Fálkinn


Fálkinn - 23.02.1940, Qupperneq 5

Fálkinn - 23.02.1940, Qupperneq 5
F Á L K 1 N N a fírúða, sem á að tákna Marlu me-,), er einnig i skrúðgöngunni. Hún er borin rjatt á eftir Hkbörum Krists. Mussolini þóttist ætla að gera enda á „barbaríinu" í hinu æfagamla menn- ingarlandi Abessiníu, en um íeið lætur liann sína eigin þjóð lifa í argasta miðaldarsvartnætti og fá- l'ræði og í eilífum ótta við illar vættir. — Sá, sem mætir að nætúr- þeli „krypiingnum“ í Positano — sjerstaklega eí hann er svo heppinn að snerta á kryppunni — á vísa ham- ingju í vændum. Sá, sem á kvöldin gleymir að setja leirskál með vatni úc, handa „hinum sigangandi dauðu prestum", á það víst, að óhapp og eymd fylgi honum æfilangt. Að drepa kött er hin hræðilegasta móðg- un við dularvöldin, og sá sem það gerir fer óhjákvæmilega til helvítis. þar sem allar píslir bíða hans. Þegar turnklukkan hefir slegið tóll' miðnættisslögin, fara vofurnar á kreik. Og þá á maður á hættu að sjá l'erlegar sýnir, svo að blóðið stýflist i æðunum. — Löng lest al' grímu- klæddum hvítum verum kemur gang- andi lafhrædd upp þrepin, i sífeld- um krákustig. Við bjarmann frá ljós- kerunum er liægt að sjá, að þær eru allar með stórar hvítar liettur dregn- ar niður fyrir andlitið. Það glittir í augun gegnum göt á hettunni. Eru þetta „dauðu prestarnir“? Nei, það eru bráðlifandi ma n neskjur með holdi og blóði eins og við. Ein- tómur skrípaleikur og gabb, -—- ein- göngu gert í þeim tilgangi að hræða fólkið og viðhalda valdi prestanna yl'ir fáfróðum almúganum. Grímujdæddu prestarnir eru bráð- lifandi. Á eftir þeim koma margir karlinenn, sem bera líkkistu. Þetta er jarðarför, sem haldin er að næt- urjieli með grímuklæddri líkfylgd, til þess að gera hana ægilegri og al- múgann þá um leið hræddari við dáuðann. Á eftir kistunni koma svo ætti.ngjar og vinir, og'þeir eru ekki grímubúnir. Það eru lög, að kven- fólk má ekki fara með líkfylgd inn i kirkjugarðinn. í öllu er reynt að láta koma fram, að konan sje óæðri vera en karlmaðurinn. Kemur þetta vel heinl* við hugsjónir fasismans. Þær mega síst af öllu læra nokkuð eða hugsa, heldur vinna — og eiga börn. ' Það e^u lög i Positano, að jarðar- l'ör skuli fara fram undir eins fá- einum klukkutímum eftir andlátið. Fullkomin líkskoðun fer sjaldnast frarn-, og eitt af því, sem ahnúginn hræðist mjög, er það, að verða kvik- M-ttur. Líkfylgdin paufast áfram í sí.imunni frá ljóskerum sinum, og j.ylur bænir í sífellu, svo lágt að ekki heyrast orðaskil. Athöfnin hefst með því, að sungin er sálumessa í kirkjunni niður við sjóinn, en síðan er haldið af stað með líkið — mörg hundruð metra upp á við, því að kirkjugarðurinn stendur fyrir ofan bæinn, uppi undir fjallsbrún. Ef maður kemur tii Positano tim páskana fær maður að sjá likar ,.skrúðgöngur“ um hábjartan daginn. En þá eru álirif þeirra ekki eins ógurleg, því að myrkrið hjálpar ekki til. 1 fylkingúnni, sem fer um stígana í Positano á skírdag, eru giúmuklæddu mennirnir í fararbroddi ekki prestar, heldur fiskimenn. Þung u.r trjekross er borinn í miðri fylk- ingunni og einn fiskimaðurinn verð- ur áð ganga undir honum allan dag- inn, þangað til komið er upp að bænahúsi, sem stendur uppi á fjalli, langt fyrir ofan alla bygð. Þessi ganga á að vera táknmynd af krossferli Krists — via dolorosa. Einn af grímuklæddumönnunum ber þyrnikórónuna, annar sveitadúkinn og þriðji svipuna og önnur tæki, sem voru notuð til þess að hrjá Krist. Eftir langa og erfiða göngu allan daginn, er loks komið að bæna- húsinu að kvöldi. Krossinn er settur upp í bænahúsinu — og morguninn ettir er undrið skeð: sá krossfesti lcangir á krossinum. í afturelding næsta dag keinur svo niðurtakan af krossinum.Einn prest- urinn bröltir upp stiga og losar naglann úr hægri hendinni. Hand- lcggurinn fellur niður — því að in'úðan á krossinum hefir liðamót um öxlina. Þessi ósmekklegi léikur liefir vitanlega mikil álirif á liá, sem viðstaddir eru. Næst fellur vinstri bandleggurinn og nú cr brúðan, sem er í fullri líkamsstærð tekin af krossinum. Síðan er farið meðj þessa Kristinynd ofan að sjó og jiar heldur einn presturinn skammar- ræðu yfir lýðnum. „Hverjir eruð þið?“ þrumar hann. „Úrþvætti og afhrak! Verri en maðkarnir í jöfð- inni. Þið eruð aur, aur og leðja. Sjáið: saklausan Krist hafið þið krossfest!" Hann tekur Kristmyndina af bör- inuini, heldur henni upp til sýnis svo að fólkið geti sjeð blóðið og hið bðandi andlit, og yfii'bugast af iðr- unar- og syndatilfinningu. — Þetta eru öflug ráð til þess að hræða lýð- inn og lialda lionum í ófremdarn- slandinu, og kirkjan og yfirvöldin spara þau ekki. — — Mussolini segist vera að „friða" Abessiníu. „Við viljum láta hina afríkönsku barbara verða aðnjótandi evrópeiskrar siðmenningar“, scgir hann. En Abessinía var lika krístið land og kristnin er meir að segja eldri þar en í ítaliu. Það er satt, að kristni Abessiníumanna hefir kom- ist út á einkennilegar hliðargötur og orðið fyrir áhrifum annarra trúar- bragða, sjerstaklega frá Egyptalandi. En skyldi hún' vera nokkru fjær hinu upprunalega marki, en sú kristni, sem nú er víðsvegar i Ítalíu hjá fáfróðum almúganum þar? Dýr- lingadýrkun, þar sem ekki sjálfur dýrlingurinn er tilbeðinn, heldur myndin af honum, eða rjettara sagt mismunandi myndir af honum, mis- jr.fnlega „góðar“ og misjafnlega „kröftugar'*. Er jietta nokkuð annað en skurðgoðadýrkun? „Við viljum gefa Abessiníu sið- i .enningu Evrópu“, sagði mikli mað- urinn. Og litli keisarinn í Abessiniu svaraði: Guð varðveiti okkur fyrir slíkri siðmenningu!“ Er honum það lá- andi? Við Haunsö, nálægt Kalundborg hefir sverðfiskur verið á sveimi i sumar og gert mikinn usla á veiðar- færum fiskimanna. Þannig eyði- lagði hann þrjár nætur fyrir einum fiskimanninum sömu nóttina. Götin, sem sverðfiskurinn hafði höggvið á næturnar vo'ru svo stór, að hægt var að fara á báti gegnum þau. Margar tilraunir liafa verið gerðar til þess að veiða sverðfiskinn, cn þær hafa ekki borið árangur enn. —o-o— I Algemeine Automobil-Zeitung er sagt frá leyfilegum ökuhraða bifreiða i ýmsum löndum. Er yfirlitið svona: Albania 40 km„ Danmörk GO, Pinn- land 70, Jugoslavía 50, Lettland 70, Lithauen 70, Noregur 60, Portúgal 40, Þýskaland 100. En innanbæjar er hámarksökuhraðinn þessi: Al- bania 10, Búlgaría 15, Danmörk 40, Þýskaland 60, England 48, Estland 40, Finnland 45, Erakkland 30, HeU- as 12, Holland 20, Jugoslavía 15, Lettland 40, Litliauen 35, Luxemburg 20, Noregur 35, Pólland 40, Bæ- heimur 34, Rúmenía 12, Svíþjóð 35, Spánn 12, Tyrkland 20, Ungverja- h:nd 40 kílómetrar á klukkustund. -o-o— Flestir hafa heyrt getið um Buf- falo Bill og ýinsir vita, að hann hjel rjettu nafni William Cody. En að hann fjekk nafnið Buffalo Bill at- vikaðist þannig: Þegar járnbrautin um Kansas var lögð, átti Cody, sem var fræg skytta, að leggja verkamönnunum við braut- ina tólf villinaut á dag. Einu sinni voru fimm liðsforingjar ríðandi á ferð og mættu þá Cody, sem reið berbakt og var litið veiðimannaleg- ur. Þeir lögðu fyrir liann ýmsar spurningar og hann svaraði eins og bjáni. Fjekk liann að veiða með þeim elléfu nauta hjörð og nú kom kunn- átta hans í ljós. Þeir riðu hesta sina uppgefna, en hann komst í færi við hvert nautið eftir annað og drap þau öll. Skömmu síðar skoraði Com- stock nokkur á hann að keppa við sig í nautadrápi. Cody varð við því og drap 69 villinaut meðan liinn drap 48. Eftir ]iað fjekk hann við- urnefnið Buffalo Bill.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.