Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 23

Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 23
F Á L K I N N 17 />uð þarf víðar að ríða vötn en ú íslaruli. Myndin er lir Visdal í Jötun- heimi. inni, ])angað til við opnuðum hlíf- arnar báðum megin. Þá baðaði hann vængjunum og ofhitnaði ekki. Og um miðjan morgun vormn við komin til •luvasshytta. Það er barnaleikur að ganga á Galdhöpiggen þegar maður getur ek- ið típp að Juvasshytta. Þvi að hún er 1817 metra yfir sjó, en Galdliöpiggen 24C8. Aðeins Ö50 metra liæð að ganga og greiður vegur. Fannirnar úr Gald- höane ganga niour i Juvatn, en í vestri rís sjálfur tindurinn, heldur kollhúfulegur að sjá, ber i kolli en með stórri fönn móti suðri. Leiðin er hallalítil fyrsta hálftimann, en þá tekur við jökull, sem lieitir Stygge- bræen (en það er bara mont, þvi að þetta er sauðmeinlaus jökull og kalla má ósprunginn). Við slóumst i stóran lióp, sem var ferðbúinn við Juvatn og þegar að jöklinum kom voru allir „settir í bönd“ — ekki úr að aka með það, sagði foringinn, tæplega tvítugur strákur, eldrauður í kinn- um og flagnað’ur á nefinu. Eina smá- sprungu fundum við á leiðinni, en þegar yfir jökulinn kom tók við erf- iðasti áfanginn, stórgrýtt og bratt skersli, og svo brött fönn upp að tindinum. Manni bregður í brún þegar kem- ur upp á hátindinn. Þessi meinlausa brekka, sem maður hefir klifrað upp endar í þverlinýptri egg, mörg hundr- uð metra hárri, sem veit á móti norðri. Þetta er ekki ósvipað stækk- aðri myhd af Valahnúk á Reykjanesi, en þar er það sjórinn, sem meitlað hefir þverlinýpið. Hjer er það ísinn. Ilann liefir grafið og sprengt norður- vegginn á tindinum, en orðið að gef- ast upp við eitilhart gabbróið í tind- inum — ef tindurinn liefir þá ekki altaf staðið upp úr ísbreiðunni eins og einskonar Hágöngur eða græn- lenskur „nunatak". Það er skafheiðríkt og steikjandi liili í sólinni, þrátt fyrir hæðina. Fylgdarmaðurinn segir útsýnið það besta, sem það geti orðið. Og það er gott en þó ekki eins gott og af fjöliun- um heima, þegar kringumstæðnr eru bestar. Loftið er mistraðra í fjarlægð, þetta mistur, sem Norðmennirnir kalla „ölröyk" en Danir „varmedis". Við sjáum samt fast að því 100 kíló- metra. Þarna úir og grúir af livöss- um fjallatindum, sem eru alger and- stæða bungulagsins, sem er á flest- um liinum lægri fjöllum í Noregi. Flestir eru þessir tindar úr gabbró, og jarðfræðingarnir lialda því fram, að það hafi verið þolnara gegn ísn- um en jafnvel granítið, sem svo viða er undir í fjöllunum, en sumir gefa þá skýringu, að tindarnir liafi altaf staðið upp úr, og því sjeu þeir livass- ir. Hvergi sjest til hafs, því að þó ekki sje nema rúmlega 40 km. vegur til innfjarðanna í Sogni, þá eru þeir svo þröngir og sæbrattir að livergi sjer niður að sjávarmáli. Jöklar eru engir stórir í sjálfum Jötunheimi, en í vestri og norðvestri er aðaljökla- svæði Noregs; úrkoman, sem fylgir liafáttinni, strandar þar en kemst ekki alla leið að Jötunheim. Þar eru ótal smájöklar ög endar nafn þeirra flestra á „bre“ — Hestbre, Harbars- bre, Skriðuhlaupsbre, Sikkilsbre og syðst Jostedalsbre, sem er mesti jök- ull Noregs og í ferðamannapjesum kalla þeir Norðmenn hann stærsta jökul Evrópu. Hann er á við tíunda lilutann af Vatnajökli, svo rjett er nú mælt. Þarna i suðvestri i 25 km. fjarlægð er Fanaráken, skrítið fjall 2075 m. liátt, með veðurathugunarslöð frá veðurstofu Vestur-Noregs. Þar sat Jón Eyþórsson löngum hjer forðum, er liann var starfsmaður hjá Veður- stofu Vestur-Noregs i Bergen. Og enn fjær í sömu átt Skagastólstindarnir, ekki alveg ósvipaðir Klukkutindun- um suður af Skriðu, snarbrattir viða og eftirsóttir af klifurgörpum, enda liafa þeir sumir lokið æfi sinni þar i hengjunum. Og enn sunnar Hórung- arnir. Austur af þessum „tindaskaga" úir og grúir af einstökum tindum. Á strýtunni GaUhöpigc/en. Sæluhúsið stendur undir hæstu nybbunni. sem flestir eru kringum 2100 metra háir. Einna sjerkennilegastur af þeim er Uranostindur, sem er sunnarlega í Jötunheimi, eigi langt frá vötnun- um miklu, Bygdin og Tyin, sem eru einskonar útverðir Jötunheims að sunnanverðu. Þarna uppi á Galdhöpiggen eru tveir kofar. Þegar við höfum litast um svo sem hálftíma og kíkt í allar áttir, eftir útsýnisskífunni -— sem ekki kemst í hálfkvisti við skífuna á Valhúshæð, þvi að þar er eingöngu gráðubogi en engin nöfn, svo að mað- ur er jafnnær nema maður hafi upp- drátt við hendina — komum við inn í sæluhúsið. Það er hólfað í tvent og í innri stofunni var eldavjel. Fylgd- armaðurínn hafði kveikt upp og hit- að ketilkaffi, sem allir drukku með bestu lyst, þó að framreið'slan væri ekki upp á það fullkomnasta og sælu- luisið sóðalegra en slikir staðir eiga að vera, Þar hafði víst ekki verið þvegið lengi. Við vorum tvo tíma frá Juvasshytta og klukkutíma er maður niður. Þess má geta, að snjóbíll liefir orðið svo frægur að komast upp á tindinn, en hann var þrjár vikur í ferðinni frá Juvasshytta, svo að vjelamenningin sigrar ekki allstaðar. — — — — Það verður ekki minst svo á Galdhöpiggen, að ekki sje sagt ofur- lítið frá Juvasshytta og hvernig sá slaður varð til. Maður er nefndur Knútur í Vola. Hann var í æsku fylgdarmaður þeirra, sem gengu á Galdhöpiggen, en það þótti þrekvirki i þá daga og gerðu ekki aðrir en útlendingar. Enda var það erfitt að ganga alla leið neðan úr bygð, um 1800 metra á hæð- ina. Oft urðu útlendingarnir að gista þarna uppi við illan útbúnað og lentu i hrakningum. Knútur i Vola sá, hvi- líkt gagn gæti orðið að því, að hafa sæluhús þarna upp frá og rjeðst í að koma þar upp smákofa. Sumt af efninu flutti hann á hestum og sumt dró hann. Kofinn komst upp, 1886, en varð brátt of lítill. Þá fór Knútur að draga að til viðbótar og bygði við hvað eftir annað, svo að nú er komið þarna stærðar hús, með ágæt- um setustofum og gistingu fyrir um 30 manns. En fallegt er það ekki fremur en flest þau hús, sem bygð eru smátt og smátt, án þess að áætlun hafi verið gerð um það fyrirfram. Svo komu bifreiðarnar til sögunn- ar. Það var ljelegur kerruvegur úr Böverdal upp i sel, sem eru eitthvað um þúsund metra yfir sjó. Og Knút- ur fjekk hreppsnefndina til að gera þennan veg bílfæran en sjálfur rjeð- ist hann í að halda honum áfram og fjekk til þess ofurlítinn styrk af op- inlieru fje. Nú er orðið biifært alla leið heim í hlað á Juvasshytta. Það er sonur Knúts, sem ræður húsum þar nú, því að gamli Knútur dó 1930. En fyrir framan liúsið stendur steypt- ur stöpull með lágmynd úr eir af Ivnúti í Vola. Hann er með jöklavað- inn um öxl og heldur jökulöxinni á lofti. Hann á þetta minnismerki skil- ið, gamli maðurinn, þvi að það er hann, sem opnaði leiðina að liæsta tindi norðurlanda. Og enginn skorast undan að borga fimm krónurnar, sem teknar eru í vegagjald af hverri bifreið, sem ekur veginn lians.----- — Á Galdliöpiggen skildi jeg við samferða-brúðhjónin, en konan mín liafði orðið eftir á Juvasshytta. Við ákváðum að hittast öll á Lóm um kvöldið. Mig langaði nefnilega til að leggja ofurlitla lykkju á leiðina, til þess að komast enn hærra. Og þó var jeg á hæsta fjalli Noregs, og ekki ætlaði jeg að fljúga. Hvernig mátti það ske? Ráðningin á gátunni er sú, að á Glittertind, sem er talin 15 metrum lægri en Galdhö- piggen, miðað við bergtindinn, er að jafnaði alt að 30 metra þykk fönn. Svo að henni meðtalinni er Glitter- tind hærri. Það var lengi um það deilt, hvort fjallið ætti að teljast liærra, þangað til landfræðingurinn Werenskjöld prófessor skar úr og sagði: Snjór er ekki land. Við gætum eins vel miðað hæð Noregs við skýja- bólstrana og við fönnina á Glitter- tind! Og síðan liefir Glittertind orðið að láta sjer nægja annað sætið, þó að menn hafi gengið hærra þar en á liinum tindinum. Og þarna lá liann með mjallhvít- ann skallann, í aðeins tíu km. fjar- lægð. En sá er gallinn á, að milli tindanna er djúpur dalur, sem Vis- dalur lieitir og ofan í hann verður maður að fara og klifra svo 1200 metra upp aflur. Það var tiltölulega liæg leið frá Galhöpiggen og niður að Spiterstulen, sæluhúsinu í Visdal, þó nokkuð væri hún stórgrýtt, en leið- ina upp þaðan vil jeg helst ekki minn- ast á, því að það fer hrollur um mig þegar jeg liugsa um hana. Urðin var litið betri en i gininu á Surtshelli og brattinn svo mikill á köflum, að það mátti fremur heita, að maður klifraði en gengi. Maður „skreið upprjettur“. En þetta tók enda og eftir því sem maður færðist nær hægðist leiðin og síðasti hálftiminn á fönninni var snnnkölluð skemtiganga. Jeg hugsaði til Tómasar Reykjavikurskálds: „Eig- inlega er aldrei hratt — aðeins mis- munandi flatt“. En þarna voíru tals- \erðar sprungur, svo að maður varð feginn fjallavaðnum og gerðist fús- legar „bandingi" en á Galdhöpiggen. Við höfðum verið nær átta tíma á leiðinni milli tindanna og nú var dagur að kveldi kominn og enn átti jeg ófarið niour að Lóm. Viðstaðan varð þvi stutt á Glittertind, en kaffið i sæluhúsinu endurnærði mann á sál og líkama. Og útsýnið í kring var liimneskt. Þarna var fult af fólki, Niðurl. á bls. 19. Skriðjökulsbrú i vestanverðum Jölunheimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.