Fálkinn


Fálkinn - 23.02.1940, Qupperneq 4

Fálkinn - 23.02.1940, Qupperneq 4
4 F Á L K 1 N N r f BÓKINNI, sem Mussolini hefir skrifað um sjálfan sig, minnist hann oft á „dulrún fasismam". Þjóð- ín hefir enga þörf á staðreynduai — hún á aðeins að trúa. Fasisminn j að gefa múgnum hrifning, fórnfýsi og trú. Lífskjör hans skifta minna máli —- fasisminn á að sjá fyrir hinni ytri gyllingn og viðliöfn, svo að Jjað sjóði upp úr múgnum af að- ciáun, persóna einrœðisherrans á að teljast yfir annað hafin og vera æðri en aðrir dauðlegir menn. í stað brauðs á hann að gefa almúganum skrautlega leiki, í stað lífsgæða á hann að gefa hrifning — ekki fyrir neinu tilteknu, heldur fyrir ein- hverri óskýrri hugsjón sem Musso- lini kallar „dulrúnina'". Eitthvað þessu líkt kemst einvaldi Ítalíu að orði. Fólkið á að lifa á ó- virkilegleikanum.. Það er dulrúnin, sem á að hrífa og æsa það, svo að leiðtoginn — og þeir mjög svo „virkilegu“ kraftar, sem standa að haki honum — geti geymt l)að eftir vild sinni. Ef allir ítalir væru læsir, mundi Jieim máske blöskra, live blátt áfram hinn tignaði leiðtogi þeirra lýsir fyrirlitningu sinni á sauðsvörtuin al- múganum, sem aðeins er ætlað það lilutverk, að vera eins og hljóðfæri, sem il Duce leikur á. Iín í ítalíu er mikill fjöldi af almúganum ólæs, og hin upprennandi kynslóð er alin upp í anda fasismans frá því að hún var sex ára. „Jeg hef gefið þjóðinni ættjarðarást og guðsótta, og það er verðmætara en persónufrelsið,“ seg- ir Mussoíini. Það er engin tilviljun, að Italia var fyrsta landið i Evrópu, sem gat melt fasismann. ítalir voru blóðheitir og fljótir til að hrærast og hrífast af því, sem Mussolini kallar „dulrún“ fasismans — hugmynd, sem á sjer ekki neina stoð í veru- leikanum. Mussolini reyndist auðvelt að gera liljóðfæri" úr almúganum, og leika á það, með auðvaldið sem hljómleikstjóra að tjaldbaki. Hann kunni að nota sjer barnaskap, fá- visku og hjátrú lýðsins. Grímuklœddur maöur íneö sveitadúkinn og þyrnikórónuna d kopardiski. Búningurinn minriir á Ku-Kux-Klan. MIÐALDA- KUKL Hvergi hefir kristindómurinn lent eins fjarri uppruna sínum og i Italíu. Dýrlingadýrkunin hefir orðið að af- guðadýrkun þar í landi. Hver borg og hvert þorp á sina dýrlingsmynd, sem er tilbeðin á sama hátt og Afríkunegrar tilbiðja skurðgoð sin. Maríumyndin í liessu Jiorpi getur verið „kröftugri“ en Maríumyndin í hinu þorpinu. Sankti Antonius i Jiessum bænum er betri en St. Mark- ús eða annar St. Antonius í öðrum bæ. Almúginn fórnar dýrlingamynd- um sínum mat og drykk, glerperlum og pappírsblómum og skjóta flug- eldum og sprengja púðurkerlingar til heiðurs verndardýrlingi sínum. í hvert skifti sem verndarvættur Papoli á messudag, þá skeður (sam- kvæmt umsögn prestsins) undur í kirkjunni, sem geymir helgan dóm hans. Storknað blóð byrjar að renna í líkinu, og öll borgin heldur liátíð i tilefni af atburðinum. Setuliðsstjór- inn lætur hleypa af fallbyssum, öll- um kirkjuklukkum liringt, en mann- fjöldinn fer um allar götur lirópandi og syngjandi. í „kristindómi" ítala er guðs- kristhugmyndin aukaatriði — það er heill hópur af dýrlinga- myndum, sem er tignaður i stað guðs. Land leynifjelaganna. Hvergi er jafn mikið um ofstæki og dultrú og á Ítalíu, og trúin á liið dularfulla hefir komið fram i mörg- um myndum þar, fyr og síðar. Hin leynilegu bræðrafjelög og dularfullir sjerkredduflokkar hafa góðan jarð- veg i Ítalíu. Ameríkanska Ku-Klux- Klan, er stofnað eftir ítalskri fyrir- mynd. Og Ku-KIux-Klaninn hefir i TDTTU6DSTD ðbDINNI Sami maöurinn er látinn bera kross- inn allct leiðina. líka aðstöðu i suðurfylkjum Banda- rikjanna eins og fasisminn liafði í Ítalíu áður en Mussolini hjelt liði sínu til Róm. Fyrir einni öld liafði hið alræmda leynifjelag Karbonari afar mikil stjórnmálavöld i ítaliu. Og á tíma- bilinu 1815—48 var til fjöldi fjelaga. Meðlimir þeirra voru dulbúnir og i munkakuflum, er þeir hjeldu fundi. Og fundarstaðirnir voru gamlar rúst- ir og katakombur í Róm, hvelfing- arnar meðfram síkjunum í Venezía og því um líkt. I’ Kalabríu var bvæðrafjelagið „hvítu pílagrímarn- ir“, í Ábruzza „Decisi“, i Napoli „Skyrtuleysingjarnir" og „Vofur grafarinnar“, í Romagne „Postular Dantes“, í Norður-ítaliu „Guelfarn- ir“, „Delfiprestarnir" og „amerík- önsku veiðimennirnir". Sagt er, að Josef Bonaparte og Byron lávarður hafi báðir verið í síðastnefnda fje- laginu, sem var byltingarfjelag, en þó með mjög óljósri stefnuskrá, en átti m. a. að koma Napoleon til valda aftur og „efla frjálslyndið", með að- stoð Bandaríkjamanna. Af öðrum ítölskum leynifjelögum má nefna „Syni Mars“ og „Svörtu nálina" og „Sólriddárana". Öllum þessum fje- lögum var Jiað sameiginlegl, að hin cpprunalega stjórnmálastefnuskrá druknaði í allskonar dularfullum ylri siðum og reglum. Oft voru þetta hrein glæpafélög, eins og t. d. „Svarta höndin“. Þessi hneigð til hins dularfulla lifir enn góðu lífi í Ítalíu. Enn þann dag í dag má sjá grímubúna presta ganga í skrúðgöngu um göturnar, og halda trúbragðasamkomur úti á víðavangi, einkum þegar tungsljós er. Myndirnar, sem fylgja þessari grein, eru úr ljómandi íallegu þorpi, sem heitir Positano. Þetta er dálítið. fiskiver og liggur miðja vegu milli Sorrent og Amalfi — hinna frægu skemtistaða — en nafnið er frá sjáv- arguðnum Poseidon. Listamenn víðs- vegar um heim þekkja vel jietta jiorp, þvi að það er undur fagurt og náttúran eins og æfintýri. Land- ið hækkar stall af stalli neðan úr fjöru og upp í 1500 metra hæð. Hvít húsin i jiorpinu ber hvert yfir ann- að og eru til að sjá talsvert svipuð grískum sjávarbæjum, en bygginga- stíllinn minnir á Afríku og Árabiu. Ef maður kemur neðan frá sjó og ætlar upp í efstu húsin verður maður að ganga upp 800 þrep. Og þegar dimt er orðið á kvöldin, verður mað- ur að ganga með ljósker í hendinni, el maður vill ekki eiga á hættu að hrapa og beinbrotna. Hafið urgar við klettana og heitur scirocco-vindur- inn gerir inanni erfitt um andar- dráttinn. Er nokkur furða, J)ó að svona staður sje lientugur græðireitur alls- konar hjátrúar? Að fátækur og fá- fróður almenningurinn þarna lifi í sifeldum ótta við dularfullar yfir- náttúrlegar verur? Sjerstaklega yfir- völdin og kirkjan gera alt sem þau geta til þess, að ala á hjátrúnni og fáfræðinni, til Jtess að liafa meiri völd yfir hugum lýðsins. Þegar fá- takur veiðimaður liugsar mikið um dularvöldin, gleymir hann fremur eymd sinni og fátækt. Stjórnarfars- lega er hann meinlaus og liættulaus — honum dettur ekki i hug, að gera neitt til þess að bæta kjör sín, bar- átta hans er ekki við hið jarðneska og áþreifanlega heldur við hið yfir- náttúrlega. Positano er bær andannna.Þar trúir alt fólk á afturgöngur og anda. Og andarnir eru bæði góðir, og hjálpa vesælu mannkyninu, eða þeir eru vondir og gera alt til bölvunar. Nú er um að gera, að sigra þessa anda, eða Jjá að koma sjer vel við þá, til þess að hafa Jjá góða. Frum- þjóðir Afríku lifa alls ekki i meiri ótta við dularvöldin en Jjetta fólk ljarna, í siðmenningu Evrópu.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.