Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Almannagjá. Þingvellir. bara verið einn af sniádutlung- um íslensks veðurfars. Nú var komið logn og bliða. Og altaf óx fólksstraumurinn á völlunum. Þúsundirnar risu úr rekkju í liá- líðarskapi og fögnuðu góða veðr- inu. A Þingvöllum var í mörg horn að líta. Víða voru á ferli menn í hvítum kápum, sem lagð- ar voru bláum borðum. Þessir kápumenn leiðbeindu fólkinu og gættu þess, að all væri i röð og reglu. Kl. 10 reis upp að Lögbergi Benedikl Sveinsson og flutti prúða ræðu fyrir niinni íslands. Undir hádegi voru undirritaðir að Lögbergi gerðardómssamn- ingar milli Islands og hinna Norð urlanda, og þeir síðan samþyktir á fundi i sameinuðu þingi. Kl. ,‘5 e. bád. fagnaði Guðmundur Ólafs son, forseti Efri deildar, Vestur- íslendingum, en Jónas A. Sigurðs son forseti Þjóðræknisfjelagsins vestra flutti erindi. Að þessari athöfn lokinni fór fram söguleg sýning í Lögbergs- brekku. Var þar sýnt lögsögu- mannskjör í)30, goðar í litklæð- mn, og alt gert sem líkast hinu forna, liæði i tali og ytra búnaði. En mannfjöldinn sat og stóð þar alt umhverfis og var- alt láglend- ið við Öxará og handan liennar þakið fólki. Síðan var ágætur samsöngur i Almannagjá. Uin kvöldið fór svo fram ís- landsglíman, er frestað hafði ver- ið vegna Óveðurs kvöldið áður, og varð Sigurður Thorarensen glínui kóngur. Síðan fórú fram fim- leikasýningar kvenna og karla, en þar á milli stigu börn viki- vaka. En á árunum næsl á und- an Alþingisliátíðinni var reynt að endurlífga vikivaka. Þessi viki- vakasýning bamanna þótti mjög fögur. En ekki virðist þessi viki- vakahreyfing liafa orðið langæ. Nú minnist varla nokkur á þá. Um kvöldið var annar svipur á Þingvöllum en kvöldið áður. Nú var veður still og bjart. Fáir, sem þá voru á völlunum munu gleyma þessari nótt ogfáir munu liafa sofið. í Ijaldbúðunum var alt á ferð og flugi. Mgnn sungu, lijeldu ræður og skemtu sjer eins og best ljel, og reikuðu milli tjaldanna og blönduðu geði og gainni. Og svo rann morguninn, óumræðilega fagur. Næsla dag leið að hátíðarslit- um. Þá var Alþingi slitið. Leik- fimisýningar og samsöngvar fóru frani. Og ki. 8 um kvöldið sleil Tryggvi Þórliallsson, for- sætisráðherra, hátíðinni með ræðu, en á eftir var þjóðsöngur- inn sunginn og var það mjög há- líðlegt að heyra hinn fagra söng bergmála í binni minningaríku gjá. Alþingishátíðardagana fóru auð Þjóðsögur frá Rangárvöllum. Þjóðsaga frá Árbæ á Rangárvötluni „Gömul frásaga. Á Árbæ á Rangárvöllum var bóndi, sem átti þann son, er Sigurður hjet. Þegar hann var uppvaxandi voru liörð ár og bágt manna á milli Sigurður var heldur ódæll bæði við föður sinn og aðra, og strauk oft frá honum. Og var þá verið að reka bann og færa aftur til föður sins, svo sem þann, er ekki yrði tælt við vegna óknytta, ófrómleika o. s. frv. í einu orði að segja, hvorki gat faðir hans nje aðrir, vanið liann á gott framferði. Tók þvi faðir hans það ráð (þó ekki væri það góður föðurgjörningur), að hann tók reið- hest sinn um veturinn, i þurra kulda og snjólausri jörð, og reið með son sinn inn undir Heklu, og skildi hann þar eftir i hökulbolum svo berar voru iljarnar, í hvörjar hann skar skurði, svo hann gæti elcki gengið, og reið siðan heim; Sigurður l'ór að skríða, ef hann kynni að ná mannabygðum eitthvað sem skemst væri, áður en hann dæi. Þegar nóttin kom treystist hann ei að vera á ferð og leitaði að hæli í einhverri hraunholu, og hafði grá- mosa, sem þar vex á steinum i Hekluhraunum, til skjóls í kringum sig. Þegar hann var i þessum undir- búningi i eini bolu, hrapaði steinn niður undan honum, sem honum heyrðist lenda á fjöllum. Hann tók vara á þessu, lúrði þar af um nótt- ina og setti þar merki með stein- um, að hann gæti fundið það aftur, og skreið svo til bæja og var aftur færður föður sinum. Skifti nú svo um hans háttalag, að hann Ijel al' öllum strákapörum og gjörðist vænn maður. Þjónaði föður sínum á meðan hann lifði, og bjó á Árbæ eftir hann. Þá fór hann að forvitnast um holu þá, er áður er umgetið, og hafði þaðan marga hluti þarflega. Kitt af þvi var ketill stór, hálfur úr látúni en lválfur úr eyri. Ekki hafði hann oft i kaupstað l'arið, eins og hann þyrfti þess ekki með. Ljet ei heldur neinn mann vita af þessu, fyrr en hann gat ei sjálfur notað það lengur. Og engum visaði hann á það, og enginn hefur það siðan fundið, so menn viti. Sunira tilgáta er, að það hafi St. Skarð verið, sem' hann komsl i. Og sjálfsagt er, að þar hefir verið af mörgum hlutum til. Og endar svo þessa sögu“. vitað fram veglegar veislur á Þingvöllum. Nú eru 10 ár liðin síðan þessir bátíðlegu atburðir gerðust. En 10 ár er ekki langur tími í sög'u beillar þjóðar. Svo ört streymir elfa tímans. En gott er að gefa sjer tíma lil þess að staldra svo- lítið við á dögum eins og liátíð- ardögunum 1930 og svipast um, aftur vfir stórkostlega sögu þúsund ára, og fram i bláma þess ókonina. Yfir slíkum stund- um er einhver fjarrænn, bátið- legur blær, sem varpar dular- bjarma yfir þjóðlífið nokkra daga, nokkrar vikur. ög bafi Al- þingisbátíðin 1930 liaft þau á- hrif, að vjer böfuni orðið betri íslendingar eftir en áður, þá bef- ir hún ekki orðið til einskis. Þjóðsaga frá Keldum „Gömul saga. 17ín örnefni hjer á Rangárvalla al'- rjett, fyrir framan og innan Markar- fljót, sem yfir höfuð kallast Fremri og Innri Laufaleitir. Á Keldum var vinnu- eða smala- maður, sem Torfi hefur heitið. Hann lagði hug á bóndadóttur þar og sag- an segir, að það hafi ekki verið á móti hennar vilja. En af því að föð- ui' hennar og frændum þótti það ei l'ullkosta fyrir hana, vegna þess að hann væri ættsmár og fátækur, tók Torfi það fyrir að strjúka með hana i óbygðir. Og fór fyrst þann veg', sem hjer liggur inn Rángárvallaaf- rjett og að fjallabaki, þá farið er austur i Skaftártungu. En þá þeirra var saknað, fór ráðsmaðurinn á Keldum að leita þeirra. Hann tók til reiðar tvo bestu reiðhesta, annan blesóttan, annan glóföxóttan, sem kallaður var Faxi. Ráðsmaður komst á för þeirra, en lil að geta náð þeim sem fljótast, reið hann svo mikið að sá blesótti sprakk á Blesamýri, sem síðan er svo nefnd. Og' á ein rennur þar innan við mýrina, sem fellur í útnorður úr Tindafjallajöklinum í Rangá austari, scm og svo er kölluð af sama örnefni Blesaá. Svo reið ráðsmaður þeim föxótta, þar til hann gafst upp, i því fjalli, sem siðan er Faxi kallað. Það er fyrir framan Markarfljót, á Fremri Laufaleitum. Þá varð ráðsmaður að ganga. Þegar Torfi kont austur yfir það l'jall, fór Iiann meir beint áfram, lieldur en rjettan veg, þar vegurinn liggur þá inn með fjallinu lil landnorðurs, að vaði þvi sem þar er innyfir Markar- fljót. Hefur hann þá farið austur yfir á þá, er Hvítmaga heitir. Hún rennur úr Tindafjallajöklinum lil landnorðurs i Markarfljót, og að- skilur Rangárvalla og Fljótshliðar- afrjetti. Og rennur Fljótið þar lengi i stokk til austurs og landsuðurs. Hefur Torfi farið þar með því, norð- anundir Stóra Grænafjalli, sem er á Fljótshliðar afrjetti, þar til Fljótið kemur þar í þrengsli í landnorður af Grænafjalli, þá Fljótið rennur það- an fyrst til landsuðurs og svo til útsuðurs fram með Stóra Grænafjalli, alistan undir þvi. Þegar Torfi var komin að þessum þrengslum og hann var rjetl í bugtinni á Fljótinu, sá hann eftirförina og vildi ekki biða; tók slúlkuna á handlegg sjer og hljóp þar yfir Markarfljót, sem síðan er kallað Torfahlaup, og náði i hrislu og gal komist af með þau bæði, og beið svo þar. Ráðsmaður kom þar að og segir: „Mikið var stokkið, al' hræðslu". Þá segir Torfi: „Stökk ]ni á eftir, þú ert óhræddur.“ Ráðsmað- ur hljóp að og stökk, náði i sömu lirishi. Þá segir sagan að stúlkan segði: „Högg þú á hrísluna, maður“. Torfi hafði öxi i hendi og hjó hrísl- una, svo maðurinn týndist í Fljótinu. Þetta Torfahlaup er þar sem Mark- arfljót rennur í gegnum þessi þrengsli, og standberg að báðum íregin. Nú svo vítt, að þar getur eng- inn yfir hlaupið, og má hafa fallið úr þvi síðan þetta skeði, sem gelur verið nokktir lnindruð ár. Margar mannshæðir eru þar niður að vatn- inu. Ekki er þar neitt viðar vaxið i kring. Torfi fór þá í Torfajökul, sem og svo er við hann kendur. Er þar ekki langt í jökulinn norður, og eru á þeirri stefnu beinleiðis þessi ör- nefni, þvert yfir Innri Laufaleitir, frá Torfahlaupi: Torfafit, Torfakvisl. Frh. á bls. lá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.