Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 41

Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 41
F Á L K I N N 35 orði'ð að mestu, vegna ágangs útliafs og flugsanda. Það var drepið á fremri eld- húsdýrnar í Stórustrandarbæ. „Gott kvöld!“ — Roskið og slit- legt, en glaðlegt andlit gægðist inn og lúaleg hönd seildist og tók hattinn af höfðinu, sem inn liafði gægst. „Gott kvöld — ertu kominn, Erlendur minn! Jeg átti ekki von á ykkur fyr en í fyrramálið," mælti Helga Brandsdóttir glað- lega og lieilsaði komumanni með liandahandi. „Já — jeg er nú líka einn. Jeg nenti ómögulega að vera að hanga á þessum fundi þarna austur frá. Þeir eru þar hinir og koma víst ekki fyr en á morgun. Jeg er nú enginn lands- málagarpur, eins og allir vita og jeg kýs miklu heldur að hvíla * mig og sofa heldur en hlusta á þá rífast. Get jeg fengið að vera í nótt, húsfreyja?“ „Ætli ekki það, svaraði Helga vingjarnlega. Iiún Lauga er vís til að búa urn þig í norðurstofunni — en komdu nú fyrst inn til föður míns og segðu honum frjettir, ef ein- hverjar eru,“ mælti unga stúlkan og stefndi til baðstofu og gest- urinn á eftir, en Lauga fór fram að búa um hann. Þetta var Er- lendur Broddason, einn af elstu og bestu mönnunum úr flokki sandgirðingamannanna. Hafði hann unnið þar öll sumrin og kynt sig hið besta á Stóruströnd. „Þið eruð, Irúi jeg, búnir að fá nýjan verkstjóra,“ sagði Brandur bóndi, þegar þeir voru að drekka kaffið. „ Jú jú —“ svaraði Erlendur Broddason og kveikti í pípunni sinni.. „Og hvað heitir hann nú?“ spurði Brandur Hrafnsson. „Ragnar Pálsson,“ svaraði Er- lendur, reykti liægt og horfði út i bláinn. „Og hvaðan er maður- inn?“ „Hann er Austfirðingur að ætt,“ mælti Erlendur, — og Stór- strandarbóndinn spurði ekki fleiri spurninga, það liefði ekld k samsvarað kröfum hans til prúð- mensku. Maðurinn kom sjálfur næsta dag og þá var nógur tím- inn að fræðast um hann. — Helga þagði. Það var, sem nafn þessa nýja verkstjóra hefði snert við duldum streng í brjósti henn- ar. Þrátt fyrir alt var hún ung og ósnortin stúlka, sem bar í brjósti þrá eftir einhverri til- breytingu — einhverju nýju og æfintýralegu. — Ragnar Pálsson, það var fallegt nafn — og alveg nýtt. Og æfintýrið kom til hennar þetta sumar. En það var örstutt jafnvel ennþá örstyttra ten liið islenska sumar. Þegar fyrstu stjörnurnar birt- ust á ágústhimninum gengu þau Ragnar Pálsson saman vestur snögga og harða bakkana, eins og þau höfðu svo oft gengið um sumarið. Blóðbergið ilmaði enn við fætur þeirra, en sást ekki lengur, því að nótt var mjög tek- in að dimma. Þau gengu vestur að Dröngum, stórum klettum vestast á bökkunum, þeir gnæfðu þar í húminu á leiðarenda, því að liinu megin við þá var stór- grýtt grjóturð, en á milli þeirra var logn og skjól fyrir öllum veðrum. Ungi maðurinn og unga stúlkan fóru eftir gamalkunnug- um smástígum inn á milli klett- anna og staðnæmdust undir hálf- hvolfi Miðdrangans. „Hversvegna segir þú ekkert, Helga?“ mælti hann loks og horf'ði út í hött. Hún þagði og hlustaði á hafniðinn, sem aldrei hvarf með öllu, þarna við út- hafsströndina. „Hversvegna hef- ir þú þagað í alt sumar og aldrei talað við föður minn?“ spurði hún aftur á móti og starði á hann sorgaraugum í gegn um kvöldhúmið. „Til livers liefði það verið ? Þú veist að liann hatar mig og fyr- irlítur. Eina ráðið er að þú komir á eftir mjer — setjist að hjá mjer og mínum.“ Málrómur lians var kaldur og rólegur. Þó að orð- in væru ekki óvinsamleg lagði helkulda þeirra inn að lijarta. Þetta var boð, sem ekki var ósk- að nje ætlast til að yrði þegið. Eitt augnablik var sem steindofi færðist um líkama og sál — en svo áttaði hún sig. „Stælist frá föður mínum á eftir manni, sem liefir kallað hann okrara og arð- ræningja — nei! Aldrei að eilífu! sagði hún fast og ákveðið. „Og hverjir eru svo þínir? Jeg fer nærri um það. Þú hefir sjálfur sagt — “ „Hefi sagt hvað?“ spurði hann hranalega. „Við skulum ekki tala um það — ekki tala fleiri ill orð, Ragnar. En það skaltu vita, að jörðin, sem við stöndum á er heilög eign mín og minna. Forfaðir minn nam hjer land og gaf öllu nafn. Hann braut skip sitt við þessa strönd, sem þá var óbygð af öllum. Hann hjet á guð að reisa kirkju — hún stendur enn. Hjer hefir ætt mín búið síðan. Hafið gekk á landið og eyddi fyrstu stórbýlunum. En ættin flýði ekki. Hún flutti kirkj- una bærra og bygði bæi á ný ofar á ströndinni, varði landið eftir megni og vann sjálf til alls, sem hún eignaðist. Ætti jeg að vera sú fyrsta í ættinni, sem svíkur? Nei!“ „Þú skilur ekki umbótahug- sjónir nútímans, Helga. Þú ert eins og tröllakrakki, sem hvergi unir sjer nema í sínum eigin helli. En jeg læt ekkert binda mig — jeg fer.“ „Já — farðu!“ Hún sneri sjer frá honum og tók að klifra til baka upp stíginn. Síðan gekk hún liratt heimleiðis eftir hörðum grasbakkanum, án þess að líta við í eitt einasta sinn. En þó að hún bæri sig vel, þá var hún ekki annað en ung stúlka, sem hafði sjeð ást sína og æskutraust hrynja til grunna. Niðurl. á næstu bls. Jólin 1939 Fullkomnasti jólabasar landslns ER AÐ VANDA í EDINBORG niiir krakkar með leikíöng úr EDINBORG LYSISSAMLAG ÍSLENSKRA BOTNVÖRPUNGA RE YKJAVlK Símar: 3616, 3428. Símnefni: Lýsissamlag. Fyrsta, stærsta og fullkomnasta KALDHREINSUNARSTÖÐ Á ÍSLANDI- Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaupmönn- um cg kaupf jelögum fyrsta fl. kaldhreins- að meðalalýsi, sem er framleitt við hin allra bestu skilyrði. Ú tgerðarmenn. Netagerð Vestmannaeyja h.f. framleiðir allar gerðir af þorskanetum úr fyrsta flokks ítölsku hampgarni. Gæði og verð fyllilega samkepnis- fært við bestu erlenda framleiðslu. Allar frekari upplýsingar hjá söluumboðinu í Reykjavík. ÓLAFUR GÍSLASON l CO. H. F. Sími: 1370.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.