Fálkinn


Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N GAMLA BIO Gamla Bíó sýnir á næstunni Metro- Goldwyn-Mayer myndina Svikahrapp- arnir. Aðalhlutverkin leika Frank Morgan, Florence Rice og John Bea! Ung og falleg Ameríkustúlka er trúlofuð syni auðugs bankastjóra. Stúlkan hýr með móður sinni, en faðir hennar dvelur í Evrópu og sendir þeim mæðgunum 100 dollara á mánuði. Brúðkaupið er fyrir hönd- um og bankastjórafrúin, sem er mjög gefin fyrir að láta bera mikið á sjer, kemur tii móður stúlkunnar og til- kynnir henni, að nú skuli verða haidin brúðkaupsveisla, sem talandi verði um. Móðir stúlkunnar tekur þessu mjög dræmt, en sýnir henni brjef frá manni sínum, þar sem hann tekur það fram, að ef liann hefði vitað nógu snemma, að dóttir sín ætlaði að giftast svona skyndi- lega, þá hefði hann kosið að brúð- kaupið hefði farið fram í nýju og stóru höllinni sinni. Bankastjórafrúin verður svo hrifin af þessari hugul- semi, að hún fær komið því til vegar, að öil hersingin ieggur af stað til Evrópu, svo að brúðkaupið geti farið fram í stóru höllinni. En sannleikurinn var sá, að faðir stúlkunnar átti enga höll. Hann var bláfátækur maður, sem liafði ofan af fyrir sjer með þvi að selja auðtrúa Ameríkönskum ferðamönnum iista- verk, sem reyndar höfðu enga list að geyma. — Nú byrjar gamanið fyrir alvöru, en það er stundum grátt. Hvernig fer nú maðurinn með „nýju og stóru höllina" að kpma sjer úr þeirri klýpu, sem hann með óvar- færni hafði komið sjer i? Honum tckst það prýðilega, því að hann hefir ráð undir hverju rifi, en að- ferðirnar, sem liann notar eru býsna kynlegar. — Myndin er einskonar ádeila á „snobbið". Kímnin og snið- ugheitin gægjast hvarvetna fram. Hún kemur manni í hressandi skap, en veltur samt í aðra röndina til íhugunar á því, hve Htilsvirði þáð er i raun og veru að lifa fyrir það eitt ..að táta hera á s'er.“ Þorsteinn Jónsson, járnsmiður, Vesturg. 33, verður 75 áru 9. þ. m. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Lúðvík Kristjánsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reylcjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa i öslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTS prent. Skraddarabankar Loks er svo komið, að „skikk- anlegt fólk“ er farið að þora að tala um þegnskylduvinnu. Þeg- ar Hermann heitinn á Þingeyr- um bar fram þegnskylduhug- mynd sína fyrir fjörutíu árum, komust flestir málsmetandi menn að þeirri niðúrstöðu, að slikt væri þrældómur og alger- lega ósamboðið frjálsum mönn- um. Og það varð grýla sem hreif, að í þegnskyldunni ættu menn að „moka skít fyrir ekki neitt“. En á fjörutíu árum hefir þjóð- in þó þroskast svo, að hún sjer annað meira í þegnskyldunni en að moka skit fyrir ekki neitt. Hún sjer uppeldisgildi þegn- skykluvinnunnar og hún sjer arðvænlega gagnsemi liennar. Hún sjer atvinnulausa unglinga, sem lifa lífinu sjálfum sjer til leiðinda og öðrum máske til byrði. Hún sjer óþrjótandi verk- efni, sem þarf að vinna i ó- numdasta landi álfunnar, og sem ekki verða unnin nema með sterku og skipulögðu átaki. Ó- rudda vegi, mýrar arðlausar af vatnsaga og ótæmandi land, sem er vel fallið til ræktunar. Og margt og margt. Það er oft talað um þegn- skylduvinnu í framkvæmd nú á tímum. Fjelög hafa þegnskyldu- vinnu er þau þurfa að vinna ýms störf. Og það er verið að gera tilraunir með vinnuskóla. En í rauninni er það alls ekki þegn- skylduvinna í upprunalegri merkingu orðsins, sem hjer er um að ræða. Það er sjálfboða- liðsvinna, meira og minna ó- skipulögð og ókerfisbundin og er ekki ný í landinu. Bændur hafa öldum saman Ijeð grann- anum hjálparhönd er með þurfti og sveitir hafa unnið að sam- eiginlegu verkefni með sjálfvilj- ugri hjálp íbúanna. Vinnuskól- inn er hinsvegar nýr, en hefir eigi fengið á sig fasta mynd. En það er lögbundin almenn \wgnskylda, sem íslendingar þurfa að fá, bæði vegna ein- staklingsins og heildarinnar. í henni er fólgin mentun fyrir einstaklinginn og gróði fyrir heildina. Þrír mánuðir á ári i tvö ár, og sje unnið annað árið fyrir ríkið, en hitt fyrir sýslu eða bæjarfjelag. Þegnskyldu- vinna, sem jafnframt sje skóli, ekki bókmentaskóli heldur skóli í stundvísi og vinnulægni. Það hefir verið margsannað bæði hjer og erlendis, að tiltölulega fáir kunna rjett lag á algengri vinnu og að þeir fáu, sem kunna það afkasta meira starfi en þó með miklu minni áreynslu en hinir. Það eru mennirnir, sem vinnan „leikur í höndunum á“. Hversu gífurlega mætti ekki auka afköst þjóðarinnar með þvi að kenna æskulýðnum rjett vinnulag og hagsýni í starfi sínu. í NÆSTA BLAÐI FÁLKANS: Grein um danskonuna frægu, Anna Pavlova. — Frá liðnum tímum, eftir Oscar Clausen. — Grein um Kól- umbus. — Tvær sögur. — Litli og Stóri. — Skrítlur. — Barnadálkur o. m. fl. Hallgrímur Benediktsson, prent- Jón Jóhannesson frá Grindavík, ari, verður 60 ára í dag (7. júlí). nú til heimilis á Elliheimilinu ------------------ „Grund", verður 80 ára 7. júlí. Carl Finsen, forstjóri, verður 60 ára 10. þ. m. Diðrik Diðrilcsson, bóndi í Götu- húsum á Egrarbakka, verður 70 ára 10. þ. m. Ari fí. Antonsson, verkstjóri, verður 65 ára 7. júlí. Ólafur Jónsson, fgrv. lögreglu- þjónn, verður 75 ára 10. þ. m,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.