmaðurinn skuli ekki sjást hjerna,“ sagði frú Cleeve, sem sat ásamt barnabarnabörnum sínum og Erissu og horfði á eldinn eyða húsinu og hinu dýr- mæta innbúi. „Þokan felur líklega eldinn fvrir þeim sem eru á megirilandinu, en þeir tveir ætlu að sjá liann.“ Hún starði töfruð á trylta logana. Þeir liöfðu gleypt all verð- mæti sem hún átti, fjögur hundruð dollar- ana frá Weld og öll ’nýju fötin liennar Phyllis. Fjölskyldan varð að byrja nýtt líf á náttfötunum. Cleeve greip um hendina á Erissu, en hún dró hana að sjer. ,Þú hlýtur að lita á mig öðrum augum nú, er þú veist hvernig hanri faðir minn er.“ „Jeg elska þig altaf,“ sagði liann ein- læglega. „Faðir minn hefir sagt, að jeg mundi verða einskis virði i þinum augum, ef þú vissir ...... “ „Vissir hvað, elskan mín?“ „Um móður mina,“ svaraði hún. „Hvað kemur það málinu við nú, þegar hún er dáin. Og liann sennilega lika. Nú getur þú byrjað á nýjan leik.“ „Þú gleymir, að nú kemur yfirheyrsla og almenningur fær að vita alt. Kansko lendi jeg i fangelsi. Hugh segir, að þessi Anthony muni sverja, að jeg sje sek.“ „Hlustaðu ekki á þann þöngulhaus. Jeg iullvissa þig um, að Anthony Trenl er einn af mestu mönnum í heimi. Swithin W,eld, frændi minn trúir á hann. En við skulum nú g'leyma öllum öðrum, jeg veit að þú ert saklaus og þú veist að jeg elska þig. Erissa, elskar þú mig ekki framar?“ „Þú veist að jeg geri það, Cleeve," hvísl- aði lmn, ,,en mjer er svo órótt að jeg get ómögulega liugsað um framtíðina. Sáslu augnaráðið hans þegar liann var að tala um, að jeg hefði snúist gegn sjer? Jeg hefi altaf verið hrædd við augun í honum. Jafn- vel þó þú sjert ungur og hraustur geturðu ekki tekið upp baráttu gegn honum fremur en nokkur annar. „Jeg er viss um að Trent ræður við hann,“ sagði Cleeve. „Hann yrði eins og barn í höndunuin á honum föður mínum. Jeg hefi sjeð hluti, sem jeg þori ekki að segja frá. Hann er svo grimmur. Mamma sagði að hann væri brjálaður.“ Trent og Davne koriau slyppir úr mat- vælaför sinni. „Engu hægt að bjarga,“ sagði Trent. „Jeg skil ekki hvernig eldurinn hefir getað breiðst svona út, án þess að við tækjum eftir. Jeg ætla að fara til Briggs og reyna að fá kaffi hjá honum.“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.