Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 27

Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 27
F Á L K I N N 21 JP tam _ A 16. Ol.D, Á 16. öld þóttu jólin stórum þýð- ingarmeiri hátið, en nú á dögum. Þau voru hin mikla hátíð vetrarins og mesta skemtihátíð ársins og fullorðna fólkið hlakkaði til jólanna þá, ekki síður en börnin. Það var sjaldan, sem fólk skemti sjer í þá daga, en þá sjaldan það var, þá skemti það sjer svo um munaði. Hin trúræknislega lilið jólagleðinnar var i því fólgin að fara nokkrum sinn- um í kirkju og halda ýnisa setta helgisiði. En veislugleðin var aðalþátturinn og þurfti langan viðbúnað. Nokkrum vikum fyrir jól var byrjað að baka jólabrauðið og brugga jólamjöðinn, og var ekkert til sparað. Jólabrauðið var smákökur, með allskonar lagi og í mörgum myndum af öllum lnigs- snlegu, lifandi og dauðu — hænur á eggjum, karlar og konur, kýr og hestar. Þessar gömlu jólasmákökur eru fyrirmyndin að myndabrauðinu, sem enn fæst í búðum og kexgerðirnar spúa úr sjer i stórum stíl. Á 16. öld var ekki sá siður til, að dansa kringum jólatrje, því að þá var yfirleitt ekki farið að nota jóla- trje, og ýms jólatákn, sem nú eru í tísku, t. d. jólasveinarnir, þektust ekki þá. En það eru talsverðar líkur til, að bæði jólatrje og jólasveinar hafi verið til löngu áður, sem sje i heiðni, og hafi síðan skotið upp úr hafi gleymskunnar. En * sannað er það ekki. Hinsvegar voru á 16. öld ýmsir jólasiðir og sumir skemtilegir, sem nú eru fallnir í gleymsku. Og sumir af þessum siðum voru einnig i tisku hjer á landi i þá daga. Heiðnin lifði enn í munnmælum og sumpart í hugsun manna líka, og fólk vissi, að þegar kristinn sið- ur komst á, höfðu prestarnir valið hina fornheiðnu jólaliátíð til þess að verða fæðingarhátíð frelsarans um leið. Þessvegna hlutu óhjákvæmilega ýmsir gamlir siðir úr heiðni að loða við jólin. Jafnvel er það svo enn þann dag í dag, að þegar frá er skilin hin trúarlega hlið jólanna, eru flestir helstu jólasiðirnir ævagamlir. Jólagjafirnar og jólakertin tíðkaðist hvorttveggja í heiðnum sið. Maður- inn er lengi að breytast, og sumt það gamla hefir undraverðan lífs- þrótt. Jólahátíð hinna heiðnu forfeðra vorra var þakkarhátíð fyrir sólina og birtuna, sem nú færðist aftur i vöxt, eftir að hafa farið þverrandi mánuð eftir mánuð. Þessvegna kveikti fólk ljós i hverjum kima og kveikti hál úti á víðavangi. Jólagjafirnar voru táknrænar fórnir og áttu um leið að sýna velvildarhug gefandanS til þess, sein við gjöfinni tók, og vera ytra tákn um góðar óskir á nýja árinu. HJÁTRÚIN YAR RÍK. Sextánda öldin var rammasta hjá- trúaröld og báru ýmsir jólasiðir skilj- anlega merki þessa — og gera sums- slaðar enn í dag. Fólk varð að haga sjer eftir ákveðnum reglum um flesta hluti, ef það vildi eiga náð guðs yfir sjer og koma sjer vel við máttar- völdin. Á jólunum átti fólk að halda frið við alla, ekki aðeins mennina, held- ur skepnurnar líka; eins þótt manni væri meinilla við þær. Á norður- löndum átti fólk ýmsa skæða óvini meðal dýranna, t. d. úlfinn, björn- inn, rottur og mýs. En um jólaleytið mátti enginn nefna þessar skepnur rjettu nafni, því að það var trú manna, að um það skeið breyttust ýmsir menn í líki þessara kvikinda, og væri þeim gert ilt í orði eða verki, þá mætti húast við að þau hefndu sín, annaðhvort meðan þau væri í dýrshamnum eða eftir að þau væru orðin að mönnum aftur. Væri maður tilneyddur að nefna einhverja af þessum skepnum, sem Jólin eru eldri en kristnin. Þau hafa verið haldin hátíð- leg í mörg þúsund ár — og voru í heiðni merkasta hátið ársins — í minningu þess, að daginn var farið að lengja. Þau voru Ijóssins hátíð þá eins og nú, þó í öðrum skiln- ingi væri. Og lengi hefir ýmisleg heiðin forneskja hald- ist í sambandi við jólin, eins og sjá má af eftirfarandi lýsingu á jólahátíðinni í Danmörku frá 16. öld. — altaf gat komið fyrir, varð maður að finna eitthvert gerfinafn á þeim, sem þær sjálfar gátu ekki skilið. Úlfinn kallaði fólk grábein (og ger- ir enn í dag bæði i Noregi og Sví- þjóð), björninn hjet á jólamáli sá gamli í loðnunni, músin litlagrána eða ótætið og rottan rófulöng. Það kvað meira að segja svo ramt að þessu, að prestur og ráðsmaður, sem báðir hjetu nafninu Muus, urðu að sætta sig við að lieita síra Litligráni og herra Ótæti um jólin, svo að músin skyldi ekki halda, að fólk væri að tala um sig. En það var ekki nóg, að fólk hjeldi frið við fjórfætta eða ósýnilega fjendur sína um jólin. Fyrst og frernst átti mannfólkið að halda frið innbyrðis og lifa í sótt. Víg og blóðs- úthe!lingar voru bannaðar um jólin, en bæri eigi að síður út af, var refs- ingin miklu þyngri en ella. Og dóm- stólarnir störfuðu aldrei meðan jóla- lieigin stóð — líklega lielst til þess að málaflutningsmennirnir skyldu ekki meiðyrða liver annan, en það þótti kurteisi í þá daga. í borgunum reyndist erfitt að fá fólkið til að vera skikkanlegt um jólin. Þessvegna var „vaktaraliðið“ jafnan aukið fyrir jólin, og það þótti heiður að því, að vera jólavaktari og heldri manna synir sóttust eftir þeim metorðum. En þessara vaktara jiótti verða furðu lítið vart á göt- Efst t. h.: Rúg- brauðsdeig í allskonar mynd- um: — Hæna, karl, svín, kerl- ing, hani. — Að ofan t. h.: Gömnl teikning af fólki, sem var dæmt til að dansa alt Arið, vegna þess að það hafði dans- að á jólanóttina. Til vinstri: Jólastofa i Dan- mörku á 16. öld. Inst i stofunni sitja karlmenn- irnir við öl- drykkju, en tveir hafa sest í hálm- inn á gólfinu, og þreyta aflraunir á kefli. unum og það var skrafað, að jóla- vaktararnir sæktust mest eftir stöð- unum til þess, að geta losnað að heiman og fá að líta inn til vina og kunningja, og fá sjer neðan í því. Það voru oftast aðrir en vaktararnir, sem hjálpuðu þeim heim til sín, er þess þurftu með. Annars ótti fólk að gera eins lítið og unt var, og aldrei nema það, sem ekki var liægt að fresta, t. d. að gefa skepnunum og mjólka kýrnar. Það var mesta goðgá, ef maður vann verk með tæki, sem snerist í hring, svo sem að spinna, vinda af liespu- trje, hora eða því um líkt, því að fóllc trúði því, að sólin livíldi sig um stund um sólstöðurnar (þaðan er nafnið) og þá mátti ekki trufla hana með þvi, að láta nokkurn lilut snú- ast. Þessvegna sagði kerlingin, þegar vinnukonunni hennar varð ó, að hreyfa rokkinn fyrir þrettándann: „í guðs bænum spinn þú ekki núna. Jeg á ekki nema eina kú, og hana má jeg ekki missa!“ Það var ágætt vopn gegn kvillum og slysum á aðventu og jólum, að gera krossmark eins víða og við i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.