Fálkinn


Fálkinn - 07.07.1939, Síða 9

Fálkinn - 07.07.1939, Síða 9
F A L K 1 N N 9 ,,Við Smith höfðum ráðgert að horfa á úrslitaleikinn í knattspyrn- unni í dag. Það verður gaman að l’.eyra úrslitin.“ Williams brosti glaðlega. ,,Það er alveg satt. Urslitin um bikarinn. Heyrðu Margaret, við get- um opnað útvarpið. Leiknum er sjálfsagt útvarpað — og það er berta en ekki neitt.“ Black rjetti upp hendina. „Það er mjög vingjarnlegt, en ger- um við ekki of mikið ónæði með því?“ Frú Williams opnaði útvarpið. Viðureignin stóð sem hæst og þau hlustuðu öll með áfergju á hina mergjuðu lýsingu þulsins. Þau sátu öll steinþegjandi þangað til fyrra hálfleik var lokið. „Já, knattspyrnan,“ tautaði Willi- ams. „Aldrei vex maður upp úr henni. Jeg get eklci við mig ráðið. jjegar jeg stend við knattspyrnu- völlinn.“ Black dreypti á glasinu. Hann virtist vera eins og út á þekju. „Nú fór í verra, Smith!“ sagði hann og leit til fjelaga síns. „Jeg gleymdi alveg að jeg lofaði að senda lýsinguna af reiðhjólaþjófnum til Dorchester." Hann tók upp vasabók- ina sína, reif blað úr henni og hrip- aði á það noklcrar línur. Svo rjetti hann Smith hlaðið. „Viltu gera svo vel að skreppa með þetta á stöðina? Þú getur víst verið kominn aftur áð- ur en annar hálfleikur byrjar.“ Smith tók miðann, las hann og stakk honum i vasann. „Ekki vilduð þjer gera svo vel að fylgja mjer út i dyrnar? Jeg veit ekki hvort jeg rata,“ sagði Smith við frú Williams. Frú Williams gekk á undan Smith fram ganginn. Black kveikti sjer í sígarettu og horfði á Williams, sem virtist liafa fallið í værðarmók. Alt í einu heyrðist skot. Og að vörmu spori kom Smith þjótandi inn og hrópaði æstur: „Frú Williams hefir skotið sig!“ Black hafði ekki augun af Willi- ams. Og nú skeði nokkuð skrítið. Williams, máttlausi maðurinn, Spratt upp úr sjúkrastólnum og vatt sjer að Smith. „Þjer hafið drepið hana!“ En Black var snar í snúningum. Hann snaraðist aftan að Williams, greip utan um hann og hjelt honum. „Þetta eru alt svik“, sagði hann „Takið umbúðirnar af hausnum á lionum, Smith.“ Smith hlýddi og nú kom i Ijós sjjett og fallegt andlit. Hann rak upp undrunaróp. „Dr. Roberts!“ Black kastaði höfði. „Hringið á stöðina eftir bifreið.“ A-’HJÚPUN dr. Roberts hafði at- vikast þannig: Þegar ,,William“ ljet orð falla um, að hann gæti ekki ráðið við sig, þegar hann stœði við knattspyrnuvöllinn, vaknaði grunur Blacks. Á seðlinum, sem hann l'jekk Smitli, stóðu þessi orð: Gruna Williams um að gera sjer upp máttleysið. Fáið frú Williams með ijður út úr stofunni, lokið hana úti og lileypið skoti af. Kom- ið svo fljótt inn og hrópið: ,,Frú Williams hefir skotið sig.“ Ráð Blacks hafði tekist. „William" hafði gleymt sjer þegar hann lieyrði, um að frúin hefði skotið sig, og hafði sprottið upp og sannað með ]jví grun Blacks. Og þegar búið var að svifta umbúðunum af andliti hans og dr. Roberts kom í ljós, lá málið Ijóst fyrir. Læknirinn meðgekk alt sama daginn. Þau l'rú Williams unn- ust hugástum og höfðu komið sjer saman um, að koma Williams út úr heiminum og flýja svo á burt saman, eftir hæfilegan tíma. Dr. Roberls hafði undirbúið „sjálfsmorð“ sitl mjög vel, svo að almenningur svo PAUL MUNI UM KVIKMYNDIR. Warner Bros hafa lokið við inexí- könsku myndina „Juarez" með Paul Muni 1 aðalhlutverkinu. — Það var hann sem ljek Kínverjan Wang í „Góð jörð“ og aðalhlhtverkin i myndu'num um Pasteur og Zola. — Hafa menn undrast, hve vel hann getur lifað sig inn i „aðra menn“, ei: gefur þessa ráðningu sjálfur: „Þegar maður á að sýna frægan mann, er ekki nóg að læra hlutverk- ið og gera gerfið sem líkast fyrir- myndinni. Maður verður að kynn- ast fyrirmyndinni, hugsun hans, venjum og kækjum, þangað til hún verður lifandi. Mig langar mikið að leika Beethoven og hefi verið að reyna að kynnast honum í mörg ár.“ að segja bjóst við því. Hann hafði hagað sjer þannig, að allir, sem til þektu, bjuggust við ]jví, að hin ó- gæfusama ást læknisins á frú Will- iams mundi enda með skelfingu. Hann hafði ol't setið á kránni fram á nætur og drukkið sig svínfullann - og talaði þá um ógæfusama ást og ónefnda konu, sem allir vissu hver var. Roberls hafði lag á þvi, að láta þetta berast og verða að umtalsefni fólksins. Og loks þegar „kveðju brjef“ lians birtist i blöðunum, þá var það ekki meira en allir bjuggúst við. Þessvegna þótti „sjálfsmorðið“ ekki kynlegt — það var ekki nema eðlilegt, því að allir vissu um ástæð- una. Roberts notaði sjer sjúkdóm Williams með hinni mestu kænsku, að það kom sjer vel, að Williams hafði ekki umgengist annað fólk. Roberts gal rutt honum úr vegi og sest í sætið hans. Það er nær óhugs- andi, að málið hefði nokkurntíma komist upp, ef Black og Smith hefðu fengið frí til að liorfa á knattspyrn- ur.a. Við yfirheyrslurnar bar Roberts það, að hann hefði sjálfur átt upp- tökin að þessari hugmynd — löngu áður en liann tjáði frú Williams ásl sína. Hann hefði náð valdi yfir henni smátt og smátt, svo að segja dáleitt liana til að fallast á þetta. Tilgangurinn var sá, að sökin yrði lögð á hann en hún fengi mildari dóm. En það.tókst ekki. frú Williams óskaði ekki eftir að sjer yrði hlíft og játaði hreinskilningslega, að liún hefði ekki átt minni þátl í morðinu en elskhugi hennar; hún óskaði að taka sinn hluta af hegningunni. Lik Williams hafði Robert læknir grafið úti í skógi og fanst það þar, eftir tilvísun hans. Það má segja að það væri i og með tilviljun, að glæpurinn komst upp. En Black hafði sýnt frábæra athugunargáfu og snarræði. Ilan.i var látinn hækka í tigninni — og Smith fjelagi hans fjekk betri stöðu lika. Og hvorugur þeirra mintist einu orði á það framar, að þeir skyldu vcrða af úrslitakappleiknum. Merkileg kirkja. Þrenningarkirkjan í Lambach í Austurríki er ein einkennilegasta kirkjan á jörðinni. Þar er alt tákn- mynd þrenningarinnar. Kirkjan er þrihyrnd í lögun, dyrnar eru þrenn- ar, turnarnir þrír, ölturun þrjú, org- elin þrjú og gólfið er sett þríliyrnd- um flögum, með þremur litum. — Kirkja þessi var bygð árið 1724. Það var ábóti í klaustri einu í nágrenn- inu, sem bygði hana, í þakklætis- skyni fyrir, að forsjónin hafði hlift klaustrinu við plágu einni, sem þá geisaði um landið. ALDUR DÝRANNA. Það er sagt um Alexander mikla, að þegar hann lagði undir sig Aust- urveg, liafi liann tekið einn af stærstu vígfílum Porusar konungs, sem Ajax hjet, slept honum inn í frumskógana, eftir að hann hafði sett þetta merki á fílinn: „Alexand- er, sonur Jupiters, gefur sólinni Ajax.“ Sama sagan segir, að fíllinn hafi fundist aftur 350 árum sið;-r og var auðkenni Alexanders þá á lionum. Þó að menn muni ekki vilja taka þessa sögu trúanlega nú, þá er það víst, að fílar verða allra dýra elstir, og geta að minsta kosti orðið 200 ára. Það er regla, en þó ineð und- antekningum, að aldur dýranna er i ákveðnu hlutfalli við þann tíma, sem það tekur þau að verða full- þroska. Meðal undantekninganna er kötturinn. Hann verður fullþroska á einu ári, en getur lifað í tuttugu. Stærð dýranna þykir líka hafa nokk- ur álirif á aldurinn. Fíllinn og hval- urinn eru þau spendýr, sem lifa lengst — en hinsvegar getur oturinn orðið helmingi eldri en stærsti flóð- hestur. Hjer fer á eftir meðalaldur nokk- urra dýra: Api 30 ár, björn 20, geit 12, sauður 10, hjeri 8, hundur 14, hýena’ 25, hestur 25, jagúar 25, úlf- aldi 75, kanína 7, köttur 15, kýr 15, hjörtur 20, ljón 40, leoparði 25, marsvín 4, nashyrningar 20, rotta 7, refur 14, skjaldbaka 100, gemsa 25, svín 15, úlfur 20, asni 30 elgur 50. Meðalæfi hvala er frá 100 til 200 ár. Barón Guvier, frægur vísinda- maður franskur, hjelt því fram, að hvalirnir gætu lifað í þúsund ár. Hve hratt synda fiskarnir? Við klöppum og hrópum húrra þegar góðir sundmenn setja met og dáumst að John Weissmiiller og Ragnhild Hveger, þegar við lesum um þau eða sjáum þau á kvikmynd, en samt eru þetta mestu silakeppír i samanburði við fiskana i sjónum. „Þakka skyldi þeim,'“ mundi ein- hver segja, „þeir sem altaf eru i sjó“! En livað fara þá fiskarnir hratt. Um það eru enn ekki nema ófullnægjandi skýrslur, því að málið hefir verið litt rannsakað. Nú hefir franskur vísindamaður, Mangan, gert tilraun til að ráða þessa gátu og hefir hann komist að eftirfarandi niðurstöðum: Karfinn syndir 10 km. á klukkustund, állinn 12, gjedd- an 22, laxinn 35, silungur 35, há- merin 45, makohákarl 55, tarpoon 65 og túnfiskur 65. Flestar þessar fiskategundir eru útlendar og væri gaman, ef hægt væri að fræða okk- ur um hraða þorsksins og síldar- innar. Laxinn er taíinn jafnfrár og silungur, en flestir mundu þó telja þann fyrnefnda röskari. En þeir eru báðir löghlýðnir — og halda sjer við hámarks ökuhraða bifreiðanna! Sverðfiskurinn er talinn fljótasti fiskur veraldar, en Mangan hefir ekki tækifæri til að rannsaka hann. Hann demhir sjer, eins og kólfi væri skotið, inn í fiskatorfur og drepur fiska eða lamar með „sverði“ sinu. Þess eru dæmi, að hann hefir rekið gat á koparþynnur á skipum. Þykir sennilegt, að hann geti farið ineð 90 km. hraða. Mangan hefir einnig bent á, að ýmsir fiskar bæti við sig liraða, með því að spýta vatni aftur úr tálknunum og hafa hugvitsmenn nú reynt að notfæra sjer þetta við skipasmíðar. Rostungar í Eystrasalti. Undanfarið hafa ýmsir sjeð rost- ung á sveimi skamt frá Travemunde við Eystrasalt. Þykir þetta tíðind- um sæta, því að þeir eiga alls ekki heima á þessum slóðum, og var sagan fyrst talin lygasaga. En vís- indamenn hafa látið svo um mælt, að þetta geti verið rjett, enda mun það hafa komið fyrir áður. Rostung- ur þessi er um 3 metrar á lengd. Hagenbecks dýragarður í Hamborg gerði þegar út leiðangur til að ná i rostunginn, en ekki hafði ■ það tekist, er síðast frjettist. Lengstum voru rostungar eða romshvalir fátíðir hér við land, og þóttu tennurnar mesta gersemi og voru notaðar til að skera út kjör- gripi, er jafnvel voru notaðar sem gjafir til erlendra höfðingja. Þeir sáust ekki nema endrum og eins, oftast með nokkurra ára millibili. Vita menn til að þeir hafi sjest þrisvar á þessari öld og var einn þeirra drepinn. En norður i höfum eru þeir —ekki eins sjaldgæfir, t. d. við Novaja Semlja og Norður-Græn- land. Rostungshúð þótti óslítandi og var notað i reipi hjer fyrrum. Chust — þrír þjóðfánar á 27 tímum. Þegar nágrannarnir voru að gleypa Tjekkóslóvakíu í vor, gerðist það i austustu borginni í landinu, að hún liafði þrjá þjóðfána, hvern eftir annan, á rúmum sólarliring. Þessi bær, Cliust eða Huszt, er aðal- bærinn í austurhluta hinnar gömlu Tjekkoslóvakíu, sem nefnist nú Kar- pato-Ukraine, og hafði verið undir stjórn Tjekkóslóvaka i nær tuttugu ár. Þegar Þjóðverjar tóku Praha lýsti Karpato-Ukraine yfir sjálfstæði sínu og drógu niður Tjekkóslóvakiska .fánann, en nýjan þjóðveldisfána upp. En hann lifði ekki nema sólarhring, því að þá tóku Ungverjar landið og lögðu undir sig, og drógu sinn fána upp. Chust var undir Ungverjalandi ná- lægt þúsund ár eða fram á heims- styrjöld. Var þetta svieitaþorp i skógarjaðri neðan við Karpatafjöll. En undir stjórn Tjekka óx bærinn og efldist, og fór meira fram á þess- um tuttugu árum, en áður á þúsund. Þar voru orðnir um 20.000 ibúar, en í vetur fjölgaði þeim mjög, eftir að sundurliðun Tjekkóslóvakíu liófsl i fyrrrahaust. Þarna ægir saman ýmsum þjóðernum, en mest ber á Rúthenum, Ungverjum, Tjeklcum, Rússum og Þjóðverjum. í Síam eru smábörn kölluð „dang“, en það þýðir rót. Meðan barnið er á fyrsta árinu er það haft allsnakið, en perlufesti er látin um hálsinn á því eða uni úlfliðinn. Þegar barn fæðist, er snæri, sem prestarmr hafa vígt, strengt utan um húsið, sem barnið fæddist í, og síðan strá þrjár kerlingar hrísgrjónum í þair áttirnar, „sem færa gæfu“. Þetta er hvorttveggja gert til þess, að varna illum öndum að komast að húsinu og nýfædda barninu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.