Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 10

Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N — Elskan mín, það er ekki þægi- legt að vera háfleygur í brjefi, sem maffur skrifar meff hlekkjiiöum penna!" Góðan daginn, frú, finniff þjer ekki alt i einu til óumræðilegrar löngunar til að klóra yffur á bakinu? 1 S k r í 11 u r. HVlTT HÁR — RAUÐ AUGU. Líklega hefir ekkert ykkar sjeð dýr þau, sem hvítingar nefnast, og er það nafn dregið af útliti þeirra. Þessi dýr (eða fuglar) hafa sem sje ekkert hvitt hár (eða fjöður) á sín- um skrokki, en hafa hinsvegar rauð augu.Þetta er ekki sjerstölc dýrateg- und, lieldur sjerStök afbrigði innan tegunda. Hvítingar geta verið mýs, filar, apar, hundar, krákur og hvað eina. Hvítar mýs eru t. d. víða tii og sumstaðar eiga krakkar heii söfn af hvítum músum og þykir það mesta metfje. Enda eru það'allra lag- legustu grey, þessar hvitu mýs með rauðu augun. En þessir sjerkenilegu litir hvít- ingjanna ■ eru einn af dutlungum náttúrunnar, þau skortir nefnilega algerlega viss litarefni og verða þvi svona ólik öðrum einstaklingum af sinni tegund. Þessi einkenni hvit- ingjanna eru undantekningar og af- brigði. Hjer birtast nú nokkrar myndir af þessum leikföngum náttúrunnar. Mynd 1 er af livítri mús, en þær eru, eins og að ofan gat um ekki óalgengar. Mynd 2 er af mjallhvítri kráku, en krákan er frænka krumma, 3 af apa og sú fjórða er af hvítum úifi. Öll þessi hvitu dýr hafa svo eld- rauð augu, en þann lit getum við ekki sýnt ykkur á þessum myndum. Fyrir rjetti: Dómarinn: „Þjer eruð kærður fyr- ir að hafa ráðist á þennan mann. Ilann heidur því fram, að fyrst hafið þjer siegið sig niður, en síðan gefið sjer milli 20 og 30 högg.“ Ákœröi: „Þetta getur hreint ekki staðist, dómari góður, þvi að jeg hefi aldrei sjeð þennan mann fyr, og þar að auki veit hann ekkert hvað mörg högg jeg sló hann, því að hann rotaðist við það fyrsta!" „Ef jeg bara kyssi konuna mína rembingskoss, þá fyrirgefur hún mjer alla hluti. Þú ættir að reyna það!“ „Já, gjarnan vil jeg það, en held- urðu, að konan þín taki mjer það ekki illa upp?“ „Hvernig getur þú í senn verið trúlofaður einni stúlku i Reykjavík, annarri í Keflavík og þriðju á Stokks eyri?“ „Með þvi að eiga bifhjól, og það á jeg Iíka!“ Skrifstofustjórinn: „Mikið skrambi eru margar flugur hjerna á skrif- stofunni." Skrifarinn: „Já, þær eru 97.“ — Sko, þarna sjerffu, Þorbjörg, jeg sagffi þjer að vera ekki aff taka hjer tit eftir ötl þessi ár. Best er að auglýsa í Fálkanum Gesturinn: „Hefir ekki eitthvert frægt skáld fæðst hjer á þessum bæ?“ fíóndinn: „Jeg lield bara ekki . . að minsta kosti ekki i þessi sjö ár, sem jeg hefi búið hjer!“ „Hefurðu gleymt því, að þú skuld- ar mjer tuttugu krónur?“ „Gleymt, nei, hreint ekki, sástu ekki að jeg ætlaði að ganga fram hjá, án þess að heilsa þjer?“ Hún: „Þú mátt ekki láta pabba sjá, þegar Jdú kyssir mig.“ Hnnn: „Já, en jeg hefi ekki kysl þig.“ Hún: „Nei, en ef þú skyldir gera það.“ Kennarinn: „Til hvers eru eyrun, Kiddi minn?“ Kiddi: „Til þess að við sjáum betur.“ Kennarinn: „Hvaða bull!“ Kiddi: „Nú, hvernig færu menn þá að ganga með gleraugu, ef þeir væru eyrnalausir?" „Pabbi, er sá maður kallaður fjöl- kvænismaður, sem á einni konu of mikið?“ „Nei, drengur minn, þá væri jeg líka fjölkvænismaður." /v/ /*/ /v/ /*s „Jeg hefi nú í dag farið í 12 búð- ir og hvergi fengið Jiað, sem mig vantar.“ „Hvað var það nú?“ „Lánstraust!“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.