Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 48

Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 48
42 F Á L lí I N N Theodór Árnason: Merkir tónlistarmenn iiís og liðnir. □1e Bornzmann BuII — 1810 -1880 Vafalítið er það, að fáa eða jafn- vel engan 'af sínum miklu mönnum hefir Norðmönnum þótt jafn vœnt um og fiðlusnillinginn Ole Bull. — Hann mun líka hafa verið einhver allra frægasti maðurinn, sem þeir hafa átt, því að svo mátti heita, að við hann kannaðist hvert manns- barn um alian liinn mentaða heim, — sá jötunn var hann meðal snill- inga. Norðmenn voru að vonum hreyknir af honum fyrir það, hve fádæma mikill hróður hans var, hvarvetna, þar sem hann hafði látið lil sín heyra erlendis, — en þeir elskuðu liann fyrir það, með hve fögrum hætti hann kynti nafn Nor- egs „út um víða veröld“ — og varð jafnvel fyrstur manna til þess, — fyrir gleðistundirnar, sem hann veitti þeim heima fyrir, og loks, en ekki sist fyrir þá dæmafáu trygð, ræktar- semi og fórnfýsi, sem hann sýndi jafnan ættjörð sinni, einstökum sam- löndum og þjóðinni í heild. Lífsferill Ole Bull var svo marg- þættur, æfin svo viðburðarík, að al- veg er einstætt, jafnvel um tónlista- mann. Það er þessvegna enn óger- legra að segja æfisögu hans i stuttri blaðagrein, en flestra annara manna, og þessi þáttur verður því jafnvel ófullkomnari, en hinir aðrir tón- listamanna-þættir mínir, þó að það sje einmitt öfugt við það, sem jeg hefði viljað. Því að Ole Bull er fyrsti tónsnillingurinn, sem jeg heyrði getið um, smáhnoðri í smákaupstað úti á landi. Mjer voru sögð um hann æfin- týri, sem jeg vildi heyra aftur og aftur. Og hann varð í huga mín- um að einhverskonar æðri veru úr æðra heimi (og þetta var hann raun- verulega) og um leið að jötni og dásamlegum töframanni. — Ivennari föður míns, Arngrímur heitinn Gísla- son málari (í Svarfaðardal), mun ungur hafa heyrt til Bull í Noregi og liafði síðan dáð hann sem dýr- ling. Arngrímur hafði skrifað upp í lítið nótnahefti ýmsa lagastúfa eftir Bull. Hefti þetta var dýrgripur, sem faðir minn hafði þó fengið að hand- leika, og hafði hann stautað sig fram úr og lært nokluir af lögunum, sem þar voru skráð. Þessi lög fór hann oft með á fiðluna sína, þegar jeg var barn, og vildi jeg heyra þau öðrum lögum fremur. Og æfisaga Ole Bull varð svo fyrsta æfisaga tónsnillinga, sem jeg las, um það bil sem jeg gat f\ rst stautað mig fram úr norsku. Ilana hafði skrifað Jónas Lie og er hún í ritsafni hans. En þeir Bull og Lie voru samtíðarmennn og miklir vinir. Þessi æfisaga, sem jeg hefi oft lesið siðan, er snildarverk út af fyrir sig, sem jeg vildi benda þeim á að hnýsast í, sem hug hefðu á að kynn- ast Bull betur, en lijer eru tök á að kynna hann. Enda er honum þar bet- ur lýst en nokkurs staðar annars staðar. Ole Bornemann Bull var elstur níu systkina, fæddur í Bergen 5. febrú- ar 1810. Hann var af góðu fólki kom- inn og mikils metinn þar í borg. Var faðir hans lyfsali, John Storm Bull að nafni. En móðir hans var af gam- alli hollenskri kaupmannaætt, Geel- muyden, sem tekið hafði sjer ból- festu í Noregi, og hjet hún Anna Dorothea. Fjóra bræður átti hún, sem allir voru í Noregi. Þrír þeirra koma ekki við sögii O. B., en sá fjórði, „Jens frændi“, sem upphaflega var kaupmaður, en síðan gerðist útgef- andi eina blaðsins, sem þá kom út í Bergen, hafði mikið dálæti á Ole, og honum mun það mest að þakka, að hugur drengsins beindist inn á þá braut, sem hann síðan tróð, enda gaf Jens frændi honum fyrstu fiðl- una, sem hann eignaðist, — „gulu fiðluna með perluskúfunum",' sem Ole Bull mintist ofl á síðar, og mun hafa þótt fult eins vænt um og hin- ar dýru kostafiðlur, sem hann eign- aðist, þegar hann var orðinn frægur listamaður, og lijá þessum „Jens frænda" lærði hann svo nótnastafrof- ið um leið og hann lærði að stauta. Foreldrar O. B. voru bæði tón- listarunnendur og iðkendur og eink- um var margt frændfólk hans í móð- urætt mjög lineigt til tónlistar. Var tónlist iðkuð á bernskuheimili hans, en þó jafnvel meira heima hjá Jens frænda. Kvartettar Mozarts, Krumm- ers og Haydns voru t. d. leiknir þar Ivö og þrjú kvöld á viku hverri á vetrum. Komu því á þessi heiinili ýmsir og ýmiskonar hljóðfæraleikar- ar borgarinnar. Ekki verður það sjeð, og er raunar fjarri því, að stund liafi verið á það lögð, að veita O. B. reglubundna tón- listartilsögn á bernskuárunum. Og raunar naut hann aldrei slikrar til- sagnar. Miklu fremur mætti segja, að við það hafi verið látið sitja, að þessir hljóðfæraleikarar, sem komu sem gestir á heimilin, liafi leiðbeint honum um hitt og þetta“, eins og Jonas Lie kemst að orði. Enda mun þar ekki hafa verið um afburðamenn að ræða nje ötula kennara, og fleslir voru þessir menn drykkfeldir meira en í meðallagi, því að mikið var skemt. sjer og þjórað um þessar mundir i Bergen. Einkum er getið tveggja manna, sém veittu Bull einhverja tilsögn á þessuin árum: „Stadsmusikant- svend“ Eriksen var annar nefndur, en hinn var hljómsveitarstjóri i „Harmóníunni", Paulsen að nafni. Gefur Lie lionuin að vísu góðan viln- isburð sem tónlistamanni og bætir við: „og hann gat haldið áfram að leika á fiðluna sleitulaust, á meðan nokkur dropi var á flöskunni". Það var heldur ekki til þess æll- ast, að Ole Bull yrði tónlistamaður. § | VI * • r m • S i Fyrir jolin: s E Föt frakkar kambgarnsdúkar “ káputau, mikið úrval skór 5 n leðurkápur — jakkar — belti — bindi — slaufur — kragar skjalatöskur hanskar fjoir dömur og herra flughúfur, margir litir kvenlúffur úr skinni barnalúffur m. loðkanti og án teppi margar gerðir buxur allskonar sokkar peysur garn o. fl. verður best og ódrýast að kaupa hjá okkur. - S s V erksmið juútsalan 1 Geíjun - Iðunn j E Aðalstræti ■in ■••>11111 flllarhúsmæðuruita,að SANITAS - jarðabErjasulta ug blönduð áuaxfasulta, — eru hinar Finu rjettu. Þannifl eru líka kryddvörurnar frá Sanitas ávalt bestar. Þá er eftir það ailra besta, en það eru ávaxtadrykkirnir. APPELSINU-LIMONAÐI GRAPE-FRUIT - - - - ANANAS ............... sem innihEldur það ÖEsta úr ávötxunum og því hollasta sælgæti sem uöl Er á. Allir ern sammála um, að Sauitas-gosdrykkir taki öilum fram. Munið: 5anitas-uörur á júlaburðið dq í júlamatinn. pá UErða allir í hátíðarskapi, - Sanitas alstaðar. Berið júlapanfanirnar strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.