Fálkinn


Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 10

Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 10
F A L K 1 N N 10 Nr. 555. Þegar Adarnson fjekk sjer miðdagsblund! S k r í 11 u r. Konan mín hefir gleymt að skeru skorpuna af brauðinu mínu, rjeit einu sinni. Jens var altaf mjög ‘gleiður við alt kvenfólk. Dag nokkurn var hann að segja frá því, að hánn hefði ald- rei á æfi sinni sjeð ljóta konu. F.n l>að vildi svo tit, að í sama bili og hann sagði þetta, stóð kona við hlið- ina á honum með stórt og flatt nef. — Lítið á mig Jens, þjer getið þó ekki viðurkent annað, en að jeg sje ljót. — Góða frú, sagði Jens, þjer eruð engill, eins og allar aðrar konur, dottnar af himnum ofan, en j>að var ekki yðar sök að þjer duttuð á nefið. Kennarinn var að segja börnunum frá, hversu öllu væri dásamlega fyrir komið í ríki náttúrunnar. Ef einhver missir t. d. sjónina á öðru auganu, þá verður hún skarp- ari á hinu. — Eiríkur, getur þú nefnt mjer eitthvað annað dæmi? — Já, ef t. d. einhver maður missir neðan af hægri fætinum, þá verður sá vinstri lengri. Drekkiö Egils-Ö! X^O^O'VOO^ Jœja, gúða, flýttu þjer að láta brenna við, annars komum við of seint á Borgina. Pjetur hafði verið fjári vesæll um tíma og þess vegna fór hann til læknisins, sem ráðlagði honum, að fá sjer toddy á hverju kvöldi. „Það mun styrkja yður,“ sagði læknirinn. Jú, Pjetur hafði svo sem ekkert á móti því að reyna þetta, en hvað haldið þjer læknir, að hún Maria min segi við því? — O, það ætti ekki að vera svo mikil hætta með hana, sagði lækn- irinn. Þjer skuluð bara segja henni, að þjer ætlið að raka yður. Hálfum mánuði seinna gekk lækn- irinn fram hjá húsinu hans Pjeturs, til þess að vita hvernig hann hefði það, karluglan. — Pjetur var eklci heima, en Maria varð fyrir svörum. — Ja, læknir minn, ekki veit jeg hvað gengur að honum Pjetri mín- um núna, en eitthvað er það, því nú rakar hann sig fjórum og fimm sinnum á dag, en áður ljet hann nægja með að gera það á hverju laugardagskvöldi! Ó, Marta, sagði Gunnar hug- fanginn, það er dásamlegl að dansa við þig. Mjer finst það eins og að dansa ofan á skýjunum. — Sá er góður! Það eru bara fæt- urnir á mjer, sem þú ert að sparka á. VMCt/fW LCttHbURHIR 11) Þeim tókst ágætlega að lenda og flugvjelin rann á hjólunum heim að aðalbyggingunni. „Komdu sæll! Mich!“ hrópaði franski tollþjónninn. „Hvað er nú þetla, er farþegi með ykkur? Komið þið nú allir inn og fáið ykkur einhverja hressingu.“ Og eflir litla stund voru þeir allir sestir inn í litla og vistlega skrifstofu. 12) Fjórir grunsamlegir karlar sátu inn í skuggalegu kaffihúsi, er var við eina af hliðárgötum Parísar- horgar. „Treystið aðeins á okkur.’ sagði einn þeirra, er var gamall flugmaður úr hernum og lijet Zagoczy Jönson og ég skulum ganga frá þessum herrum, en svo verðið þið að lenda. fiugvjelinni fyrir utar Ostende, þar sem hinir býða okkar." Ueppnust glœpamönnunum að framkvœma áætlun sína7 Lesið um það í næsta blaði! Útbreiðið Fálkann. Armbandsáttaviti. Sje maður á gönguför í ókunnu hjeraði, verður maður að hafa átta- vitann altaf til taks lil að vita hvað áttinni liður. Hjer er aðferð til að gera manni hægt fyrir í þessu efni. Við notum dálitla ól — R -— sem er mátuleg fyrir úlnliðinn og tvær litlar leðurpjötlur. Á A er skorið gat, sem festa má litinn vasaátta- vita — iK — í. Endarnir F—F eru sniðnir til. Gatið á stykki Ii, er nokkru miniia en á .4, svo að átta- vitinn geti ekki dottið úr. Leður- pjötlurnar eru saumaðar fast við ólina, eins og sýnt er á C, og ólin er fest um úlnliðinn, eins og arm- bandsúr. Á þenna hátt er auðveld- ara að spyrja áttavitann ráða. ÆFINTÝRIÐ HENNAR ÖMMU. — Segðu mjer nú sögu, sagði Pjet- ur litli við ömmu sína. — Sestu þá hjerna á skemilinn hjá mjer, kanske mjer detti eitt- hvað í hug. —- í gamla daga bjó huldufólk í Hestfjalli. Þar var huldumaður og huldukona, en j>au áttu engin börn. Næstum alt fólkið í bygðinni átti börn, en þau áttu engin. Þetta tók þau sárt, svo að þau urðu hrygg og stúrinn. Einn dag læddust þau ofan i bygðina, og fundu þar litla, fátæka stúlku. — Viltu verða barnið okkar —■ sagði huldukonan og gerði sig blíða i máli. — Þú færð að búa með okkur í Hestfjalli. Við gefum þjer epli og appelsínur, ljómandi gullkjól cg silfurskó. — Þetta var girnilegt fyrir blá- snauða telpuna, og fór liún nú með þeim. Það var heldur en ekki hjarl um að litast inni í fjallinu. Þar ljómaði alt í gulli og silfri, og alls- konar dýrindis krásir voru á borð um. — En ekld leið á löngu, þar til stúlkuna fór aftur að langa heim i baslið. — Mig langar heim — sagði hún skælandi. — Já, en þjer hefir liðið svo vel hjerna hjá okkur, sagði luddukonan. - Já, en jeg gel ekki ieikið mjer við neinn hjerna, sagði slúlkan. Jeg átti mörg syslkini lieima. Og svo cr mig farið að langa svo mikið til að sjá hana mömmu. Og hún fór að hágráta. Þá sá huldukonan engin önnur ráð, en að lofa henni að fara heim. Því það var huldufólk af betra tag- inu, sem bjó í Heslfjalli. Litla stúlk- an fjekk fallega silfurbrúðu, og svo fylgdu hjónin henni á leið heim. — Það er best að þú eigir brúð- Framh. á b\s. 13. Meö ílugujel aö næíurlagi. (Framhaldssaga með myndum). 10) Mick var ekki nærri búinn að sýna Jóni og skýra út fyrir honum öll tæki vjelarinnar, þegar sást til lend- ingarljósanna í Le Bourgef, sem er í'jett hjá París.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.