Fálkinn


Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 6

Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N N Á V í GI Smásaga eftir Th. Clegghorn ]y[AÐUR var oröinn vanur því a herflugvellinum í Ilenwood, að Somers liösforingi kæmi stundvis- lega klukkan hálfniu akandi á litla opna bílnum sínum upp að dyrun- um á liðsforingjaskálanum og ljeti vagninn standa þar allan daginn, þangað til hann fór heim á kvöldin, með hundrað kílómetra hraða, til j>ess að komast sem fyrst til Ruth, hlessaðrar konunnar sinnar. Þessvegna urðu ýmsir dálítið for- viða á því, að í stað þess að stað- næmast við liðsforingjaskálann, eins og hann var vanur, ók Somers nú marga morgna í röð út að flugskýl- unum, eða jafnvel alla leið út að flugvjelinni sinni, ef vjelamennirnir voru búnir að aka henni út á gras- völlinn, þegar hann kom. En lieir hættu að verða forviða á þessu smátt og smátt, því að l)að komst líka upp í vana, og þetta var einmitt það, sem Somers hafði æt!- asl til; að enginn af fjelögum hans veittu þessu eftirtekt, þegar hann einn morguninn, sem æfing i orustu í návígi átti að fara fram, rendi bílnum fast upp að Scout-flugvjel- inni sinni og fleygði belti með hlöðnum skotliylkjum, er hann hafði vafið inn í jakkann sinn, inn i flugvjelina. Somers skimaði í kringum sig, áð- ur en hann settist upp í vagninn aftur. Nei, það var augljóst, að eng- inn hafði tekið eftir þessu. Fjelagar hans voru orðnir svo vanir því, að hann færi akandi al- veg að flugvjelinni, að þeim hafði ekki dottið í hug, að láta sjer finn- ast neitt athugavert við, þó að hann gerði það Iíka í þetta skifti. Fyrsti liðurinn í hinu lævislega áformi hans hafði tekist vel. Hann ók bílnum afturábak frá vjelunum. Þær voru tvær á vellin- um, tilviljunin liafði ráðið því, að hann og Hanley áttu að fljúga fyrst- ir. Sá fyrri átti að láta i loft þrem- ur mínútum á undan þeim síðari og undir eins og þeir væru báðir kornn- ir í loft átti eltingarleikurinn og orustan milíi þeirra að byrja. Hún mundi bráðlega verða að návígi og j)á áttu þeir að taka til vjelbyss- anna, sem voru hlaðnar púðri, en kúlulausar. Neðan frá flugvellinum mundu fjelagarnir ineð hershöfðingjann í broddi fylkingar, horfa á hina glæfralegu viðureign, án þess að gruna hið minsta hvaða tíðindi So- mers hafði fyrirhugað þeim. Þeir voru allir æfðir flugmenn, og undir eins og þeir sæju flugvjel Hanleys steypast til jarðar á fleygiferð, mundu þeir undir eins skilja, að alvara væri í tafli. Þeir mundu fljótl skilja, að hjer hefði orðið slys -— og að Hanley var dauðans matur. Somers stöðvaði bihnn svo sem tuttugu metra frá flugvjelunum. Þeg- ar hann steig út úr honum, sá hann mann einan sjer fyrir utan liðs- foringjaskálann og þekti þar þegar yfirboðara sinn: Arnull herforingja. Það var óhugsandi að „sá gamli“ hefði getað tekið eftir nokkru i svo mikilli fjarlægð. Auk þess var skothylkjabeltið svo umvafið af jakk- anum, að maður hefði ekki sjeð í |)að, jafnvel þó hann hefði staðið alveg hjá. Nokkrum vikum áður hafði flugsveitin verið að æfa sig í að skjóta með kúlum á hreyfanlegl mark. Það voru venjulegir, mislitir loftbelgir úr gúmmí, sem flugmenn- irnir höfðu elt og skotið niður, hverja eftir aðra. Við það tækifæri hafði Somers sætt lagi og stungið undan einni vjelbyssuhleðslu af skotum. Hann hafði undirbúíð ráða- gerð sína lengi og vissi, að dagurinn mundi koma — dagur hefndarinnar. Hann bar hendina upp að húf- unni til þess að heilsa foringja sín- um, og Arnull höfuðsmaður svaraði kveðjunni. Vitanlega fanst honum ekkert athugavert við það, þó að flugmaður fleygði flugjakkanum sin- um upp í vjelina nokkrum mínút- um áður en hann átti að láta í lofl. Eða grunaði Arnull kanske, að ein- hverjar væringar væru milli Hanley og Somers? Somers varð aftur litið þangað, sem Arnull höfuðsmaður stóð. Hann var dálítið órólegur. Það voru taugarnar, sem brugðust hónum, því að auðvitað hafði for- inginn ekki hugmynd um óvinátt- una milli Iiðsforingjanna tveggja. Enginn vissi neitt um hana. Þeir höfðu báðir gætt þess, að láta aldrei neitt á neinu bera, þegar aðrir voru viðstaddir. Arnull höfuðsmaður hafði ekki einu sinni sjeð konu Somers, livað þá að hann vissi, að Hanley elti hana á röndum og væri tryltur af ást til hennar — og að hún hafði látið töfrast af honum. Somers klifraði upp í sætið sitt og fór að atliuga vjelbyssuna, sem var framan við flugmannssætið. í henni var belti með kúlulausum skothylkjum og á gólfinu var meirá af samskonar skothylkjum. Somers beygði sig, svo að síður yrði hægt að sjá hann utanfrá og fór að vefja jakkann utan af hlöðnu skothylkj- unum. Svo opnaði hann lásinn á vjelbyssunni, tók kúlulausu skothylk- in út og setti hin inn í staðinn. Þegar þessu var lokið labbaði hann makindalega upp í foringja- skálann. Nú var liann tilbúinn. — Hvert einasta skot, sem skolið var frá Scoutvjelinni lians núna innan skamms, þegar hún væri komin á lofl, væri banvænt, og flugvjel Han- leys mundf steypast til jarðar, eins og logandi blys, með dauðan mann um borð. Honum varð litið á klukkuna í skálanum og sá, að hana vantaði kortjer í níu. Eftir nokkrar mínútur mundu hann og Hanley vera komnir í Joft. Hann svolgraði í sig bolla af sjóðheitu kaffi, en bifreiðar og mót- orhjól komu inn á flugvöllinn i si- fellu, og ungir og röskir liðsforingj- ar í einkennisbúningum flugmanna lcomu inn og buðu glaðlega góðan daginn. Somers reyndi að svara kveðju þeirra eins eðlilega og hann gat. En það var ekki laust við, að hann væri talsvert annars hugar. Hanley var aldrei þessu vant ekki kominn ennþá. Hvað hafði orðið af honum? Þegar Somers hjelt einnig áleiðis niður að flugvjelunum og þegar hann var kominn rjett að Scout-flugvjel- inni sinni, sá hann Hanley koma skríðandi undan henni! — Loftið var farið úr öðruin hringnum á öðru lendingarhjólinu, sagði hann afsakandi, og jeg náði i einn vjelamanninn og fjekk hann lil að dæla lofti í hann aftur. Að því er jeg get best sjeð, þá ætti hann að vera í lagi núna. — Hvað varðar yður um það? spurði Soiners stuttur í spuna. Hann trúði ekki á þessa skýringu Hanleys. í sama bili stóð Arnull höfuðsmaður hjá þeim. Somers liðsforingi og Hanley liðs- foringi, tilbúnir að láta í loft? spurði hann stutt, um leið og hann leit á klukkuna. Báðir liðsforingjarnir báru hend- urnar upp að húfunum. — tíott! Þjer, Hanley, takið Scout- flugvjelina og bíðið í þrjár inínútur. Og þjer, Somers liðsforingi, látið i loft undir eins, á ljettu Hawker- flugvjelinni. Skiljið þið? Somers varð náfölur. Hann fann að fæturnir skulfu undir honum. — En, herra höfuðsmaður. .. . ? Oi ðin sátu föst í hálsinum á honum. Þegar Arnull hafði gefið skipun, ga! enginn breytt henni. En liversvegna hafði hann valið þessa örlagaríku stund til þess að láta þá hafa vjela- skifti? Somers hafði flogið á Scout- vjelinni langa lengi, og Hanley á Hawker-vjelinni. Og einmitt núna ljet Arnull þá hafa skifti! Gat hann grunað nokkuð? Það kom kökkur í hálsinn á Somers. — Hverju eruð þjer að bíða eftir, Somers liðsforingi? Þjer vitið það jafn vel og jeg sjálfur, að í ófriði verður flugmaður að hafa flugvjela- skifti oft og mörgum sinnum. Jeg Iæt ykkur tvo hafa skifti á vjelum í dag, til jiess að gefa ykkur tæki- færi til að æfa ykkur í að stjórna vjelum, sem þið þekkið ekki út og inn. Tilbúinn að fljúga? Somers brölti þegjandi upp í Hawker-flugvjelina. Sem hernaðar- flugmaður liafði hann margsinnis staðið augliti til auglitis við dauð- ann, og hann hafði ávalt sloppið frá því heill á húfi. En að hann ætti að deyja á þennan hátt — það hafði hann aldrei dreymt um. Hann beit á vörina, svo að lionuin blæddi. Það var þýðingarlaust, að skýra Arnull frá hvernig í öilu lægi. Sú skýring mundi verða flugsveitinni til o- gleymanlegrar vansæmdar og þó einkum honum og konu hans, sem hann elskaði úl af lífinu. Hann átti einskis annars úrkostar en láta skeika að sköpuðu. Scout-flugvjelin rann hraðar oa hraðar yfir völlinn, og þegar hún var komin yfir trjátoppana fyrir handan hann, var mótorinn settur á fulla ferð, og vjelin smáhækkaði í loftinu. Somers leit á klukkuna. — Nú mundi Hanley vera Iátinn í loft. Þó hann reýndl að flýja, þá mundi það ekki stoða, því að Scout-flugvjelin, sem Hanley var á, var miklu hrað- fleygari og mundi ná honum innan skamms. Hann leit við og gáði til hennar, jú, þarna kom hún beint á eftir hon- um. Hanley ljet sína vjel stíga enn hærra en Hawker-flugvjelin var. Það er venjuleg aðferð í hernaði, að flugvjelin sem ætlar að gera 'árás, steypir sjer ofan í móti yfir vjelina, sem hún gerir aðsúg að, alveg eins og ránfugl og skýtur bensingeymir- inn í tætlur með vjelbyssunni. Mikil kaldhæðni örlaganna að Hanley skyldi eiga að verða bana- maður hans, Somers, og með skarp- hlaðna vopninu, sem hann hafði ætl- að að drepa keppinaut sinn með! Somers Ijet vjelina taka ofurlitla dýfu. Ætti hann að reyna að neyð- lenda og bera því við, að eitthvað væri að hreyflinum? Þegar hann yrði rannsakaður mundi það koma á daginn, að hann væri í besta lagi! Og þá yrði farið að spijrjal Nei, hann var dæmdur til að deyja þarna sem hann var kominn. Klið- urinn í mótornum mundi verða sið- asti hljómurinn í eyrum hans. Já, og svo helvískir hvellirnir i hinni drepandi vjelbyssu Hanleys! Hvað mundi Hanley hugsa, þegar liann uppgötvaði að vjelbyssan var hlaðin skörpum skothylkjum? Hon- um mundi sennilega ekki skiljasl undir eins, hvar fiskur lægi undir steini. Somers leit við aftur. Nú var Scout-flugvjelin hjer um bil beint uppi yfir horium og æddi áfram. Hún mundi taka dýfu niður að hon- um og svo sveigja upp á við aftur, en Hawker-vjelin steypast logandi til jarðar. Svona! Somers beygði sig i kút, þegar skugginn af hinni vjelinni rann yfir Hawker-vjelina. Brot úr sekúndu .... og svo.... Eitlhvað vott og feitt hafði komið á gleraugun lians. Hann fjekk ekki tima til að líta upp, því að í sama bili hafði Hanley snarbeygt til þess að forðast árekstur. Scout-flugvjelin rann framhjá og lá við að hún snerti vængbroddinn á Hawker-vjelinni. - Drottinn minn: Vjel Hanleys stóð í björtu báli! Stórir blossar komu upp frá hreyflinum og vjelin steyptisl niður. Somers hallaði sjer út úr sætinu. Hann sá mann hlaupa út úr brenn- andi flugvjelinni og innan skamms þandist fallhlíf út. Til allrar ham- ingju. Hanley hafði bjargast. Fyrst nú tók hann í alvöru eftir fitulaginu á gleraugunum sínum. - Bensín! Hanley hafði þá stungið gat á bensingeymirinn í vjelinni, sero hann hjelt að Somers mundi fljúga í, Á flugstöðinni höfðu menn liorft á slysið og óðar var bifreið send al' slað eftir Hanley liðsforingja. — Skömmu síðar hittust hann og Som- ers í liðsforingjaskálanum, og Han- ley rjetti frjálsmannlega fram liend- ina — til mannsins, sem hann hafði áður hatað svo ákaflega. — Það munaði minstu að illa færi, sagði hann. — Mjer veitir ekki af tilbreytingu eftir þetta. Jeg á bróður i Indlandi og hann hefir boðið mjer nð koma til sín. Og nú fer jeg. Þegar reyfarahöfundurinn Edgar Wallace dó fyrir 6 árum, voru skuld- ir lians um tvær miljónir króna umfram eignir. Enginn bjóst við því, að erfingjarnir, synirnir Bray- an og Michael og dóttirin Patricia mundu gangast við skuldunum. En þau gerðu það samt, og það hefir borgað sig. Þvi að útgáfurjetturinn að reyfurum Wallace liefir orðið þeim mikils virði. Þau hafa á þrem- ur árum greitt allar skuldirnar og siðan grætt um miljón króna á ári á útgáfurjettindunum. Stofnuðu þau fjelag, Edgar Wallace Ltd., sem hefir einkarjett til að gefa út bæk- ur Wallace í Englandi og selja þýð- ingarrjettinn erlendis. Þetta fjelag gefur út um 100.000 eintök af Wall- acebókum á ensku eingöngu, an auk þess hefir það stórtekjur af þýðingunum og rjettindum til að nota sögurnar í kvikmyndir og leik- rit. Bryan Wallace ræður mestu í þessum fjelagsskap. En liann hefir líka erft gáfu föður síns og semui' reyfarasögur. Hann mótmælir því, sem sagt hefir verið, að faðir hans hafi aðeins lagt til þráðinn í sögur sínar, en látið aðra skrifa þær. Um það segir Bryan: „Faðir minn hefir skrifað hverja einustu bók sjálfur, sem nafn lians stendur á. Hann var afar mikill af- kastamaður. Margar af sögum sín- um skrifaði hann á minna en mán- uði. Og hann breytti aldrei staf í þvi, sem hann hafði skrifað. En hann notaði talvjel. Svo gotl minni hafði hann, að þegar hann byrjaði að romsa upp úr sjer að morgni, þurfti hann aldrei að atliuga, hvern- ig niðurlagsorð hans höfðu verið kvöldið áður“. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.