Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 6
6
F Á L K I N N
Gorl lávarðiir, sem stjórnaði undan-
haldinu frá Dnnkerque.
Hermennirnir, sem koniu með járn-
brautarlestunum til London, höfðu
verið matarlausir lanr/an tíma, og
voru margir úrvinda af jireglu. En
matarlystin var góð.
Undanhaldið
frá Dunkerque
Um mánaðamótin maí—júní stóðu
einhverjar tegilegustu orustur stríðs-
ins í norð-vestur Frakklandi, þar
sem Þjóðverjar höfðu umkringt her
bandannmna á allar hliðai• nema að
sjó. 30. maí ruddi franski herinn
undir stjórn Prioux hershöfðingja
sjer braut til Dnnkerque, þar sem
liann sameinaðisl breska og belgiska
hernum, en úti fgrir höfninni beið
breskur floti þess atbúinn að flytja
liðið til Englands. Með frábœrri
hreysti og herkænsku tókst Dretum
undir stjórn Gorls lávarðar að bjarga
öllum meginhernum undah hinum
ægilegustii árásum af hálfu Þjóð-
verja, sem höfðn heitið því að ,,strá-
fella“ her bandamanna. — Hjer birt-
ast nokkrur myndir frá heimkomu
hermannanna til London.
Að ofan t. h.: Drosandi og fagnandi
hermenn koma i höfn á suðurströnd
Englands.
Til hœgri: Þeir voru ekki fyr komn-
ir heim aftur en þeir fóru að tala um
næstu viðureign. „Og þá skulum við
ekki hopa af hólmi“, sögðu þeir.
Að neðan t. h.: Á hverri járnbrautar-
stöð, þar sem slansað var, var matur
og drykkur borinn fyrir hermennina.
Hjer á myndinni sjást nokkrir vera
að gæða sjer á brauðsneiðum.
Að neðan t. v.: Fransmennirnir voru
búnir að lœra það af Dretunum, að
reka þumalfingiirinn npp, til að
fagna góðu gengi. Þessir, sem mynd-
in er af, voru á leið á spítala.
Til hægri: Þessi breski hermaður
hafði ekki smakkað mat hátt á ann-
an sólarhring. Ilann varð mjög feg-
inn, þegar hann fjekk brauðsneið
og könnu af bjór.