Fálkinn


Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 14

Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N Fjallknnan og fylffdarmeyjar hcnnar. VESTMANNADAGURINN. Framh. af bls. 3. rikjanna, síra Friðrik Hallgrímsson fyrir minni Kanada, Jakob Krist- insson talaði um vesturferðir Isi. Guðm. Finnbogason um Vestmenn og Sigurður Nordal um skóldið Stephan G. Stephanson. Lúðrasveitiu spilaði á milli rœðanna. Að lokum las Emilía Borg upp kvæði eftir Steingrim Arason. Hátíðahöldin fóru ágætlega fram og að jteim Ioknum talaði Matthías Þórðarson frá Lög- bergi um hina sögulegu helgi Þing- valla. — Um kvöldið var síðan stig- in dans í Valhöll. Avarp Fjallkonunnar á hinum fyrsta Vestmannadegi, var á jiessa leið: „Við höldum hátíð i dag — ó- venjulega hálíð. Jeg verð að játa fyrir ykkur, börn- in mín, að jeg hefi verið skammsýn eins og mæðrum hættir stundum til. En leyfið mjer -gð flytja fram þá afsökun, að mjer hefir gengið margt í mót. Það er ekki fyrr en á seinustu tímum, að jeg hefi öðlast skilning á landnámi barna minna í Vesturheimi. Þegar þau Ijetu frá landi, myndi jeg hafa kosið að halda þeim hjá mjer, og hlaut að trúa á batnandi hag. Mjer hugkvæmdist ekki þá, að með jjessu landnámi voru þau að ganga á vog með hinum mestu menn- ingar þjóðum um andlegt atgerfi, og að þetta myndi verða mjer og börnunum, sem heima voru til vegs brautargengis. Mjer hugkvæmdist þá heldur ekki. að með þessu landnámi yrði skapað- ur tengiliður við gleymdan atburð, er Leifur sonur minn fann Vestur- heim fyrstur Evrópumanna. Jeg hugði ekki þá að tryggð þeirra og ástríki myndi bera svo hátt í listum og þjóðlegum fræðiiðkunum, i orð- um og athöfnum, sem öll reynsh. fær um sannað. Alt Jictta er tilefni hátíðarinna', sem við höldum í dag. Jeg flyt hugheilar kveðjur og þakklæti hinni miklu fóstru jjessara barna minna, og treysti því, að þau rc ynist henni jafn skyldurækin, eins og þau hafa verið mjer ástúðleg. En þeim sjálfum vil jeg leggja ríkt á hjarta, að jmu varðveiti jafnan vega- nestið, móðurmálið og menningar- arfinn, sem mun verða þeim til gæfu og gengis hjer eftir sem hing- að til, en en mjer trygging fyrir á- framhaldandi barnaláni. Lifið heil.“ Þetta ávarp mun lengi þykja merkilegt, það er einskonar brenni- depill fyrsta Vestmannadagsins. I hverju orði felst hlý hugsun, sem stefnt er vestur yfir hafið, til sysl- kina okkar. Bruninn í Sænska frystihúsinu. Þriðjudaginn 4. júlö kom upp eld- ur í norðurálmu Sænska frystihúss- ins og brunnu til kaldra kola tvær efstu hæðirnar af þeim hluta húss- ins. Kl. 12V2 hafði slökkviliðinu tek- ist að ráða niðurlögum eldsins og er það allra mál, að framganga þess hafi verið hin frækilegasla. Hver upptök eldsins hafa verið er ekki kunnugt —, þá þetta er skrifað. Talið er að einn fimti hluti alls hússins hafi eyðilagst, en húsið var alt trygt hjá Sjóvátryggingarfé- lagi íslands fyrir 700 þúsund krón- ur. Um tjónið af bruna þessum er ekki vitað en joá, en jjað er gífur- legt, því að þar var mikið af vöru- birgðum, sem Bifreiðaeinkasala rík- isins átti, Alþýðubrauðgerðin, Belgja- gerðin o. fl. Vörubirgðir einkasölunn- ar einnar voru t. d. vátrygðar fyrir 200 jiús. kr. Verner von Heidenstam átlræður. Lárviðarskáld Svía, Karl Gustaf Verner von Heidenstam, varð átt- í æður í gær. Hann er fæddur 0. júli 1859 í Ols- hamniar i fylkinu Nárke, sunnan víl'' Vermaland. Þar er víða hrjóstrugt. en þar hefir lönguin búið kjarna fólk, er tekið hefir trygð við frægar sagnir og fornar dygðir. Ilrengurinn settist á skólabekk, en úr námi varð ekki mikið, bæði af því að hann var heilsulítill og hafði litinn áhuga fyrir náminu. Seytján ára gamall fór hann utan, til Parísar, þar sem hann stundaði málaranám um skeið. Ekki undi hann lengi við j)að, heldur svalaði útþrá sinni í langferðalögum. Hann ferðaðist mikið um Suður-Evrópu, einkum Italíu og Grikkland, og auk þess allmikið um Vestur-Asíu. Á liessum árum þroskaðist hann mikið og urðu ])au honum sem verðandi skáldi mjög lærdóinsrík. Næmleiki málarans fyrir litum og linum kom honum að góðu haldi á ferð sinni um hinn austræna æfintýraheim. Á Austurlöndum er heimþrá hans vakin og ást hans til ættjarðarinnar öðlast hina innri glóð, er aldrei hef- ir sloknað síðan. Verner von Heidenstam var um þrítugt, er hann gaf út sína fyrstu bók. Það var Ijóðakver og hjet Vall- fart och vandrings&r (Pílagríms- för og ferðaár). Kvæðin í kverinu bera öll merki hins suðlæga og aust- ræna heims — og eru ferðakvæði. Það leyndi sjer ekki, að hjer var nýtt skáld á ferðinni og gagnrýnend- urnir í Svíl)jóð áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni. í Ijóðasafni þessu kemur fram hin sterka þrá hans eftir heimahögun- um, eins og í kvæðinu: Jag langtar hem, sem hjer er setl fram í ófull- kominni jiýðingu: — Mig langar heim j)ið ótta löngu ár —og eins í svefni og vöku tg þrárnar fann. Mig langar lieim - mjer fylgja þessar þrár, en þó ekki til inanna, — eg engið þrái og Páfinn iðkar leikfimi. Síðasti páfi, Píus XI. var alkunn- ui maður fyrir l)að, hve góður hann var í fjallgöngum. Eftirmaður hans, hinn núverandi páfi, er einnig mik- ill íþróttamaður. í Vatikaninu cr sjerstakur leikfimissalur með alls- konar áhöldum, og þar iðkar páf- inn leikfimi i heilan klukkutíma á hverjum morgni, til þess að mýkja líkamann. Að því búnu gengur hann dálitla stund í hægðum sinum um garðinn, áður en hann tekur til sinna daglegu starfa. — Meðan hann var kardínáli, var liann olt á ferða- lagi í stjórnmálaerindum fyrir páf- ann. Og þó notaði hann oft flug- vjelar. steinana, þar ljek jeg litill sveinn. Þegar Verner von Héidenstarn kenmr fram á bókmentasviðið laust fyrir 1890 hafði grá raunsæishyggja verið um skeið einráð í bókmentum Svía. Gegn henni reis Verner von Heidenstam og fleiri af ungu skáld- unum. Þessir ungu menn hafa stund- um verið kallaðir nýidealistar. Þeir heimtuðu að ímyndunaraflið og hug- myndaflugið hlyti sinn rjelt í bók- mentunum. Þeir lýstu fegurð lífsins <<g gleði með íburðarmiklum orðuni og litum. Iin þjóðfjelagsmálin, sem raunsæ- isskáldin höfðu svo mjög látið til sín taka, virtu nýidealistarnir að vettugi. 1895 gaf Heidenstam út Dikter (Iíæði). Með þeirri bók tók liann ondvegissæti á skáldaþingi Svía og hefir haldið því síðan. í þeiri bók er kvæðaflokkur hans Tiveden. Þar IS'sir hann átthögum sínum, hinni hrjóstrugu og grýttu bygð niðþungr i og töfrandi skóga. Hann lýsir þar einkennilegum persónum, sem eru að ytra útliti hrufóttar og grýttar eins og náttúran, sem hefir alið þær upp, en eiga hina innri hlýju sje vel leitað. Eftir útkomu þessara kvæða sneri Heidenstam sjer að óbundnu máli og hefir hann orðið á því sviði sami meistarinn og í bundnu formi. Hefir hann gefið út margar bækur, sem taldar eru með þvi besta, er út hefir komið ó sænsku. 1915 gaf hann loks út Ijóðasafnið Nya Dikter (Ný kvæði). Þar er að finna mörg fegurstu og kjarnmestu ættjarðarljóð, er Svíar eiga. í þeirri bók er hið fræga kvæði: Sverge, Svergc, Sverge fosterland, sem er að verða þjóðsöngur Svía, undir hinu gullfallega lagi Stenhammer. Verner von Heidenstam hefir margan heiður hlotið um dagana eins og ælla má. En hjer verður það aðeins nefnt, að hann er heiðurs- iloktor Háskólans í Stokkhólmi, „einn af átján“, í Sænska Akademíinu og nóbelverðlaunamaður (191(1). Sem ræðumaður nýtur Heiden- stam, mikils álits. Mælska hans eins og skáldskapur allur er borin upp af þrótti og karlmensku, ættjarðar- og sannleiksást. — Við mörg meiri háttar þjóðhátíðleg tækifæri hefir hann verið fenginn til að tala kraft í þjóðina af orðgnótt sinni og anda- gift. — Hefir honum stundum verið jafnað við Björnstjerne Björnsson hvað mælsku, kraft og kyngi senertir. Verner von Heidenstam er norræn! skáld i bestu merkingu þess orðs. Fornsögum vorum ann hann mjög og les þær mikið, einkum er Njála honum kær. Hann hefir orl langt og þróttmikið kvæði um Gunnar á Hlíðarenda, sem Magnús Ásgéirsson hefir þýtt á islensku. Birti „Fálkinn ' þá þýðingu fyrir þrem árum. Þessa dagana verður Heidensta.u ekki aðeins hyltur i Svíþjóð, ætt- landi sínu, sem einn þess besti son- ur, heldur um öll Norðurlönd, að minsta kosti meðal allra bókmenta- vina. Sigiirjón Guðjúnsson. Eiturfaraldur í Hollywood. Lögreglan í Los Angeles hefir skýrt frá þvi, að ýmsir frægir kvik- myndaleikarar muni vera bendlaðir við eiturmál eitt mikið, sem höfðað hefir verið gegn lækninum Frede- ric Waitsfelder. Er honum gefið að sök, að hann hafi látið sjúklinga sína fá allskonar nautnaeitur, án leyfis yfirvaldanna. Hefir Waits- felder játað, að hafa lótið eina kvik- myndastjörnu fá 250 skamta af eitri alls, á síðasta ári, og afhent lista yf- ir leikara, er fengið liafa hjá hon- um eitur, svo að það þykir sannað, að notkun eitursins sje almenn með- al kvikmyndaleikaranna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.