Fálkinn


Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 12

Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N STANLEY SYKES: Týndi veðlánarinn.12 læddist yfir garðinn og faldi sig nndir lima- girðingunni. Djrnar opnuðust og frú Laid- law kom út. Hún fór út um garðshliðið og yfir götuna að póstkassanuin. Undir eins og hún var kominn inn aftur og kveikt var i borðstofunni flýtti Uurley sjer á ölknæp- una og evddi tveim pennyum i símtal. Klukkan tíu um kvöldið kom sá, sem tók \ið verðjnum eftir Purley, og sagði honum, að í stóra umslaginu liefði verið krafa á Diamon Insurance Companv fyrir fjögiir þúsund punda iðgjald, en liitt brjefið hefði verið til ungfrú K. Barrett, 17 Queen Ann street í Birmingham og sagðist brjefritar- inn mundi koma til liennar bráðlega. ,,Lánúð utanáskrifl, geri jeg ráð fvrir?“ sagði Purley. „Já, það er tóbaksbúð. Þeir atbuguðu |>að á lögreglustöðinni í Birmingiiam, undir eins og Drury fjekk grun á fyrra brjefinu. Þetta brjef er alveg eins og það fyrra. Ó- skö|) meinleysislegt að sjá, en það segir Kate, að við skiftum okkur ekkert frekar af frú Laidlaw. Það minntisl lika á mann- inn, sem liefir verið settur til að skvggja Tomlin. Hún fer til Birmingbam á morgun og verður þar tvo daga, segir hún. Þegar jeg skyldi við fulltrúana voru þeir að afráða, að elta bana og voru báðir í besta skapi.“ „Og lnin hlakkar til að fá liftryggingar- fjeð, svo að þau eru þá öll í góðu skapi. Og jeg ætla að fara að hátta, svo jeg' er i góðu skapi líka. Þú ert eini maðurinn, sem ekki hefir ástæðu til að vera i góðu skapi. Og þokan er að verða svartari. Ef ]>ú þarft að komast alveg upp að húsinu, ])á skaltu nota forstofuhliðið, því að það iskrar svo mikið í hinu. Þú átt leiðinlega nótt í vændum. Hún hreyfir sig ekkerl fyr en hún fer i heim- sóknina lil Ivate.“ „Nei, jeg geri ekki ráð fvrir því.“ „.læja, nú er best að fara og sjá hvað kelli mín ætlar að gefa mjer að jeta í kvöld. Góða nótt.“ „Ef hún fer, og það gerir hún“, sagði Drurv og leit upp úr járnbrautaáætluninni, „þá elti jeg hana og' hefi Purley með mjer.“ , Jeg hefði gaman af að koma lika,“ sagði Purley. „En það er ekki þörf á þvi, og hvað sem öðru Iíður, þá hefi jeg látið ýms önnur störf safnast fyrir, svo að jeg verð að láta þetta mál liggja i láginni, nema eitthvað sjer- stakt komi fyrir.“ Þeir voru að ræða um hvað gera skyldi, eftir að þeir böfðu lesið síðara brjef frú Laidlaw, sem ])eir böfðu fengið úr póstkass- anum hálftíma eftir að Purley símaði. Þeir voru nú komnir að raun um liver Kate var, en gátu ekki vitað, hvort það kæmi þeim að nokkru baldi eða ekki. En eitt skref i einu er nóg, þegar gengið er í dimmu. Kunnugleg rödd heyrðist fvrir utan og bíl- stjóri Levinskys kom inn. ,,.leg fann dálítið i dag, herrar mínir,“ byrjaði hann, „og datl i hug, að þið munduð vilja sjá það eins fljótt og unt væri. Jeg hefði gjarnan viljað koma fyr, en konan mín er lasin og það tafði mig.“ „Það var leiðinlegt að heyra,“ sagði Rid- ley með samúð. „\rona að henni batni fljót- lega. Hvað var það, sem þjer funduð?“ „Þetta,“ svaraði maðurinn og tók upp böglað brjef og lagði ])að á borðið. Það var skítugt og atað i olíu, en þó var bægt að lesa skriftina. ,,.Ieg fann það troðið niður með framsætinu í bifreiðinni," sagði bilstjórinn. „Jeg var að hreinsa vagninn að innan, því að hann hefir ekki verið breinsaður i nokkra daga, og þá fann jeg þetta, þegar jeg tók sætið úr.“ „Þakka yður kærlega fvrir. Látið þjer okk- ur liafa það.“ „Sjálfsagt. Góða nótt, herrar minir.“ Ridley fylgdi honum til dyra, en Drury tók blaðið og strauk úr því brotin. Holm Lea, Soutbourne, 27. apr. Kæri herra! Eins og l>jer vitið skulda jeg gður 5000 pund. Nú bráðliggur mjer á ngju láni, helmingi stærrn, oo leO hefi nægar Iryggingar að setja Igrir ]>ni. Mjer er nauðsgnlegt að fá endanlegt svar i kvöld, svo að mjer þætti vænt nm, ef jijer vitduð lilu inn til mín. Mjer jigkir leitt að ónáða gðar utan skrifstofutima, en málið j>olir enga bið, og lánið er svo stórt, að þjer fáið ómak gðar borgað. Jeg gel ekki komist tit gðar vegna þess að jeg er lasinn. Yðar einlægur Edward Derrington. P. S. Gerið svo vel að brenna blaðinn, þegar þjer hafið lesið það, af þvi að það er nxeð gerfi- nafni mínu en rjcttri (bráðabirgða) utanáskrift, og gæli þvi orðið tit þess að jeg þektist, ef brjefið kæmist i annara hendur. „Holin Lea á nýjan leik,“ hrópaði Drurv. „Það er enginn vafi á, að fvrsta lilgáta yð- ar hefir bitt markið, Ridley. Takið eftir dag- setningunni. Daginn áður en Rosenbaum hringdi til yðar. Það sannar fvllilega, að Levinsky hefir farið þangað um kvöldið. En spurningin er: hver er hann, Jiessi Derr- ington ?“ „Það er maðurinn, sem Iiafði samþykl vixilinn, sem vantaði í peningaskáp Le- vinskvs.“ „Já, jeg veit það. Og þessvegna er liann víst maðuriim, sem ojinaði fvrnefndan pen- ingaskáp. En það var ekki það, sem jeg átti við. Jeg á við hvernig hann hafi flæksl i þetta. Derrington átti heima i Holm Lea Það gerði Laidlaw lika. Derrington var veik- ur, samkvæmt brjefi hans að dæma, og Laid- law líka — mjög veikur. Það hafa verið tveir sjúklingar í húsinu, en Osborne mintist ekki á nema annan, og hinn maðurinn hefir ef- laust ekki verið í búsinu þegar maðurinn frá yður kom þangað lil að rannsaka það. Hver var það, sem þjer senduð þangað?“ „Það var Roberts.“ „Nú. Roberls fór um alt húsið, þegar það leið yfir frú Laidlaw, og ef nokkur annar maður hefði verið þar þá hefði bann sjeð hann. Svo að hvorki Derrington hafði lieilsu til að fara út morguninn eftir, nje „Nje hvað?“ spurði Ridley. „Derrington og Laidlaw eru ein og sama persóna. „Eru ?“ „Voru, liefði jeg vist átt að segja. Vita- skuld, ef Derrington var Laidlaw, þá er hann dauður og kemur ekki málinu við lengur, hvað okkar starf snertir. En við skulum láta það liggja á milli hluta að svo slöddu. Við vitum ekki nógu mikið um það.“ „Þetta brjef kemur okkur þá að litln haldi.“ „Ojú. Það segir okkur hvar Levinsky var kvöldið sem hann bvarf. , .íá, vitanlega gerir það það. Jeg var rjetl að segja búinn að gleyma, að það er Levin- sky, sem við erum að leita að. Jæja, það er víst kominn timi til að fara að hátta.“ „Það var mjer að kenna. Jeg var að tala um Derrington og Laidlaw." , Það er dálitið erfitt að fylgjasl með ])essu,“ sagði Ridley og geispaði. „Já. Ekki sísl vegna þess að ])essi við- burðarás var öll i liring, en bvorki upphaf nje endir á henni. En hvað sem ])\í líður, þá liggur nú næst fyrir að rannsaka, hvort Levinsky hefir látið nokkrar menjar eftir þessa heimsókn sína í húsinu. Þú verður að láta hin störfin þín biða einu sinni enn, Ridley. Mundu, að jeg verð að fara til Birni- ingham.“ „Jeg skal fá húsrannsóknarúrskurð og taka vel eftir öllu, sem fyrir augun ber. Okk- ur er þörf á, að finna eitthvað ákveðið, lil þess að byggja á.“ „Það veitir ekki af því.“ „Nei. Skvldi það er ákaflega líklegl, að Derrington og Laidlaw sje sami maðurinn. En ef það er, þá ern ])að ekki fingraförin lians sem voru á lásnum á peningaskápnum, því að bann lá fyrir dauðanum, þegar farið var i skápinn. Við vitum, að það eru ekki för Tomlins og þessvegna hljóta þau að vera eftir Levinsky sjálfan.“ „Þessi röksemd fer nú í hring hjá þjer, góðurinn minn. Hversvegna befði Levinsky átt að stela sinni eigin nafnaskrá og fela hana?“ „Hversvegna ætti nokkur að gera nokk- uð?“ Ridley fulltrúi var orðinn mæddur á öllu þessu. Það var öðru máli að gegna um manninn frá Scotland Yard en bann. Þvi flóknara, sem málið var, því betra fyrir Drury, þegar því vár lokið. Hann þurfti ekki um annað að hugsa, og gat eytt i það öllum sínum tima. Ridlev bafði líka verið ákafur af dugnaði i fyrstunni og gert sjer von um frama í slöðunni, ef honum yrði vel ágengt. En því lengur sem á leið, þvi fjarlægara virtist honuni markið. Slarf hans virtist ekki hafa orðið lil annars en að áuka ringul- reiðina; sex menn úr lögreglunni i Southbo- urne höfðu verið teknir frá venjulegum störfum sínum, vegna málsins, og svo bætt- ist þar á ofan, að lögreglustjórinn ljet orð falla um það, að árangurinn væri lítill. Ridlev hefði kærl sig kollóttan um það, ef liann hefði liaft eitthvað að styðjast við. En hann var orðinn hundleiður á öllum þeim mótsögnum og moldviðri, sem hingað til var eini árangurinn af rannsókninni. Hann Iijósl til að fara heim, og um leið beyrði bann Drurv muldra: „Derrington getur ekki verið Laidlaw, því að Derrington bað um viðtal við Levinsky saina kvöldið, sem Osborne kom til Laidlaw, og þá var liann meðvitundarlaus. Þetta er augljóst mál; það hlýtur annar maður að vera við þelta riðinn, Ridlev.“ „Fari hann til fjandans!“ sagði Ridley. „Hann verður þá að minsta kosti að bíða til morguns. Jeg' fer að bátta.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.