Fálkinn


Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Fjallkonan (Vigdis Steingrimsdóttir, for- sætisráðherrafrú) flýt- ur ávarp silt. fóstrað hið islenska þjóðarbrot í Ameríku. Systkini okkar í Vesturheimi hafa hvarvetna reynst skiprúmsgeng í landi fjölbreytileikans og samkepn- innar. Frá hafi lii hafs hafa þau borið liróður íslenskra vitsmuna og manndóms. Trygðin til gamla ætt- landsins er órjúfandi. Þjóðerni sitt og tungu lial'a þeir varðveitt fram- ar öllum vonum. Hafa Vestur-íslend- ingar lagt mikið af mörkum í reiðu fje til þess að búa svo i haginn, að eftirkomendur þeirra glati ekki tungu sinni. Hugarþel þeirra til ís- lands er með slíkum fágælum, að við fáum aldrei metið það til fulls. Um hálfrar aldar skeið hafa þeir haldið svonefndan íslendingadag og minnast þá íslands og íslendinga. Tiguleg íslensk kona kemur þar fram klædd skautbúningi, sem tákn fósturjarðarinnar. Ásl og bróðurhug- ur til jslands og barna þess, er hinn ríkjandi andi íslendingadagsins. Það- an hefir ætíð verið rjett bróður- liönd yfir hafið, sem við höfum ekki fram tii þessa tekið í með þeim innileik og þeirri hlýju sem okkur her skylda til að gera. inn var tekið ágætlega og á sunnu- daginn 1. júlí var henni komið i framkvæmd. — Enginn staður er eins sjálfsagður til þess að fólk fylki þangað liði sínu í minningu Vestmanna, eins og Þirigyellir. A laugardaginn byrjaði fólk að halda austur og var mikill fjöldi þar um nóttina, bæði i Valhöll og i tjöldum hingað og þangað. Á sunnu- dagsmorguninn var strax hvasst og kalt, en eigi að síður fjölmenti fólk austur og er talið að ekki hafi verið færra en um fjögur þúsund manns, þegar flest var. Annar eins mann- fjöldi liefir ekki komið samaii á Þingvöllum síðan á alþingishátið- inni 1930. Hátíðaliöldin loru fram í Hvanna- gjá. Var komið þar fyrir palli og ýmsum útbúnaði. Formaður há- tiðarnefndarinnar, Sigfús Halldórs frá Höfnum, setti mótið og bauð alla velkomna, og óskaði þess að dagurinn mætti verða til þess að tengja belur en nokkru sinni fyr bróðurböndin á milli ísl. beggja megin hafsins. Síðan fór fram guðs- þjónusta og messaði biskup íslands, Sigurgeir Sigurðsson. Við guðsþjón- Miss fíandarikin — Fjallkohan og Miss Kanada i viðhafnarstúkunni. Kynslóðin, sem nú er að komast á manndómsár, þekkir aðeins af fra- sögnum þann þátl þjóðarinnar, þegar svo syrti i ál framtaks og bjarg- ræðis, að íslendingar yfirgáfu óðul sín og ættingja hópum saman og sigldu að hinum ókuniiu ströndum í vesturvegi, til þess að hefja þar *iýtt landnám — nýja baráttu við ókunna landsliáttu og óteljandi örð- ugleika. Fær æska nútimans lesið hug afdalabóndans, sem fyrir 50 — 00 árum háði lotulausa baráttu við grasbrest, fellir og harðindi, lil þess að geta bjargað hópnum sínum — konu og börnum — frá vergangi? Og svo alt í einu, jiegar baráttan stóð sem hæst, þegar Þorrinn hjelt í garð með byljum og jarðbanni, þá kom frjettin, sem flutti skógarilm að vltum allra í haðstofukytrunn' og kippti ungum sem gömlum úl úr ógöngum vonar og úrræðaleysis. Það var frjettin um fjarlæga landið — land skóganna og viðáttunnar, þar sem enginn þckti hafís eða gras- brest. — Þegar voraði kvaddi bónd- inn kotið og dalinn sinn og hjelt í vesturveg á stóru gufuskipi — til sunjarlandsins, sem hann hafði dreymt um i nepjunni og norðan- garranum á hverri nóttu. —- Næsti vetur hjelt í hlað í nýju landi. Konan og börnin börðusl liarðri baráttu heifna í bjálkakofanum, eu bóndinn stundaði veiðar norður á vötnum og liafði fannfergjuna í fangið sem fyrr. Nú dreymdi hann um afdalakotið sitt, þangað leitaði hugurinn, frá liarðbúð vetrarins í landi skóganna. Þannig er sagan um brottför flestra Vesturfaranna frá ættlandinu og um byrjun þeirra i hinu nýja landnámi, saga þeirra manna, sem hafa alið og Þegar Vestur-íslendingar halda íslendingadaginn i 50. sinn, þá fyrst koma íslendingar saman til þess að minnast þeirra. — Það er ekki langt siðan að þvi var hreyft á opinber- um veltvangi, að íslendingar kæniu saraan einn dag á ári og helguðu hann Vestmönnum. Slikt mundi auka á vinaþelið til Vestmanna og eyða að einhverju leyti því tómlæti, sem jafnan hefir rikt i þeirra garð frá íslendinga hálfu. Hugmyndinni um Vestmannadag- ustuna aðstoðaði Lúðrasveit Reykja- víkur og Karlakór Reykjavíkur. — Síðan koniu fram Fjallkonan (frú Vigdís Steingrímsdóttir), Nliss Kan- ada (ungfrú Gerður Jónasdóttir) og M^ns Ameríka (ungfrú Kristjana Pét- ursdóttir. Þessi einkennilegi siður er alger nýjung hjer á landi og vakti hann þessvegna undrun talsverða. Þótli mjög hátíðlegt að sjá þegar hinar táknrænu myndir íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada tóku sæti sínn til hvorrar handar Fjall- konunnar, sem var hin táknræna mynd fósturjarðarinnar. Fjallkonan var skrýdd skautbún- ingi, en Miss Ameríka og Miss Kan- ada voru klæddar hvítum silkikyrtl- um og höfðu gullspengur um enni. Gullspöng Miss Ameríku var setl stjörnum eins og er i fána Banda- ríkjanna, en i gullspöng Miss Kan- ada var grafið mösurlauf, en það c-r skjaldarmerki Kanada. Litir þjóð- fánanna voru í beltum beggju, breská alrikisfánans í belti Miss Kan- ada,en Bandarikisfánans i belti Miss Ameríka og voru stjörnurnar á blá- um borða. Bláa flauelshálfkirtla báru þær og á herðum sjer. Lúðrasýeitin ljek göngulag meðan þær gengu fram og lóku sjer sæti í hásætunum i við- hafnarstúkunni. Fjallkonan i mi'ði'ð, Miss Ameríka ti) hægri og Miss Kan- ada til vinstri. Siðan hófust ræðuhöld og kveðjur. Ólafur Thors atvinnumálaráðherra ílutti ávarp rikisstjórnarinnar, en á- varp Alþingis fluti forseti sameinaðs Alþingis, Haraldur Guðmundson. Fjallkonan flutti ávarp til barna sinna. Að lokum fluttu ræður þeir Jónas Jónsson fyrir minni Banda- Framh. á bls. t h. FYRSTI VESTMANNA- DAGURINN Á ÞINGVÖLLUM. Mannfjöldinn i Hvannagjá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.