Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1939, Side 5

Fálkinn - 29.09.1939, Side 5
F Á L K I N N 5 viröi. Friðrik bóndi á Hóli, sá er með mjer er, er allra manna kunn- astur högum og háttum dýranna á Vestur- og Brúaröræfum, eða eina slaðnmn, sem þeau lifa nú á hjer á landi. Jeg spurði hann, hvort orma- og bráðapestin vildi ekki liöggva skörð í hreindýrahópana svo og hor- fellir eftir harða vetur. Taldi liann það ekki vera; þau væru að vísu oft illa undan vetri gengin, en lifðu það af. En hann kvað það koma fyrir, að þau hröpuðu fyrir kletta og eitt- hvað færi að sjálfsögðu í jökulárnar, en mest væri þeim hætta búin, er þau leituðu langt niður í bygð. Jeg hefi nú tekið á mig nokkurn krók, hvað ferðasöguna snertir. — WORDAGARNIR Iiðu hver á fætur öðrum og maí var senn á enda. Kálfarnir voru hraustir og liafði þeim farið mjög mikið fram frá því við náðum þeim. — Bygðarmanna var nú von á hverri stundu. Við gengum á hverjum degi með kálfana til þess að æfa þá undir heimferðina, því að Jjeir áttu að elta okkur alla leið nið- ur í hygð. Oft hafði mjer flogið i hug, hvernig þeim mundi verða við menninguna og alla nýbreytnina. — Hunda hræddust þeir ekki, því að við höfðuni einn með okkur og var hann orðinn góður kunningi þeirra. Þritugasti maí er runninn upp, fag- m og dásamlegur, hjer í ríki öræf- anna. Kálfarnir eru í tjóð'ri fyrir utan tjaldið o& jeg heyri að þeir ó- kyrrast; jeg lít því út og sje að bygðarmennirilir eru að lialda i ldað. Það er tekið af hestunum og þeim gefið hey, en að því loknu setjumst við inn i tjaldið og spyrj- um almæltra tíðinda. íslenska gest- risnin grípur mig nú heljartökum. Jeg sæki því vatn og fer að hita upp prímusinn. Komumenn leggja til kaffið og brauðið, en við vatnið. Það er mikið drukkið, það er einskonar kveðjuskál til öræfanna, því að snemma næsta morgun á að leggja af stað i bygð. Burtfarardagurinn er bjartur og hlýr. Tjaldið og annar farangur er r,ú búinn í bagga og hafinn til klakks og síðan er haldið af stað. Lestin þrammar á undan, heimþráin gerir hestana ljetta í spori. Þegar komið er niður í Dysjarárdalinn fer kálf- unum að leiðast röltið. Þeir leggjast niður og vilja fá að sofa í friði, enda er alveg kæfandi hiti. Við tjöldum þvi og snæðum; eftir tveggja stunda dvöl er lagt af stað á ný. — Vestan kaldi fyllir nú dalinn, sem gefur okk- ur og dýrunum nýjan þrótt. Hressir og glaðir hugsum við langt til næsta áfanga og eftir 1G tima tjöldum við hjá Aðalbóli. Þar sofum við í 4 stundir og síðan leggjum við af stað á siðasta áfangann til bygða, en það er Fljótsdalsheiðin. Kálfarnir þurfa annað veifið að fá að sofa' og hvíla sig og því verður okkur tafsamt á Ieiðinni. Eftir 17 tíma komum við niður að Egilsstöðum í Fljótsdal og nú þurfum við ekki lengur að hugsa um að tjalda eða að matbúa, því að Gurinar Sigurðsson bóndi þar er maður gestrisinn og veitir vel. — Kálfarnir fá nú í fyrsta sinn ný- mjólk og rjóma. Þegar jeg hefi lokið við að gefa þeim, læt jeg þá í hús og geng síðan til náða. En mjer verð- ur ekki svefnsamt nóttina þá, því að jeg þarf að vitja kálfanna á tveggja tíma millibili. Eftir miðjan dag 2. júní leggjum við af stað frá Egilsstöðum út að Hóli. Þessi einkennilegi leiðangur þokast bæ frá bæ niður fegursta dalinn á íslandi. Alstaðar mætir manni góðvild og greiðasemi. Sú slund er nú komin, að jeg kveð fje- laga minn, sem hefir eignast með mjer ógleymanlegar stundir uppi á islenskum öræfum. ■— Jeg stend nú cinn eftir hjá bænum Brekku og Negrinn, sem svaf á Norðurpólnnm. býð nýs fjelaga, sem á að flytja mig og kálfana siðasta áfangann. Hvernig ætli þeir taki ferðalaginu, sem fer í hönd? TEG horfi út yfir Lagarfljótið, ör- lítill depill sjest bera við Fjarðar- heiði. Hann stækkar og eftir örlitla stund er hann orðinn að hávaða- sömum fugli, sem rennir sjer i fögr- um boga og sest á Fljótið. Hann lendir við malarkambinn, þar sem jeg stend. Út úr honum kemur bros- hýr maður. Áræði og æska skín úr augum hans. Við heilsumst. Örn, það er til valið og stýra „Erninum“. Það er farið að hvessa. Bárurnar stækka á Fljótinu. Við holum kálf- unum í poka og setjum þá siðan út í flugvjelina. Vjelin er sett í gang. Kálfarnir brjótast um, en jeg reyni að lialda þeim föstum og strax og við losnum við Fljótið spekjast þeir. Órn eykur hraðann. Höggin á flot- holtunum verða hörð og tíð, og nú livílum við á vængjum vindanna. — Kálfarnir kyrrast og jeg fæ tækifæri tii að líta út. Jeg sje yfir alt Hjerað- ið, út yfir Fjarðarheiði og Seyðis- fjörð. — Hver fjandinn, Örn er þó ekki farinn að leika listflug með kálfana? Vjelin hendist upp í loftið, en hrapar jafn skjótt niður aftur. Nei, það getur áran ekki verið. Alt í einu man jeg eftir lægðunum lians Jóns Eyþórssonar. Þær voru þá til, já, svo sannarlega var ekki um það að villast. Og þetta lilaut að vera ein af þeim verstu. Skyldi hann vita af þessari, datt mjer í hug. Veðrið ætlum við að taka í Hornafirði og við bið- um þess rólegir, livað við heyrum. Eftir 1.22 mín. lendum við í Horna- firði. Kálfunum er vitanlega lofað í land. Bensín er látið á vjelina og síðan snæðum við. Að lokum er það svo veðrið, en ekki gat Jón um lægð- ina. Við pokum kálfana, sem brölta og brjótast um og síðan er haldið af stað. Jeg horfi suður með strönd- inni. Við Ingólfshöfða er gráhvítur þokubakki. Jeg hefi orð á því við Örn, sem vitanlega var löngu búinn að sjá hann á undan mjer. „Ætli við sullum okkur ekki í hann“, segir Örn um leið og gráhvít þokan hylur útsýnið. Við Hjörleifshöfða rennum við aftur út úr þokunni. Það er þægilegt ferðalag að sitja i flugvjel án hreindýrakálfa og lægða, en þar sem þ’etta hvorttveggja fylgir mjer er jeg feginn að vera kominn á leiðarenda. Niður undan flugvjelinni er nú Þingvallasveitin í blámóðu hinna fögru fjalla. Flug- vjelin lækkar flugið og sest á Þing- vallavatn. Við förum upp að bryggju og í sömu svifum eru kálfarnir komnir á land eigandans. — Þess- ari ferð er lokið, sem er sjerstæð í sinni röð hjer á landi. TEG var alllangan tíma með kálfun- J um eftir að þeir komu í Þingvalla- sveitina. Þegar þangað kom var hverjum þeirra gefnir 3 lítrar af mjólk á sólarhring og þyngdist hver þeirra að rneðaltali um 450 grönnn á sólarhring frá því þeir voru teknir og þangað til jeg skyldi við þá. Jeg þakka eiganda kálfanna fyrir framtakssemina í þessu sem mörgu öðru, fyrir að hafa opnað augu landsmanna fyrir nýjum möguleikum tii bættrar afkomu í framtíðinni. — Uppi á Vestur- og Brúaröræfum ráfa 500—600 hreindýr ár eftir ár engum til nytja. Er ekki kominn tími til fyrir Islendinga að stunda lirein- dýrarækt? Frúin: — Hvers vegna komstu ekki þegar jeg hringdi? Vinnukonan: — Jeg heyrði það ekki. Frúin: — Næst þegar jeg hringi og þú heyrir það ekki, verður þú að koma og segja mjer þð. Blaðamaður frá sænska Aftonblað- inu, sem staddur var í New York síðastliðið ár, hefir skrifað eftir- farandi grein: Fyrir rjettum 30 árum síðan lá negri á sjálfum Norðurpólnum og steinsvaf. Biksvartur var hann reynd- ekki, en dökkbrúnn, svo að hann stakk verlega í stúf við hið hvíta umhverfi. Aðeins í þetta eina sinn hefir negri fengið sjer blund á þess- um slóðum. Negrinn hjet Alexander Matthew Henson og tók hann þátt í svo að segja öllum þeim leiðangrum, sem ameríkumaðurinn Peary fór til Norð- urpólsins. Hann var einnig með lion- um, þegar liann að lokum náði því langþráða takmarki að komast til Norðurpólsins, þann 6. apríl 1909. Sagan um Henson er ekki alveg eins æfintýrakend, eins og svörtu ná- grannarnir hans í New York vildu vera láta. Þeir sögðu að svertinginn hefði lagt sig til svefns í snjókofa kvöld eitt, og svo morguninn eftir, þegar hann vaknaði, varð hann þess áskynja að hann var á miðjum Norð- urpólnum. Nei, — svona greiðlega gekk honum ekki að komast þangað. Hann þurfti fyrst að yfirvinna ótal erfiðleika, og að því loknu gat hann lagst rólegur til svefns. í fyrra frjetti jeg fyrst um Henson í New York, svona aðeins af til- viljun. Jeg var þar í alþjóðlegum fielagsskap. Ivvöld eitt var verið að tala þar um menn, sem liefðu orðið mjög frægir ■— jafnvel heimsfrægir — en sem síðar háfa svo horfið í skúmaskot veraldarinnar og gleymst fyrir fult og alt. Einn af slíkum mönnum var negrinn, sem hafði sofið á Norðurpólnum. Hann átti einhvers- staðar heima í New York, en hvar, það vissi enginn af þeim, sem þarna var. Þenna eina mann sem ennþá er lifandi af þeim, er fundu Norður- pólinn varð jeg að hafa tal af. Jeg leitaði og leitaði og loks kom jeg að þessu óhreina húsi, sem mjer hafði verið vísað á. Jeg liringdi dyra- bjöllunni og Ijósbrúnn karlmaður opnaði dyrnar. Hann leit út fyrir að vera miðaldra. Jeg var nærri búinn að koma mjer i bobba, með því að spyrja, hvort faðir hans væri heima, því jeg hjelt nefnilega að sá, sem jeg leitaði að, hlyti að vera mjög full- orðinn maður. En til allrar ham- ingju tók jeg mig á og spurði: „Eruð þjer Mr. Henson?“ „Jú, svo er það,“ var svarað. Nýtísku húsgögn voru í liverju herbergi, miklu fínni en jeg hafði bú- ist við að sjá hjá rjettum og sljett- um tollþjóni, sem ekki hjelt heimili. Til að byrja ineð var mjög erfitt að fá hann til að segja frá ferðinni norður eftir. Það var svo að heyra, sem hann liefði ekki í mörg ár verið spurður um neitt viðvíkjandi henni. Heimurinn hefir gleymt Mr. Henson og hann hefir verið svo óheppinn að búa í landi, þar sem agnúast er við kynflokki hans. Smátt og smátt lifnaði þó frásögn hans og að lokum var svo að sjá, sem hann væri hugfanginn af að segja frá liinni æfintýralegú sleða ferð frá Gap Columbia til Norðúrpóls- ins og þaðan heim aftur. Já, við komumst heim heilu og höldnu og alt var það þvi að þakka, live veðrið var gott. Einn af eski- móunum orðaði Jjetta þannig: Það er óliugsandi að við hefðum fengið svona gott veður, ef þessi djöfull, sem ísnum stjórnar, hefir ekki fengið sjer svefn, eða lent í liörku rifrildi við kérlinguna sína. Þessi ferð hafði mikla þýðingu fyrir Peary, því að með henrii tókst honum að ná því takmarki, sem hann liafði verið að keppa að í 23 ár. í 12 ár stóð barátta hans i ís- hafinu. En að lokum gat hann skrif- að í vasabókina sína: „Jeg er á- r;ægður“. Norðurheimskautsleiðangur Pearys byrjaði eiginlega í júlí 1908, en þá fór hann á skipinu „Roosevelt" með frarn austurströnd Grænlands og kom við á Kap York og tók þar heilan hóp af eskimóum. í febrúarmánuði fór fyrsti hópur- inn af stað norður eftir og siðan hver smáflokkurinn á fætur öðrum með fárra daga millibili, og stjórnaði Peary siðasta hópnum. Alls voru í leiðangrinum G hvitir menn 1 negri og 19 eskimóar. Fjórum sinnum varð Peary að neyðast til að senda menn heim- leiðis frá sjer aftur. í síðasta sinn var hópur sendur af stað heim á leið 2. apríl, en þá voru ekki eftir nema 22 mílur að takmarkinu. Sein- asta hópnum, er var sendur til baka, stjórnaði Bartlett, sá maðurinn, sem Peary hafði mestar mætur á. Hversvegna var nú ekki negrinn sendur heim í hans stað? Þessu svaraði negrinn á þá leið, að hann hafi verið með í öllum leiðangrum Pearys til lieimskautsins, nema þeim fyrsta og altaf verið í þeim hópn- um, sem lengst liafði komist. Þar að auki liafði hann stálvilja og Peary leit svo til, að hann væri bestur að stjórna hundunum með sleðana, auk eskimóanna. Að lokum er til ein skýring ennþá, sem Henson reyndar ekki nefndi, en lnin er sú, að Peary hafi ekki árætt að senda negrann sem foringja fyrir flokk og því hafi Bartlett verið látinn fara. Þegar Peary náði loksins hinu langþráða takmarki, að komast til Norðurpóls- ins, var hann eini hvíti maðurinn i hópnum, því að auk Hensons voru aðeins 4 eskimóar. Þetta var meðal annars ástæðan lil þess, að menn ef- uðúst um að hann hefði nokkurn tíma komisl til heimskautsins. f lok ferðarinnar var ísinn okkur ekki mjög til trafala og þann 6. apríl komum við á sjálfan Norðurpólinn. Fimm fánum var komið fyrir á ísn- um: Amerikanska herflotafánanum, Rauða kross fánanum, fánum tveggja fjelaga, er stutt höfðu Peary í leið- angrum hans, og loks það sem eftir var af ameríkanska silkifánanum, sem Peary hafði haft með sjer í 15 ár og sem hann hafði tekið af pjötlur, til þess að setja niður, þar sem hann hafði orðið að hætta í fyrri ferðum sínum. Ferðin heim gekk vel. Við fórum sömu leið og við komum og gát- um þvi náttað í snjókofunum, sem við höfðum gert á leiðinni norður eftir. Þann 23. apríl — eftir 53. daga ferð — höfðum við aftur fast land undir fótum. En þá vorum við svo þreyttir, að við fleygðum okkur nið- ur í einum snjókofanum og sváfum þar samfelt í tvo sólarhringa. Að því búnu hjeldum við svo ferðinni áfram, þar til við komum um borð i „Roose- velt“. — Þegar Henson liafði lokið frásögn sinni, spurði jeg livort hann, svo lítill og renglulegur eins og liann væri, hefði ekki átt erfitt að fylgja hinum eftir á svo erfiðu ferðalagi. Jeg stóð mig alveg eins vel og hinir, sem voru stærri og þrekmeiri. A slíku ferðalagi láta kraftarnir fljótt undan óg þá er það viljinn sem.ber manri. Minsta kosti var Peary vanur að segja það. Þéssi litli maður, sem einu sinni var nafnfræg hetja, lítur út fyrir að vera rösklega fimtugur — en er samt Framh. á bls. ik.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.