Fálkinn


Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 11

Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 brugðninguna, er prjónað 8 cni. stykki, og er 1 1. tekin úr beggja megin á öðrum hvorum prjónj. Því næst skiptast boðangarnir í tvent en bæði stykkin prjónast eins: Fell- ið 2 1. af öðrum hvorum prjóni hálsmálsmegin og fellið sömul. 1 1. af á öðrum hvorum prjóni hand- vegsmegin. Endurtakið úrtökurnar þar til 12 1. eru eftir. Dragið þráð í gegnum þessar lykkjur og prjónið ekki hlírana fyrr en búið er að sauma bolinn saman. Bakið er prjónað eins og framstykkið. Þeg- ar búið er að prjórta 22 cm. frá bclti er felt af. (Sjá punktalínuna á mynd B). Fleygurinn: Fitjið 2 1. upp og aukið út um 1 J. beggja megin á öðruin livorum prjóni, þar til komnar eru 18 1. Þá er 1 1. tekin úr beggja megin á öðrum hvorum prjóni þangað til eftir eru 2 1., sem feldar eru af. Samsetning: Öll stykkin eru pressuð með deigri rýju. Þá eru þau saumuð saman og fleygurinn saumaður í buxurnár. Svo er best að máta sundbolinn og sjá hvað hlírarnir þurfa að vera langir. Buxnaskálmarnar, hálsmálið og liand vegurinn er faldað og renningur lagður undir til þess að ekki mynd- ist flái. Sundbolur. Efni: 200 gr. biátt garn, 50 gr. rautt og 50 gr. hvítt garn. Prjónar nr. 3. Stærð 44. Fyrirmyndin: fírugöning: 1 rjett og 1 brugðin. Deplanmnstur: 1. prjónn rjettur, 2. pr.. brugðinn, 3. prj. -f 9 rj., prjón- ið 3 lykkjur úr 1 1. (1 rj., 1 br., 1 rj.) endurtakið frá + prjóninn út. 'i. prj. Prjónið 1 brugðna 1. úr þess um þremur, 9 1. br., endurtakið þannig út þennan prjón. 5. og 7. prj. rjettir, 6. og 8. prj. brugðnir. 9. prj.: 4 1. rj. + 3 1. prjónist úr 1 1., 9 1. rj. + endurtakið á milli + út prjón- inn. 10. prj. eins og 4. prj. 11. prj. rjettur, 12. prj. brugðinn. Þessir 12 prj. mynda munstrið. PRJÓNAAÐFERÐIN: Framstykkið: Byrjið neðst á vinstri skálm. Fitj- ið 60 1. upp af bláa garninu og prjónið 11 cm., en aukið 1 1. i á 3ja hverjum prjóni vinstra megin. Því næst er hægri skálmin prjónuð alveg eins, að öðru leyti en þvi, að aukið er út hægra megin. Báðar skáimarnar eru svo prjónaðar yfir á einn prjón og eiga þá að vera 138 i. á prjóninum. Prjónið 9 cm. og takið því næst 1 1. úr beggja megin á 5. hverjum prjóni, þangað til 120 1. eru eftir. Þegar stykkið er orðið 34 cm. er mittinu náð og þá er prjón- ið 4 cm. breið einföld brugðninn (1 rj. 1 br.). Þar næst eru rándirn- ar prjónaðar og aukið í beggja meg- in á 5. hverjum prjóni þangað til lykkjurnar eru orðnar 138. Randirnar: 4 cm. með rauða garninu, 2 prj. af þvi hvíta, 2 prj. af rauðu, 2 prj. af hvítu, 2 prj. af rauðu, 2 prj. af hvítu, 2 prj. af rauðu, 6 prj. af bláu, 2 prj. af rauðu, 2 prj. af bláu, 2 prj. af rauðu, 2 prj. af hvítu, haldið áfram með 2 prj. af rauðu og 2 prj. af hvitu þangað til komnar eru 3 livítar randir og 4 rauðar, þá er rest- in prjónuð með bláu. Þegar búið er að prjóna 16 cm. fyrir ofan beltis- Hansen var að tala við klæðsker- ann sinn: — Hvernig stendur á þvi, að þjer sendið mjer aldrei reikninginn? Klæðskerinn: — Jeg rukka aldrei gentlemenn. — En hvað gerið þjer, ef þeir ekki borga? — Þá veit jeg, að þeir eru ekki gentlemenn og þá rukka jeg þá. FALLEG DRAGT úr marinebláu ullarefni með blá- dröfnóttum hornuin og vasa. Fóðrið undir hattbarðinu er lika dröfnótt. VORTÍSKAN, sem stingur upp kolli við Long- champs-veðreiðarnar er aldrei tekm alvarlega, vegna þess hve öfgafull hún er. Það er t. d. ómögulegt ann- að en taka eftir þessum tveim á- berandi liöttum. „Militær“-kápan kemur árlega fram á sjónarsviðið, en árangurslaust, vegna þess live o- hentug hún er. En öðru máli gegn- ir með þennan aðskorna frakka, hann gæti orðið vinsæll, skinnrönd- in er smart, en dýr. Gulldiskar Zogu konungs. Biaðamaðurinn Griggs, í Nya Dag- ligt Allahanda, sem verið hefir i Albaníu, vjefengir það, að Zogu sje eins fátækur og af er látið. „Hvað er t. d. orðið af öllum gulldiskun- um, sem notaðir voru við albönsku hirðina?“ spyr hann. Þegar konung- urinn kvænlist voru 300 manns í veislunni og þeir átu allir af gull- diskum. Griggs álitur, að ef konung- urinn hafi náð diskunum með sjer, muni hann geta lifað lengi á þeim, þó ekki væri annað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.