Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar: Skúli Skúlason,
Ragnar Jóhannesson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aðalskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
BlaSið kernur út hvern föstudag.
kr. 5.25 á ársfj. og 21 kr.. árg.
Erlendis 28 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auc/lýsingaverð: 20 aura millim.
HERBERTSprení.
Skraððaraþankar.
Þjóðin er liætt að líta á iþróttirn-
ar, sem eintóman hjegóma. Erfið-
asta brautryðjendastarfið er unnið, en
það er að hrinda fordómunum og
sigra heimskuna. Nú dettur engum
íslendingi í liug að neita, að iþrótt-
irnar sjeu nauðsynlegar, ekki aðeins
likamlegri heilbrigði, heldur einnig
andlegri, og að menningarþjóð geti
ekki án íþróttanna verið.
Þetta er sannanlegt. Þess eru mörg
dæmi, að ýmsir hafa orðið eins og
nýir menn, er þeir tóku að iðka i-
þróttir, eftir að þeir voru komnir á
fullorðins aldur. Menn, sem árum
saman höfðu verið þrælar slensins,
átt bágt með að hafa sig að vinnu
og skort dugnað og áræði, urðu alt
i einu eins og nýslegnir túskildingar,
þeir rjettust i bakinu og bringan
livelfdist, þeir urðu kvikari i spori.
Og þeim varð ljettara um alt starf
og ljeltara að hugsa. Þeir yngdust
upp.
Það má greina milli tvennskonar
iþróttaiðkana. Iðkana liinna ungu
manna, sem i og með miða að því,
að vinna afrek — taka öðrum fram.
Þetta eru baráttuíþróttir og þær eru
ungum mönnum nauðsynlegar, því
að öll barátta styrkir og stælir. Og
sá ungi maður, sem aldrei leggur
kapp á að vinna sigra, verður aldrei
afreksmaður.
Hitt eru hinar hægari líkamsæf-
ingar, sein eingöngu eru ætlaðar til
að hreyfa likamann og verja hann
hrörnun. Þessar æfingar eru settar
í kerfi, af heilsufræðingum og miða
að því, að sem flestir vöðvar líkam-
ans fái hreyfingu og að lungun verði
ekki óstyrk af brúkunarleysi. Fræg eru
orðin kerfi danska iþróttamannsins
I. P. Miiller, sem margir iðka dag-
lega lijer á landi — og mættu þó
l'leiri vera. Og það getur vel verið,
að önnur kerfi sjeu til jafngóð. Að-
alatriðið er, að kyrsetufólk láti eng-
an dag líða svo, að líkaminn fái
ekki nokkra þjálfun — meiri en þá,
að ganga til vinnunnar og frá.
Og svo er baðið, þessi mikla
heilsulind. Leikfimi eða líkamsá-
reynsla án baðs er verri en engin.
Hörundið sjálft er þýðingarmeira
líffæri en menn vissu forðum, en þó
hefir það verið svo, að baðið liefir
jafnan verið fastur þáttur i menn-
ingu þjóðanna, eins og skíturinn og
lúsin í ómenningunni. Rómverjar
höfðu almenningsböð. Og Finnar,
scm nýlega hafa unnið hreystiverk,
er mankynssagan mun róma um akl-
ir, þakka mótstöðuafl sitt finsku
böðunum fremur en nokkru öðru.
„Svona menn fá oft kaldar hendur.“
Samtal við gamlan skipasmið í Vestmannaeyjum.
í Vestmannaeyjum er fjöldi ör-
nefna. Ef ferðamaður gengur með
kunnugum Vestmannaeyingi út fyrir
kaupstaðinn, t. d. í Herjólfsdal, þá
er ekki ólíklegt, að ferðamanninum
verði á leiðinni bent á Skiphella,
en þar hafa Vestmannaeyingar smið-
að skip sín öldum saman, þótt nú
sje því hætt.
—- Ef þú vilt eitthvað vita nánar
um Skiphellana, þá skaltu spyrja
Astgeir, sögðu Vestmanneyingar við
mig. Og auðvitað fór jeg að hitta
Ástgeir og fjekk góðar og glöggar
upplýsingar um staðinn og það
starf, sem þar hefir verið unnið á
liðnum árum.
Astgeir Guðmundsson, skipasmiður.
Hann sjest hjer í síðasta bátnum, sem
hann smíðaði. Það er að vísu smá-
fleyta, þvi miður er engin mynd til
af honum við stœrri skipin. Ljós-
myndavjelurnar hafa ekki altaf ver-
ið á lofti kringum hann, gamla
manninn.
Ástgeir Guðmundsson er 82 ára
gamall skipasmiður i Vestmanna-
eyjuin og hefir lifað þar og starfað
mestan hluta æfi sinnar. Hann er þó
fæddur í Landeyjum og uppalinn i
Fljótshlíðinni.
— Hvenær komst þú fyrst hing-
að? spurði jeg hann.
— Jeg var nú ekki nema 16 ára
og var ráðinn hingað sem hálfdrætt-
ingur, en svo fór það, að mjer var
aidrei skamtaður hálfur hlutur. Ann-
ars byrjaði nú svo fyrir mjer, að jeg
var svikinn um skiprúmið, sem jeg
átti að fá. En svo fjekk jeg að róa
með gömlum manni hjer. En ljeleg
var þessi fyrsta vertíð mín hjer,
aðeins 30 fiska lilutur.
Síðan rjeri jeg í ýmsum ver-
stöðvum sunnanlands.
— Hvenær fluttist þú svo hingað
fyrir fult og alt?
-— Þá var jeg' orðinn 26 ára gam-
all. Búsetti jeg mig þá hjer og keypti
hjer litinn bæ af kerlingu einni, sem
gerðist mormóni og fór til Ameriku.
Hún seldi bæinn svo að segja ofan
af karli sínum, en hann vildi hvorki
lieyra nje sjá mormónana. Jeg fjekk
hann svo i ofanálag.
— Hvernig stóð svo á þvi, að þú
fórst að smíða báta?
— Svoleiðis stóð á þvi, að gamall
skipasmiður, sem hjer var, smíðaði
fjögurra manna far, en kaupandinn
gat ekki felt sig við fleytuna. Jeg
leit á hana og ljet þau orð falla, að
ekki mundi vera ógerlegt að breyta
henni. Það vildi eigandinn endilega,
að jeg gerði, og ljet jeg til leiðast,
og þegar til kom tókst verkið prýði-
lega. Síðan lagaði jeg flesta þá báta,
sem hingað voru keyptir smiðaðir,
því að svo virðist oft sem bátar, sem
vel reynast i öðrum verstöðvum eigi
ekki allskostar við i Vestmannaeyj-
um. Svo fór jeg að smíða nýja báta
og i h. u. b. 30 ár smiðaði jeg flesta
þá báta, sem hjeðan fóru á sjó. Al-
gengasta stærðin var fjögurra manna
Færeyingar. Stærsta opna skipið hjet
Sæborg, 5 tonna, en svoleiðis stóð
á lienni, að úr Reykjavík voru fengin
in tvö skip, en hversu Vestmanna-
eyingum likaði við þau má nokk-
uð marka af því, að þeir uppnefndu
þau og kölluðu annað Belju, en hitt
Naut. Voru þau varla notuð út ver-
tíðina. Jeg varð að rífa annað þeirra
niður til grunna og bygði Sæborgu
upp úr því. Eigandi hennar var
Friðrik Jónsson á Látrum.
— Hvað heldurðu, að þú hafir
smíðað mörg skip í alt?
— Það er mjer ómögulegt að segja
um, en þau eru mörg. Jeg man, að
jeg smíðaði einu sinni 22 skip í
tvö ár. Og yfir 20 mótorbátum liefi
jeg klambrað saman. Fyrst komu
hingað danskir vjelbátar og stældi
jeg þá, enga leikningu hafði jeg til
hliðsjónar, en það tókst alt sæmi-
lega.
— llvenær smiðaðir þú fyrsta
vjelbátinn?
— Það mun hafa verið um alda-
mótin, þó heldur eftir þau. Fyrsti
báturinn hjet Vestmannaey, eign Sig-
urðar Ingimundarsonar.
— Og flest af þessu smíðaðir þú í
Skiphellum?
— Lengst af var jeg þar, já, þar
er gömul skipasmíðastöð, skipastóll
Vestmannaeýinga hefir eflaust verið
smíðaður þar öldum saman. Þar eru
sumstaðar höggvin ártöl i mjúkt
bergið og eru sum þeirra síðan fyrir
Frh. á bls. V/.
Um þessar mundir á íþróttaskól-
inn á Álafossi 10 ára afmæli, þ. e.
a. s. í þeirri mynd, sem liann nú
starfar, þvi að 6 árum áður var
hafin þar sundkensla. — í tilefni af
afmæli þessu boðaði Sigurjón Pjeturs-
son blaðamenn á sinn fund, s.l. föstu-
dag. En þá var að ljúka fyrsta
sundnámskeiðinu í vor. Höfðu dval-
ist þar s.l. mánuð 25 drengir á aldr-
inum 8—14 ára. Sundkennari er ung-
frú Klara Klængsdóttir, en iþróttir
kennir ungfrú Unna Claessen.
Strákarnir voru allir hinir pattara-
legustu, enda mun liinn þjóðfr.ægi
lýsis-eggjabikar Sigurjóns ekki hafa
Sigurður búnaðarmálastj. látinn.
A síðustu áratugum hafa fáir
látið sjer eins ant um íslenskan
lanclbúnað, þroska hans og við-
gang, og Sigurður Sigurðsson
fyrverandi búnaðarmálastjóri.
Hann lifði og starfaði sam-
kvæmt þeirri trú skáldsins, sem
kemur fram í Ijóðlínunum:
„Sú kemur tið, að sárin fohlar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa.“
1 hverri sveit á íslandi könn-
uðust menn við Sigurð búnaðar-
málastjóra og margir þektu
hann persónulega. Á bænda-
námskeiðum hrifust menn af á-
huga hans og fjöri.
Nú er þessi maður fallinn í
valinn. Hann andaðist 2. þ. m.
En í sögu íslensks landbúnaðar
mun nafn Sigurðar Sigurðsson-
ar lengi lifa.
dregið úr þeim kraftinn, þeir liafa
þyngst að meðaltali 1—2 kg. á mán-
uði.
Á liðnum 16 árum liafa 1950 manns
numið sund á Álafossi. Ekki hafa
allir nemendurnir verið háir í loft-
ið, því að sá yngsti var ekki nema
6 ára. En þar hefir lika 68 ára
öldungur numið sundlistir.
Sigurjón á Álafossi er altaf samur
og jafn, gneistandi af áhuga fyrir
sundi og íþróttum. Enda gerir hann
sjer áreiðanlega far um að nemend-
urnir fari frá Álafossi hraustari og
djarfari en þeir komu.
0-"Ui. O-Bw O O-'k.-O-'H* •-«a-o
3 DREKKIÐ EBIL5-0L
'VO "».•* •II.. O O -llfcr O O OO O "WO '%^0'VO
'Vt'O.O'VO'VO^ft^O