Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 30

Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 30
24 F Á L K I N N þ Ú ert svo glaðlegur," sagði Na’in, þegar Silvanus koni inn skönimu síðar. Húsið hans var áfast trjesmiðj- unni. „Hefi jeg ekki ástæðu til að vera giaðlegur?" „Hefirðu náð í trjeð?“ Silvanus kinkaði kolli. „Það datt mjer ekki í hug. Hvar fjekstu það?“ „Jeg fann það.“ „Fanst það? Hvað áttu við?“ „Jeg var á leið til Demetriusar, til þess að spyrja, hvort hann gæti ekki hjálpað mjer. En um leið og jeg gekk framhjá Bethesdatjörninni....“ „Bethesdatjörn?“ Na’in starði á hann og óttinn skein út úr augunum á henni. „Hefir þú — hefir þú — fundið bjálkann í — Bethesdatjörn- inni?“ ,,Já. Þjer finst það kanske skrítið. En hversvegna horfir þú svona á mig?“ „Silvanus!” lirópaði Na’in. „Þú verður að senda trjeð aftur á sinn stað undir eins! — Heyrir þú það! l>að veklur okkur óhaminju og allri okkar ætt! Nú veit jeg, að það er saklaust blóð, sem þeir úthella!“ „Hvaða bull er í þjer, kona?“ „Silvanus!" Hún greip i klæði hans. „Þú verður að gera það', sem jeg hið þig um. Annars kemur reiði hins liæsta yfir okkur!“ Silvanus varð gramur. Það var laglegt, að Na’in skyldi spilla ánægju hans með þessu þvaðri. En nú vakn- aði forvitni lians. — Einhver ástæða hlaut að vera fyrir þessum gaura- gangi í konunni. Þessvegna stilti hann sig og ljet ekki stóryrðin, sem voru kornin fram á varir hans fara lengra, en spurði: „Hvað er að segja við því, þó jeg taki þetta trje?“ „Bjálkann í Bethesdatjörn.” Rödd Na’inar var hátiðleg. „Manstu ekki, Silvanus, gömlu söguna um lífskvist- inn úr aldingarðinum í Eden?“ „Jú, víst mundi hann hana. Söguna um Seth, son Adams, sem var sendur til Paradísar, til þess að sækja „viðsmjör liknseminnarsem faðir hans hafði verið lofað. Honum gekk vel að rata, því að í sporum Adams og Evu gat enginn gróður jjrifist. Kerúb einn tók á móti honum og sendi hann aftur með svolátandi orðsendingu: „Jeg gef þjer þrjú sáð- korn handa föður þínum. Þegar þú hittir hann, eftir þrjá daga, er lif hans útrunnið. Segðu honum, að þeg- ar fylling tímans komi, muni guðs sonur afplána syndir hans og gefa lionum viðsmjör liknseminnar." Seth sáði fræunum þremur á gröf föður síns og þrír stönglar komu upp: kyprusviður, sedrusviður og krónufura. Þegar stönglarnir voru orðnir aiin á lengd, var eins og þeir tiættu að vaxa. Og svona stóðu þeir þangað til að Móses fann þá og plant- aði þeim við rætur Taborfjallsins. Þar stóðu þeir öldum saman. Þegar Davíð var orðinn konungur, var honum opinberað, að undir ])ess- um þremur viðarteinungum mundi mannkynið endurleysast. Hann flutti þá til Jerúsalem og gróðursetti þá ])ar. Og nú gátu þeir vaxið — grein- arnar vöfðust saman og stofnarnir þrír uxu saman í einn. Aldrei iiafði nokkur maður sjeð jafn fagurt og votdugt trje. Eftir dauða Davíðs fór Salómon að byggja musterið. Skrautlegt átti það að verða. En þá bar það við, að smiðinn vantaði trje, sem þurftu að vera einni alin lengri en þau trje sem hann hafði völ á. Þá mundi hann eftir stóra trjenu, Daviðstrjenu, sem gnæfði eins og konungur yfir öll hin trjen. Salomon leyfði honum að höggva það upp. En þegar trjenu hafði loks með mestu erfiðismunum verið komið á sinn stað, þá var það ekki mátulegt. Það var reynt að nota það annarsstaðár, en ýmist var það of langt eða of stutt. Loks ákvað byggingarmeistarinn að nota það seiJn stoð undir þakið. Það var reist upp á endann undir þakbitana, og nú virtist það loksins vera komið á rjettan stað. En þá var eins og það teygði úr sjer, og á næsta augnabliki hrundi þakið með braki og brestum. Salómon varð reiður og tjet taka trjeð og leggja það yfir Kedronslæk, sem gangbrú handa fólki. Þar lá það í mörg ár og gleymdist. Þangað til að drotningin af Saba kom til Jerú- salem. Salómon sýndi henni öll auð- æfi sín og listaverk og drotningin undraðist stórum. Leið þeirra lá yfir Kedronslæk, á gangbrúnni. Salómon gekk sjálfur liinn rólegasti yfir tæk- inn. En drotningin var skygn og hún sá trjeð rísa og verða að krossi, og endurlausnara mannkynsins hanga á krossinum. Hún vildi ekki ganga trjenu, en lyfti upp pilsunum og óð yfir lækinn. Til þess að afstýra því ódæði, að þjóð hans tæki son guðs af lífi, ljet Salómon fleygja trjenu ofan í djúpa gryfju og moka mold yfir, svo að enginn skyldi finna það. En þegar fram í sótti myndaðist þarna tjörn og vatnið í henni hafði lækninga- mátt, svo að þarna varð smátt og smátt athvarf örkumlamanna og sjúk- linga, sem sóttu orku og heilbrigði i tindina. En á tjarnarbotninum lá gamla trjeð. Einhverntíma átti því að skota upp. Og þá varð örlagastund eigi að- eins gyðinganna heldur alls mann- kynsins. TyjEÐ mestu erfiðismunum tókst Silvanusi að ryðja sjer braut gegnum fjöldann. Allir sem á annað borð gátu í fæturnar staðið, voru komnir á stjá og úr öllum götum slreynuli fólkið út veginn tit Golgata, höfuðskeljastaðarins. Þúsundum sam- an hafði fólkið komið til Jerúsalem til að halda páskana, en nú fjekk það þetta líka, alveg óvænt: Dauða meist- arans! Þarna var hann. Silvanus kom auga á örmagna mann uppi á hólnum, hjá æðstaprestinum. Allra augu mændu á hann. Hamarsliöggin sögðu til þess, að aftakan væri í undirbúningi. Silvanus hlustaði eftir samtali fólks- ins kringum sig og liann heyrði í sundurlausum slitrum, hvað gerst hafði um nóttina ogmorguninn. Hand- tökuna -— yfirheyrslu Heródesar og Pílatusar — ákærur ofsóknarmann- anna — háðungarnar, sem meistar- inn hafði orðið fyrir — uppkvaðning dauðadómsins. Nú var krossin reistur upp á hæð- inni. á Sjö álna hár! Silvanus rjetti úr sjer er hann mintisl þess, að þetla var liciris kross — skipun Pílatusar hafði verið framkvæmd, Na’in hafði grát- bænt og hótað. En hvað hirti hann um það? Hjátrúarbull úr konunni! Þvi skyldi hann eiga að lilusta á gamlar kerlingabækur? Hann hafði ekki efni á, að falla í ónáð Pílatusar. Gengu ekki peningar fyrir öllu öðru? Meistarinn var látinn snúa andlit- inu að gamla musterinu, svo að hann gæti á dauðastundinni sjeð lielgidóm- inn, sem hann hafði vanhelgað. Nú sá Silvanus greinilega andlitið á honum. Fallegt andlit. Líðandi en slerkt. Silvanus fann sting fyrir hjart- anu — stutt en óþægilegt augnablik. Svo leit hann upp á fjölina yfir liöf- uði meistarans. Þar stóð eitthvað letr- að, en hann gat ekki lesið það. Að- eins þeir, sem næstir stóðu, gálu greint sundur stafina. Og þeir sögðu hinum. Og brátt heyrðist frá þúsund- um radda — spottandi upphrópanir: „Til þín, konungur Gyðinganna!" J) AÐ hafði verið sólskin frá því snemma um morguninn. En alt í einu var eins og skugga legði yfir jörðina. „Þoka“, hugsaði Silvanus með sjer. En þetta var ekki eins og þoka, sem venjulega sópaðist ofan úr fjöllunum. Skugginn varð þjettari. Loks bar krossana þrjá við himinn eins og þeir væru skugga- myndir. Og hvað var þetta. Var það ekki jörðin sjálf, sem skalf undir fótum hans? Silvanus leit kringum sig. Nú virtist allur yfirlætissvipur alt í einu hafa horfið af fólkinu. En angistin var letruð i livert andlit. Mannfjöldinn fór að ókyrrasl. „Við skulum forða okkur á burt!“ var kallað. „Jafnvel á dauðastundinni gerir hann kraftaverk," tautaði gamatl maður, sem stóð hjá Silvanusi. ------- Eins og flóðalda, *sem ryður öllu því, er fyrir verður, æddi mann- fjöldinn niður af hólnum, áleiðis til Jerusalem. Þrengslin voru lífshættu- leg og margir tróðust undir. Börn grjetu og konur æptu. Jarðskjálftinn færðist i aukana. Dunurnar af þrumunum blönduðusl braki frá hrynjandi klettum og grjóti. Silvanus varð gripinn af sömu skelfingunni og aðrir. Sundúrlausai myndir flöktu i huga hans — rugl- ingslegar og skelfilegar. Hann stóð í stóru musteri og horfði upp í þakið, sem hvelfdist háreist yfir liöfði hon- um — honum varð litið á trjeð mikla, sem bar uppi þakgrindina.... hann sá að það bognaði, klofnaði.... með óskaplegu braki hrundi þakið ofan á hann. Hann sá.... nei, hann sá ekkert meira. Örvita af hræðslu æddi hann af stað, datt, stóð upp aftur og hjelt áfram flóttanum. Honum tókst að komast inn um borgarhliðið, inn á strætið. Þar óx hávaðinn enn iim allan helming. Hristingurinn varð enn meiri. Hús hrundu og grjótið kom i hrúgum niður á götuna. Silvanus vissi ekki, hvernig alt þetta hafði atvikast, en alt í einu varð liann þess var, að einhver hjelt i hendina á honum. Það var Na’in. Hún horfði á hann og það mátti lesa ásakanirnar út úr augum hennar, eins og hún gæfi honum sökina á aliri þessari eyðileggingu. — Reiðin svall í honum, hann ætlaði að kippa að sjer hendinni, en liafði ekki mátt lil þess. Þau lilupu áfram strætið á- leiðis heim til sin. ,,Jeg held.... jeg held, að þetta hafi verið Messías,” hvíslaði Na’in. Silvanus svaraði ekki. Hann sá hættu, sem óðum nálgaðist. Stórt stykki úr múrvegg hafði losnað, beint uppi yfir þeim. Hann þreif Na’in til hliðar og ætlaði sjálfur að hlaupa undan líka. Of seint. Múr- inn hrundi á hann og hann da'tt. Meðan hann hlustaði á angistvein Na’inar brá lamandi sýnum fyrir hugskotssjónir hans.... ofurtítið trje spratt upp úr jörðinni, óx og breiddi greinar sínar yfir liann.... grein- arnar hurfu, hann sá aðeins stofn- inn.... nei, ekki stofn, heldur kross og maður hjekk á krossinum.... livíslandi raddir fyltu loftið: Sii) álna hár! Sjö álna hár! Nú fjell skuggi af krossinum á liann, nei, ekki skuggi, heldur var það krossinn sjálfur, sem datt ofan á hann.... og kramdi hann. Nú heyrði Silvanus hvorki nje sá lengur. Ekki einu sinni grát Na’inar, er hún beygði sig yfir andvana lík- ama mannsins síns. ....óttinn skein ár augunum: ,,Hefir þá fundið bjálkann í Dethesdatjörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.